Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Page 11
Hressingarleikfimi fyrir hresst fólk á öllum aldri
á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum.
Sólveig Valgeirsd. og Arna Kristmahnsd. íþróttakennarar.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
Svidsljós
Hjónaband:
Brúðkaupsmynd númer eitt.
Annar brúðkaupsdagurinn.
Mánaðarkort
í tækjasal og
gufubað, verð
aðeins kr. 1500.
Tryggðu þér tíma í síma 672270.
Höfum húsiðtil sýnis í dag og næstu daga.
.. Þetta var ósköp venjulegt amerískt
brúðkaup. Brúðurin grét og brúð-
guminn viknaði. Gloria og Chuck
Hellinger voru gefin saman að
viðstöddu miklu fjölmenni og lof-
uðu hvort öðru eilífum trúnaði og
ást.
Það sem var óvenjulegt við brúð-
kaupið var að brúðhjónin voru nú
gefin saman í fjórða skiptið á 26
árum.
Gloria og Chuck giftust fyrsta sinni
19. október árið 1963, þá var brúðurin
23 ára en brúðguminn 29 ára.
Þau höfðu hist í klúbbi fyrir ógift
fólk og orðið afar ástfangin, svo ást-
fangin að Chuck bað hennar á öðru
stefnumóti þeirra. Fjórum mánuðum
síðar gengu þau í hjónaband og héldu
í brúðkaupsferð til Las Vegas.
Hjónabandið entist í fimm ár en
lauk þá með skilnaði.
Þau ákváðu samt sem áður að
reyna aftur. Árið 1978, tíu árum eftir
skilnaðinn, voru þau gefin saman
öðru sinni. Það hjónaband entist í
fjögur ár.
Ari síðar ákváðu þau að ganga í
þriðja hjónabandið og entist það í tvö
ár en lauk þá með skilnaði eins og
fyrri hjónabönd.þeirra.
Nú, 26 árum eftir að þau voru fyrst
gefin saman í heilagt hjónaband,
ákváðu þau að gera enn eina tilraun.
„Við vorum bara krakkar þegar við
giftum okkur í fyrsta sinnið,“ segir
Chuck. „Ég var eigingjam og hugsaði
fyrst og fremst um sjálfan mig.
„Það sem fór fyrst og fremst með
fyrsta hjónaband okkar var hversu
mikið Chuck vann svo og að hann
vildi aldrei ræða þau vandamál sem
komu upp í hjónabandinu. Þaö tók
þó út yfir allt þegar sonur okkar var
fæddur og hann hafði aldrei tíma
fyrir hann,“ segir Gloria.
Chuck tekur undir orð konu sinnar
og segist hafa verið ahnn upp á
bóndabæ og þar hafi hann lært að
vinna mikið enda hafi þessi vinnuár-
átta orðið til þess að fyrsta hjóna-
bandi þeirra lauk með skilnaði.
En Chuck hélt sambandi við fyrr-
um eiginkonu sína og son og sá til
þess að hún fengi mánaðarlegan
framfærslueyri. Þaö varð til þess aö
Gloriu fannst hann alveg ómótstæði-
Þriðji brúðkaupsdagurinn.
INNGANGUR
legur og féllst á að hitta hann aftur.
Stefnumótið leiddi svo til þess að þau
ákváðu aö reyna öðm sinni. Hjóna-
bandið gekk ekki sem skyldi. Chuck
vann eins og þræll og haföi htinn
tíma til að sinna fjölskyldunni. Þá
vildi Gloria skilnað á nýjan leik.
Nokkm eftir annan skilnaðinn
fékk Gloria þær fréttir hjá lækni sín-
um að möguleiki væri á að hún gengi
með krabbamein, sem síðar reyndist
þó rangt.
Hún hringdi umsvifalaust í Chuck
og þau ákváðu að giftast í þriðja
skiptið. En vinnuárátta Chuck hafði
ekki minnkað með árunum og Gloria
ákvað því að skilja við hann.
Sonur þeirra hjóna óx úr grasi og
flutti frá móður sinni, Gloria var orð-
in ein í kotinu. „Þá varð mér Ijóst
að það vantaði eitthvað í líf mitt og
mér fannst því ekki úr vegi að við
Chuck giftumst í fjórða skiptið. Hann
var mér sammála. Þetta er hins veg-
ar í síðasta skiptið sem við göngum
saman upp að altarinu. Við vorum
ffá upphafi ætluð hvort öðru, við
vomm bara svohtið lengi að átta
okkur á því,“ segir frú Helhnger að
lokum. Og loks gift í fjórða skiptið.
góð búningsaðstaða fylgir öllum sölunum svo og
gufuböð. Jafnframt gefst tækifæri til að stunda upphitun, leik-
fimi og þrekæfingar með lóðum ogtækjum í sérstökum æfinga-
sal án nokkurs aukakostnaðar. Á staðnum er líka aðstaða til
að spila, tefla, fara í borðtennis eða biliarð eftir æfingatíma.
Hvað passar þér?
Við höfum salina.
Þitt er valið!
* Fótbolti
+ Handbolti
+ Körfubolti
+ Blak
+ Badminton
+ Skallatennis
+ Leikfimi
+ Gufuböð
* Lyftingar ísérstök-
um tækjasal
+ Eða búið til þína
eigin íþróttagrein.
Það tekst í fjórðu tilraun