Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. Kópasker Umboðsmaður óskast á Kópaskeri frá og með 1. des. nk. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 96-52187 og á afgreiðslu DV í Reykjavík í síma 91-27022. Lduydiuaya, u.w — it.w | —■ Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þ»«rhoitiii s: 27022 Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Flugleiða hf., skiptaréttar Reykjavíkur, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Eimskipafélags íslands hf., ýmissa lögmanna, banka og stofnana fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjóra í Toll- húsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin) laugardaginn 25. nóvember 1989 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar vörur og bifreiðar, fjárnumdir og lögteknir munir, ýmsir munir úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu tollstjóra: Daf 600 1969, VW 1976, VW 1982, Peugeot 1984, vél, Opel 1977, Opel 1979, Ford Fairmont 1978, húsgögn, alls konar fatnað- ur, matvara, skófatnaður, tengibúnaður, mótorhjól, glysvarningur, alls konar varahl., vefnaðarvara, mótorhjóladekk, hljómtækjavörur, sportveiðitæki, glas-caviar, 4300 kg, brauðmylsna, 900 kg, snúningshurð, straujárn, 588 kg, innihurðir og karmar, speglar, 750 kg, dæla, sturtubox, gúmmíhanskar, girðingaefni, filterpokar, Ijóskastarar, gúmmíbobbingar, vörur til skreytingar, hljómfltæki, segulbönd, hátalarar, handverkfæri, naglar í naglabyssu, bílkeðj- ur, loðnunótaefni, kaðlar, net, myndbandstæki, útvarpstæki, myndbandspól- ur og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar: farsími, Ijósritunarvél, peningaskápur, reiknivél, tölva og prentari, skrifborðsstóll, útvarpstæki, símtæki, peningakassi, búðarkassi, símsvari, ritvél, 2 hestakerrur, 7 hnakkar og beisli, múlar, reiðhjálmar og margt fleira. Lögteknir og fjárnumdir munir og bifreiðar: GP-438 Mazda 1982, R- 39408, Daihatsu Charade 1988, alls konar leðurfatnaður, mikið magn af alls konar fatnaði, sjónvarpstæki, myndbandstæki, alls konar húsbúnaður, frímerki, hljómfltæki, ísskápar, þvottavélar, frystikista og margt fleira. Eftir kröfu Flugleiða hf.: stálgrindur, varahl. í mótorhjól, jólaskraut, video- afspilari, eyrnaskjól, spiladósir, vatnsúðarar, sokkabuxur, sportsokkar, kven- peysur, stálborar, postulínsvörur, ritvélahjól, varahl., master tape, píanó- varahl., varahl. í talstöðvar, lofttúða, flúrljós, kassettur, bækur, kvenskór, leik- föng, varahl. í flugvélar, varahl. í bifreiðar. Eftir kröfu Eimskips hf.: Varahl. í litasjónv., rekkar, alls konar varahl., kraft- pappír, járngrind, tengingar, borð, sandkassadót, kvenskófatnaður o.fl. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík Hinhliðin Ásgeir Sigurvinsson segir að hann hafi séð svo margar fallegar konur um ævina að hann geö ómögulega gert upp á milli þeirra. Verst að lenda í umferðaröngþveiti - segir knattspymuhetjan Ásgeir Sigurvinsson Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnumaðurinn kunni, leikur nú sinn síðasta vetur með þýska liöinu Stuttgarí en hann hyggur á nám næsta vetur. Ásgeir segist ætla að læra eitthvaö í sambandi við íþrótt- ir og jafhvel eitthvað fleira. Hann býst við að vera í Þýskalandi næstu þtjú til fjögur árin. Þessa dagana sést Ásgeir lítíð heima hjá sér þar sem mikið er að gerast í knatt- spymunni en eför helgina mun hann spila leik í Evrópukeppninni ásamt félögum sínum. Það er Ás- geir Sigurvinsson sem sýnir hina hiiöina að þessu sinni. Fullt nafn: Ásgeir Sigurvinsson. Fæðingardagur og ár: 8. mai 1955. Maki: Ásta Guðmundsdóttir. Börn: Þau eru tvö, Tanja Rut, 6 ára, og Ásgeir Aron, 3ja ára. Bifreið: Benz árgerð 1989. Starf: Knattspyrnumaður. Laun: Eru þau ekki einkamál? Annars em þau þokkaleg. Áhugamál: Það er margt, aðallega iþróttír og eitthvað í þeim dúr. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ætli það sé ekki að ferðast. Eg geri talsvert að því og hef alltaf jafngaman af, Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það sem mér finnst leiðinleg- ast er að lenda í umferðaröngþveit- inu á mesta annatíma. Uppáhaldsmatur: Það eru jóla- kræsingarnar, rjúpurnar. Uppáhaldsdrykkur: Mjólkin er best. Þeir framleiða ágætis mjólk hér í Þýskalandi. Hvaða íþróttamaður stendur fremsturí dag?Ég var alltafhrifinn af Bcn Johnson þangað til komst upp um hann - ætli minn uppá- haldsíþróttamaður sé ekki Boris Becker. Annars hef ég einnig dá- læti á Marco Van Basten. Uppáhaldstímarit: Það er erfitt að segja til um það. Líklegast lít ég einna helst í sportblööin td. Kic- ker. Konan mín fær stundum ís- lensku tímaritin send að heiman en ég get varia sagt að ég líti í þau. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Þær eru nú svo margar fallegar sem ég hef séð. Ég get varla gert upp á milli þeirra. Hlynntur eða andvígur rikisstjórn- inni: Ég er mjög ópólitískur. Ég fylgist þó með sfjórnmálum í gegn- um dagblöðin sem ég fæ aö heim- an. Ég er hvorki með þessari ríkis- stjórn né á móti enda hef ég lítið af henni að segja. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? John McEnroe tennisleikari er í feikilegu uppáhaldi mér og ég vildi gjaman hitta hann. McEnroe er skemmtilegur persónuleiki. Uppáhaldslcikari; Það er ekki vafi á því að Jack Nicholson er minn uppáhaldsleikari af þeim erlendu. Svo eru menn heima eins og Laddi og ekki má gleyma vini mínum Bimi Karlssyni en hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Uppáhaldsleikkona: Ég verð að við- urkenna aö ég á enga uppáhalds- leikkonu. Uppáhaldssöngvari: Þaö er auðvit- að Elvis Presley, ekki spurning um þaö. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Um þessar mundir er það líklega Gor- hatsjov. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Það er langt síðan maður hefur spáð í svoleiðis hluti. í gamla daga las ég helst Dreka en ég veit ekki hvort hann er ennþá til. UppáhaldssjónvarpsefniiÉg sleppi aldrei áramótaskaupunum en ann- ars eru það iþróttirnar. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er hvorki hlynntur eða andvígur og get ekki séð neinn skaða af vera þeirra á íslandi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég get litið svarað þeirri spumingu. Líklegast er ég ekki dómbær þvi ég veit ekki einu sinni hvað þær stöðvar heita sem ég hlusta á þegar ég kem heim til ís- ' lands. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég á erf- itt rrieð að svara þeirri spumingu því óg kem ekki neinum þeirra fyr- ir mig. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég hef horft meira á Stöð 2 þegar ég er heima - þaö verö ég að viðurkenna. Ég fylgist tals- vert með sjónvarpi hér úti í Þýska- landi. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Vinur mirrn Páll Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Erfið spuming. Síðast þegar ég var heima fór ég á Hótel ísland. Er þaö ekki staðurinn sem er mest „inn“? Uppáhaldsfélag í íþróttum: Það er auðvitað fyrsta félagið sem ég gekk í; Týr og síðan ÍBV. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Nei, engu sérstöku en auövitað er eitthvað framundan og jú, maður stefnir aö einhverju en ekki neinu sem tekur að tala um núna. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég fékk tvær vikur í sumarfrí og þær notaðí ég og fjölskylda mín til að feröast hringinn í kringum ísland. Það var hálferfítt ferðalag og veörið langt frá því að vera skemmtilegt. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.