Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
4. flokkur karla:
KR og Valur
leika til úrslita
KR og Valur tryggöu sér sigur í
leikjum sínum í undanúrslitum 4.
flokks karla um síðustu helgi og eig-
ast þessi lið því við í úrslitaleik sem
fram fer 10. desember.
Öruggur sigur Vals
Valur og Víkingur áttust við í fyrri
undanúrslitaleiknum og var sá leik-
ur á ýmsan hátt sögulegur. Strax í
upphafi náðu Víkingar tveggja
marka forustu en misstu þá tvo leik-
menn út af í tvær mínútur í stað
einnar mínútu sem er rétt refsing
þegar leiktími er 2 x 15 mínútur eins
og var í Reykjavíkurmótinu. Þennan
tíma nýttu Valsarar mjög vel, náðu
að jafna og komast yfir. Staðan í
hálfleik var 6-3 Val í vil.
í seinni hálfleik juku Valsarar síð-
an muninn og unnu örugglega, 14-7.
Mörk Vals: Ari Allanson 4, Hilmar
Ramos 3, Kjartan Hjálmarsson 3,
Valtýr Stefánsson 2, Davíð Ólafsson
1 og Daði Hafþórsson 1.
Mörk Víkings: Haukur Sigurðsson
3, Ámi Árnason 2, Hlynur Halldórs-
son 1 og Kristinn Hafliðason 1.
KRbar
sigurorð af Fram
KR-ingar byrjuðu leikinn gegn
Fram af miklum krafti og náðu strax
góðri forustu, 7-1. Framarar náðu að
klóra í bakkann og staðan í hálfleik
var 8^4 KR í vil. í seinni hálfleik voru
það Framarar sem sneru dæminu við
og náðu þeir af miklu harðfylgi að
minnka muninn í eitt mark, 9-10.
Framarar reyndu síðan allt hvað
þeir gátu til að jafna leikinn en mun-
urinn var ávallt eitt marki þar til
stuttu fyrir leikslok að KR-ingar
tryggðu sér sigurinn með tveimur
mörkum án þess að Fram tækist að
svara fyrir sig.
Sigur KR var því staðreynd, 16-13,
og mæta þeir því Valsmönnum í úr-
slitum 10. desember. Verður sá leik-
ur án efa mjög jafn og spennandi þar
sem liðin léku tvisvar saman í und-
anriðlinum og skiptust á að sigra.
Mörk KR: Daði Ingólfsson 5, Atli
Knútsson 5, Óli B Jónsson 3, Andri
Sveinsson 1, Árni Birgisson 1 og
Anton G. Pálsson 1.
Mörk Fram: Eymar Sigurðsson 5,
Sigurður Júlíusson 3, Haraldur
Harðarson 2 og Sigurður Guðjónsson
2.
Mistökin í leik Vals og Víkings, sem
getið er um hér á undan, má rekja
til þess að hringlað er með leiktíma
í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla. í
íslandsmóti er leiktími 2 x 20 mínút-
ur en einhverra hluta vegna hefur
leiktími í Reykjavíkurmóti 4. flokks
karla verið styttur í 2 x 15 mínútur
og hefur svo verið undanfarin ár.
Þykir unglingasíðunni vera kominn
tími til að HKRR taki sig til og leið-
rétti þessi ,,mistök“ þannig að 4.
flokkur karla fái eins og allir aðrir
flokkar að leika fullan leiktíma.
Hilmar Bjarnason, fyrirliði Víkinga, reynir hér markskot á móti ÍR. Hilmar
og félagar hans í Víkingi leika á móti Fram í úrslitaleiknum í desember.
3. flokkur karla - Reykjavíkurmót:
Fram og Víkingur
leika til úrslita
í undanúrslitum í Reykjavíkur-
móti 3. flokks karla léku annars veg-
ar ÍR og Víkingur og hins vegar Fram
og KR. Flestir bjuggust við að Vals-
menn myndu eiga öruggt sæti í und-
anúrslitunum en vegna kærumála
voru Valsmenn dæmdir úr keppni.
Valur varð því að gera sér að góðu
að sitja eftir heima og missa af mögu-
leikanum á Reykjavíkurmeistaratitl-
inum í ár.
VíkingurvannÍR
Fyrri undanúrslitaleikurinn var á
milli ÍR og Víkings. Bæði liðin mættu
ákveðin til leiks og var ljóst að þau
ætluðu sér bæði sigur. Leikurinn var
mjög jafn og spennandi til að byrja
með og skiptust liðin á að skora. í
hálfleik var staöan jöfn, 7-7.
Víkingar byrjuðu seinni hálfleik-
inn betur og komust fljótlega yfir í
leiknum. Þeir leiddu síðan leikinn
með 2-3 mörkum lengst af en undir
lok leiksins tóku ÍR-ingar mikinn
fjörkipp og náðu að minnka muninn
í eitt mark. Það varö niðurstaðan
þegar upp var staðið og endaði leik-
urinn með sigri Víkinga, 14-13.
Markahæstir hjá Víkingi voru þeir
Ámi Stefánsson 7 og Hilmar Bjarna-
son 3 en flest mörk ÍR skoruðu þeir
Trausti Hafsteinsson 5 og Guðmund-
ur Pálsson 4.
Fram í úrslitaleikinn
Leikur Fram og KR var mikill bar-
áttuleikur þar sem bæðið liðin börð-
ust af miklum krafti og stundum af
of miklum því að einn leikmanna
Fram fékk að líta rauða spjaldið eftir
útistöður við einn leikmanna KR.
Fram komst fljótiega yfir í leiknum
en KR jafnaði fljótlega, 4-4. Það sem
eftir var hálfleiksins höfðu Framarar
þó ávallt frumkvæðið og höfðu tvö
mörk yflr í hálfleik, 9-7.
Það voru KR-ingar sem skoruðu
fyrsta markið í síðari hálfleik. Fram-
arar skoruðu að bragði og leiddu all-
an síðari hálfleikinn með 2-4 mörk-
um. Leikurinn endaði með þriggja
marka sigri Fram, 17-14.
Markahæstur í liði Fram var Einar
Tönsberg með 8 mörk en Magnús
Agnar Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir KR.
Það verða því Fram og Víkingur
sem leika úrslitaleikinn í 3. flokki
karla þann 10. desember.
37
Handbolti unglinga
Valsmenn komu skemmtilega á óvart í undanúrslitum 5. flokks karla er þeir lögðu deildarmeistara KR í jöfnum
og spennandi leik. Þrátt fyrir að KR-ingar hefðu oft komist í ákjósanleg marktækifæri sá markvörður Vals oftast
við þeim.
Reykjavíkurmót 5. flokks karla:
ÍR og Valur
leika til úrslita
í 5. flokki karla áttust við annars
vegar KR og Valur en hins vegar
Víkingur og ÍR. Báðir leikirnir voru
mjög skemmtilegir á að horfa og
verður örugglega hart barist um
Reykjavíkurmeistaratitilinn í þess-
um aídursflokki.
KRtapaði
óvæntámótiVal
í fyrri leiknum mættust lið KR og
Vals. KR-ingar, sem höfðu unnið alla
andstæðinga sína í 1. deildinni helg-
ina áður, máttu gera sér að góðu aö
tapa fyrir Valsmönnum og missa þar
með möguleikann á þessum titíi.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan leikinn og skiptust liðin á að
skora. Staðan í hálfleik var jöfn, 5-5.
Það sama var uppi á teningnum í
síðari hálfleik, hnifjafn leikur og
spennan þrúgandi. Vamir liðanna
og markvarsla voru í fyrirrúmi og
varði markvörður Valsmanna oft
meistaralega í leiknum. Lokamínút-
urnar voru æsispennandi og hefði
leikurinn getað endað á hvorn veg-
inn sem var. Það voru þó Valsmenn
sem fógnuðu sigri þegar flauta dóm-
arans gall og fögnuður þeirra var
mikill eins og gefur að skilja.
Mörk Vals gerðu: Ingimar Jónsson
4, Jón Brynjarsson 1, Örn Amarsson
1, Walter Grimsson 1 og Ástvaldur
Sigurðsson 1.
Mörk KR gerðu: Andrés Sigþórsson
3, Haraldur Þorvarðarson 2, Kristján
Þorsteinsson 1 og Vilhjálmur Vil-
hjálmsson 1.
ÍRtryggði sér sigur
Leikur ÍR og Víkinga var jafn til
að byrja með. Bæði liðin léku ágætan
sóknarleik en vamir liöanna hefðu
þó mátt vera betri. ÍR-ingar vom
ávallt fyrri til að skora og leiddu leik-
inn oftast nær. Staöan í hálfleik var
9-8, ÍR í vil.
í seinni hálfleik reyndust ÍR-ingar
sterkari aðilinn og tóku fljótlega for-
ystu og vom yfir allan seinni hálf-
leikinn. Leikurinn endaði með ör-
uggum sigri ÍR, 17-14.
Það em því ÍR og Valur sem leika
til úrshta í 5. flokki karla 10. desemb-
er.
Mörk ÍR gerðu: Ólafur Jósepsson
8, Ólafur Sigurjónsson 4, Róbert
Hjálmtýsson 3, Ragnar Óskarsson 1
og Sverrir Sverrisson 1.
Mörk Víkinga gerðu: Sæþór Matt-
híasson 6, Þorbjöm Sveinsson 4, Jón
Sigurðsson 3 og Aðalsteinn Guðjóns-
son 1.
6. flokkur karla
í undanúrshtum Reykjavikur- gleyma því að fall er fararheill og er stutt var til leiksloka jöfhuðu
móts 6. flokks karla áttust við liö það að hafa komist svona langt í Framarar og að loknum venjuleg-
Víkings og Leiknis annars vegar sínu fyrstamóti sýnir styrk hðsins. um leiktíma var því jafnt, 3-3.
og Fram og KR hins vegar. Umleiöogþeirhafasiípaðleiksinn í framlengingunni skomðu KR-
Leikur Víkings og Leiknis, sem eiga þeir örugglega eftir að koma ingar fyrsta mai'kiö en Framarar
nú lék í fyrsta skipti í úrshtum sterkir th leiks seinna í vetur. jöfnuðu og skoruðu síðan sigur-
Reykjavíkurmóts, var leikur katt- Markahæstir hiá Víkingi voru: markið, við mikinn fógnuð, er hálf
arins að músinni. Víkingar náðu Arnai' Jóhannsson 3 og Amar minúta var til leiksloka, úr víti,
straxforustunniíleiknumogjuku Reynisson 2. Mörk Fram: Ægir Jónsson 2,
þeir hana út leikinn. Staðan í hálf- Reykjavíkurrisamir Fram og KR Finnur Bjamason l og Birgir Guð-
leik var 2-0 og lokatölur leiksins áttustsíðanviöogvarleikurþeirra mundsson 1.
uröu 7-0 Víkingi í vil. Greinilegt mjög jafn og spennandi en fram- Mörk KR: Björgvin Vilhjálmsson
var að Leiknispiltarnir vom að lengja þurfti þar sem jafnt var að 2, Alfreð Finnsson 1 og Guðjón Sig-
stíga sín fyrstu skref í handboltan- loknum venjulegum leiktíma. urðsson 1.
um en Víkingspiltarnir virkuðu KR skoraði fyrsta mark leiksins Það verða því Fram og Vikingur
mun ákveðnari í sínum leik. en tvö raörk frá Fram fylgdu á eftir sem eigast við í úrshtum og verður
Þrátt fyrir að Leiknisstrákarnir og var staöan í hálfleik 2-1. KR- leikur þessara höa án efa jafn og
hafi ekki átt möguleika á móti Vík- ingar jöfnuðu í upphafí seinni hálf- spennandi. Úrshtin fara fram 10.
ingum í þessum leik mega þeir ekki leiks og komust einu marki yfir en desember.