Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Page 23
LAUGARDAGUH 18. NÓVEMBER lí)89. mjög góð ákváðum við að halda af stað. Um hálfníu lögðum við af stað með bakpoka okkar, ríflegt nesti, föt, jöklabúnað, talstöð og fleira sem nauðsyniegt er að hafa með í slíkar ferðir. Auk þess vorum við með skíði meðferðis. Þegar allt var komið sam- an reyndist þetta talsverö byrði. Áð- ur en við lögðum af stað létum við björgunarsveitina á Höfn vita um ferðir okkar. Við lögðum af stað sem leið bggur upp úr Hoffellsdal og inn Fossdal og síðan Vesturdal. Það er sá dalur sem farið er upp úr og inn á jökulinn. Þá komum við að svokölluðum Goða- hrygg sem tengist austasta hluta Vatnajökuls. Þegar við komum upp úr dalnum í um ellefu hundruð metra hæð um miðaftan var komið þó nokkurt rok en á leiðinni upp hafði verið sól og gott veður. Gangan upp var tiltölulega erfið og ekki síst þar sem við vorum með mikla byrði á bakinu. Við settumst niður, borð- uðum nesti og settum á okkur skíðin. Undir gönguskíðunum vorum við með sérstakt skinn þannig að við runnum ekki hratt rúður og gátum farið upp mjög brattar brekkur. Það er nauðsynlegt að hafa þannig búnað á skíðunum því það getur verið hættulegt að fara hratt. Veðurspáin sagði ennþá batnandi veður þannig að við héldum áfram. Við vorum búin að ganga á skíðun- um í klukkustund, með stöðugt harðnandi norðanhraglanda í andlit- ið, og það var byrjað að skafa. Það var slíkur bylur á móti okkur að þegar við vorum komin upp á móts við Goðaborg sáum við fram á að annaðhvort yrðum við að snúa til baka, sem ekki var fýsilegur kostur í þessu veðri og ansi hart þar sem við vorum búin að leggja þetta mikið á okkur, eða að grafa okkur í fönn. Við áttum enn krafta eftir og vorum ágætlega haldin þrátt fyrir langa dagleið. Byggðu snjóhús á Vatnajökli Ég hef alltaf brýnt fyrir nemendum mínum að grafa sig í fonn áður en það er orðið of seint. Þótt við eyddum tíma og kröftum í að hlaða snjóhús yrði aldrei verra að hafa það þó að veður gengi niður. Ef veðrið lagaðist gætum við allténd náð upp að Goða- hnjúkum þar sem skálinn átti að vera en þangað var ferðinni heitið. Við byrjuðum á aö finna okkur skjólsamari stað í jökulhalla undir háum hnjúk vegna þess að rokið var orðið allstíft. Við byrjuðum að grafa þar í skaflinn. Þetta var hörð fónn og ekkert þægilegt að rista í hana. Okkur tókst þó að leggja grunn að snjóhúsi og þá kom sér vel að maður- inn minn haföi oft sem krakki reist slík hús. Við höföum verkaskipting- una þannig að Hjörleifur skar köggla með ísöxinni sinni, Kristján hlóð og ég kíttaði en þannig héldum við áfram fram yfir ellefu um kvöldiö og alltaf herti vind. Við sáum betur og betur að þetta var eina vitið því veð- urofsinn ágerðist stöðugt. Ekki var tími til að hugsa um neitt annað en að koma húsinu upp og reyndar var ekki tími til að hugsa hvort við vær- um í hættu stödd,“ segir Kristín. „Við vorum öll vel útbúin og létum vita af ferðum okkar áður en við héldum upp og að við ætluðum að koma til baka á sunnudag. Upp úr ellefu um kvöldið gátum við farið að koma okkur fyrir. Ég var orðin renn- andi blaut, bæði af svita og bleytu, þrátt fyrir að ég væri í regnfotum. Við vorum sem betur fer með mikinn aukafatnað með okkur. Ég var t.d. í silkinærfotum og varmapeysu. Einn- ig vorum við með álpoka. Við höfum alltaf verið með shka poka með á ferðum okkar en ekki þurft á þeim að halda fyrr. Þarna kom sér sannar- lega vel að vera með álpoka og ég staðhæfi að það hafi verið lífsbjörg okkar. Við byrjuðum á að hita okkur þrí- réttaðan kvöldverð með fordrykk og bláberjasúpu. Að honum loknum komum við okkur fyrir í snjóhúsinu uppi á jökhnum, skriðum í svefnpoka og álpoka og lögðumst síðan niður til svefns. Þá leit ég upp í loft hússins og hugsaði með mér: Skyldi ég lifa þetta af? Mér var sannarlega ekki alveg rótt. Ég sem hef verið að pred- ika yfir þúsundum nemenda hvað eigi að gera við slíkar aðstæður og svo fyndist ég þama,“ segir Kristín og hlær og bætir við að alltaf sé hægt að hlæja eftir á. „Hugsun mín snerist um að sofna ekki en það gerði ég þó eins og skot, enda orðin út- keyrð af þreytu. Karlmennimir skulfu Ég vaknaði ekkert fyrr en fór að hða á nóttina en þá varð ég vör við að karlmennimir skulfu eins og hríslur og byltu sér mikið. Sjálf skalf ég ekki neitt. Ég held að það sé vegna þess að konur em með jafnari fitu á líkamanum en karlar. Auk þess var ég í miðjunni og naut því hitans frá þeim líka. Mér fannst merkilégt að fylgjast með skjálftanum í þeim vegna þess að það er nákvæmlega það sem ég hef ég verið að segja nem- endum mínum. Þegar hitastigið lækkar byrjar líkaminn að skjálfa og framleiðir þannig varma. Þegar við vöknuðum morguninn eftir og kíktum út var veðrið jafnvont og daginn áður. Við sáum ekki spönn út fyrir dymar. Engu að síður spáði Veðurstofan í öhum veðurfregnum að veðrið færi batnandi. Ég held samt að engin hræðsla hafi gripið okkur - við vorum jú búin að lifa af eina nótt og höfðum það bara ágætt. Við vorum með spritteldunartæki og hit- uðum okkur mat. Það þýðir ekki að vera með gastæki í svona mikilli hæð og í kulda. Þegar hða tók á daginn fórum við að ræða um það hvort við ættum að vera aðra nótt í snjóhúsinu eða halda til byggða. Það var í rauninni það eina sem við gátum gert, að halda undan vindi niður af jökhnum. Ég vildi snúa við. Mér fannst hálfgert brjálæði að vera þarna aðra nótt. Um fjögurleytið þennan dag sagði Veðurstofan enn að veðrið færi lygn- andi með kvöldinu. Ég skreið út úr húsinu og leist ekki á þegar ég sá hve slæmt veðrið var enn. Þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að halda þar kyrru fyrir. Eftir það sætti ég mig við þetta og við ákváðum eins og góðum íslendingum sæmir að byggja við höllina - stækka svolítið við okkur. Við bjuggum til aíhýsi, skjólvegg, svo við gætum gert þarfir okkar. Ég fann réglulega fyrir því að shkt getur verið vandamál í svona ferð. Karlmenn eiga auðveldara með það en konur að kasta af sér við svona aðstæður en bæði kynin eiga jafnerfitt með að ganga örna sinna. Það munaði því miklu að fá skjól- vegginn. Innilokuð vegna veðurs Við þurftum auk þess að laga gólfið í snjóhúsinu. Það hahaðist aðeins og við runnum alltaf í átt að opinu. Það var mjög óþægilegt. Þá bættum við einnig húsið og þéttum. Þetta kvöld leið okkur ágætlega, elduðum kjöt og súpu og fengum okkur tesopa. Einnig eyddum við svohtlu af spritti til að þurrka vetthngana okkar. Síð- an fórum við að rifja upp kvæði, Á- fanga, og fleira eftir Jón Helgason. Við höfðum það mjög notalegt þetta kvöld. Ég var alveg áhyggjulaus og leið vel þegar ég sofnaði. En karl- mennirnir voru verr settir og skulfu töluvert þessa nótt eins og þá fyrri. Á sunnudagsmorgninum var enn- þá rok en skaplegra veður en daginn áður. Upp úr hádegi fór að birta til og við fórum að sjá fjöllin í suðvestri og bláan himin. Við ákváðum að ganga upp aö Goðaborg og freista þess að taka myndir. Reyndar er til þjóðsaga um Goðaborg sem segir að erfitt sé að komast að henni því guð- irnir sjái til þess að skella á slæmu veðri. Við vorum oröin svolítið hjá- trúarfull eftir þetta allt saman. Þegar við komumst upp að Goðaborg í um fjórtán hundruð metra hæð var mik- ill vindur og varla stætt. Samt tókum við þar margar myndir og nutum útsýnisins. Að því búnu renndum við okkur niður að snjóhúsinu, kvödd- um það með söknuði og lögðum af stað niður af jökli. Við slepptum því í þetta sinn að fara inn á Goða- hnjúka, þar sem skáhnn er, vegna þess að við vorum búin að boöa komu okkur til baka og til norðurs var enn þoka yfir jökhnum. Veðrið fór skán- andi og við renndum okkur á skíðun- um niður í fimm hundruð metra hæð. Það var stórkostleg ferð. Tjöldin fokin Þegar við komum niður í Hoffehs- dal um tíuleytið um kvöldið, dauðlú- inn, gaf á að hta: tjöldin okkar í henglum - ekki bara fallin heldur í tætlum. Við hlökkuðum mikið til að leggjast í tjald og hvíla okkur en um það var ekki að ræða. Við sáum að það hafði ekki bara verið óveður hjá okkur á jökhnum. Reyndar fréttum við seinna að fólk hefði átt í erfiðleik- um með tjöld sín í Atlavík. Við tókum þess vegna saman draslið og héldum til byggða. Klukkan var um ellefu að kvöldi þegar við lögðum af stað og vorum komin í Hrohaugsstaði í Suð- ursveit, þar sem við höfðum bæki- stöð, klukkan fjögur um nóttina. Það var mjög erfitt að komast út Hoffehs- dal þar sem myrkt var orðið og slóð- in víða sundurgrafin eða horfin. Og oft þurfti að ganga á undan bílnum. Við hvíldum lúin bein okkar fram undir hádegi en afréðum þá að hðka okkur aðeins og fara aftur upp á Vatnajökul. Við héldum upp að Skálafellsjökh eftir jeppaslóð og þar upp á Vatnajökul á skíðum. Það var mjög skemmtileg ferð. Daginn þar á eftir fórum við inn á Lónsöræfi, yfir Kohumúla og sáum m.a. heim að Grund í Víðidal en þar var búið um tíma á síðustu öld. Á miðvikudegin- um var okkur ekki lengur til setmrn- ar boðið. Þá vorum við búin að vera í þessari ferð á aðra viku. Okkar þingmannanna biðu fundahöld. Við héldum þvi hvert til síns heima: Hjörleifur austur í Neskaupstað en við hjónin akandi til Reykjavíkur. Okkur fannst við jafnvel vera búin að fá nóg af jöklaferðum í bili. Þó vorum við ekki komin tíl okkar heima þegar farið var að ræða í bíla- símunum að ekki væri hægt að láta það eftir Goðahnjúkum að heim- sækja þá ekki. Ættum við ekki að reyna aftur? Við reyndum að finna tíma sem hentaði og ákveðið var að helgin 25.-27. ágúst væri heppileg. ... og auðvitað fórum við aftur á stjá með jöklabúnaðinn," segir Kristín. Með konung- lega nágranna „í þeirri ferð fórum við norðan að. Við flugum austur og lögðum af staö á fóstudagskvöldi frá Egilsstöðum upp í Snæfehsskála en þangað vorum við komin um áttaleytið að kvöldi. Við vorum ekki ein í skálanum því þar var Svíakóngur með fríðu föru- neyti á leið á hreindýraveiðar. Viö létum það ekki trufla okkur heldur gengum snemma til náða, enda átt- um við langa leið fyrir höndum. Frá Snæfehsskála fórum við klukkan hálfátta um morguninn á bílaleigu- bíl, jeppa, í suðurátt, fram með Þjófa- hnjúkum. Bílinn skildum við eftir um fimm khómetra frá jökhnum. Við gengum á jökli í klukkutíma án skiða og síðan á skíðum aha leið að Goða- hnjúkum. Þangað náðum við um kvöldið eftir sjö klukkustunda jökul- göngu í yndislegu veðri. Loksins vor- um við í fyrirheitna landinu, Goð- heimum, skála Jöklarannsóknafé- lagsins á Goðahnjúkum. Um kvöldið fengum við stórkostlegt útsýni yfir ahan Vatnajökul, sáum Snæfell, Kverkijöh og Herðubreiö i kvöldsól- inni og Austfjarðafjallgarða með stórum hnjúkum. Það var ógleyman- leg sjón. Daginn eftir var áfram þetta frábæra veður og þá gengum við á Grendh, hæsta tindinn í austanverð- um Vatnajökh, sem er 1570 m, áður en við lögðum af stað th baka. Frá Goðheimum vorum við fjóra tíma á göngu aftur að jökulröndinni í kverkinni milh Eyjabakkajökuls og Brúarjökuls. Það sem mér fannst merkhegast við þetta ferðalag er að upplifa það sem ég hef verið að kenna öðrum. Það staðfesti mjög hve nauðsynlegt það er að búa sig vel, að vera í ullar- fötum, vera með álpoka og hafa með- ferðis haka eða htla skóflu eða annað tæki ef maður þarf að grafa sig í fönn,“ ségir Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennahstans, reynslunni ríkari. Hún getur væntanlega gefiö nemendum sínum enn betri ráð nú en áður eftir þessar ógleymanlegu ferðir á Vatnajökh og um stórbrotið fjalhendi í nágrenni hans. -ELA Þingkonunni er ekki kalt þegar þessi mynd var tekin; aðeins á silkinærföt- unum sem reyndar björguðu henni trá ofkælingu þegar veðrið var verst. Eiginmaður Kristínar hefur ekki fækkað fötum jafnt og þingmennirn- ir. Þessar myndir sýna að menn geta jafnt lent í hroðalegasta aftaka- veðri og sólskini og blíðu í jöklaferð- um. Þess vegna er betra að hafa varann á og vera vel útbúinn; það sýndi sig í ævintýraferðum þeirra á Vatnajökul. Mynd: Hjörleifur Guttormsson Ekki þýðir að fara í jöklaferð án góðs útbúnaðar. Það fékk Hjörleifur Guttormsson, sem hér situr fyrir ut- an snjóhúsið, að sannreyna. Mynd: Kristin Einarsdóttir Lagt af stað frá Hoffellsdal. Það eru Kristín og Kristján sem hafa komið búnaði sínum svo vel fyrir. Fram undan var löng og erfið ganga. Mynd: Hjörleifur Guttormsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.