Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
Tilboð
FLORIDA
Verð frá kr.
pr. mann
FLUG OG GISTING í
NÆTUR.
*
10
* Hjón + 2 börn, 2-12 ára.
Helgarferðir
LONDON
Verð frá kr.
FLUG OG GISTING í 3
NÆTUR M/MORGUN-
VERÐI
*
GLASGOW
24.15«,-*
FLUG OG GISTING í 3
NÆTUR M/MORGUN-
VERÐI
LUXEMBOURG
"" 23.781,-*
FLUG OG GISTING í 3
NÆTUR M/MORGUN-
VERÐI
FFANKFURT
“*“ 26.904,-*
FLUG OG GISTING í 3
NÆTUR M/MORGUN-
VERÐI
STOKKHÓLMUR
"*“ 28.059,-*
FLUG OG GISTING í 3
NÆTUR M/MORGUN-
VERÐI
* Verð pr. mann,
2 i herbergi.
Verð miðað við gengi
27.12. ’89
HALLVEIGARSTÍG
SÍMI 2 83 88
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu fólagi
Utlönd
Gleði og hryggð einkenna
nýársfagnað í Austur-Evrópu
í áramótaávarpi sínu hét Iliescu
forseti því að forystumenn bráða-
birgðastjórnarinnar í landinu
myndu ýta undir lýðræði og vinna
að fjölflokkakerfi fyrir kosningarnar
sem áætlaðar eru í apríl. Stjórnar-
andstaðan í Rúmeníu undirbýr sig
nú undir fyrstu kosningarnar í fjóra
áratugi þar sem hún fær að taka
þátt. í fyrsta sinn síðan kommúnistar
komust til valda í kjölfar síðari
heimsstyrjaldarinnar eru áætlaðar
íjölflokkakosningar í Búlgaríu,
Tékkóslóvakíu, A-Þýskalandi, Ung-
verjalandi og Rúmeníu á þessu ári.
Yfirvöld í Póllandi héldu frjálsar
kosningar á síðasta ári.
Tékkar fögnuðu nýju ári með því
að þyrpast í þúsundatali út á götur
Prag og annarra borga. Á Wences-
las-torgi í Prag, þar sem íbúar lands-
ins komu saman til að mótmæla ein-
ræði kommúnista fyrir aðeins einum
mánuði, var nýju ári fagnað á hefð-
bundinn hátt, með dansi og söng
fram eftir nóttu. í nýársávarpi sínu
hét Vaclav Havel, nýkjörinn forseti,
þúsundum pólitískra fanga sakar-
uppgjöf. Tugir fanga hafa þegar hlot-
ið frelsi.
í Austur-Þýskalandi féll skuggi á
áramótafagnaö um fjögur hundruð
þúsund Þjóðverja við Brandenborg-
arhhðið skömmu eftir miðnætti að-
faranótt nýársdags. Einn maður lést
og um eitt hundrað slösuðust þegar
stór sjónvarpsskermur hrundi á
mannfjöldann við hliðið. Þá skýrði
lögregla frá því að lík ungs vestur-
þýsks manns hefði fundist í Austur-
Berlín. Ekki er talið að lát hans teng-
ist slysinu við Brandenborgarhliðið.
Alls slösuðust þrjú hundruð Þjóð-
verjar á nýársfagnaði í báðum hlut-
um Berlínarborgar.
í nýársávarpi sínu hét leiðtogi
Búlgaríu, Petar Mladenov, að „Búlg-
arar myndu bragða á ávöxtum frels-
isins“ á yfirstandandi ári. „Árið 1990
munu frjálsar kosningar fara fram í
Búlgaríu," sagði Mladenov. Mlad-
enov tók við embætti af harðlínu-
manninum Todor Zhivkov síðla árs
1989 en hefur mátt sæta gagnrýni
stjórnarandstæðinga fyrir að hafa
ekki fellt úr gildi alræði kommún-
ista. Fastlega er búist við að búlg-
arska þingið samþykki að afnema
einræði flokksins í þessum mánuði.
Albanía er nú eina landið í Austur-
Evrópu sem hefur farið á mis við
umbótabylgju þá sem gengiö hefur
yfir austurhluta álfunnar. í nýársá-
varpi sínu sagði Ramiz Alia, leiðtogi
albanskra kommúnistá, að umrótið
í Austur-Evrópu myndi ekki hafa
nokkur áhrif í Albaníu.
Reuter
Austur-Evrópubúar fögnuðu nýju
ári um helgina fullir vonar en jafn-
framt hryggir í bragði vegna blóðsút-
hellinga síðustu vikna í Rúmeníu.
Nú, er áramótafagnaðurinn hefur
runnið sitt skeið á enda, horfa íbúar
austurhluta álfunnar fram á veginn,
til árs frjálsra kosninga, uppbygging-
ar efnahagslífsins og endaloka ein-
ræðiskenninga fortíðarinnar.
í Rúmeníu var of snemmt að efna
til fagnaðarhátíðar um helgina því
skömmu fyrir jólahátíðina áttu sér
stað blóðugir bardagar milli almenn-
ings og hermanna annars vegar og
öryggissveita Ceausescus, fyrrum
forseta, hins vegar. Götur Búkarest
voru að mestu auðar um áramótin
og flestir Rúmenar héldu sig innan-
dyra og minntust fórnarlamba bar-
daganna.
Rúmenskur hermaður myndar sigurmerkið. Snjókarlinn, sem sjá má að baki unga manninum, gerðu hermenn í
BÚkarest. Símamynd Reuter
Skuggi féll á nýársfagnað Þjóðverja er stór sjónvarps-
skermur féll um koll og ofan á margmenni er var að
skemmta sér við Brandenborgarhliðið aðfaranótt 1. jan-
úar. Einn maður lést. Simamynd Reuter
Talið er að um fjögur hundruð þúsund Þjóðverjar hafi
safnast saman við Brandenborgarhliðið sem skilur að
Austur- og Vestur-Berlín. Símamynd Reuter
Olía flæðir úr mannlausu skipi úti fyrir strönd Marokkó:
Hætta á vistfræðilegu stórslysi
Sérfræðingar hafa unnið að því
dag og nótt að reyna að koma í veg
fyrir að 280 kílómetra löng olíubrák,
sem er aðeins um 18 mílur frá strönd-
um Marokkó, nái til lands. Óttast
þeir að takist ekki að koma í veg fyr-
ir að olían, sem ílæddi úr íranska
olíuskipinu Kharg-5, nái til strandar
kunni að vera í aðsigi eitt versta olíu-
slys í sögunni. Sökum suðvestlægra
vinda og hafstrauma hefur olíuhrák-
in, sem nær yfir allt að eitt hundrað
fermílna stórt svæði, borist æ nær
landi. Fiskiðnaður er talinn í hættu
sem og vetrarvarpstaður marga fá-
gætra fuglategunda.
Talið er aö um sextíu þúsund tonn
af hráolíu hafi flætt úr íranska olíu-
skipinu Kharg-5 sem nú er á reki í
Atlantshafi úti fyrir strönd Marokkó.
Það er næstum tvöfalt meira magn
en flæddi úr olíuskipinu Exxon
Valdez í Prince Wilhamssundi fyrir
utan strönd Alaska í mars á síðast-
hðnu ári.
Erfitt er að henda reiður á hversu
Olíubrák færist nú æ nær strönd
Marokkó í Afriku í kjölfar þess að
mikið af olíu hefur flætt úr mann-
lausu olíuskipi sem verið hefur á
reki á Atlantshafi í þrettán daga.
alvarlegur þessi leki úr Kharg-5 kann
að vera því yfirvöld í Marokkó hafa
gefið frá sér mismunandi yfirlýsing-
ar. Hafnaryfirvöld í Casablanca segja
að olíumagnið, sem hefur flætt úr
skipinu, sé mun minna en það sem
margir hafa áður sagt, eða tæplega
þrjátíu þúsund tonn. í yfirlýsingu
innanríkisráðuneytis Marokkó sagði
að næði olíubrákin til lands væri
hætta á „vistfræðilegu stórslysi“. En
talsmaður umhveríisverndarráðu-
neytisins sagði í gær að sérfræðing-
arnir hefðu stjórn á ástandinu.
Jacques-Yves Cousteau, franski
haffræðingurinn, sagði í samtali við
franska sjónvarpsstöð að hann teldi
að aht að sjötíu þúsund tonn heföu
flætt úr sldpinu. Hann gagnrýndi
stjórnvöld í Marokkó og sagði að
fyrsta slysið hefði átt sér stað þann
19. desember, þegar eldur kom upp í
skipinu en fyrst á gamlársdag hefði
fólk veitti því einhvern gaum.
Eldur kom upp í Kharg-5, rúmlega
284 þúsund tonna ohuskipi, fyrir
þrettán dögum þar sem það var á
siglingu úti fyrir ströndum Marokkó.
Þijátíu og tveggja manna áhöfn var
um borð en hún yfirgaf skipið strax
og eldsins varð vart. Enginn
mannskaði varð. Síðan eldurinn kom
upp hefur skipið rekið um 400 mílur
mannlaust á Atlantshafi og er nú úti
fyrir strönd Safi, lítils sjávarþorp á
strönd Marokkó. Mikið magn olíu
hefur flætt úr skipinu og vegna vind-
áttar er olíubrákin nú um átján míl-
ur fyrir utan ströndina. Skipið sjálft
hefur verið dregið á haf út, allt að tvö
hundruð mílur.
Embættismenn í Marokkó sögðu í
gær að fjórtán flugvélar og sjö bátar
ynnu að því dag og nótt aö halda olíu-
brákinni frá landi eins og mögulegt
væri. Sérfræðingar reyna nú hvað
getur að leysa leysa olíuna upp með
alls kyns efnum og sápu. Yfirvöld í
Marokkó sendu frá sér neyðarbeiðni
á sunnudag og brugðust margar
þjóðir skjótt við. Frakkar eru í for-
ystu alþjóðlegs hóps sem nú vinnur
að því að varna vistfræðilegu stór-
slysi en auk þeirra leggja Spánverj-
ar, Bretar og Portúgalar hönd á plóg-
inn.
Reuter