Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990. Fréttir Verslunarbankinn með meirihluta í Stöð 2 - breytti skuldum í hlutafé og hefur meirihluta í nýrri stjóm fyrirtækisins „Með þessum samningi höfum við axlað verulega ábyrgð varðandi end- urskipulagningu þá sem þarf að fara fram á Stöð 2. Við gerum samning þennan þar sem mjög sterkur rekstr- argrundvöllur er fyrir Stöðinni. Það ætti öllum að vera ljóst. Þau vanda- mál, sem þarf að leysa, er fjárhagsleg endurskipulagning og skipulagning stjómunarþáttarins. Að þeim málum leystinn er kominn grundvöllur fyrir mjög öflugu fyritæki. Á því er ekki nokkur vafi,“ sagði Höskuldur Ólafs- son bankastjóri í samtali við DV. Á hluthafafundi Sjónvarpsfélagins, sem haldinn var á gamlársdag, var samþykkt hlutafjáraukning úr 5.555.000 krónum í 405.555.000 krón- ur. í samkomulagi, sem gert var á fundinum, tók Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf. að sér að ábyrgjast sölu á hlutafé fyrir 250 milljónir en fyrri eigendur ætla að útvega hlutafé að upphæð 150 millj- ónir. Þá var samþykkt viðbótar- heimild til öflunar hlutafjár upp á 100 milljónir en eiginíjárstaða Sjón- varpsfélagsins hefur verið neikvæð um 400-500 milljónir. Höskuldur sagði að ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækin fimm, sem sýnt hafa áhuga á Sjón- varpsfélaginu, en ýmsir fleiri hefðu sýnt áhuga. „Við reiknum ekki með að það verði vandamál að selja þessa hluti í Sjónvarpsfélaginu. Það er reyndar ekki tímabært að gefa upp hveijir hafa sýnt áhuga en það verður unnið í þessu á næstu dögum.“ - Teljiðþiðtryggtaðfyrrieigendur geti útvegað 150 milljónir? „Það verður að koma í ljós.“ Ný stjórn Á fundinum var kosin ný stjórn Sjónvarpsfélagsins. Formaður henn- ar er Jónas Aöalsteinsson og vara- formaður Þorvarður Eliasson. Aðrir í stjórn eru Þorvaldur Guðmunds- son, Orri Vigfússon og Hans Kristján Árnason. Nýir í stjóm eru Þorvarð- ur, Þorvaldur og Orri. Eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans hefur nú hðlega 60 prósent af hlutafé Sjónvarpsfélagsins á sinni hendi auk þess sem þrír af fimm stjórnarmönnum eru frá Eignar- haldsfélaginu. Á fundinum voru ráðningarsamn- ingar fyrrverandi aðaleigenda Sjón- varpsfélagsins, þeirra Jóns Óttars Ragnarssonar, Hans Kristjáns Áma- sonar og Ólafs H. Jónssoanr, end- urnýjaðir. Eru samningamir ekki tímabundnir en Höskuldur gat ekki tjáð sig um breytingar frá fyrri ráðn- ingarsamningum. Þá var einnig gengið frá því að félagið tryggði ahar skuldbindingar, sem það stendur í, gagnvart bankanum. Loks var kosið framkvæmdaráð sem í sitja Jón Sig- urðsson framkvæmdastj óri, Jón Ótt- ar Ragnarsson sjónvarpsstjóri og Jónas Aðalsteinsson stjórnarfor- maður. Stjórnarfundur í Sjónvarpsfélag- inu verður haldinn í dag. Þá skýrist framtíöarskipulag Stöðvar 2. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem DV hefur aflað sér verður vegin- þre- menninganna sem hingað til hafa verið aðaleigendur Stöðvarinnar verulega minni innan fyrirtækisins. Þá er reiknað með að eitt fyrsta verk fundarins verði að sameina rekstur Sjónvarpsfélagsins og íslenska myndversins sem Sjónvarpsfélagið hefur átt hundrað prósent. -hlh Pétur Eyfeld, verslunarmaður við Laugaveginn, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að koma að bíl sínum mikið skemmdum eftir alvarleg skemmdarverk. Billinn kostar tæpar þrjór milljónir króna og er tjónið mjög mikið. Pétur sagði við DV að hann hefði tryggt bíla án þess að verða fyrir tjóni í 40 ár - „þrátt fyrir svona skemmdarverk fæ ég ekki bílinn bættan,“ sagði Pétur. Á myndinni er Karl Kristjánsson bílaviðgerðamaður. DV-mynd BG Landsbanki hyggst reka Samvinnubanka sem útibú bankamir verða ekki sameinaðir Landsbankinn hyggst ekki sam- einast Samvinnubanka heldur reka hann sem útibú, samkvæmt hinu nýja kauptilboði sem banka- ráð Landsbanka samþykkti síöast- hðinn fóstudag. í tilboðinu er gert ráð fyrir að kaupverðið sé 605 mihj- ónir króna fyrir 52 prósent hlut Sambándsins í Samvinnubankan- um og ætlar Landsbankinn ekki að kaupa meira í bankanum. Skömmu fyrir jól samþykkti Al- þingi lög sem heimila bönkum aö eiga meirihluta í öðrum bönkum. Samkvæmt þessum lögum getur Landsbanki náð meirihluta í stjóm á 52 prósentum en áður hefði það ekki dugað nema fyrir um 20 pró- sentum í stjórninni. Samkvæmt kauptilboðinu er gert ráð fyrir því að kaupin miðist viö þessi áramót en í samkomulagi Sverris Hermannssonar og Guð- jóns B. Ólafssonar var miðað við 1. september síöasthöinn. Meö því að bankamir verða ekki sameinað- ir losnar Landsbanki við 124 mihj- óna króna skuldbindingu vegna líf- eyrisgreiöslna en um þetta atriði hefur verið hvað mest þrefað í við- ræðum Landsbanka og Sambands- ins að undanfomu. Nýjustu tölur gera ráð fyrir því að Samvinnubanki hafi hagnast um 140 milljónir á síðasta ári. Þessi hagnaður bætir stöðu bankans um þá upphæö og kemur hún Lands- banka þannig óbeint til góða. í kauptilboði Landsbanka, sem hljcðar upp 605 milljónir, eru engir fyrirvarar um töpuð útlán. Sambandið er langstærsti skuld- ari í Samvinnubankanum. Á síð- asta ári tók Samvinnubankinn hlutabréf Sambandsins í Essó að handveöi. Hlutur Sambandsins í Essó er um 47 prósent í fyrirtækinu en eigið fé Essó er um 2 milljarðar króna. Stjórn Sambandsins á eftir að fjalla um kauptilboð Landsbanka. -JGH Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu: Við erum alveg úr myndinni „Viðræður okkar við Verslunar- bankann leiddu ekki til neins sam- komulags. Ég ht þannig á stöðuna í dag að við séum alveg úr mynd- inni,“ sagði Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu og talsmaður fimm fyrirtækjahópsins svonefnda, við DV. Ingmundur sagði það rangt aö fyr- irtækin fimm heföu komið með nýtt tilboð í meirihluta Stöðvar 2. „Við höfum ekki talað við neinn í sambandi við þetta mál frá því nokkru fyrir jól. Þá var okkur sagt að það væri ekki óskað eftir viðræð- um við okkur í bih. Reyndar voru teknar upp viðræður milh okkar og Verslunarbankans á föstudaginn en þær leiddu ekki th neins og þar kom ek{d fram neitt tilboð frá okkur.“ -hlh Alvarleg líkamsárás: Þurfti að sauma þrjátíu spor í andlit mannsins Maður á fertugsaldri slasaöist al- varlega og tvennt varð einnig fyrir meiðslum á Rauða ljóninu aðfaranótt laugardagsins eftir alvarleg átök. Lögreglan telur að hér hafi verið um mjög slæma hkamsárás að ræöa og muna menn reyndir vart eftir öðru eins, svo iha var maöurinn útleikinn. Um nóttina hafði maður, sem hafði áöur verið í vinnu hjá þeim sem síð- an var ráöist á, verið að angra fólk á staðnum og kom upp nokkur ágreiningur. Þegar út var komið fékk hann annan í hð með sér og báru þeir sig að á mjög storkandi hátt og höfðu í hótunum. Var síðan ráðist á manninn og hann barinn mjög iha. Hann kinnbeins- og nefbrotnaði og leit mjög illa út eftir hina fólskulegu árás. Þurfti að sauma rösklega þijá- tíu spor í andht mannsins eftir árás- ina. Kona mannsins fékk skurð á auga- brún og þriöji aðihnn, sem var með þeim í fór, hlaut einnig mörg högg á líkamann. Árásaraðih var handtekinn strax eftir atburðinn og færður í fanga- geymslur. Lögreglan hefur málið til frekari rannsóknar. -ÓTT Hann fæddist á réttum tíma - segir Gunnhildur Stefánsdóttir um fyrsta bam ársins „Hann fæddist alveg á réttum tíma miðað við það sem gert hafði verið ráð fyrir. Það var búið að segja mér að ég ætti að fæða þann 1. janúar og það stóðst því alveg. Mér skilst að aðeins þrjú prósent af öhum fæðing- um standist alveg á tíma miðað viö skoðun í sónar. Fæöingin gekk mjög vel,“ sagði Gunnhildur Stefánsdóttir, móðir fyrsta bamsins sem fæddist á landinu á þessu ári. „Ég missti nokkuð af legvatni um hálfellefuleytið á gamlárskvöld og fór þá á fæðingardeildina. Mér var þá sagt að ég mætti fara heim ef ég vildi. En um hálftólfleytið var svo allt komið af stað og strákurinn fæddist klukkan kortér fyrir tvö á nýársnótt. Þetta gekk miklu betur en þegar ég fæddi hinn son minn sem er tólf ára,“ sagði Gunnhildur. Hún var mjög hress er DV heim- sótti hana þar sem hún lá á fæðingar- deild Landspítalans í gær. Nýfæddur sonur hennar lá við hliö hennar og var hann við fæðingu 16 merkur að þyngd og 51,5 sentímetrar að lengd. Gunnhildur hefur ekki ákveðið hvað sá stutti á að heita. Faðir drengsins heitir Böðvar Frið- riksson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.