Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 16
Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýja Borgarleikhúsið Nýja Borgarleikhúsið var vígt á fóstudaginn með pompi og prakt. Frumsýningar hefjast í þessari viku og þá hefur loksins ræst hinn langþráði draumur Leik- felags Reykjavíkur að komast í hús við hæfi. í níutíu ár hefur Leikfélagið haft aðsetur sitt í gamla Iðnó við Tjörnina. í eina tíð þótti ekki í kot vísað í Iðnó en tímarnir hafa breyst og kröfurnar með og það eru ár og dagur síðan aðstaðan og aðbúnaðurinn í Iðnó var orðinn algjörlega óviðunandi. Þó skyldi enginn gera lít- ið úr þeirri staðreynd að einmitt í húsum eins og Iðnó skapast sérstakt andrúmsloft félagsskapar, samkenndar og návistar við áhorfendur sem meðleikara. Leikrit gengur meðal annars út á það að koma tilfmningum til skila, komast í snertingu við umhverfið og skapa þráð á milli áhorfenda og leikara. Gamla Iðnó bauð upp á slíkt andrúmsloft, vinalegt og þröngt, einfalt en áhrifa- mikið, sönn leikhússtemning. Enda tala leikarar og að- standendur Leikfélagsins um Iðnó með tárin í augunum og voru þegar farnir að sakna þess áður en þeir fluttu. Hins vegar geta allir viðurkennt að Iðnó var ekki samboðið svo merkilegu félagi sem Leikfélagi Reykja- víkur. Þetta félag hóf leikhúsmenninguna á íslandi til virðingar og viðurkenningar, þar er vagga og vegferð alls þorra íslenskra leikara og þar hefur merkið aldrei fallið, þrátt fyrir Þjóðleikhús og sjónvarp. Leikfélagið hefur staðist allt andstreymi, allt mótlæti og alla strauma í menningu og aíþreyingu. Þar kemur auðvitað fleira til en Leikfélagið sem slíkt. Þar ber að þakka leik- hstinni og leikritunum sjálfum, þeirri klassísku menn- ingu, sem ekkert popp fær grandað. Síðast en ekki síst ber auðvitað að þakka áhorfendum sem ahtaf hafa hald- ið tryggð við Leikfélagið og leikhúsin og látið sér lynda þrönga bekki og takmörkuð þægindi. Það hefur ahtaf verið gott að koma í Iðnó. Borgarleikhúsið er glæsileg bygging á góðum stað. Húsið hefur verið Qórtán ár í byggingu en eftir að Dav- íð Oddsson tók við borgarstjóraembættinu komst skrið- ur á byggingarframkvæmdir og málinu fylgt eftir. Leik- arastéttin og leikhúsunnendur geta þakkað áhuga borg- arstjórans og áræði að Borgarleikhúsið er komið í notk- un. Borgarleikhúsið er dýr bygging og hefur kostað einn og hálfan milljarð króna. Þeir peningar eru sóttir í vasa Reykvíkinga. Það sér enginn Reykvíkingur eftir þeim fjármunum ef Leikfélagið heldur sínu striki og gegnir áfram því hlutverki sem það hefur rækt fram að þessu. Leikfélagið og Iðnó hafa verið samastaður fólksins, al- þýðuleikhús í besta skilningi þess orðs. Nú á eftir að reyna hvernig til tekst. Ekki er nóg að hafa glæsilegan umbúnað og fullkomna aðstöðu úti í sal og uppi á sviði ef hinn eina og sanna leikhússtemning hverfur. Það verður meiri vandi að fylla nýja Borgar- leikhúsið þakklátum leikhúsgestum heldur en htla Iðnó. Það verður meiri vandi og meiri ábyrgð sem hvílir á herðum Leikfélagsins. Kröfumar vaxa í samræmi við húsakynnin. Ef aðstandendur Leikfélagsins eru Thalíu trúir og skilja að hús er ekki allt heldur andrúmsloftið, frammi- staðan og tengslin við leikhúsgesti, þá þarf engu að kvíða. Leikfélag Reykjavíkur hefur alla burði til að standa undir þeirri kvöð, þeirri kröfu sem fylgir svo glæsilegu húsi. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Fyrir nokkru barst mér í hendur bókin Sjálfstæði íslendinga, 1.-3. bindi, eftir dr. Gunnar Karlsson, prófessor í sögu og kunnan bar- áttumann úr Alþýöubandalaginu. Námsgagnastofnun gefur hana út til sögukennslu fyrir böm. Við þessa bók er sitt hvað að at- huga. í fysta lagi er tungutak höf- undar ekki nægilega fagurt eða þróttmikið. Á bókina fellur allt of mikill talmálsblær. Líklega hefur höfundur verið að reyna að skrifa hana á einhvers konar bamamáh en hann er allt of lítilþægur fyrir hönd bama. í öðm lagi er uppsetn- ing stundum viðvaningsleg, til dæmis eru andhtsmyndir jafnan of stórar. í þriðja lagi gægjast hinar eindregnu stjómmálaskoðanir höf- undar því skýrar fram úr textanum sem nær dregur nútímanum, þótt hann hafi vafalaust reynt aö stiha sig eins og hann gat um að láta skoðanir sínar í ljós. Hér ætla ég að benda á nokkur dæmi þess. Dr. Gunnar Karlsson prófessor. - Höfundur bókarinnar Sjálfstæði ís- lendinga sem greinarhöfundur gerir að umræöuefni í grein sinni. Athugasemdir við sögubók Sjálfstæðisflokkurinn Á 93. bls. 3. bindis bókarinnar segir frá Sjálfstæðisflokknum. Höf- undur fræðir okkur á því, að flokk- urinn telji sig flokk allra stétta. Andstæðingar hans haldi því hins vegar fram, að hann sé atvinnurek- endaflokkur. Nú er það strax við þetta að athuga, að höfundur grein- ir ekki frá því, sem andstæðingar annarra flokka segja irni þá. Sumir fúhyrða, aö Framsóknarflokkur- inn sé þröngsýnn sérhagsmuna- flokkur, aðrir telja hann rekinn á vegum Sambands íslenskra sam- vinnafélaga, stærsta auöhrings á íslandi. Andstæðingar Alþýðu- flokks og Alþýðubandags benda á, að þeir em stjómlyndir flokkar, en ekki frjálslyndir, og hafa jafnan barist fyrir hærri sköttum og meiri ríkisafskiptmn. Hvers vegna þegir höfundur um þetta? Höfundur kveður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins nefna tvær ástæður til þess, að flokkurinn sé atvinnurekendaflokkur. Önnur er, að flestir atvinnurekendur fylgi honum að málum. Vafalaust er þaö rétt, en af því leiðir ekkert um eðh flokksins. (Þetta er non sequitur á máh rökfræðinnar.) Til dæmis get- ur verið, að flestir húsamálarar kjósi Alþýöuflokkinn, en af því leiðir síður en svo, að flokknum sé best lýst sem húsamálaraflokki. Er höfundur að gefa þeirri skoðun undir fótinn, að flokkurinn gæti aðeins hagsmuna atvinnurekenda? Hin ástæðan er, að flokkurinn fylgi frjálshyggju í efnahagsmálum. Þetta er sú skoðun, segir höfundur, „að atvinnurekendur eigi að vera sem frjálsastir að reka atvinnu sína eins og þeir sjálfir vilja.“ Þetta er afar ónákvæm lýsing á frjálshyggju. Frumkvöðlar hennar, eins og Adam Smith, lögðu meginá- herslu á rétt einstaklinga til að velja og hafna um vöra og þjón- ustu. í efnahagsmálum var aðalat- riðið tahð frjálst neysluval almenn- ings, þar eð það stuðlaði að því, að einstakir atvinnurekendur legðu sig fram um að bjóða fram betri eða ódýrari vöm og þjónustu en keppi- nautar þeirra. Adam Smith lagði einmitt áherslu á það, að atvinnu- rekendur stunduðu ekki iðju sína af manngæsku, heldur vegna hagn- aðarvonar. En til þess að hagnast urðu þeir vitaskuld aö framleiða seljanlega vöm með sem minnstum kostnaði. Heimskreppa og verkalýðsfélög Skilningsskortur Gunnars Karls- sonar og vanþekking á hinu frjálsa eða sjálfstýðra hagkerfi kemur víð- ar fram. Hann segir svo á 99. bls. um heimskreppuna í upphafi fjórða áratugarins: „Víða var tekin upp færibandaframleiösla í verksmiðj- um sem skilaöi meiri afköstmn en áður eða annars staðar þekktist. Kjátlarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði Afar mikið var því framleitt af vör- um. Á árinu 1929 fór að bera á því að meira var framleitt en hægt var að sefla. Af því leiddi kreppu...“ Lesandinn getin- ekki skihð þetta öðravísi en svo, að tækniframfarir hafi valdið offramleiðsu og hún síð- an kreppu. Þetta er mjög hæpið. Hvers vegna ohu hinar stórkost- legu tækniframfarir nítjándu aldar þá ekki svipaðri kreppu? Og skiptir vömverð engu máh? Ef meira er framleitt en unnt er að selja á til- teknu verði, þá lækkar verðið að öðm jöfnu og framleiðslan selst. Flestir málsmetandi fræðimenn telja nú, að heimskreppan hafi í upphafi verið eðhleg hagsveifla, sem stjómvöld hafi fyrst aukið á með mistökum í stjóm peninga- mála og síðan með tálmanum á al- þjóðaviöskiptum. Hin mikla þensla árin 1920-1929 hafi kallaö á sam- drátt næstu ár á eftir, en vegna óskynsamlegra viðbragða opin- berra aðha hafi samdrátturinn orð- ið að kreppu. Hið fijálsa eða sjálf- stýrða hagkerfi hafl því ekki bragð- ist. Öðra nær. Það, sem hafi ein- mitt brugöist, hafi veriö hagstjóm hins opinbera. Þetta er að vísu enn umdeht, en höfundur hefði mátt geta þess í staö þess að setja fyrir- varalaust fram aðra og miklu hæpnari skýringu á heimskrepp- unni. Höfundur gerir á 74.-81. bls. í sögu sinni mikiö úr baráttu verka- lýðsfélaga. En að hveiju miöaði sú barátta? Fyrstu verkalýðsfélögin á íslandi, iönaðarmannafélögin, vora stofnuð th þess að takmarka aðganginn að iðngreinum - með öðrum oröum th þess að svipta ungt fólk tækifærum á menntun og starfi. Þá gengu mörg stéttarfé- lög hart fram í því að loka landinu fyrir gyðingum og öðram flótta- mönnum fyrir síðari heimsstyij- öld, eins og nýlega hefur verið bent á. En era einhver tengsl á milli al- mennra kjarabóta og kjarabaráttu? Kjarabætur hafa orðið miklar í löndum þar sem verkalýðsfélög era veik og kjarabarátta því í lág- marki, th dæmis í Hong Kong og Bandaríkjunum. Kjarabætur vora líka talsverðar á íslandi fyrir 1930, meðan verkalýðsfélög vora veik og kjarabarátta því ekki hörð. Þetta á ekki að koma okkur á óvart. Kjarabætur fara auðvitað ekki eftir kjarabaráttu, heldur verð- mætasköpun í atvinnulífi og eft- irpsum eftir vinnuafli. Barátta verkalýðsfélaga er einkum barátta á mihi einstakra launþegahópa, eins konar borgarastyrjöld á vinnumarkaði. Varnarmál eða herstöðvamál? Höfundur fer fremur varlega í frásögn sinni af átkökum síðustu áratuga um utanríkisstefnuna. Þó hlýt ég að vekja athygh á því, að hann talar á 118.-119. bls. um „her- stöðvamálið" og skiptir mönnum í fygismenn og andstæðinga her- stöðva. Þetta er vhlandi. Herstöðv- ar era engum hehvita manni hug- sjónamál. Þær eru hl nauðsyn í hörðum heimi. Maður, sem notar vopn th að veija sig, er ekki vopna- sinni, heldur vamarsinni. Eðlhegra og rökréttara hefði því verið að tala um varnarmál í þess- ari bók og skipta mönnum í vamar- sinna og herstöövaandastæðinga. Annars þurfa vamarsinnar og stuðningnsmenn vestrænnnar samvinnu ekki að hafa miklar áhyggjur af skoðunum manna eins og Gunnars Karlssonar, þar eð sós- íalisminn er að fara í sama skam- markrók sögunnar og nasisminn hefur verið í frá stíðslokum. Þótt gera megi ýmsar fleiri at- hugasemdir við bók Gunnars, hygg ég, að hún veröi nothæf í skólum, eftir að bætt hefur verið úr þeim göhum, sem hér hefur verið bent á. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Skilningsskortur Gunnars Karlsson- ar og vanþekking á hinu frjálsa eða sjálfstýrða hagkerfi kemur víðar fram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.