Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Page 12
12 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Útlönd Byggingar og mannvirfci i borginni Detong t skemmdust mikiö þegar Simsmynd Reuter Sextíu þúsund manns eru nú heixnilislaus í noröurhluta Kina í Kjölfar nokkurra öflugra jarðskjálfta sem gengu yfir í siðustu viku og urðu tutt- ugu og níu aö bana. í fréttum kínverskrar fréttastofu í gær sagði að nokk- ur hundruð hefðu slasast í jaröskjálftunum. Sjö jarðskjálftar gengu yfir Shanxi og Heibei héruð snemma á firamtudagsmorgun. Mældist sá sterk- asti 6,1 á Richterskvaröa. Vestrænir björgtmarraenn segja að kínverskir embættismenn telji að allt að ellefu þúsund hús hafi jafnast viö jörðu. Öfgasinnaðr hægrimenn vinna á Svo virðist sem kristUegir demókratar, flokkur Helmuts Kohls, kansl- ara V-Þýskalands, muni tapa stórum, allt að tíu prósentum á sumum kjörstöðum, í sveitarstjómarkosningum sem fram fóru í Baden-Wúrtem- berg i gær. Repúblikanaflokkurinn, flokkur öfga-hægrisinna undir sljórn fyrrum SS-foringja, virðist hins vegar munu bæta venúega við sig. Samkvæmt spám sem byggðar voru á fyrstu tölum í fjórum stórum borgum munu Repúblikarnar vinna allt að fimm prósent atkvæða sem nægjr þeim tii að tryggja sér sæti í bæjar- eða borgarráði Sfsulu vNI róttækar Walter Sisulu, sem látinn var laus úr fangelsi í Suður-Afríku ný- verið, sagöi í viötali við tímaritið Time, sem birt var í gær, að hann væri hlynntur tafarlausum, rót- tækinn breytingum til að binda enda á kynþáttaaðskilnaöarstefnu stjómvalda. Sisulu var látínn laus, ásamt sjö öðrum leiötogum blökkumanna í S-Afríku, í síðu8tu viku. Flestír höfðu þeir verið í fangelsi í rúman aldarfjórðung, ásakaðir um að vfija steypa sfjóm hvíta minnihlutans í Pretóríu. í viðtalinu sagði Sisulu að þar tíl ríkisstjóm Suður-Afríku sest aö samningaborðinu og samningar nást, þar á meðal að endi verði Walter Sisulu, fyrir miðju, ásamt bundinn á ofbeldi er engin leiö að Desmond Tufu erkiskupi koma í veg fyrir þaö. Simamynd Reirter Handtaka í Heinz-málinu Rúmlega fertugur fyrrum lögreglumaður 1 Bretlandi var ákæröur á laugardag fyrir samsæri. Er manninum, Rodney Whitelco, gefið að sök aö hafa átt aöild að fjárkúgunartilraun gegn Heinz-fyrirtækinu með því að fást viö krukkur af bamamat Witcelco er sakaður um aö hafa, ásamt vitorösmanni, reynt að kúga tvær milljónir dollara út úr Heinz-fyrirtækinu með því aö eitra bama- mat. Mál þetta vaktí mikla athygli þegar fyrst varð vart eitrunar og gler- brota í krukkum af Heinz-bamamat Fimm ungböm hafa veriö lögö inn á sjúkrahúss vegna þessa og vitað er um þijú hundmð tilfelli þar sem grunur leikur á um að átt hafi veriö við krukkur af bamamat, þar á meðal komið fyrir glerbrotum í þeim. Fyrsta krafa fjárkúgaranna var lögö fram fyrir ári, þegar fyrstu tUfellin komu upp. Lögregla telur aö hinir meintu fjárkúgarar eigi aðild að minnsta kosti tólf tilfellum þar sem vítissóti hefur verið settur í bamamatinn. Engin slys urðu á bömum. Brasllískt sklp tekur nlðri Brasllíska tlutningaskipiö Merkantil Mateca brotnaði f tvennt þeg tókniðri vesturafNoregiumhelgina. Sfmaunynd Þijátiu og átta þúsund tonna brasiliskt flutningaslcip, Merkantil Mateca, tók niöri og brotnaði í tvennt vestur af Noregi um helgina. Öllum sem um borö vom, 35 manna áhöfii, var bjargað að sögn talsmanns björgunar- liðsins. Slæmt veður var þegar slysið átti sér stað. Um borð í skipinu var farmur af súráli og 430 tonn af olíu. „Fyrstu rannsóknir benda til að um smáleka geti veriö að ræða en við búumst ekki við mikilli mengun,“ sagöi Willy Andersen, yfirmaöur mengunar- stofnunar Noregs. DV Flugslysið 1 Hondúras: Ástæður ókunnar Rannsókn er nú hafin á tildrögum flugslyssins í Teguicalpa í Honduras á laugardag en þá fórst Boeing-727 farþegaflugvél. Rúmlega eitt hundr- að og þrjátíu létust í slysinu. Vélin, sem var í eigu Tan Sahsa-flugfélags- ins frá Hondúras, var að koma frá Costa Rica. Ástæður slyssins eru ekki kunnar. Brak úr vélinni er dreift um stórt landssvæði um tuttugu kílómetra suðaustur af Tegucigalpa. Vélin rakst utan í fjall er hún var í aðflugi að flugvellinum í Tegucigalpa. Miklir vindar voru og lágskýjað þegar slysið átti sér stað. Að sögn þeirra sem komust lífs af átti það sér stað án nokkurs fyrirboða. Að sögn starfsmanna Rauöa kross- ins hafa 132 lík fundist, þar á meöal lík vinnumálaráðherra Hondúras. En um borö í vélinni voru 146 manns og komust fimmtán lífs af. Engin opinber tala um fjölda látinna hefur verið gefin upp. Farþegarnir voru frá fimmtán þjóðlöndum, þar á meöal N-Ameríku, rómönsku Ameríku og Evrópu. Taliö var aö nokkrir starfsmenn Samein- uöu þjóðanna hafi verið meðal far- þega en ekki er ljóst hvort svo var og þá hver afdrif þeirra urðu. Ekki er vitað til þess að nokkrar alvarlegar bilanir hafi fundist í vél- inni. Svarti kassinn svokallaði, þar sem er að finna samtöl flugmanna sem og samskipti við flugtum, verð- ur sendur til Bandaríkjanna til frek- ari rannsóknar. Talsmaður Tan Sah- sa-flugfélagsins sagöi að ekki væri að vænta lokaniðurstöðu úr þeim rannsóknum fyrr en í fyrsta lagi að mánuði liðnum. Tan Sahsa-flugfélag- ið hafði vélina á leigu frá Continen- tal-flugfélaginu bandaríska. Áætlað var að hópur tæknimanna frá Boeing-verksmiðjunum og emb- ættismanna frá samgönguráðuneyti Bandaríkjanna kæmi á slysstað í gær til aö aðstoða við rannsóknina. Reuter Björgunarmenn leita í flaki flugvélarinnar sem fórst í Hondúras um helgina. Simamynd Reuter Palmemáliö: Gagnrýni Lisbet visað a bug Ritstjórar Dagens Nyheter, Ex- pressen og Aftonbladet vísuðu í gær á bug fullyrðingum Lisbet Palme um að fjölmiðlar hefðu borgað lögreglu- mönnum fyrir upplýsingar. I sjón- varpsviðtali á laugardagskvöld hélt Lisbet því einnig fram að Hans Hol- mér, fyrrverandi lögreglustjóri í Stokkhólmi, hefði logið að henni. Það var Lisbet sjálf sem bað um að fá að koma fram í sjónvarpinu vegna þess sem gerst hafði eftir að Christer Pettersson, sem ákærður var fyrir morðið á Olof Palme, var sleppt. Kvaðst hún hafa fengið áfall við fréttina að yfirréttur hefði komist að annarri niðurstöðu en undirrétt- ur. „Mér finnst ekki þægilegt þegar ljósmyndarar Aftonbladets, Express- ens og Dagens Nyheters elta mig á röndum í hverfinu þar sem ég bý. Ég treysti þeim ekki.“ Lisbet gagnrýndi harðlega bæði lögreglumenn og fréttamenn vegna þess sem gerst hefði á meðan á rann- sókn morðsins stóð. Kvaðst hún hafa sannanir fyrir því að fréttamenn hefðu borgað lögreglumönnum fyrir upplýsingar sem ekki hefðu átt að birtast almenningi. „Ég veit að um hefur verið að ræða svo háar upp- hæðir að lögreglumanni hefur verið boðið ársfrí á launum." Benti Lisbet á að bílar fréttamanna hafi fylgt á eftir lögreglubílum og beinlínis eyðilagt rannsóknina. Fréttamenn hefðu hitt vitni og sýnt þeim myndir þannig að síðar hefði ekki veriö hægt að nota þau. Holmér lögreglustjóra sagði hún hafa haft samband við blaðamann þrátt fyrir loforð um að halda leyndu því sem Lisbet sagði. Lisbet Palme kvaðst enn vera þeirrar skoðunar að Christer Pett- ersson væri morðingi manns hennar. TT Hald lagt á tonn af kókaíni var gerö á býli um 300 kílómetra fyr- ir norðan Bogota. Auk kókaínsins fann lögreglan vélbyssu, tvær skammbyssur og 110 þúsund dollara. Við skyndiárásina var enginn hand- tekinn. Það var hins vegar í bænum Buc- aramanga sem lögreglan handtók systkini sem Bandaríkjamenn hafa fariö fram á að verði framseld. Alls hafa nú tíu meintir fíkniefnasalar, sem eftirlýstir eru í Bandaríkjunum, veriö handteknir í Kólumbíu. Fjórir hafa verið framseldir síðan herferðin gegn fíkniefnabarónunum hófst fyrir tveimur mánuðum. Enginn hinna handteknu tilheyrir þó þeim hópi sem Bandaríkjamenn vilja helst fá framselda. A fóstudaginn voru tvö þúsund manns gripnir í skyndileit lögregl- unnar í Bogota. Lagði lögreglan hald á fjölda skotvopna. Reuter Kólumbíska lögreglan tilkynnti um Kólumbíumenn sem eftirlýstir eru í helgina að hún hefði lagt hald á yfir Bandaríkjunum. tonn af kókaíni og handtekið tvo Kókaínið fannst þegar skyndiárás Um tonn af kókaini fannst á búgaröi fyrir norðan Bogota um helgina. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.