Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 14
tfáfojyÖÁfcruk Sl. ÓKTÖBÉR: Í989. Frjálst,óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓÍ.FUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Við viljum bara fríverzlun Ekki kemur til mála, að ísland gerist ótilneytt aðili að Evrópubandalaginu, jafnvel þótt skoðanakönnun sýni, að fleiri séu fylgjandi aðild en henni andvígir. Hlutfóllin mundu breytast, ef þjóðin stæði andspænis því að þurfa að taka raunverulega afstöðu í málinu. Auðvelt er að spá um framvindu málsins, ef ráða- menn teldu aðild hugsanlega og vildu láta kjósa um hana. Evrópubandalagið kæmist þá loks í sviðsljósið í þjóðmálaumræðunni og flestir skoðanamyndandi aðilar mundu leggja lóð sitt á vogarskál andstöðunnar. Engar líkur eru á, að málið nái svo langt. í stjórn- málaflokkunum ríkir ekki áhugi á aðild, þótt kjósendur . Alþýðuflokksins séu taldir hlynntir aðild. Það endur- speglar aðeins hefðbundna alþjóðahyggju í þeim flokki, en er ekki merki um sérstakt dálæti á bandalaginu. Formaður Alþýðuflokksins er Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. Hann hefur lýst afstöðu sinni, sem er alveg samhljóða áhti flestra annarra, er um máhð hafa fjallað, þar á meðal þessa dagblaðs, að þátttaka í Evrópubandalaginu komi ekki til greina. Meðferð málsins í höndum utanríkisráðherra er að- ferða líklegust th að ná árangri í varðveizlu hagsmuna íslands gagnvart umheiminum. Okkur kemur bezt, að verzlun milli landa sé sem fijálsust, en höfum minni áhuga á nánari sambræðslu ríkja í stærri heildir. Fríverzlunarsamtök Evrópu eru sú tegund samstarfs, sem hentar okkur bezt. Við eigum að taka sem öflugast- an þátt í því samstarfi og hvetja th, að þau samtök geri fríverzlunarsamninga við Evrópubandalagið. Og það er einmitt þetta, sem okkar menn eru að gera. Fríverzlunarsamtökin eru ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk. En þau hafa tekið undir sjónar- mið okkar, að verzlun með fisk og fiskafurðir eigi að vera frjáls eins og verzlun með aðrar vörur. Og þau veifa þeirri skoðun í viðræðum við Evrópubandalagið. Við eigum jafnframt að efla beinar, tvíhhða viðræður við ráðamenn einstakra landa innan Evrópubandalags- ins th að grafa undan þeirri stefnu, að fijáls verzlun með fisk og fiskafurðir skuli vera háð aðgangi erlendra aðha að fiskimiðum. Það hafa okkar menn einmitt gert. Við höfum ágæta röksemdafærslu í, að frjáls fisk- verzlun annars skuh koma á móti frjálsri fiskverzlun hins og að leyfi th fiskveiða hjá öðrum skuh koma á móti leyfi th fiskveiða hjá hinum. Þetta tvennt þarf að skhja í sundur og ræða hvort í sínu lagi. Tvær grímur renna á viðræðuaðha okkar í löndum Evrópubandalagsins, þegar þeir eru spurðir, hvaða veiðiheimhdir þeir bjóði okkar skipum í skiptum fyrir veiðiheimhdir okkar handa þeirra skipum. Þeir sjá fljótt, að krafa þeirra um veiðiheimhdir er tvíeggjuð. í stórum dráttum virðist vel á þessum málum haldið, bæði af hálfu utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegs- ráðuneytisins, þótt utanríkisráðherra hafi látið fram hjá sér fara áróðurstækifæri, sem honum bauðst í haust við hingaðkomu 50 aðalritstjóra af Norðurlöndum. Við eigum að halda áffam núverandi stefnu í mhh- ríkjaviðskiptum. Hún hefur gefizt okkur vel og mun áfram reynast okkur farsæl í náinni framtíð. Jónas Kristjánsson Hannes og kvótinn Hannes Gissurarson gerði á mánudaginn í fyrri viku (14. okt.) athugasemdir við grein sem ég skrifaði 6. okt. um eignarrétt þjóð- arinnar á fiskistöfnum við ísland. Þá andmælti ég skrifum hans hér í hlaðinu 2. okt., að eðlilegt væri að afhenda útgerðarmönnum veiðiréttinn með fullum yfirráðum og framsalsrétti. Ekki finnast mér athugasemdir Hannesar nothæfur lokapunktur í þessari umræðu. Helsta niðurstaða mín var að út- gerðarmenn ættu ekki meiri hefð- arrétt á afrakstri fiskistofnanna en aðrir landsmenn. Rökin fyrir þessu eru í rauninni einfóld: Sjávarút- vegurinn hefur haldið uppi öllum lífskjörum í landinu og ekki ein- ungis kjörum útvegsmanna. Ef fiskurinn hyrfi af miðunum myndi afkoma útvegsmanna að sönnu versna en einnig afkoma lögfræð- inga og kennara. Sá afrakstur fiski- stofna, sem ekki hefur verið sóað í ofljárfestingu, hefur því verið nýtt- ur af þjóðinni allri, ekki einungis útgerðarmönnum. Hannes viður- kennir í grein sinni þessa niður- stöðu. En hví þæfir hann þá málið frekar?Hví vill Hannes byggja upp fámenna stétt sægreifa sem bæru efnalegan ægishjálm yfir aðra landsmenn? Málsvörn hemspekingsins Málsvörn Hannesar er í þremur Uðum en snýst þó öll um eitt og hið sama: að hagsmunum almennings sé í rauninni best borgið með því að afhenda útgerðarmönnum um- ráð og rentu af fiskistofnunum. í fyrsta lagi, segir Hannes, tryggi það hagkvæmni, óháð upphaflegri út- hlutun, þar sem eignarréttur myndist á auðhndinni og hún rati með kaupum og sölu í hendur bestu rekstraraðila og aflamanna. í öðru lagi sjái frjáls viðskipti um að dreifa arði af veiðunum til lands- manna allra, þar eð útvegsmenn þurfi að kaupa vörur og þjónustu af hinum. í þriðja lagi sé illmögu- . legt að sníða skilvirkar almanna- stofnanir, m.a. vegna hættu á að þær lendi í höndunum á pólitískum misbeitingarmönnum. Tökum þessi atriði fyrir í sömu röð. Hagkvæmni einkakvóta Það er vissulega mikilsvert að loka götunum á núverandi kvóta- kerfi, koma verði á auðlindina og mynda markað fyrir veiðileyfi. Enginn vafi er á að hvort heldur pottþétt kvótakerfi í einkaeign eða pottþéttur almenningskvóti með veiðileyfasölu myndu leiða til mik- illar hagræðingar í sjávarútvegi. Þó hygg ég að nokkrar gloppur kunni að vera í hagkvæmni einka- kvótans: Útgerðarmenn, sem Hannes vill afhenda veiðileyfin til frambúðar, eru ýmissar gerðar, allt frá harðduglegum og útsjónarsöm- um öndvegismönnum niður í hijóstmylkinga fyrirgreiðslukerf- anna. í þeirra hópi leynast skussar eins og í öðrum fylkingum. Skussi, sem fær úthlutað kvóta, hefur fullt umboð og leyfi til að reka sitt fyrir- tæki afleitlega og drekkja því í er- lendum skuldum þótt hann gæti grætt á þvi að selja eignir sínar afburðamönnunum. Þetta þykir ekki tiltökumál í öðrum rekstri þegar menn fara með eigið aflafé eða arf. En er það ekki alvarlegra þegar ein meginvöm eignarkvóta- manna er að þeir gæti svo vel al- menningshagsmuna? - Það skyldi þó ekki vera að hægt væri aö ná fram meiri og skjótari hagræðingu KjaUarinn Markús Möller hagfræðingur með skipulegu veiðileyfauppboði? Dreifing arðsins Kenning Hannesar um dreifingu arðsins era mun veikari en hag- kvæmnikenningin og í rauninni lýsir hann veikleikum hennar sjálfur. Hannes spyr: Þurfa útgerð- armennimir ekki að kaupa vörur og þjónustu af okkur hinum? Svar- ið er a.m.k. tvíþætt og alls ólíkt því sem Hannes virðist halda: 1) Alls ekki endilega; og 2) þó svo væri er hreint ekki gefið hvernig tekju- skipting yrði í landinu eftir að fá- mennur hópur fengi óskoruð yfir- ráð yfir verulegum hluta útflutn- ingsteknanna. Til þess að gera þessum atriðum viðhlítandi skil þyrfti langt mál en hér verður stikl- að á stóru. Víkjum fyrst að kaupum á inn- lendri vöru og þjónustu. Heildar- tekjur landsmanna og sér í lagi hagnaður þeirra sem eiga veiðirétt- inn munu aukast verulega þegar full hagræðing næst fram, sumpart vegna minni erlends tilkostnaðar, sumpart vegna verulegrar fækkun- ar starfa í sjávarútvegi. Meiri tekj- ur fara um færri hendur. Þá er engin trygging fyrir að fleiri dalir og pund fyrir sjávarafurðir leíði af sér aukna eftirspum eftir innlend- um vöram og þjónustu. Til dæmis er sennilegt að efnafólk eyði hærra hlutfalli tekna erleridis og í innfluttar vörar en þeir sem minni tekjur hafa. í annan stað er hætta á að arðurinn af fiskistofn- unum flytjist úr landi, jafnvel þótt sett verði lög um að emungis ís- lendingar megi stunda hér sjávar- útveg. Aldurhniginn útgeröarmaður selur kvóta og skip, ungir athafna- menn slá lán, kaupa fyrirtækið og reka með sóma. Ef menn gæta nán- ar að flyst arðurinn af fiskistofnun- um í þessu tilfelli í sólina en útgerð- in stendur eftir í sama núllrekstri og fyrr vegna íj ármagnskostnaðar. Hér er líka önnur lexía fyrir þá predikara eignarréttarins sem ekki skilja fullt afl hans: Óskoraður eignarréttm- og fullkominn mark- aður þýða að eigandinn fær ávísun upp á árvissar tekjur og getur selt framtíðartekjur af fiskistofnunum eins og hvert annað eilífðarrentu- bréf. Um tekjuskiptingu er það að segja að samkvæmt framansögðu tryggir eignarkvóti eimmgis hagsmuni þeirra sem kvótann fá í upphafi en vandséð er hvort hinir verða rík- ari, snauðari eða jafnsettir og fyrr. Tekjudreifingin byggist þá í besta falli á sama grundvelli og í Saudi- Arabíu þar sem fáeinir sjeikar ráða yfir gífurlegum framtekjum en hinir lifa ríkulega af því sem hrýtur af borðum herranna. Hannesi finnst afleitt að útgerðarmenn skuli þurfa að éta úr lófa sjávarút- vegsráðherra en leyfist manni að spyrja hvort það yrði útlátalaust fyrir almenning að éta úr lófa út- gerðarinnar? Hannesi sæmdi betur að leggja okkur lið sem viljum byggja upp kerfi þar sem enginn þarf úr annars lófa að éta. Almannasamtök og Auð- brekkuveikin Ég hef lagt til að sérstakri opin- berri stofnun verði fahn þau af- mörkuðu verk að bjóða upp veiði- leyfi og skila afrakstrinum bein- leiðis til landsmanna með einum tékk á mann á ári. Þetta kallar Hannes Gissurarson að ég vilji láta ríkið slá eign sinni á fiskistofnana. Ég tel hins vegar einsætt að hægt sé að búa svo um hnútana, t.d. með stjómarskrárákvæði, að hið al- menna ríkisvald, ráðherrar og Al- þingi, fái alls ekki að þukla afrakst- ur veiðileyfasölunnar. Það er einungis af þjóðemisá- stæðum að ég tek þetta fyrirkomu- lag fram yfir þá hugmynd sem Mil- ton Friedman, Þorvaldur Gylfason og fleiri hafa varpað fram, aö hver landsmaður fái eitt hlutabréf í ís- landsmiðum hf., frjálst og framselj- anlegt. > Það er út af fyrir sig áhyggjuefni aö Hannes og fleiri atgervismenn á hægri kanti stjómmálanna virðast gersamlega hlindir fyrir því að hægt sé að sníða nothæfar stjómar- stofnanir, en telja að öll almanna- samtök hljóti að enda í fyrir- greiðslupóhtík og sukki. Þeir virð- ast því t.d. ekki átta sig á tilgangi valddreifingar og hvernig tefla má fram einni stjómarstofnun til eftir- lits og aðhalds með annarri og ekki virðist flögra að þeim að hægt væri að skipta ríkisvaldinu í fleiri staði en þrjá. Það er athyglisvert að þessari hhndu fylgja engar efasemdir um góðviljaða forsjá stórfyrirtækja. Era þó sjúkUngarnir flestir bæri- lega lesnir í Adam Smith sem efað- ist um margt en mest þó um sérstök brjóstgæði viðskiptajöfra. Sjóndepra þessi hefur manna á meðal verið köUuð Auðbrekku- veiki, þar sem fómarlömb sjúk- dómsins óttast yfirleitt Stefán Val- geirsson (frá Auðbrekku) mest aUra fyrirgreiðslupóUtíkusa. Von- andi veldur kvilUnn ekki varanleg- um hugarfarsskaða heldur bráir af mönnum eins og hver önnur flensa. Vonandi hlífir þó forsjónin þeim við að þurfa að leita til lög- reglu eða dómstóla, hringja á slökkviUð eUegar eiga önnur skipti viö opinberar stofnanir meðan sóttin varir. Markús Möller .. leyfist manni að spyrja hvort það yrði útlátalaust fyrir cdmenning að éta úr lófa útgerðarinnar? Hannesi sæmdi betur að leggja okkur lið sem viljum byggja upp kerfi þar sem enginn þarf úr annars lófa að éta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.