Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Síða 16
í 16 Popp Eiríkur Hauksson með sína fyrstu sólóplötu, Skot í myrkri: „Fæ útrás fyrir þunga- rokkið í Artch" „,Það sem fyrst og fremst tafði útgáfu plötunnar var það að ég flutti til Noregs. Þá féll vinna við hana niður um skeið. Síðan kom ég nokkrum sinnum heim til að taka meira upp en á endanum varð ljóst að hún næði ekki skammlaust út fyrir síð- ustu jól. Því var ákveðið að fresta henni um ár.“ Eiríkur Hauksson söngvari er hér á landi í stuttri heimsókn til að fylgja eftir útgáfu sólóplötunnar sinnar, Skot í myrkri. Hún var á útgáfuáætl- un Steina hf. síðastliðiö sumar en komst ekki út af ástæðunni sem Ei- ríkur greindi frá hér að framan. „Ég notaöi þess vegna tækifærið," segir Eiríkur, „og bætti við þremur lögum í sumar, lögunum Sexý, Hlekkjaöur og svo titillaginu." Svo sem kunnugt er syngur Eiríkur með norsku bárujámssveitinni Artch. „í henni fæ ég'útrás fyrir þungarokkstilhneigingamar" segir hann. „Þess vegna þótti mér allt í lagi aö höfða méira til fjöldans með Skoti í myrkri en ég hefði gert ef harða rokkið hefði verið allsráðandi. Hér á landi seljast tæpast nema 1500 tíl 2000 eintök af þungarokksplötum. Á Skoti í myrkri er ég vitaskuld að höfða til rokkaðdáenda en jafnframt Umsjón: Ásgeir Tómasson þeirra sem höfðu gaman af Gaggó Vest og fleiri lögum sem ég hef sung- ið á liðnum árum.“ Þrjár sólóplötur Önnur ástæða er fyrir því að Skot í myrkri er ekki rokkaðri en raun er á. „í plötusamningnum, sem Artch gerði við bandarísku útgáfuna Metal Blade, er mér beinlínis bannað að bjóða upp á svipaða tónlist á sólóplöt- unum mínum og þá sem við emm að fást við í Artch,“ segir Eiríkur. „Ég kom þvi inn í samninginn aö ég fengi að hijóðrita þijár sólóplötur meðan við værum samningsbundnir Metal Blade. Það tókst aðeins með skilyrðinu sem ég var að segja frá.“ Eiríkur Hauksson semur flest lögin og textana á Skotí í myrkri. Hann býst við að einbeita sér meira að laga- smiðum í framtíðinni en hingaö tíl. Þá sýnir hann á sér óvænta hlið á plötunni sem kraftmikill og hressi- legur gítarleikari. „Já, og ég leik meira að segja á hljómborð á henni líka,“ segir hann og brosir. „Ég spái því að ég eigi eft- ir að spila meira á gítar á næstu sóló- plötunni minni ef af henni verður. Ég hef meira að segja miklu meira gaman af að spila á gítar nú en syngja! Þessi gítaráhugi kom þannig tU að ég hljóðritaði prufuupptöku að laginu Skotí í myrkri í Noregi og lék þar sjálfur á gítar. Ég var svo ánægð- ur með útkomuna aö ég leyfði honum að halda sér.“ Næsttekið upp erlendis Eiríkur minntist þama á næstu sólóplötu sína. Hann er þegar farinn að huga að henni. „Ég reikna með því að línan á henni verði í ætt viö það sem hljóm- sveitin Aerosmith er að fást við núna,“ segir hann. „Mér þykir einna mest variö í Aerosmith af þeim hljómsveitum sem eru að fást við létta bárujámiö um þessar mundir." Þá reiknar Eiríkur með því að nokk- uð öðmvísi verði staðið að vinnunni LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. DV Eirikur Hauksson nokkurn veginn kominn með formúluna fyrir þvi hvernig ekki skuli staðið að vinnu við hljómplötu. við nýju plötuna en Skot í myrkri. „Við erum nokkum veginn komnir með formúluna fyrir því hvemig ekki skuli standa að útgáfu hljóm- plötu,“ segir hann. „Það er raunar ómögulegt að vera búsettur erlendis og þurfa síðan að skjótast heim til að taka upp. Næsta plata verður því áreiðanlega hljóðrituð erlendis, svo framarlega sem ég verð enn búsettur í Noregi." Fátt bendir til annars en að sú verði raunin um nokkurt skeið í viðbót. Eiríkur og félagar hans í Artch em nú að búa sig undir að taka upp aðra plötu hljómsveitarinnar. Metal Blade vill koma henni á markað í aprílmán- uði næstkomandi. Á Bandarí kjamarkaó „Við byijuðum að vinna við nýju plötuna í september síðastliðnum.“ segir Eiríkur. „Við ætlum aö byija að taka hana upp í janúar. Við ætlum að gera það í Noregi og hljóðblanda síðan í Polarstúdíóinu í Stokkhólmi. Síðasta plata Artch seldist í milli fjöratíu og fimmtíu þúsund eintök- um,“ bætir Eiríkur viö. „Hún kom einungis út í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Til dæmis eigum við alveg eftir aö koma okkur á framfæri í Miö- og Vestur-Evrópu þar sem áhugi á rokktónhst er mikill. Stefnan er sú að við forum vestur um haf í vor eða byijun sumars til að fylgja nýju plötunni eftír með hljómleikahaldi. Við höfum fengiö að finna fyrir því að við emm í raun- inni bölvanlega einangraðir í Noregi þar eð við emm fyrst og fremst að höfða til Bandaríkjamanna. Ef allt gengur að óskum getur fariö svo að ég verði að slá næstu sóló- plötu eitthvað á fresL Ég verð að játa að sú tónlist, sem ég hef mest gaman af að flytja, er sú sem Artch er að fást við, það er gijóthart rokk. Þar að auki finnst mér ég eiga betur heima í hljómsveit en einn míns liðs. Ætli Eric Hawk í Artch eigi ekki meiri tök í mér en Eiríkur Hauksson sóló,“ segir söngvarinn og bama- kennarinn síðhærði og brosir góðlát- lega. Hljómsveitin Pandóra frá Keflavík kveður sér hljóðs: Adeila á stríðsbrölt Hljómsveitin Pandóra frá Kefla- vík er búin að starfa í núverandi mynd í hálft annað ár. Reyndar háiir hún lítíð komið fram opin- berlega en hefur eigi að síöur nú nj'verið sent frá sér sína fyrstu híjómplötu. Sú heitir Saga. „Af hverju Saga? Ja, við emm að segja eina sögu á plötunni," segja liðsmenn Pandóm. „Upphaflega vorum við reyndar ekki með eina heild í höndunum en við löguðum textana þannig að í þeim er nú sam- hengi. Reyndar virðist fólk túlka söguþráöinn á margvíslegan máta. Að minnsta kosti erum við búnir að heyra nokkrar útgáfur. Einn kunningi okkar hélt meira aö segja aö sagan væri um sig!“ Þeir segja þráðinn reyndar koma berlega í ljós í þriöja kafla plötunn- ar, ádeilu á stríðsbrölt heimsins. Inn í hana fléttast saga af manni sem ætlar aö bjarga heiminum upp á eigin spýtur. Það vekur athygli að textar plöt- unnar em á ensku. Slíkt er sagt eitur í beinum útgefenda. Fékk Pandóra engar athugasemdir vegna þessa? „Jú, jú,“ svarar Júl- íus Guðmundsson, trommu- og Liðsmenn Pandóru: Júlíus Guðmundsson, Þór Slgurðsson, Sigurður Jóhannesson og Björn Árnason. flautuleikari hljómsveitarinnar, sonur útgefandans, Rúnars Júlíus- sonar. „Við minntum hann bara á ... lifun. Þar vom allir textamir á ensku. Hann fór þá aö tala um aö sig og hina í Trúbroti, sem stóðu að ... lifun, hefði dreymt um að komast á erlendan markað á sínum tíma. Okkur dreymir það bara líka!“ Fjórmenningamir í Pandóm, þeir Júlíus, Bjöm Ámason bassa- leikari, Sigurður Jóhannesson söngvari og Þór Sigurðsson gítar- leikari, em reyndar í klípu þessa dagana. Platan þeirra er nýútkom- in og þeir mega ekki vera að því að fylgja henni eftir; em allir upp- teknir viö uppfærslu Leikfélags Keflavíkur á söngleiknum Grettí. Reiknaö er hins vegar með því að sýningum ljúki um næstu mánaða- mót og þá ætla piltamir aö láta heyra í sér sem víðast á suövestan- verðu landinu. Og þeir ættu að eiga nóg af frumsaminni tónlist tíl að flytja áheyrendum sínum. „Við eigum aðra sögu tilbúna. Hún kemur hins vegar ekki út á næstunni," segja þeir. „Hún er líka með enskum textum og rúmast ekki nema á tvöfaldri hljómplötu. Við verðum víst að bíða meö þá söguþar til við erum orðnir heims- frægir! Reyndar verður næsta plata okkar einungis með íslensk- um textum. Við stefnum á að koma henni út á næsta ári.“ 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.