Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. Mistök með glæsibrag Rúmenski þjóðlagasöngvarinn Joan Melu efndi til hljómleika í Melboume í Ástralíu í ágúst árið 1980. Þar vom sæti fyrir 2.200 gesti. Þótt sætin væm öll auð hélt Melu hljómleikana'eins og fyrirhugað var og komst þar með á síður nýrrar bókar enska blaða- mannsins Stephen Piles um fólk sem hefur mistékist með glæsi- brag. Eins og í fyrri bók Pile um sama efni er hér safnað saman skemmtilegum sögum um stór- felld mistök manna. Sögumar em allar stuttar og þær flokkaöar niður eftir efnisþáttum. Margar em bráðsniðugar, aðrar frekar dapurlegar. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa gerst í raun og veru. Jafnvel íslendingar komast hér á blað. Framlag okkar til glæsi- legra mistaka em gullleitar- mennimir sem ætluðu sér að frnna hollenska gullskipið á Skeiðarársandi en fundu bara skrokk af gömlum þýskum tog- ara. Helgi Tómasson ballettdans- ari kemur einnig við sögu í skemmtilegri frásögn af gagnrýn- andanum sem skrifaði hörku- skammir um ballettsýningu sem felld var niður og hann sá því ekki. THE RETURN OF HEROIC FAILURES. Höfundur: Stephen Pile. Penguin Books, 1989. Á bömmer um himingeiminn Lister, sem varö fyrir því óláni eitt sinn á jöröu niðri að drekka sig útúrfullan og vakna allslaus um borð í geimskipi á leið til ömurlegra nýlenda jarðarbúa ut- arlega í sólkerfmu, hefur reynt allt sem hann getur til þess að komast heim aftur. Loks bera tilraunir hans árang- ur. Honum gefst kostur á að kom- ast til jarðar með gömlu geimfari sem nefnist Rauði dvergurinn. Sú ferð gengur þó ekki slysalaust fyrir sig og fljótlega er eini félags- skapurinn, sem Lister hefur um borð, dauður maður sem er ein- ungis til sem eftirlíking gerð af tölvu og köttur sem hefur tileink- að sér háttemi manna! Eins og ráða má af framan- greindu er hér um að ræða bráö- fyndna fáránleikasögu sem gerist í fjarlægri framtíð. Höfundurinn er ljóslega aö gera stólpagrín að geimferöasögum og geimmynd- um síðari ári og tekst þaö alveg ágætlega. Rauði dvergurinn er því hin besta skemmtun. RED DWARF. Höfundur: Grant Naylor. Penguin Books, 1989. Pólití sk yígaferli á eyjunni grænu Mörgum hefur reynst erfitt að skilja þann harmleik sem átt hefur sér stað á götum jafnt sem skugga- sundum borga og bæja á Norður- írlandi síðustu áratugi. Hermdarað- gerðir og jafnvel mannvíg eru þar fastur þáttur í daglega lífinu. Oftar en ekki eru fórnarlömbin saklausir borgarar, stundum konur og börn. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi hatrömmu átök eiga sér rætur í átakamikilli sögu írsku þjóðarinnar undanfamar aldir. Þau öfl, sem eig- ast við á Norður-írlandi, byggja af- stöðu sína og aðferðir á sögulegri hefð sem hefur oftar en ekki verið skráð í blóði. Breski blaðamaðurinn Robert Kee hefur skráð sögu sjálfstæðisbaráttu írsku þjóðarinnar í ritverki sem ber samheitið The Green Flag eða Græiú fáninn og kom fyrst út árið 1972. Á því riti var byggður sjónvarps- myndaflokkur í þrettán þáttum sem gerður var á vegum breska sjón- varpsins, BBC. Nú hefur þetta rit verið endurútgefið í þremur bindum í pappírskiljum. í Græna fánanum er stjórnmálaleg barátta írsku þjóðarinnar fyrir sjálf- stæði rakin mjög ítarlega. Fyrsta bindið, The Most Distressful Co- untry, fjallar um átök íra og Eng- lendinga allt fram til ársins 1848 er umtalsverður hluti þjóðarinnar haföi flúið hungursneyð og eymd og haldiö til fyrirheitna landsins í vestri. ítarlega er sagt frá uppreisn- inni sem gerð var árið 1798, aðdrag- anda hennar og afleiðingum, en í þeim átökum leituðu írar eftir stuðn- ingi Frakka. Englendingum tókst að bæla þessa uppreisn niður og inn- limuðu síðan írland formlega í breska heimsveldið árið 1801. Það tók íra 120 ár að losna úr því faðmlagi þg þá aðeins að hluta til: Norður- írland var skiliö frá. Efling írskrar þjóðernisstefnu á síðari helmingi nítjándu aldarinnar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu er meginviðfangsefni annars bindis þessarar írlandssögu, The Bold Fen- ian Men, sem endar með páskaupp- reisninni árið 1916, en hún átti meiri þátt í því en nokkur annar einstakur atburður að sameina íra í baráttunni gegn Bretum. Og í þriðja bindinu, Ourselves Al- one, er blóði drifinn lokaþáttur írsku sjálfstæðjsbaráttunnar rakinn - þ.e. frá árinu 1917 til 1921 að samið var um heimastjórn. Á þeim árum var hryðjuverkum óspart beitt á báða bóga og enginn óhultur um líf sitt. Kee segir einnig frá þeim harmleik borgarastyrjcddar milli þeirra sem áður voru samherjar sem einkenndi fyrstu árin eftir heimastjórnarsamn- inginn við Breta. I sjálfstæðisbaráttu sinni eignuðust írar nokkra afburðaforingja, en þar komu einnig við sögu harðsvíraðir hryðjuverkamenn sem tóku meinta samverkamenn Breta af lífi án dóms og laga. Viðbrögð lögreglu og her- manna voru engu skárri og gerðu mikið til þess að þjappa þjóðinni saman og magna upp hatur á Bret- um. Kee tekst vel í þessu ritverki sínu að lýsa persónum og atburðum átakamikillar sögu. Þótt hann fjalli ekkert um atburöi síðustu sextíu ára eða svo varpar frásögn hans líka skýru ljósi á baksvið þeirra hörm- ungaratburða sem enn eru daglegt brauð á Norður-írlandi. THE GREEN FLAG Hll: THE MOST DIS- TRESSFUL COUNTRY, THE BOLD FENIAN MEN, OURSELVES ALONE. Þjóðsögur úr samtímanum Fyrir allmörgum árum sýndi Jan Harold Brunvjnd, prófessor við háskólann í Utah í Bandaríkj- unum, dæmi um það hvernig þjóðsögur verða til í samtíman- um og stinga sér niður, stundum í lítið eitt breyttri mynd, í hveiju landinu á fætur öðru. Hann birti nokkrar þessara samtímaþjóð- sagna í bók sem vakti verulega athygli. Nú er komin út ný bók sem hefúr að geyma bæði nýjar þjóð- sögur úr samtímanum og nýjar eða breyttar útgáfur af eldri sög- um. Auk þess að rekja sögumar sjálfar reynir Bmnvand að greina upphaf þeirra og út- breiðslu eftir því sem tök em á. í þessari bók eru ýmsar skemmtilegar þjóðsögur sem gengið hafa manna á milli eða jafnvel sést á prenti á undanföm- um ámm. Sagan, sem bókin dreg- ur nafn sitt af, fjallar um konu sem fór í ferð til Mexíkó, fann þar á götu fremur vesældarlegan „hund“, kenndi í brjósti um hann og tók með sér til Bandaríkjanna. Þegar leita þurfti til dýralæknis vegna „hundsins" kom í ljós að um var að ræða mexíkanska risa- rottu! THE MEXICAN PET. Höfundur: Jan Harold Brunvand. Penguin Books, 1989. Vagga lífs Margar af framtíðarskáldsög- um Arthurs C. Clarke hafa slegið í gegn, enda hefur hann verið með hugmyndaríkari höfundum slíkra bókmennta. Nægir þar að minna á söguna og kvikmynda- handritið að 2001: A Space Odyss- ey. Nýjasta skáldsaga Clarkes, Cradle, er skrifuð í samvinnu við geimvísindamann, Gentry Lee. Hugmyndin á bak við söguþráð- inn er forvitnileg, ef ekki sérlega frumleg. Þcir koma við sögu verur utan úr geimnum og nýtt lífsform sem þróast í höfum jarðar og get- ur haft mikil áhrif á framtíð jarð- arbúa. í þessari sögu er Clarke hins vegar lengi að koma sér að efninu og leggur alltof mikla áherslu á að rekja lífsreynslu sögupersóna í hálfgerðum sápuóperustíl. Slík- ar ófrumlegar frásagnir gera sög- una langdregna framan af og draga athyglina frá meginþem- anu sem er út af fyrir sig forvitni- legt. Clarke er sum sé alltof spar á að nota „eyða“-takkann á lykla- borði tölvu sinnar eða þá skærin góðu sem gjarnan eru besti vinur sérhvers rithöfundar. CRADLE. Höfundar: Arthur C. Clarke & Gentry Lee. Warner Books, 1989. De Valera, einn af forystumönnum írsku sjálfstæðisbaráttunnar, kannar lið sitt. Höfundur: Robert Kee. Penguin Books, 1989. Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur: 1. D. Adams: THE LONG DARK TEATIME OF THE SOUL. 1. Tom Clancy: THE CARDINAL OF THE KREMLIN. 3. Stephen Klng: THE TOMMYKNOCKERS. 4. Maeve Blnchy: SILVER WEDDING. 5. Mary Wesley: SECOND FIDDLE. 6. Catherine Cookson: BILL BAILEY'S DAUGHTER. 7. Bruce Chatwln: UTZ. 8. Len Deighton: SPY HOOK. 9. G. Garcia Márques: LOVEINTHETIME OF CHOLERA. 10. Davfd Lodge: NtCE WORK. Rit almenns eðlis: 1. Anton Moslmann: COOKING WITH MOSIMANN. 2. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 3. Tom Jaine: THE GOOD FOOD GUIDE 1990. 4. Keith Floyd: FLOYD’S AMERICAN PIE. 5. Stephon Pile: THE RETURN OF HEROIC FAIL- URES. 6. Melvyn Bragg: RICH. 7. Joyce Grenfell: DARLING MA; LETTERS TO HER MOTHER. 8. Lenny Henry: LENNY HENRY’S WELL-HARD PAPERBACK. 9. Callan Pinckney: CALLANETICS. 10. I. Hislop: SALMONELLA BORDES’ SATIRIC VERSES. (Byggt á The Sunday TJmes) Bandarikin Metsölukiljur: 1. Anne Tyler: BREATHING LESSONS. 2. Dean R. Koontz: MIDNIGHT. 3. Stephen Coonts: FINAL FLIGHT. 4. Robert Ludlum: TREVAYNE. 5. Kathleen E. Woodiwiss: SO WORTHY MY LOVE. 6. Anne Rlce: THE QUEEN OF THE DAMNED. 7. Louls L’Amour: LONG RIDE HOME. 8. Peter Straub: KOKO. 9. Pier* Anthony: MAN FROM MUNDANIA. 10. Tom Clancy: THE CARDINAL OF THE KREMLIN. 11. Rosamunde Pilchen THE SHELL SEEKERS. 12. Aana Fuller Ross: CELEBRATIONI 13. Kathryn Harvey: BUTTERFLY. 14. Linda Lay Shuler: SHE WHO REMEMBERS. 15. Richard Awtinson: WATERDEEP. Rit almenns eðlis: 1. Jœ McGinniss: BLIND FAITH. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Shirtey Temple Black: CHILD STAR. 4. C. McGuire, C. Norton: PERFECT VICTIM. 5. Randsdelt Píerson: THE OUEEN OF MEAN. 6. Bemie S. Síegel; LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 7. Roxanne Pulltzer: THE PRIZE PULITZER. B. K. Moore & D. Reed: OEADLY MEDICINE. 9. J. Campbell S B. Moyers: THE POWER OF MYTH. 10. James Gletck; CHAOS. 11. Jerry Bledsoe: BITTER BLOOD. (Bysgl á New York Ttmes Book Revtew) Danmörk Metsölukiljur: 1. Ernest Hemingway: EDENS HAVE. 2. Torkild Hansen: S0FORHOR. 3. Albert Cohen: HERRENS UDKÁRNE. 4. Jean M. Auel: HESTENES dal. 5. Jean M. Auel: HULEBJORNENS KLAN. 6. Isabel Allende: ANDERNES HUS. 7. Kirsten Thorup; DEN YDERSTE GRÆNSE. B. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. 9. Linda L. Shuler: KVINDEN DER HUSKER. 10. Judith Krantz: TIL VI SES IGEN. (Byggt á Polltiken Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.