Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 22
MÁNUDAGUR; 23. OKTÓBE^ 1988.,
22
Iþróttir
Sport-
SIIITar
Gífurleg spenna ríklr
í sjötta riðli undan-
keppni heimsmeist-
arakeppninnar í
knattspymu sem, elns og
kunnugt er, fer fram á ítaiiu
næsta sumar. í sjötta riðlinum
hata Spánverjar þegar tryggt
sér rétt tU að leika I úrslita-
keppninni á nsesta ári en slag-
urixm um annað sætið í riðlin-
um og laust sæti í úrslitakeppn-
inni stendur á miiii íra og Ung-
verja. Irar standa betur að vigi,
eru með 10 stig en Ungverjar
8. Bæði eiga liðin einn ieik eft-
ir. írar leika gegn Möltu á
Möltu en Ungverjar mæta
Spánverjuxn á Spáni. Alþjóða
knattspymusambandið hefur
ákveðiö aö þessir leikir skuli
fara fram á sama tíma, þann
15. nóvember.
Hróp óhorfenda verða
ekki hávœr hjó Feyenoord
Hollenskir knattspyrnuunnend-
ur eru ætíð að láta meira og meira
aö sér kveöa á knattspymuvöll-
um þar í landi og hafa menn mikl-
ar áhyggjur i blómalandinu. Ný-
lega hefur Ajax veriö dæmt úr
Evrópukeppnum næsta árið og á
dögunum var Feyenoord, liðið
sem Pétur Pétursson lék með um
tima, skikkað til að leika næsta
helmaleik $inn fyrir tómum
áhorfendastæðum vegna mikilla
óláta sem uröu á heimavelli liðs-
ins í leik gegn Fortuna Sittard.
Hróp áhorfenda veröa þvi ekki
hávær er Feyexxoord mætir Den
Haag.
Maxweli hyggst kaupa
besta iið israels
Breski auðkýfinguriim Robert
Maxwell er ekki af baki dottiim
og hyggst nú færa út kvíamar.
Reyndar er erfitt fyrir menn að
detta af baki sem geta sig vart
hreyft fyrir seðlabúntum. Hann á
sem kuxmugt er enska 1. deildar
liðið, Derby County, og 2. deildar
liðið, Oxford United. Sjálfur er
Maxwell stjómarformaður þjá
Derby og sonur hans, Kevin, er
stjómarformaður hjá Oxford. Nú
em taldar miklar lflcur á þvi að
Robert Maxwell kaupi besta
knattspyrnuliö ísraels, Betar
Jerusalem. Maxwell er á förum
til Ísrael8 þar sem hann mun
ganga frá kaupsamningi við for-
sætisráðherra ísraels, Yitzhak
Shamir, leiðtoga Ukud banda-
lagsins. Málum er nefnilega
þannig háttað i ísrael að stjóm-
málaflokkar eiga knattspymulið-
ia Forráöamenn Betar Jerusal-
em em mjög ánægöir með áhuga
Maxwells og segja að það sé
hneyksli að stjómmálaflokkar
séu aö ráðskast með knatt-
spymuliðin.
S-Kóreumenn eru með
pálmann í höndunum
Um helgina fóru fram
tveir leikir í Asíuriðli
undankeppni HM í
knattspymu. Norð-
ur-Kóreumenn unnu Qat-
arbúa, 2-0, og Suöur-Kóreu-
mann unnu Kínvexja, 1-0. Fátt
virðist geta komið í veg fyrir
að Suður-Kóreumenn komist í
lokakeppni heimsmeistara-
keppninnar í annað skiptið í
röö en Suöur-Kóreumenn tóku
þátt í lokakeppninni í Mexíkó
1986. Staöan í AsíuriöUnum er
nú þannig að Suður-Kórea er
með 5 stig eftir 3 leflti, Samein-
uðu arabísku furstadæmin eru
með 3 stig eftir 2 leiki, Norður-
Kóreumenn eru með 2 stig eftir
3 leikl, Qatar er meö 2 stig eftir
3 leiki og Saudi-Arabia rekur
lestina með l stig eftir 2 leiki
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Fjör á Króknum
- Keflavík sigraði Tindastól, 101-100, eftir framlengdan leik
• Guðjón Skúlason skoraði 36 stig
fyrir Keflvíkinga.
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki;
Keflvíkingar bám sigurorð af Tinda-
stólsmönnum í æsispennandi leik í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
Sauðárkróki í gær. Eftir framlengd-
an leik sigruðu Keflvíkingar með
eins stigs mun, 100-101. Að loknum
venjulegum leiktíma var staðan
91-91. Tindastóll hafði forystu í hálf-
leik, 53-48.
Leikurinn jafn
og spennandi
Leikurinn var alian tímann jafn og
spennandi og viðureignin því hin
besta skemmtun fyrir áhorfendur
sem fjölmenntu á leikinn, alls um 400
manns. Tindastólsmenn leiddu leik-
inn lengst af en Keflvíkingar voru
þó alltaf skammt undan.
Magnús.Guðfinnsson
tryggði ÍBK sigurinn
í framlengingunni byrjuðu Tinda-
stólsmenn mun betur og skoraði Bo
Heiden sex stig í röð og staðan var
því orðin 97-91. Virtist því ailt ætla
að stefna í sigur heimanna. Keflvík-
ingar voru á öðru máli og börðust
kröftuglega. Þegar fimm sekúndur
voru til leiksloka tryggði Magnús
Guöfinnsson Keflvíkingum sigurinn
með glæsilegri körfu.
Bo Heiden var bestur í liði Tinda-
stóls í annars jöfnu liði. Valur Ingi-
mundarson, Sturla Örlygsson og
Bjöm Sigtryggsson voru þónokkuð
áberandi.
Guðjón Skúlason og Nökkvi
Sveinsson voru bestir í liði Keflvík-
inga en baráttan var allsráðandi í
liðinu, sérstaklega þegar á leikinn
leið.
• Dómarar leiksins voru Kristinn
Albertsson og Leifur Garðarsson.
• Stig Tindastóls: Bo Heiden 34,
Valur Ingimundarson 25, Sturla Örl-
ygsson 19, Björn Sigtryggsson 10,
Sverrir Sverrisson 10, Pétur Sigurðs-
son 2.
• Stig Keflvíkinga: Guðjón Skúla-
son 36, Nökkvi Sveinsson 19, Magnús
Guðfinnsson 12, Falur Harðarsson
12, Sigurður Ingimundarson 7, Krist-
inn Friðriksson 6, Albert Óskarsson
4, Einar Einarsson 4, Ingólfur Har-
aldsson 1.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Þór kominn á blað
- vann ÍR-inga á Akureyri í gærkvöldl með 97 stigum gegn 92
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöldi er þeir lögðu ÍR-inga að
velli á Akureyri með 97 stigum gegn
92. Sá sigur hefði getað orðið mun
stærri eftir gangi leiksins því ÍR-
ingar söxuðu mjög á forskot Þórsara
undir lok leiksins án þess að ná að
vinna upp forskotiö sem Þór hafði
náð að byggja upp.
Þannig breyttist staðan úr 94-81
fyrir Þór í 95-92 á stuttum tíma og
áhorfendur hafa sjálfsagt haldið að
Þórsarar ætluðu að kasta enn einum
sigrinum frá sér á lokamínútunum.
Svo fór þó ekki, Þórsarar náðu að
bæta við sig og segja má að sigur
þeirra hafi verið fyllilega verðskuld-
aður og öruggur.
ÍR skoraði fyrstu körfu leiksins en
Þór komst síðan yfir áður en ÍR jafn-
aði 10-10. Þá kom kafli sem hvorki
gekk né rak hjá liðunum en Þór
komst aftur yfir, og aftur jafnaði ÍR,
nú 20-20. Eftir þaö var Þór ávallt yfir
og staöan í hálfleik 45-32 fyrir heima-
menn.
ÍR skoraði 6 fyrstu stig síðari hálf-
leiks en þá tóku Þórsarar við sér og
breikkuðu bilið. Þeir komust mest
15 stig yfir, 78-63, og héldu þeim mun
þar til alveg í lokin.
Þetta var kærkominn sigur hjá Þór
og liðið sýndi að það getur unnið leiki
í deildinni ef hugarfarið er rétt. Liöið
var þó í miklum villuvandræðum
undir lok leiksins eins og venjulega
og það kom illa niður á vöminni.
Konráð Óskarsson, Jón Öm Guð-
mundsson og Dan Kennard vom
bestu menn liðsins, en Guðmundur
Bjömsson og Bjöm Sveinsson áttu
einnig góða spretti og allir leikmenn
liðsins léku með að þessu sinni.
ÍR-liðið gerði það sem það gat en
þaö nægði ekki. Bandaríkjamaður-
inn Leo Thomas var bestur þeirra,
Jóhannes Sveinsson og Björn Steff-
ensen einnig ágætir en Karl Guð-
laugsson, langskytta þeirra, var í
strangri gæslu og skoraöi óvenjulít-
ið.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 27,
Dan Kennard 24, Jón Örn 20, Guð-
mundur Björnsson 10, Eiríkur Sig-
urðsson 9, Bjöm Sveinsson 3, Davíð
Hreiðarsson 2 og Þórir Guðlaugsson
2.
Stig ÍR: Leo Thomas 26, Jóhannes
Sveinsson 22, Bjöm Steffensen 20,
Bragi Reynisson 12, Karl Guðlaugs-
son 10, Bjöm Leósson 2.
Dómarar vom Sigurður Valgeirs-
son og Kristján Möller og dæmdu
þokkalega.
• ívar Asgrímssom var drjúgur fyrir liö sitt, Hauka, gegn Val i gærkvöldi
og skoraöi 30 stig. Haukar báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik.
Valsmenn stóðu
í Haukamönnum
- Haukar sigruöu, 78-82, eftir framlengdan leik
Valsmenn komu rækilega á óvart
með frammistöðu sinni gegn Hauk-
rnn í úrvalsdeildin í gærkvöldi. Leik-
urinn var í jafnvægi lengst af og
þurfti aö framlengja hann til að
knýja fram úrslit. Eftir venjulega
leiktíma var staöan 71-71 en Hauka-
menn voru sterkari í viðbótartíman-
um og sigmðu með 82 stigum gegn
78. í hálfleik var staðan, 36-32, fyrir
Val.
Valsmenn sýndu einn besta leik á
tímabilinu þó aö sigur hafi ekki unn-
ist í þetta skipti. Liðið vex með hveij-
um leik og er skeinuhætt hvaða liði
sem er í deildinni. Haukar léku þenn-
an leik ekki vel en sýndu þó mátt
sinn þegar mest á reyndi.
Berhends og Svali Björgvinsson
áttu bestan leik í Uði Vals en hjá
Haukum var ívar Ásgrímsson yfir-
burðamaður. Jonathan Bow var
frískur að venju.
• Dómarar vom Helgi Bragason
og Kristinn Óskarsson.
• Stig Vals: Berhends 20, Svali
Björgvinsson 14, Einar Ólafsson 11,
Ragnar Jónsson 9, Björn Zöega 7,
Guöni Hafsteinsson 7, Matthías
Matthíasson 6, Ari Gunnarsson 4.
Stig Hauka: ívar Ásgrímsson 30,
Jonathan Bow 25, Pálmi Sigurðsson
11, Henning Henningsson 8, ívar
Webster 4, Jón Arnar 2, Tryggvi
Jónsson 2.
Ægir Mái Káxaaan, DV, Suöuxnasjum:
Reynismenn léku slnn besta leik í langan tíma er þeir uröu aö lúta I lægra
haldi fýrir Njarðvik, 86-90, í úrvalsdeildinni í körfiiknattleik í Sandgeröi í
gærkvöldi. Reynir hafði forystu i hálfleik, 39-37. Teitur öriygsson lék ekki
með UMFN vegna meiðsla og Releford lék ekki heldur þvi tilskilin keppnis-
leyfl hafa enn ekki borist.
• Stig Reynis: Ellert 21, Grisson 19, Jón Ben 14, Sigurþór 12, Sveinn 8, Jón
4, Einar 4, Helgl 2, Antony 2.
• Stig UMFN: Ástþór 20, Jóhannes 18, Friðrik 14, ísak 13, Helgi 11, Krist-
inn 10, Gunnar 2, Friörik R. 2.