Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1989, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGÍJR 31. OKTÓBER 1989. 23 Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Hreingemingar ATH. Þvottabjörn - nýtt. Tökum að okk- ur: hreingerningar, teppa- og hús- gagnahreinsun, háþrýstiþvott, gólf- bónun. Sjúgum upp vatn. Reynið við- skiptin. S. 40402 og 13877. Ath. Ræstingar, hreingerningar og teppahreinsanir, gólfbónun, þurrkum upp vatn ef flæðir, þrífum sorprennur og sorpgeymslur. Sími 72773. Teþpa- og húsgagnahreinsun. Erum m/fulikomnar djúphreinsivélar, sem skila góðum árangri. Ódýr og örugg þjón. Margra ára reynsla. S. 74929. Þrif, hreingerningar, teppahreinsun, einnig bónþjónusta. Vanir og vand- virkir menn. Uppl. í s. 33049 og 667086. Haukur og Guðmundur Vignir. ■ Bókhald "t .. ...... Sjáum um bókhaldið fyrir þig, að svo miklum hluta sem þú óskar. Vönduð vinna. Góð greiðslukjör. Leitið til- boða. Debet, sími 91-10106. ■ Þjónusta Háþrýstiþvottur, steypuviðgerðir. Látið hreinsa húsið vel undir málningu. Erum með kraftmiklar háþrýstidælur, gerum við sprungur og steypu- skemmdir með viðurkenndum efnum. Einnig málningarvinna. Gerum föst tilboð þér að kostnaðarlausu. Uppl. í síma 91-50929 og 91-74660. Alhliða viðgerðir á húseignum, há- þrýstiþvottur, múr- og sprunguvið- gerðir, gerum við þök, rennur og fleira. Sími 628232. Ath.! Tökum að okkur málningar- vinnu, viðgerðir og aðrar minniháttar breytingar. Gerum föst verðtilboð. Uppl. í síma 91-678446 eftir kl. 16. Húsamálun. Geri tilboð innan 48 klst. Uppl. eftir kl. 16.30 virka daga og all- ar helgar í síma 12039; Járnsmíði. Smíðum handrið, palla, hringstiga, háfa og alla málmhluti, ryðfrítt stál og ál. EÓ Vélsmiðjan, Skútuhrauni 5 C, Hafnarf., s. 653105. Steypu- og sprunguviðgerðir. Gerum húsið sem nýtt í höndum fagmanna, föst tilboð, vönduð vinna. Uppl. fsíma 83327 öll kvöld. Trésmiður. Nýsmíði, uppsetningar. Setjum upp innréttingar, milliveggi, skilrúm og sólbekki, inni- og útihurð- ir. Gerum upp gamlar íbúðir. S. 18241. Verktak hf., s, 7.88.22. Alhliða steypu- viðgerðir og múrverk-háþrýstiþvott- ur-sílanúðun-móðuhreinsun glerja. Þorgrimur Ólafss. húsasmíðameistari. Málarar geta bætt við sig verkefni. Vönduð og góð vinna. Uppl. í síma 91-727486 oog 91-40745. Tökum að okkur úrbeiningar á stórgripakjöti og hökkun og pökk- un. Uppl. í síma 651749. ■ Ökukennsla Gylfi K. Sigurðsson kennir allan dag- inn á Mazda 626 GLX. Engin bið. Ökuskóli. Öll prófgögn. Einnig ensk og dönsk kennslugögn. Visa og Euro. Símar: heima 689898, vinna 985-20002. Ath. Magnús Helgason, ökukennsla, bifhjólapróf, kenni á Mercedes Benz, R-4411. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. S. 687666, bílas. 985-20006. Guðjón Hansson. Kenni á Galant turbo. Hjálpa til við endurnýjun öku- skírteina. Engin bið. Grkjör, kredit- kortaþj. S. 74923 og bs. 985-23634. Gylfi Guðjónsson ökukennari kennir á Rocky turbo. Örugg kennslubifreið. Ökuskóli og prófgögn. Vinnus. 985-20042 og hs. 666442._____________ Már Þorvaldsson. Ökukennsla, endur- þjálfun, kenni allan daginn á Nissan Sunny coupé ’88, engin bið. Greiðslu- kjör. Sími 91-52106. Skarphéðinn Sigurbergsson kennir á Mazda 626 GLX ’88, ökuskóli og öll prófgögn. Kennir allan daginn, engin bið. Greiðslukjör. Sími 40594. Sverrir Björnsson. Kenni á Galant2000 GLSi ’89, hjálpa til við endurnýjunar- próf, útvega öll prófgögn. Engin bið. Sími 91-72940 og 985-24449. Ökukennsla - bifhjólakennsla. Lærið að aka bíl á skjótan og öruggan hátt. Mazda 626 GLX '89. Euro/Visa. Sig. Þormar, hs. 670188 og bs. 985-21903. ■ Húsaviðgerðir Ath. Prýði sf. Járnklæðum þök og kanta, rennuuppsetningar, sprungu- þéttingar, múrviðgerðir og alls konar viðhald. Sími 91-42449 e. kl. 19. Byggingarmeistari. Breytingar og ný- smíði, þakviðgerðir, sprunguviðgerð- ir, skolpviðgerðir, glugga- og glerí- setningar. UppJ. í síma 38978. Múrverk - flísalagnir. Steypur, múrvið- gerðir, nýbyggingar og breytingar. Múrarameistarinn, sími 611672. ■ Innrömmun Rammalistar úr tré. Úr áli, 30 litir. Smellu- og álrammar, 30 stærðir. kar- ton, litaúrval. Opið laugard. Rhmma- miðstöðin, Sigtúni 10, s. 91-25054. ■ Garðyrkja Túnþökur og mojd. Til sölu sérlega góðar túnþökur. Öllu ekið inn á lóðir með lyftara, 100% nýting. Hef einnig til sölu mold. Kynnið ykkur verð og gæði. Túnverk, túnþökusala Gylfa JónssOnar. Uppl. í síma 656692. ■ Parket Slipun og lökkun á gömlum og nýjum gólfum. Parketlagnir og viðgerðir. Sími 79694. ■ Til sölu Kumho - Marshal. Urval ódýrra snjó- hjólbarða. Gott grip - góð ending. Euro, Visa, Samkort. Hjólbarðastöðin hf., Skeifunni 5, s. 689660 og 687517. Vetrarhjólbarðar. Háhæðahjólbarðar, Hankook, frá Kóreu á mjög lágu verði. Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. ■ Verslun Körfugerðin, Ingólfsstræti 16, Rvk. Okkar vinsælu barna- og brúðukörfur ávallt fyrirliggjandi. Körfugerðin, sími 12165. Plastmódel. Urvalið er hjá okkur ásamt þvj sem til módelsmíða þarf, s.s. lím, lakk, penslar, módellakk- sprautur og margt fleira. Póstsendum. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, s. 21901. INMhiiuia LJÓSRITUNARVÉLAR Fullkomnar, afkastamiklar, notaðar. Höfum til sölu nokkrar vel búnar, notaðar ljósritunarvélar. Hafðu sam- band eða líttu inn. Optima, Ármúla 8. Mikið úrval frístandandi sturtuklefa. Verð frá 34.400 staðgreitt. Einnig úr- val sturtuhurða í horn eða beinar. Erum einnig búnir að fá skilrúm á baðker frá Koralle. Vandaðar vörur - gott verð. Vatnsvirkinn hf., Ármúla 21, s. 685966, Lynghálsi 3, s. 673415. Steinagrill frá Nýborg. Gerið-góðan mat að lostgæti með steinagrilli frá Ný- borg, Ármúla 23, s. 83636. Nýkomin sending af Dick Cepek, Mudd- er og Super Swamper jeppadekkjum í miklu úrvali. Gott verð. Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23, sími 685825. Kokkaföt, kynningarverð: buxur kr. 1.409, jakkar frá kr. 2.072, húfur kr. 376, svuntur kr. 314, klútar kr. 235. Merkjum kokkajakka. Burstafell, Bíldshöfða 14, sími 38840. ■ Bflar tfl sölu Volvo 240 GL ’87, ekinn 47 þús., sjálf- skiptur, vetrardekk, sumardekk, ath. skipti á ódýrari og Toyota Corolla GTi ’87, ekinn 43 þús., hvítur, sóllúga, ný vetrardekk, verð 795 þús. ath. skipti. | Bílarnir eru til sýnisVog sölu é bíla- ; sölu Ragnars Bjarnasonar, s. 673434. Vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn. , . | Biluðum bílum á að koma út vegarbrún! yUMFEROAR RAO ■ Þjónusta Unimog til sölu. Góður bíll með góðu húsi, vél þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 94-4026 eftir kl. 19. Honda Prelude ’88 til sölu, ekinn 30.000, fallegur og góður bíll. Uppl. í síma 25775 og 673710. Chevrolet pickup C-20, árg. 1988, til sölu, ekinn 23.000 km. Verð 870 þús. Uppl. gefur Bílasalan Tún, Höfðatúni 10, sími 622177. Gröfuþjónusta, simi 985-21901 og 91-689112, Stefán. Tökum að okkur alla gröfuvinnu. JCB grafa með opn- anlegri framskóflu, skotbómu og framdrifi. ■ Líkamsrækt M. Benz 280 E, árg. ’82, til sölu, fæst á góðum kjörum fyrir ábyggilegan mann eða góður staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91-44107. Tilboð óskast i Sapporo, tveggja blönd- unga, 2000 vél, árg. ’83. Góður bíll. Uppl. í síma 651719. Endurskii í skamnrrtfsTS HLJÖÐKÚTAR FRÁ USA NÝ SENDING í FLESTAR GERÐIR AMERlSKRA BlLA Einnig TURBO-KÚTAR með 2"~2lA"~2Vi" stútum ’ - Gæðavara - gott verð Opið laugardaga kl. 10-13. Póstsendum Bílavörubú6in FJÖDRIN Skeifan 2 simi 82944 Hausttilboð! 20 tíma kort - 3900. 10 tíma kort - 2600. 5 tíma kort - 1500. Ath. Fyrir morgunhressa, bjóðum við 10 tíma morgunkort á aðeins. 1600. Ávallt heitt á könnunni og meðlæti. Tilboðið gildir aðeins til 6. nóvember. Visa og Euro. Verið velkomin. Kvikmyndir Vandamál lögfræðings Refsiréttur (Criminaf law) Handrit: Mark Kasdan Aðalhlutverk: Gary Oldman, Leikstjóri: Martin Campbell Kevin Bacon Sýnd i Laugarásbíói. Ben Chase (Gary Oldman) er lögfræðingur og er aö verja Martin Tiel (Kevin Bacon) sem er sakaður um að hafa myrt og limlest unga konu. Með skörunglegri framsögu tekst honum að sannfæra kviðdómendur um að Martin sé saklaus og hann er látinn laus. Stuttu seinna fréttir Ben um nýtt morð og honum bregður lítillega. Martin biður Ben aö hitta sig kvöld eitt í skemmtigarðinum og Ben mætir. Hann fmnur ekki Martin en í staðinn finnur hann illa útleikiö lík ungrar konu. Hann verður fyrir sjokki og hleypur að næsta húsi til að fá að hringja á lögregluna. Lögregl- an mætir en Ben getur ekki sagt henni sannleikann því Martin er skjól- stæðingur hans. Ben sannfærist um að Martin sé morðinginn og ætlar sér að koma upp um hann þó að það muni kosta lögfræðiframann. Bandaríkjamenn eru iðnir við að gera myndir um lögfræðinga og laga- kerfið þar í landi. Þær hafa verið misjafnar að gæðum og tekið á vanda- málunum á mismunandi hátt. Sumar gerast nær eingöngu í réttarsaln- um, aðrar fjalla meira um persónurnar. Margar hafa lýst vandamálum og vanmætti sækjenda þar sem glæpamenn eru látnir lausir vegna form- galla og þess háttar. Færri hafa fjallað um sálarstríð verjenda þessara manna en í Refsirétti er einmitt tekið á því máh. Hvað gerir verjandi þegar hann veit að skjólstæðingur sinn er morðingi? Lætur hann sannfær- ingu sina ráða eða fer hann eftir bókstafnum? Gary Oldman hefur feng- ist við mörg erfið hlutverk (t.d. í Sid and Nancy, Pick up Your Ears) en myndir hans hafa ekki enn verið sýndar í bíóhúsunum hérlendis. Leikur hans er stórgóður og andlit hans segir meira en mörg orð. Kevin Bacon hefur ekki verið betri síðan hann lék í Diner og virðist sem hann sé aö losna við unglingamyndimar. Aðrir leikarar standa sig vel, einkum Tess Harper í hlutverki lögreglukonunnar. Martin Campbeli (Edge of Dark- “ > ness) gerir mikið af því að nota umhverfið til að skapa vissa dulúð. Reg- nið, ljós og skuggar er notað á skemmtilegan hátt. Uppbygging atriöanna er ofi frábrugðin því sem gengur og gerist og notkun ljóss og skugga minnir oft á handbragð Ridley Scotts. Þegar kemur að því að láta áhorf- andanum bregða hverfa frumlegheitin og gömlum aðferðum er beitt. Umhverfishljóð em mögnuð upp og tónhstin gefur atriðunum aukinn kraft. Þrátt fyrir ýmsa galla em kostimir mun fleiri auk þess sem mynd- in er hinn frambærlegasti þriller sem óhætt er að mæla með. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ HjaltiÞórKristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.