Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989.
Fréttir
48. fiskiþing hófst í gær:
Allt tal um kjarabætur
eru blekkingar einar
- sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni
Þorsteinn Gíslason flskimálastjóri
setti 48. fiskiþing í húsi Fiskifélagsins
í gær. Eftir að Þorsteinn hafði sett
þingið flutti Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra ræðu. Hann
beindi meðal annars orðum sínum
til verkalýðsforystunnar og almenn-
ings er hann sagði að svigrúm til
bættra lífskjará á næsta ári væri
ekki fyrir hendi, frekar en verið hefði
um nokkurt skeið. Slík væri afkoma
sjávarútvegsins.
„Allt tal um kjarabætur nú eru
blekkingar einar. Á þessari stundu
er mikilvægast að veija lífskjörin
sem við búum við í dag og jafnvel
það getur reynst erfitt...“ sagði
sjávarútvegsráðherra.
Halldór kom víða við í ræðu sinni.
Hann minnti á offjárfestingu á ánm-
um 1984 til 1987, sagði allt hafa farið
úr böndunum. Þótt þetta heyrði sög-
unni til yrðu menn að draga af því
lærdóm.
Þá ræddi Halldór um afkomuna í
sjávarútvegi. Hann sagði að nauð-
synlegt hefði verið að ráðast í stofn-
un Atvinnutryggingasjóðs útflutn-
ingsgreina og Hlutafjársjóðs. Halldór
sagðist telja að þeir hefðu skilað þeim
árangri sem til var ætlast. Þá minnti
hann á að raungengi krónunnar
hefði verið að lækka allt frá síðasta
hausti. Rekstrarskilyrði sjávarút-
vegsins hefðu því verið að batna,
nema hjá bátaflotanum. Það væri
rannsóknarefni hvers vegna hann
einn sæti eftir með stór tap.
Sjávarútvegsráðherra ræddi um
aflahorfur og sagði að menn væru
að vonast eftir þorskgöngu frá Græn-
landi á næsta ári. Þá göngu, ef hún
kemur, sagðist hann vilja nota til að
byggja upp þorskstofninn en ekki að
endurtaka leikinn frá 1980 og 1981
þegar síðasta ganga kom og veiðam-
ar voru stórauknar.
Halldór ræddi um frumvarpsdrög-
in að lögum um stjómun fiskveiða
sem starfsnefndir hefðu samið. Sagð-
ist hann í öflum meginatriðum vera
þeim sammála enda sé stjórn fisk-
veiða með þeim hætti sem tillögum-
ar gera ráð fyrir tvímælalaust fallin
til að ná því meginmarkmiði fisk-
veiðistjórnunar að ná hámarksarði
af fiskveiðiauðlindinni með lágmark-
stilkostnaði.
Loks ræddi sjávarútvegsráðherra
um viðræðumar við Evrópubanda-
lagið sem hann sagði að myndu
skipta sköpum fyrir íslendinga.
Hann sagði aö við yrðum að skynja
þau tækifæri sem felast í framtíðar-
skipan okkar og Evrópubandalags-
ins. -S.dór
Meta verður kosti og
galla auðlindaskatts
- sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstoöiunar
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, hreyfði viðkvæmu
máli í ræðu á fiskiþingi í gær. Hann
sagði að sala veiðileyfa í sjávarút-
vegi, eða auðlindaskattur eins og það
er oftast nefnt, gæti leyst ákveðinn
vanda sem skapast í gengismálum
við hagræðingu í sjávarútvegi, sem
myndi leiða til óbreyttrar stöðu í
, sjávarútvegi á kostnað annarra at-
vinnugreina í landinu. Þessi ummæli
Þórðar ollu fjaðrafoki á fiskiþingi í
gær og höfðu sumir á orði að þama
hefði Þórður nefnt snöru í hengds
manns húsi. Ræða Þórðar íjallaði um
sjávarútveginn og gengi krónunnar.
Orðrétt sagði hann um þetta atriði.
„... rétt er þó að vekja sérstaka
athygli á einu atriði. Verði frum-
varpsdrögin (að stjómun fiskveiða,
innskot DV) aö lögum í núverandi
mynd má gera ráð fyrir því að allur
tilkoStnaöur við fiskveiðar minnki
töluvert. Miðað við að fylgt verði
svipaðri gengisstefnu og gert hefur
verið hér á landi um árabil leiðir
þetta til þess að raungengi krónunn-
ar hækkar. Hversu mikil hækkunin
verður fer eftir því hve hagræðingin
verður mikil í fiskveiðunum. Á hinn
bóginn er óvíst að afkoma flotans
batni. Afleiðingin yrði því sú að
rekstrarskilyrði sjávarútvegs yrðu í
aðalatriðum óbreytt en hins vegar
versnaði afkoma annarra greina sem
háðar eru gengi krónunnar. Er þetta
skynsamlegt eöa á að bregðast viö
þessu með einhveijum hætti? Þessari
spurningu ætla ég ekki að reyna aö
svara hér en vek athygli á þessu at-
riði til að undirstrika hversu víð-
tækar afleiðingar mismunandi stjóm
fiskveiða getur haft á þjóðarbúskap-
inn. Bent hefur veriö á leiðir til aö
leysa þennan vanda, án þess að af-
koma sjávarútvegsins versni. Þessi
leið hefur gengið undir nafninu auð-
lindaskattur eða sala veiðileyfa.
Skiptar skoðanir em hins vegar um
þessa leið en óhjákvæmilegt er að
meta kosti hennar og galla rækilega
á næstu mánuðum.“
-S.dór
Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri setur fiskiþing. Á myndinni sjást einnig
Magnús Gunnarsson sem ræddi samskiptin við Evrópubandalagið og Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. DV-mynd GVA
48. fiskiþing:
Kvótakerfið hefur ekki
náð tilgangi sínum
- segir Einar K. Guðfinnsson í Bolungarvik
Einar K. Guðfinnsson, útgerðar-
maður í Bolungarvík, hafði framsögu
á fiskiþingi í gær um stjómun fisk-
veiða. Hann fór yfir samþykktir og
ályktanir hinna ýmsu deilda Fiskifé-
lags íslands um fiskveiðistjómunina.
Einar benti á að flestir væm famir
að átta sig á því að kvótakerfið næði
ekki þeim tilgangi sem því var ætlað.
í málflutningi hörðustu kvótasinna
væri nú kominn sterkur undirtónn
um að þeir væru famir að efast um
ágæti kvótakerfisins.
Einar sagði í samtali við DV að ljóst
væri að breytinga væri þörf á stjóm-
un fiskveiða. Núverandi kerfi hefði
sýnt sig í að duga ekki og þvi yrðu
breytingar að eiga sér stað. Engin
deild innan Fiskifélags íslands mælti
með óbreyttum lögum um stjórnun
fiskveiðanna. Hann sagðist eiga von
á því að þetta mál yrði öllu ofar á
þessu fisldþingi.
Framsöguræða Einars í gær, um
stjórnun fiskveiðanna, fjallaði fyrst
og fremst um að skýra frá sam-
þykktum sem fiskidefldirnar hafa
gert á fundum sínum fyrir fiskiþing.
Umræða á þinginu um stjórnun fisk-
veiðanna hefst síðar í vikunni.
-S.dór
Oft verið vevra ástand
ÞórhaDur Ásmundssan, DV, Sauðárkróki;
„Þaö hefur oft verið verra ástand hjá
okkur á þessum árstíma og ástæðan
til þess er m.a. að við erum með einu
skipi meira en áður. Við eigum eftir
tæp 300 tonn af þorskkvóta og okkur
ætti að takast að halda fullri vinnu
bjá fólkinu fram til áramóta, svo
fremi sem aflinn dreifist þokkalega,“
sagði Einar Svanssön, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjunnar.
„Við fylgjumst líka með fiskmörk-
uðunum, reynum að fá fisk frá þeim
en útlitið þar er ekkert bjart. Þaö er
lítið sem kemur á markaö og verðið
þar af leiðandi of hátt,“ sagði Einar.
Hraðfrystihúsið Skjöldur á Sauðár-
króki og Hraðfrystihúsið á Hofsósi
standa verr að vígi en Fiskiðjan -
eiga ekki eftir nema 150 tonn hvort
hús af kvóta.
I dag mælir Dagfari
Sparnaður í útiöndum
Enn er verið að fetta fingur út í
eyðslu ráðamanna. Sérstaklega
þeirra sem ferðast um heiminn á
kostriað okkar skattborgara. Þetta
nöldur fer að verða nokkuð leiði-
gjarnt og þjónar engum tilgangi.
Guðrún Helgadóttir er fyrir löngu
búin að leiða okkur í allan sann-
leika um það aö þeir sem ferðast í
erindum ríkisins og á þess kostnað
eru ekki venjulegir kontóristar
heldur meiri háttar persónur og
ber að greiða þeim samkvæmt því.
Á dögunum varð einhveijum
fréttamanni á DV það á að bera
þennan ferðakostnað undir svo-
nefndan hagstofuráðherra. Nýbak-
aður ráðherra brást hinn versti við
og spurði á móti hvort þjóðin vildi
að fyrirmenn hennar gistu þriðja
flokks hótel. Við þessa gagnárás
setti fjölmiðla Ifijóða og hver og
einn fréttamaður horfði í gaupnir
sér og reyndi að ímynda sér hvem-
ig væri að gista þriðja flokks hótel
1 útlöndum.
Ósvífni fréttamanna ríður ekki
við einteyming. Að fara að grafast
fyrir um feröakostnað ráðherra
með það að leiðarijósi að draga
fram sannleikann er fáheyrð
ósvífni og þeir sem voga sér að fetta
fingur út í óþarfa eyðslu era best
geymdir bak við lás og slá fyrir
lausmælgina. Hótelmenn á Shera-
ton í Köben og Grand í Osló og
Stokkhólmi stæra sig gjaman af
því að þar gisti bæði fyrirmenn
Bandaríkjanna og íslands og bera
þá gjaman saman með tifliti til
eyðslu án þess að farið sé nánar
ofan í saumana á þeim reikningum
sem sendir era viðkomandi ráðu-
neyti hér heima.
Nú hefur það veriö upplýst að
ráðherrar og þeirra frúr fái marg-
falda dagpeninga til þess eins að
gefa tips hingaö og þangað því
greitt er sérstaklega fyrir gistingu
plús annan kostnað sem því fylgir
þegar ráðamenn feröast á kostnað
skattborgara. Töskuberar utanrík-
isráðuneytisins, hver á sínum stað
mæta á flugvöllum með einkabíl-
stjóra og bjóða ráðherra í mat og
sjá um önnur útgjöld sem gjaman
fylgja ferðalögum. Viðkomandi
ráðherra sem allt er borgaö fyrir á
svo í hinum mestu vandræðum
með að koma í lóg öllum þeim dag-
peningum sem hann fær í vasann.
Jón Baldvin er búinn að vera í
útlöndum imdanfamar vikur til
þess eins aö koma á sáttum milli
EFTA og EB, að því er manni skilst.
Að vísu stendur víst ekki til að við
göngum í EB en að sjálfsögðu þurf-
um við að hafa vit fyrir öðrum þj óð-
um í því sambandi með tilheyrandi
kostnaði. Steingrímur reyndi aö
rukka inn þessar sextíu milljónir
sem leiötogafundurinn kostaði og
munu ófáar milljónir hafa bæst við
þann fundarkostnað þá er forsætis-
ráðherra reyndi að rukka bæði í
austri og vestri án árangurs. Gott
ef hann ekki fetti fingur út í ferða-
lög Þorsteins Pálssonar til vesturs
þá ögurstund sem embætti forsæt-
isráðherra var ekki í höndum
Steingríms, honum til mikillar
skapraunar. Þegar upp er staðið,
eins og gjaman er sagt í dag, þá
erum við, óbreyttur almúginn,
mjög sæl með það að takast ekki
að ná endum saman í kjeti og sméri
meðan ráöherrar glíma við það
vandamál hvernig þeir hafi tíma til
að eyða dagpeningum erlendis.
Vanþróaðar þjóðir eins og Bretar
og Danir láta gjaman sína ráðherra
fjúka ef þeir geta ekki gert grein
fyrir einhveijum fimmkafli.
Hér þykir sá gransamlegur sem
telur sig geta gert grein fyrir fimm-
kalli og það kahnski ekki að
ástæðulausu.
Dagfari