Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 27
^fttn!mi)Á!tíúk 'ú: bkíÖBÉR ié89. 27 Afrnæli Hjónin: Friðbert Pétursson og Kristjana Guðrún Jónsdóttir Friöbert Pétursson, b. í Botni í Súgandafirði, nú til heimilis að Hjallavegi 16, Suðureyri, er áttræð- ur í dag. Eiginkona hans, Kristjana Guörún Jónsdóttir, verður áttræð 7.nóvember nk. Friðbert er fæddur á Laugum í Súgandafirði. Hann var tvo vetur í barnaskóla og útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri 1931. < Hann hóf búskap í Botni í Súganda- firði 1932 og bjó þar í ríflega hálfa öld. Friðbert sat í stjóm Búnaðarfé- lags Suöureyrarhrepps í 54 ár, þar af 39 sem formaöur. Einnig var hann formaður sauðfjárræktarfé- lags í 20 ár og formaður nautgripa- félags í 13 ár. Þá hefur hann veriö í stjórnum ræktunarfélags og húsa- gerðarsambandsog er gjaldkeri Búnaðarsambands Vestfjarða. Hann hefur setið í hreppsnefnd í tvö kjörtímabil, í stjórn Kaupfélags Súgfirðinga um tvo tugi ára og í 12 ár átti hann sæti á búnaðarþingi. Nokkrar ritsmíðar Friðberts hafa birst í tímaritum og þá hefur kom- iö út ljóðabókin Fallin lauf og önn- ur er frágengin í handriti. Friðbert og Kristjana gengu í hjónband 13. nóvember 1932. Börn Friðberts og Kristjönu eru: Svavar, f. 14.5.1933, d. 27.7.1968, bifreiðarstjóri, var giftur Ragnhildi Friðbertsdóttur. Birkir, f. 10.5.1936, búfræðingur og bóndi, kvæntur Guðrúnu Fann- eyjuBjörnsdóttur. Kristjana, f. 22.9.1939, gift Haf- steini Sigmundssyni sem rekur verslun. Kristín, f. 30.8.1943, gift Baldri Ámasyni viðskiptafræðingi. Ásta Björk, f. 8.7.1947, gift Kjart- ani Þór Kjartanssyni skipstjóra. Barnabörnin eru orðin 19 og barnabarnabörnin eru 22. Systkini Friðberts voru 11, þar af eru átta enn á lífi: Guðmundína, f. 18.3.1908; Sigríður, f. 20.10.1910; Þórður, f. 23.1.1913; Páll Helgi, f. 26.4.1914, látinn; Kristán Pétur, f. 19.7.1915, d. 13.11.1919; Jófríður, f. 7.9.1916, látin; Sigmundína, f. 16.9.1918; Kristjana Petrína, f. 16.4. 1920; Elísabet, f. 8.9.1922; Sigur- björg, f. 30.3.1924; Sveinbjörg, f. 12.9.1926. Foreldrar Friðberts voru Pétur Sveinbjörnsson, f. 12.5.1881, d. 11.6. 1950, sjómaður og síðar b. á Laug- um, og kona hans, Kristjana Friö- bertsdóttir, f. 24.4.1884, d. 14.9.1981. Pétur var sonur Sveinbjarnar, á Kvíamesi, Pálssonar, á Kvíarnesi, Guðmundssonar, á Kvíamesi, Ara- sonar. Móðir Péturs var Guðmundína Jónsdóttir, á Kirkjubóli, Halidórs- sonar, á Sléttu, Ólafssonar. Móðir Jóns var Kristín Torfadótt- ir. Móðir Guðmundínu var Rann- veig Ólafsdóttir, b. á Kambsnesi, Guðmundssonar. Kristjana, móðir Friðberts, var dóttir Friðberts, b. í Vatnadal, Guð- mundssonar, b. á Kaldá í Görðum, Jónssonar. Ingibjörg Oddsdóttir húsmóðir, Öldugötu 34, Reykjavík, er áttræð í dag. Ingibjörg fæddist í Reykjavík. Hún lærði hattasaum og var með- eigandi Hattabúðar’ Reykjavíkur um skeið. Ingibjörg var árum saman ein af þekktustu bridge-konum lands- ins. Ingibjörg giftist, 24.11.1934, Herði Þórðarsyni, lögfræðingi og spari- sjóðsstjóra, f. 11.12.1909, d. 13.12. 1975, en Hörður var sonur Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppssp- ítalanum í Reykjavík, og konu hans, Elle Johanne, f. Kaaber. Ingibjörg og Hörður eignuðust tvö börn. Þau eru Þórður Harðarson, f. 14.3.1940, læknajirófessor og forseti læknadeildar HI, kvæntur Sólrúnu Björgu JenSdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, en þau eiga þrjú böm, Hörð, f. 23.10.1965, sem lærir veðurfræði í Osló, Stein- unni, f. 6.7.1977, og Jens, f. 14.2.1982; Anna Harðardóttir, f. 12.6.1943, skrifstofustjóri læknadeildar HÍ, gift Leifi N. Dungal lækni en dóttir Ónnu er Ingibjörg Helga Valsdóttir, f. 18.10.1962. Kjörsonur Leifs og Önnu er Sverrir L. Dungal, f. 9.7. 1974. Ingibjörg átti fiögur systkini. Systkini hennar: Bjarni Oddsson, f. 19.6.1907, d. 6.9.1953, læknir í Reykjavík, var kvæntur Ástu Júhu Árnadóttur og eignuðust þau fiögur börn, Odd, lækni í Garðabæ, Öm Helga, rithöfund í Reykjavík, Hall- dór Árna kennara og Gunnar jarð- fræðing; Anna Oddsdóttir, f. 2.10. 1908, húsmóðir í Reykjavík, en fyrri maöur hennar var Ölafur Jónsson og er Flosi Ólafsson leikari þeirra sonur, en seinni maöur Önnu er Friðjón Stephensen, forstjóri í Reykjavík og eru þeirra börn Þuríð- ur Stephensen fóstra, Ólafur félags- fræðingur og Guðlaug húsmóðir; Kristján Oddsson, f. 3.12.1910, vél- smiður í Keflavík, en fyrri kona hans var Ingunn Elín Ölafsdóttir og er sonur þeirra Ólafur Sigvaldi, sölumaður í Reykjavík, en seinni kona Krisfiáns er Ingunn Runólfs- dóttir, og Steingrímur Oddsson, f. 7.10.1914, málarameistari í Reykja- vík, kvæntur Laufeyju Ásu Ingj- aldsdóttur. Foreldrar Ingibjargar voru Oddur Jón Bjamason, f. 28.7.1883, d. 3.1. 1953, skósmiður í Reykjavík, og kona hans, Andrea tíuðlaug Kristj- ánsdóttir, f. 11.9.1882, d. 8.11.1960. Oddur var sonur Bjarna, b. á Hömrum Sigurðssonar, b. á Hömr- um Bjamasonar. Móðir Bjarna á Hömrum var Margrét Þórðardóttir. Móðir Odds var Ingibjörg, systir Jóns, langafa Dóra, móður Jóns Páls Sigmarssonar. Ingibjörg var dóttir Odds, b. á Brennistöðum, bróður Ögmundar, langafa Sveins, langafa Valgeirs Guðjónssonar. Bróðir Odds var Loftur, langafi Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Annar bróðir Odds var Jón, langafi Sigmundar Guðbjarna- sonar rektors, og Stefáns, föður Svölu Thorlacius hrl. Systir Odds var Kristín, móðir Ingibjargar Ó. Johnson kaupkonu. Oddur var son- ur Bjama, b. í Vatnshorni í Skorra- dal, Hermannssonar, ættfóður Vatnshomsættarinnar. Móðir Odds var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Vatns- horni, ísleifssonar og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingi- bjargar var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney, Sigurðssonar og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur, b. í Deildartungu, Þorvaldssonar, for- föður Deildartunguættarinnar. Andrea Guðlaug var dóttir Krisfi- Friöbert Pétursson og Kristjana Guðrún Jónsdóttir. Systkini Kristjönu Guðrúnar Jónsdóttur: Kristín Þóra, f. 19.12. 1896; Sigríður, f. 20.8.1899, d. 30.8. 1899; Sigríður, f. 20.8.1899, d. 2.9. 1899, Einar Sturla, f. 24.8.1902; Þor- lákur Jón, f. 23.12.1907; og Jóhann- es Þórður, f. 21.6.1916. Foreldrar Kristjönu voru Jón, f. 9.6.1873, d. 22.9.1939, útgerðarmað- ur á Suðureyri, og kona hans, Kristín Kristjánsdóttir, f. 28.6.1874, d. 25.1.1931. Jón var sonur Einars, b. á Meiri- bakka í Skálavík Jónssonar, b. í Þjóðólfstungu Einarssonar, b. á Meiribakka Jónssonar. Kristín, móðir Kristjönu, var dóttir Kristjáns, útvegsbónda og verslunarstjóra á Suðureyri, Al- bertssonar, b. á Gilsbrekku í Súg- andafirði, Jónssonar, b. á Tanna- nesi, Ólafssonar. Móðir Kristínar var Kristínar var Kristín Guðmundsdóttir, hrepp- stjóra á Laugum, Guðmundssonar, í Breiðadal, Ólafssonar. Móðir Guðmundar Guðmunds- sonar var Herdís Árnadóttir. Móðir Kristínar Guðmundsdóttur var Kristín Þorleifsdóttir á Suðureyri, Þorkelssonar. Þau hjónin, Friöbert og Kristj- ana, taka á móti gestum á heimih sínu, Hjallavegi 16, Suðureyri, laugardaginn4. nóvember. Ingibjörg Oddsdóttir Ingibjörg Oddsdóttir áns, trésmiðs á Eyrarbakka, Teits- sonar, b. í Vatnahjáleigu í Flóa, Jónssonar, b. á Hamri, bróður Guð- ríðar, langömmu Eyjólfs, langafa Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Jón var sonur Árna, prests í Steinsholti, bróður Ög- mundar, afa Tómasar „Fjölnis- manns“. Bróðir Áma var Stefán, langafi Árna, langafa Björns Th. Björnssonar. Annar bróðir Áma var Böðvar, langafi Þorvalds, afa yigdísar Finnbogadóttur. Faðir Árna var Högni „prestafaðir" Sig- urðsson. Móðir Teits var Helga Ólafsdóttir, b. og hreppstjóra á Eystri-Loftsstöð- um Vernharðssonar, b. á Vestri- Loftsstöðum, Ögmundssonar. Móðir Helgu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri, Bergssonar, b. og hreppstjóra í Brattsholti, Stur- laugssonar, ættfóður-Bergsættar- innar. Móðir Guðlaugar var Anna Jóns- dóttir, b. á Syðri-Rauðalæk í Holt- um, Hólmfastssonar, b. í Tobbakoti í Þykkvabæ, Péturssonar. 85 ára 50ára Vigfús Þorsteinsson, Austurbyggð 17, Akureyri. 80 ára KristjánM. Kristjánsson, Borgarholtsbraut 1, Kópavogi. Birna Þorleifsdóttir, Ólafsvegi 12, Ólafsfirði. Guðrún Sigurðardóttir, Brekkubyggð 23, Blönduósi. Heimir Gislason, Eyjahrauni 24, Þorlákshöfn. 40ára 70 ára Bjarni E. Amgrímsson, Vesturbergi 48, Reykjavík. Ingveldur Guðnadóttir, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. ara GuðrúnS. Óskarsdóttir, Stafholti 18, Akureyri. Jón Kr. Jóhannesson, Reykjavíkurvegí 38, Hafnarfiröi. Jónas Guðgeir Björnsson, Strandgötu 73, Eskifirði. Reynir Þórðarson, Furulundi 6, Gárðabæ. Stefán Valur Stefánsson, Austurbrún 2, Reykjavik. Þóra Þórarinsdóttir, Flókagötu57, Reykjavík. Guðjón R. Gunnarsson, Frostafold 20, Reykjavík. . Hafdis Kjartansdóttir, Seljabraut 74, Reykjavik. Hrafnhildur Jónsdóttir, Mjósundi 16, Hafnarfirði. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Traðarlandi 6, Reykjavík. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Breiðvangi 20, Hafnarfirði. Jóhann Þór Friðgeirsson, Hofi, Hofshreppi. Kuija JennýKim, Þrastanesi 20, Garöabæ. MargrétÞ. Blöndai, Keilufelli 25, Reykjavík. Ólöf Steinnnn Ólafsdóttir, Breiðabliki 11, Neskaupstað. Pétur Björnsson, Kaplaskjólsvegi65, Reylfiavík. Sigríður Ragnarsdóttir, Túngötu l.ísafirði. Þórey Eiríksdóttir, Þverbrekku 4, KópavogL Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræði- síðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambærilegum upplýsingum og fram koma í afmælis- greinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar af- mælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingarvarðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrirvara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlits- myndirfylgi upplýsingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.