Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 18. NÖVEMBER 1989.
íslendingar hafa galopið hjarta
- rætt við Pólverja sem starfa á Rifl
Pólverjarnir sex, sem starfa við beitningu á Rifi, heima i stofu.
Pólverjarnir við vinnu sína. Frá vinstri Kazik verkfræðingur, Rysiek
bóndi og Bogdan rafeindavirki.
Stefán Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi:
Það var hráslagalegt nóvember-
kvöld, kalsarigningarsuddi og þaö
logaði ekki á þósastaumum fyrir
utan húsið þegar ég bankaði upp á
hjá „Pólverjunum sem eru að
beita“. Undir þvi samheiti ganga
þeir þangað til menn hafa kynnst
þeim nánar. Til dyra kom alúðleg-
ur, ungur maður sem bauð mig
velkominn og visaði mér til stofu
eftir að hafa hjálpað mér úr úlp-
unni. Eftir skamma stund var borið
fram kaffi, boll^r á bakka og vodka
með. Rigníngarsuddinn gleymdur.
Aðeins einn þeirra sexmenninga,
sem eru nú hér á landi til að beita
agni fyrir þorsk á þessari línuver-
tíð, talar nokkra ensku. Að auki
talar annar dáhtla þýsku en þar sem
þýskukunnátta mín er ákaflega tak-
mörkuð ræði ég aðallega við þann
enskumælandi, sem heitir Kazik,
og hann leitar oft áhts hinna.
„Ég bý í Gdansk," svarar hann
fýrstu spumingunni. „Foreldrar
mínir em aftur á móti frá htlu
sveitaþorpi og þar ólst ég upp. Það
var mikh eplarækt í þorpinu og við
bjuggum th eplavín. Vissir þú að
Pólveijar flytja út eplavin, m.a. th
Japans?" Ég varð að viðurkenna að
ég vissi ekki um annan útflutning
Pólveija en skip og Prins Póló.
Tók þátt í verkfallinu
- Við hvaö starfar þú í Póhandi?
„Ég vinn í Lenín-skipasmíðastöð-
inni í Gdansk. Ég var meðal þeirra
sem tóku þátt í verkfalhnu sem
kom Samstöðu í heimsfréttirnar,
það gerðu alhr sem unnu þar þá.
Verkfalhð stóö í u.þ.b. þijár vikur
og við vorum þar ahir allan þann
tíma. Fólk kom hvaðanæva að til
að færa okkur mat og aðrar nauð-
synjar. Og th að tala við okkur. Þaö
var mikil samstaða meðal ahra, við
þekktum meira að segja nokkra
lögreglumenn, suma háttsetta, sem
komu óeinkennisklæddir th okkar
með mat og fleira. í rauninni voru
þetta ákaflega góðar þijár vikur,
samstaða og móralhnn góður.“
- En svo kemur þú th íslands og
þetta er í annað skiptið sem þú
kemur hingað th að vinna. Hvers
vegna?
„Meginástæðan er betra kaup hér
á íslandi, hversu miklu betra er
kannski erfitt að segja th um. Það
er dáhtið afstætt. Matvöruverð hér
er mjög hátt,“ Þegar hér var komið
sögu sagði hann nokkur orð th fé-
laga sinna og yfir mig streymdi
pólskur orðaflaumur -og menn
kinkuðu kohi th samþykkis og
hristu höfuð í forundran. Sá þýsku-
mælandi, með sítt hár og yfirvara-
skegg, ákaflega „þýskur" í úthti,
spurði hvort við framleiddum sjálf-
ir landbúnaðarafurðir okkar. Þeg-
ar ég jánkaði þvi vildi hann fá að
vita hvers vegna þær væru svona
dýrar. Mér vafðist tunga um tönn
og bjóst við að þar kæmi inn í smæð
þjóðfélagsins. Kom þá í ljós að
pólsk stórbú hafa gjarnan fimm
hundruð kýr. Verð á ýsuflökum
skhdu þeir ekki. Þegar talið barst
að verðlagningu á bjór litu þeir á
mig vorkunnaraugum og buðu
annan vodkasnaps.
„Annars líkar okkur mjög vel á
íslandi," túlkaði Kazik. „íslending-
ar hafa tekið okkur mjög vel. Alls
staðar þar sem við komum er bros-
að til okkar og ég býst við að fólk
segi: „Þama eru Pólveijamir," eða
eitthvað í þá átt. íslendingar hafa
stórt og gott hjarta og okkur finrist
það galopið. Vinnan við beitning-
una er mjög erfið en vinnuandinn
góður. Stjómendurnir og verk-
stjórinn eru fyrsta flokks fólk og
menn eru léttlyndir í beitningunni.
Okkur hentar hka vel að byija
vinnudaginn snemma. Við vöknum
klukkan fimm og byijum að vinna
klukkan sex, svipað og í Póhandi.
Nei, það er ekki of snemmt,“ svarar
hann athugasemd minni. „Menn
eiga að byija vinnudaginn snemma
og borða góðan morgunmat. í Pól-
landi er enginn miðdagsmatartími,
menn fá sér eitthvað smávegis á
5-10 mínútum. Svo em menn
komnir heim klukkan 4-5 og geta
verið með fjölskyldunni það sem
eftir er dagsins. Öll fjölskyldan
borðar saman góðan kvöldmat."
Kazik bregður sér frá og kemur
aftur með mynd af fjölskyldunni,
eiginkonu og 18 ára dóttur. í Pól-
landi byija menn að læra að aka
17 ára eins og á íslandi.
- En eiga þeir bh?
Það eiga þeir flestir. Austan-
tjaldsbíla, pólska Fíata, Lödur,
Skoda og einn átti nærri 20 ára
gamla Volgu. Þeir gerðu óspart
grín að austantjaldsbhunum og
þegar tahð barst að Trabant tóku
þeir alhr fyrir nefið.
- Hvemig líst ykkur á ísland?
„Veistu nokkuð, ég þekki Pól-
veija sem var hér fyrir nokkru og
hann réð mér stíft frá að koma
hingað. Hér væri ekkert nema
siýór og grjót, ekkert fólk sæist á
ferðinni, engin umferð, staðurinn
væri eins og ameríska fangelsiö
Alcatraz. Auðvitað er þetta ekki
rétt hjá honum og vingjarnleiki ís-
lendinga bætir það sem vantar á
veðurfarið. En hér er mjög gróð-
ursnautt. Pólland er að þriðjungi
þakið tijám.“
Ég reyni að bera í bætifláka fyrir
landið og í ljós kemur að þeir hafa
ekki haft neitt tækifæri th að skoða
sig um. Eftír lendingu í Keflavík
var þeim ekið beina leið vestur á
Nes, mestaha leiðina í myrkri. Ég
spurði hvort, ef þeir kæmu aftur,
þeir vhdu ekki reyna fyrir sér ann-
ars staðar á landinu. „Nei. Hér er
gott að vera. Við þekkjum tíl hér
og líkar við vinnuna. Það borgar
sig ekki að breyta th breytinganna
vegna.“
Öðruvísi dansleikir
- Hafið þið farið út að skemmta
ykkur hér?
„Við höfum farið á bah í Röst,
Helhssandi. Það er ólíkt eða heima.
í Póllandi eru skemmtistaðimir
meira sambland af veitingastöðum
og menn fara ahtaf th þess að
borða. Menn sitja viö borð, borða
mat fram á kvöld, drekka vín og
dansa. Hljómsveitirnar leika
gjarna mikið af pólskri tónhst. Þar
eru það oft slökkvihðsmenn sem
halda böllin. Slökkvihðin eru skip-
uð sjálfboðahðum og böliin þeirra
fjáröflunarleið. í Póhandi fer eng-
inn með áfengi á ball. Kannski er
ekki grundvöllur fyrir samskonar
dansleikjum hér vegna þess hversu
fámennt er hér.“
í stofunni var kveikt á sjónvarpi,
hvað finnst þeim um íslenskt sjón-
varp?
„Við skhjum náttúrlega sárahtið,
en íþróttirnar eru góðar, þar skhj-
um við hvað er að gerast."
Þegar hér var komið var orðiö
framorðið fyrir menn sem byija
erfiðsvinnu klukkan sex á morgni.
Ég tók því saman pjönkur mínar
og skálaði síðasta „Nastrovia". Mér
var hjálpað í úlpuna af því siðaða
miðevrópska látleysi sem einkenn-
ir aha þeirra framkomu og var
kvaddur með handabandi. Úti hafði
stytt upp, tunghð óð í skýjum og
ég steig beint ofan í pohinn sem var
undir ljósastaurnum sem var
slökkt á.
\ ^
Nýr ACCORD 1990. Stíl-
hreint, svipsterkt og klass-
ískt útlitið segir ekki allt.
Stórfelldar breytingar eru
á bílnum frá fyrri árgerð-
um. Má þar fyrst nefna
100% aluminium vél,
(feyknalega) kraftmikil,
16-ventla og með tvöfalda
jafnvægisása á sveifarás,
sparneytin og umfram allt
hljóðlát.
Frábærir aksturseiginleikar
sem eiga sér fáar hliðstæð-
ur eru framkallaðir með
endurbótum á fjöðrun,
sjálfstæðri fyrir hvert hjól,
sem eykur rásfestu og
öryggi í akstri. ACCORD
1990 er stærri, rýmri og
vandaðri en áður.
Aukin þægindi, meiri
hljóðeinangrun, vandaður
Honda frágangur og rúm-
góður bíll fyrir 5 fullorðna,
gerir aksturinn og tilveruna
að samfelldri ánægjustund.
Honda Accord 1990, glæsi-
bifreið á hagstæðu verði
sem sannarlega er vert að
kynna sér.
Sýning laugardag og sunnu
dag.
Honda á Islandi, Vatna-
görðum 24, sími 689900.