Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1989. Fréttir uv Hafiiarverkamenn við Sundahöfn lögðu niður vinnu til að funda í morgun: Bara tímaspursmál hvenær sýður upp úr - sagði Hannes Jónsson, aðstoðartrúnaðarmaður Dagsbrúnar við höfnina Hafnarverkamenn við Sundahöfn lögðu niður vinnu í morgun klukkan 8 og héldu með sér fund til að ræða innri mál hafnarverkamanna. Sig- urður Rúnar Jónsson, aðaltrúnaðar- maður Dagsbrúnar við Sundahöfn, hélt ræðu og rakti þau mál sem vaida óánægju hafnarverkamanna. DV ræddi við Hannes Jónsson að- stoðartrúnaðarmann og sagöi hann að óánægja hefði verið að grafa um sig meðal hafnarverkamanna og nú væri aðeins tímaspursmál hvenær sýði upp úr. Hannes sagði að verið væri að fækka starfsmönnum við höfnina með þeim afleiðingum að álagið á hina sem eftir væru stóry- kist. „Þeim sem orðnir eru 67 ára er sagt upp með þriggja mánaða fyrir- vara og nú er verið að bjóða þeim sem orðnir eru 60 ára að hætta. Við unum þessu ekki. Þá er ýmis verktakastarf- semi rekin hér á svæðinu þar sem verktakar ganga inn í störf okkar hafnarverkamanna. Verkstjórar vinna á tækjunum vegna mannfæðar og loks erum við orðnir langþreyttir á lágum launum. Það er staðreynd að hafnarverkamenn hafa dregist stórlega aftur úr öðru verkafólki í launum," sagði Hannes. Samkvæmt áreiðanlegum heimiid- um DV býr meira en þetta að baki óánægju hafnarverkamanna. Þeir eru óánægðir með hvað þeirra manni í stjórn Dagsbrúnar, Sigurði Rúnari, er haldið frá öllum trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Þeim finnst sem þeir séu settir hjá innan Dagsbrúnar en allt framundir þetta hafa hafnar- verkamenn verið sterkasti kjaminn í félaginu. Einn stjómarmanna Dags- brúnar, sem DV ræddi við, viður- kenndi að mikil óánægja kraumaði undir hjá hafnarverkamönnum vegna þess að þeim þætti sem þeir væm nú settir hjá innan félagsins. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, er í veikindafríi en Halldór Björnsson, varaformaöur félagsins, er erlendis þannig að ekki var hægt að fá umsögn þeirra um þá óánægju sem kraumar undir hjá hafnarverkamönnum í Sundahöfn. -S.dór Fá ekki að birta spá um kaupmátt at- vinnutekna Ráðamenn hafa hindrað Þjóð- hagsstofnun í að birta .spá um kaupmátt atvinnutekna fyrir þetta og næsta ár. Þetta kom í ljós eftir margar tilraunir DV til að fá Þjóðhagsstofnun til að koma með þessa spá. Þess i stað endaði síðasta þjóð- hagsspá snubbótt með auðum h'n- um. Ráðamenn munu ekki vilja láta koma i ljós hvaöa áhrif fyrir- hugaðir skattar em líklegir til aö hafa á kaupmátt atvinnutekna. Hins vegar er birt spá um kaup- mátt ráðstöfunartekna þar sem fram kemur að áætlað er að kaupmáttur þeirra minnki um 8,2 prósent í ár og 4,9 prósent á næsta ári. En almenningur má sem sé ekki af spánni ráða hvernig lík- legt er að fara muni um atvinnu- tekjumar. -HH íslenskir dagar eru nú i BYKÓ og ýmislegt á seyði af því tilefni, til dæmis kynningar og uppákomur. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra heimsótti timb- ursölu BYKÓ í Kópavogi i gær. Þar sagaði hann planka af miklum myndar- skap. Að þvi loknu lét hann þau orð falla að það væri ábyrgðarhlutur að láta sög í hendur ráðherra. „Þeir sleppa nefnilega ekki allir með „fulde fem“,“ sagði ráðherrann og veifaði þumalfingri, vísifingri, löngutöng, baug- fingri og - litla f ingri framan i viðstadda. DV-mynd GVA Steingrímur J. Sigfússon: Flugráðsmenn eiga sjálfir að ákveða hvort þeir víkja „Ég vil taka fram að Leifur Magn- ússon er virtur maöur með þekkingu og reynslu á sínu sviði og reikna með að forveri minn hafi valið hann á þeim forsendum. En það ber að treysta mönnum til að ák.veða hvort þeir eigi aö víkja eða ekki ef um hags- muni eins aðila er að ræða. Þessi vandkvæði koma oft upp í fámennu þjóðfélagi og við þekkjum þetta víða í okkar stjórnkerfi," sagöi Steingrím- ur J. Sigfússon samgönguráðherra í samtali við DV í morgun um að í flug- ráöi, sem gefur umsögn um veitingu flugleyfa í innanlandsflugi, situr framkvæmdastóri flugrekstrarsviðs Flugleiöa og tekur þar m.a. afstöðu til yfirlýstrar stefnu Flugleiða í flug- málum innanlands. „Flugráð væri afstööulaust ef þaö væri mannað aðilum sem ekki tengj- ast flugi á beinan hátt. - En nú er flugrekstur ekki beinlínis sérgrein Páls Péturssonar og ann- arra í ráðinu. „Ég get skilið að menn velti vöng- um yfir þessu. En menn verða aö gæta sín sjálfir og ég kannast ekki yið annað en að menn hafi vandað sín vinnubfögð í flugráði,“ sagði Steingrímur. -ÓTT Jón Baldvin Hannibalsson: Samningaviðræðum EFTA og EB Ijúki á næsta ári „Við stefnum að því að ljúka samn- ingaviðræðunum á næsta ári. Síðan munum við þurfa tvö ár til að gera atriði samninganna að veruleika og fá þá formlega samþykkta í þjóð- þingunum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á blaöamannafundi í Brussel í gær. Hann hafði þá átt viðræður við Frans Andriessen, varaforseta fram- kvæmdastjómar Evrópubandalags- ins, í kjölfar ráöherrafundar EFTA á fostudaginn. í EFTA og EB er vilji fyrir því að hefja viðræður um samstarfssamn- inga bandalaganna í mars á næsta ári. Er tilgangurinn að koma á mun umfangsmeira og formlegra sam- starfi milli bandalagsríkjanna sem síðan myndi leiða til evrópsks efna- hagssvæðis, EES. Vonast er til að evrópskt efnahagssvæði verði að veruleika um leið og innri markaöur Evrópubandalagsins, 1. janúar 1993. Næstu skref í undirbúningi þess- ara viðræðna er ráðherrafundur EFTA-ríkjanna 12. desember og sam- eiginlegur ráðherrafundur EFTA- og EB- ríkjanna 19. desember. Á ráð- herrafundi EB, 8. og 9. desember, veröa tengshn við EFTA eitt af um- ræðuefnunum. Þá sagðist Jón Baldvin eiga von á því að heimsókn Mitterrands Frakk- landsforseta til íslands, 7. nóvember, hefði mikla þýðingu varöandi vænt- anlegar viðræður. --hlh „Viljum betri þjón- ustu og verð(( - Eyjamenn og Húsvlkingar vilja samkeppni í innanlandsflugi I samhljóða ályktun bæjarstjómar Húsavíkur segir að þeim tilmælum sé beint til samgönguráðherra að Húsvíkingum verði séð fyrir tveimur flugferðum á dag - sérstakt flugfélag er þó ekki tilgreint. Meirihluti bæjar- stjómar Vestmannaeyja samþykkti hins vegar að að mæla með veitingu sérleyfa fyrir þrjá aðila, Flugleiðir, Arnarflug og Val Andersen. Guð- mundur Þ.B. Ólafsson í bæjarstjórn Vestmannaeyja segir þaö merkilegt að talsmenn frjálsræðis úr Sjálfstæð- isflokki þar skuli vera andvígir sam- keppni. „Sama gildir um Áma Johnsen í flugráöi," sagði Guðmund- ur. Ráöherra heldur fund í dag með flugráði vegna úthlutuncir sérleyfa. Meirihluti flugráðs hefur mælt með ofangreindri samþykkt bæjarstjóm- ar Vestmannaeyja. Flugráð mælir einnig með að bæði Flugleiðum og Amarflugi verði úthlutað sérleyfum fyrir áætlunarflug til Húsavíkur. „Við eram ekki beint aö biðja um þjónustu Amarflugs en við viljum örari ferðir - nokkuð sem Amarílug hefur boðist til í umsókn sinni um hluta af flugi til og frá Húsavík. Margir era óhressir með núverandi ástand og millilendingar á Sauðár- króki,“ sagði Tryggvi Finnsson, full- trúi í bæjarstjóm og bæjarráði Húsa- vikur, í samtali viö DV. „Við Húsvíkingar getum sparað okkur mikinn tíma og jafnvel gist- ingu ef viö fáum beinar feröir fram og til baka kvölds og morgna til Reykjavíkur. Ég hef farið tvær ferðir á síðustu dögum með Dornier-vél Amarflugs, t.d. frá ísafirði til Reykjavikur, og var sú vél pöntuð vegna þess að ekki var útlit fyrir að aðrar vélar gætu lent þar vegna hlið- arvinds. Mér finnast þessar vélar vera hentugar og með góðu öryggi- skerfi. Við látum síðan ráðherra ákveða með framhaldið,“ sagði Tryggvi. „Bæjarstjómin okkar hefur farið fram á að samkeppni skuh verða reynd og flugráð komst að sömu nið- urstöðu. Þess vegna trúum við ekki öðra en að ráðherra taki það til greina. Áhuginn hér er mikill og hann kviknaði þegar Arnarflug sótti um,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, einn frumkvöðla á Húsavík aö um- ræðu um flugþjónustu viö bæjarbúa og veitingu sérleyfa. „Fólk hér vih breytingar og er ósátt við mynstur Flugleiða. Við viljum samkeppni enda umhugsunarefni að til og frá Reykjavík kosti 11.000 kr.,“ sagði Aðalsteinn. I Vestmannaeyjum samþykkti meirihluti bæjarstjómar að sérleyf- um skyldi haldiö opnum fyrir Flug- leiðir, Amarflug og Val Andersen. Hins vegar segir þar að ef ráðherra taki ákvörðun um að aðeins einn aöili fái leyfið skuli það falla i hlut Flugleiða. Minnihluti bæjarstjórnar, skipaður fjórum sjálfstæöismönn- um, vildi aðeins að leyfið yrði veitt Flugleiðum. Siguröur Einarsson, Sjálfstæðisflokki, sagði í samtah við DV að hann sæi ekki hvernig ætti að skipta sérleyfum án samvinnu. „Ég get ekki áttað mig á hvernig það á að ganga fyrir sig,“ sagði hann. Ragnar Óskarsson, forseti bæjar- stjórnar, sagði við DV að meirihlut- inn hefði talið að meö því að veita þremur aðhum sérleyfi myndi það þýða aukna þjónustu og betra verð. „Til marks um áhugann hér skrifuðu á þrettánda hundrað Eyjamanna á undirskriftahsta til stuðnings Arnar- flugi,“ sagði Ragnar. Ákvörðun meirihluta flugráðs um að mæla með veitingu sérleyfa fyrir Flugfélag Norðurlands, Flugfélagið Erni og Flugfélag Austurlands á leið- unum á mhh Reykjavíkur og Akur- eyrar, ísafjarðar og Eghsstaða hefur komið á óvart þar sem félögin sóttu alls ekki um leyfi á þessum leiðum. Hins vegar sóttu þessi félög um allar átta núverandi flugleiðir Arnarflugs - og samvinnu við Flugleiðir á „stóru stöðunum". „Hvað þessu fyrirbæri líður þá telur meirihluti flugráös greinhega að smáu flugfélögin séu þörf,“ sagði einn viðmælandi DV. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.