Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
Fréttir
Útgerðarmenn vllja rannsókn á misferli í gámaútflutningi:
Tryggingagjöld rukkuð
en gámar ekki tryggðir
A aðalfundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna í gær var
lögð fram tillaga frá hópi sem fjall-
aði um rekstrarskilyrði og afkomu
fiskveiðiflotans. Þar er lagt til að
aðalfundur LíÚ fordæmi úthlutun
gámaleyfa til annarra aðila en út-
gerðarmanna. Lagt er til að stjóm
LÍÚ verði falið að láta rannsaka
meint misferh í því sambandi og
fara með það fyrir dómstóla ef
þurfa þykir.
Þaö misferli, sem útgerðarmenn
vilja að verði rannsakað, er að þeir
aðilar, sem sjá um gámaútflutning,
innheimti frá útgerðarmönnum
tryggingagjald fyrir gámana en
tryggi þá ekki. Ef þetta reynist rétt
er hér um mjög háar fjárhæðir að
ræða. Ótrúlegt er að tiílaga á borö
við þessa skuli borin upp og sam-
þykkt á opinberum fundi án þess
að menn þykist hafa vissu fyrir
þessu.
Þá var lögð fram tillaga um að
þar til opinber stjómvöld hætta
afskiptum af útflutningi ísfisks í
gámum verði leyfin aðeins veitt
útgerðarmönnum.
Astæöcm fyrir þessari tillögu er
sú að útgerðarmenn halda því fram
að algert siðleysi' viðgangist við
úthlutun gámaleyfa. Þeir segja að
ganga fyrir og að utflutningsleyfin
gangi kaupum og sölum. Útgerðar-
menn fuilyrða að þeir sem fá gáma-
útflutningsleyfi selji þau á 40 til 50
þúsund krónur fyrir hvem gám.
í blaðinu Fiskifréttum, sem kom
út í gær, er það haft eftir Kristjáni
Óskarssyni útgerðarmanni að
hann hafi greitt í ár yfir hálfa miUj-
ón króna til umboösfyrirtækja í
gámaútflutningi. Umboðsfyrir-
tækja sem beinlinis hafi orðið til
vegna þess kerfis sem er við lýði.
Þessi fyrirtæki eiga engan fisk en
fá alltaf gámaútflutningsleyfi, segir
Kristján.
Mikill hiti var í mönnum á aðal-
fundi LÍÚ í gær vegna þessara
mála.
-S.dór
- útflutningsleyfin sögö ganga kaupum og sölum á 40 til 50 þúsund krónur
„pólitískir gæðingar" séu látnir
Steingrímur J. Sigfiísson:
Þrýst á um hann
sem varaformann
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðar- og samgönguráðherra,
sagðist ekkert geta sagt til um hugs-
anlegt framboð sitt á landsfundi AI-
þýöubandalagsins en mikið hefur
verið spáð í framboð til varafor-
mannsembættisins. Þar situr fyrir
Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar-
maöur fjármálaráðherra, og hefur
hún sagst bjóða sig fram til endur-
kjörs.
Steingrímur staðfesti að talsverð
umræða hefði verið um framboðsmál
og sagðist hvorki geta neitað né játað
hugsanlegu framboði. Samkvæmt
heimildum DV hefur verið lagt hart
að Steingrími úr röðum andstæðinga
formannsins enda talin vænleg leið
til að skerða áhrif formannsins að
breyta um varaformann.
Það er hins vegar ljóst að Stein-
grímiu: fer ekki í framboð nema hann
og stuðningsmenn hans séu vissir
um sigur. Það væri vond niðurstaða
fyrir hann að tapa kosningu um
varaformannsembætti fyrir Svan-
fríði, sérstaklega þar eð ljóst er að
þau munu berjast um efsta sæti á
lista flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra fyrir alþingiskosningar.
Kosningar til formcmns, varafor-
manns, ritara, gjaldkera og fram-
kvæmdastjómar fara fram í dag.
Miðstjómarkosning er hins vegar á
morgun.
-SMJ
Steingrimur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, játar hvorki
né neitar framboði sinu til varaformennsku í Alþýðubandalaginu. Hér ræð-
ir hann málin viö Guömund Þ. Jónsson og Sigfinn Karlsson.
DV-mynd GVA
Össur Skarphéðinsson:
Fórnaði sér til
að lægja öldurnar
- ætlar ekki í prófkjör
„Ég er metoröagjam ungur maður,
mér þykir gaman 1 borgarstjóm og
mig langar til að vera í borgarstjóm.
En það er auðvelt fyrir mig að koma
hingað og segja hættum að rífast og
fóma engu. Því ætla ég, það er lítið
lóð en lóð samt, að taka þá ákvörðun
hér og nú að þegar kemur að forvali
í Reykjavík, sem mig langar til aö
taka þátt í, mun ég ekki taka þátt í
því,“ sagöi Össur Skarphéðinsson,
varafulltrúi Alþýðubandalagsins í
borgarstjóm Reykjavíkur.
Össur sagðist með þessu vilja bera
klæði á vopnin í þeim miklum deilum
sem urðu á milli Birtingarfólksins
og flokkseigenda á landsfundi Al-
þýðubandalagsins. Það er óhætt að
segja að á fundinum hafi enn einu
sinni verið staðfest sú djúpa gjá sem
á milli þeirra er. Réðust fulltrúar
hópanna harkalega aö tillögum hvor
annars og gerðu ýmist að vísa hvor
öðrum yfir í Alþýðuflokkinn eða
Framsóknarflokkinn.
-SMJ
Þyrla frá Varnarllðinu lenti i hrauninu við Krýsuvíkurveg, sunnan Hafnarfjarðar, í gær vegna bilunar. Eftir að við-
gerð hafði farið fram var henni flogið á upphaflegan áfangastað.
DV-mynd S
Annir á fæðingardeildinni:
Er rafmagnsleysið
að segja til sín?
Miklar annir em nú á fæðingar-
deild Landspítalans þar sem mjög
margar konur hafa fætt undanfama
daga. Á þriðjudaginn vom sextán
fæðingar á deildinni sem er með
mesti fjöldi fæðinga á einum degi á
þessu ári. Á mánudeginum vom fæð-
ingamar 10 og á miðvikudeginum
vom þær 8. Fyrir hádegi í fyrradag
vom fimm fæðingar yfirstaðnar.
„Þetta er ansi mikil töm núna og
við megum varla við meiru. Við vilj-
um alveg hafa nóg að gera en við
viljum líka geta sinnt fólkinu al-
mennilega. Annars upplifum viö
svona tamir nokkrum sinnum á ári
og því er þetta ekkert nýtt fyrir okk-
ur. En viö getum ekki annað 16 fæð-
ingum tvo daga í röð,“ sagði Kristín
Tómasdóttir á fæðingardeild
Landspítalas við DV.
Kristín sagði að nóvember hefði
byijað rólega, jafnvel of rólega, en
róleg tímabil orsökuðu alltaf miídar
tamir stuttu síðar. Þaö hefði sýnt sig
það sem af væri nóvember.
Þessi fjöldi fæðinga orsakar pláss-
leysi á fæðingardeildinni. Þannig
biöu fjórar konur eftir því að komast
af fæðingarganginum í gærmorgun
og fimm fæöingar vom þá í gangi.
Ef litið er á fjölda fæðinga á árinu
virðist stefna í frekar margar fæðing-
ar í nóvember þar sem í gær höfðu
124 nóvemberböm fæðst. Frá ára-
mótum lítur dæmið svona út:
janúar 221 fæðing, febrúar 181, mars
228, apríl 221, maí 229, júní 236, júli
255, ágúst 274, september 235 og okt-
óber 218. Alls gerir þetta 2422 fæðing-
ar það sem af er árinu.
Fæðingar á fæðingardeildinni em
flestar í júlí og ágúst en sumarlokun
Fæðingarheimilisins skýrir þann
fjölda aö mestu leyti.
Loks má geta þess til gamans að
skýringar á nýafstaðinni fæðinga-
töm á fæðingardeildinni voru ekki
lengi að berast okkur til eyma. Þann-
ig vildu margir meina að börn, sem
hefðu fæðst undanfama daga, hefðu
komið undir þegar rafmagnsleysið
mikla gekk yfir landið í febrúar.
Hefði fólk hreinlega haldið sig í rúm-
inu í vetrarmyrkrinu.
, -hlh
Eggin lækka áfram
Síöan á fimmtudag hefur eggjaverð
lækkað úr 395 krónum kílóið niður
fyrir 300 kr/kg í flestum stærri versl-
unum á höfuöborgarsvæðinu.
Lægsta verð, sem DV er kunnugt um,
er 285 kr/kg í Kjötstöðinni í Glæsibæ
og Ásgeiri í Seljahverfi.
Hagkaup hóf leikinn með því að
bjóða egg á 299 kr/kg. Fleiri fylgdu á
eför og virðist samstaða eggjabænda
um að halda föstu verði vera gjör-
samlega úr sögunni.
Eggjakílóiö kostar nú 299 krónur í
öllum Hagkaupsverslunum, 290
krónur í Bónusverslununum tveim
og fjórum verslunum Nóatúns.
Mikligarður býður eggin á 294 kr/kg
og á það við Miklagarð vestur í bæ,
Kaupstað í Mjódd, KRON Eddufelli,
Stórmarkaöinn Engihjalla og Kf.
Miðvangi í Hafnarfirði.
Grundarkjör við Stakkahlið, Furu-
grund og í Hafnarfirði selur eggja-
kílóiöá297krónur. -Pó
Leit að tíu
tonna báti
Mikil leit hófst að tíu tonna
báti frá Akranesi um kvöldmat-
arleytið í gær. Einn maður er á.
bátnum. Síðast sást til bátsins um
klukkan 13.30 í gærdag en hann
var á netaveiöum.
Fjöldi báta og skipa tók þátt í
leitinni. Allt benti til þess að bát-
urinnværiofansjávar. -sme