Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Síða 26
26 ÞítlÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990. Lambada meö stæl Þessi skemmtilega mynd var tekin fyrir af unglingakeppni sem haldin var f nýjasta tískudansinum, lambada. Keppnin, sem haldin var á veg- um Dansskóla Auðar Haralds, þótti takast vel og þessi sérstæði dans, sem dansaöur er meira og minna í návígi, fellur unga fólkinu greinilega vel i geð. Keppt var i tveimur flokkum og sigraði parið á myndinni i öörum þeirra. DV-mynd GVA Sviðsljós Börnin í Ásgarðsskóla í Kjós söfnuðu fyrir píanói með fallegum jólasöng. Draumur um píanó rætist Hvað skal gera ef píanó vantar og mikið liggur við? Jú, ráðið er að halda fjöruga söngskemmtun og selja kaífi og kökur. Þetta vissu bömin í Ásgarðsskóla í Kjós, tóniistarkenn- arinn og skólayfirvöld. Æfingar hóf- ust þvi af fullum krafti og skemmt- unin var haldin skömmu fyrir jól. Húsfyllir var í Félagsgarði í Kjós og kunnu menn vel að meta söng skólabarnanna. Að auki komu góðir grannar, Mosfellskórinn, þar sem popparinn góðkunni, Bjami Arason, söng einsöng. Hnallþórur vænar, brauðtertur og kaffi vom síðan punkturinn yfir i-ið. Allt þetta varð til þess að draumur- inn um píanóið ætti að rætast áður en langur tími líður. Strákarnir í skólanum létu sitt ekki eftir liggja. Eftir að söng lauk létu þeir nokkra létta brandara fjúka. Ólyginn sagði... Billy Idol - poppstjarnan fræga - lenti ný- lega á spítala eftir að ráðist var á hann á götu í London og hann stunginn með hnífi. Að því er virtist kom að honum aðdáandi sem bað um eiginhandaráritun. Hann dró síðan upp hníf og náði að stinga Idol í fótinn áður en hann var stöðvaður. Idol vildi helst ekki að þessi atburður kvis- aðist út því hann telur að at- burður sem þessi örvi aðra bijá- læðinga til að gera atlögu að frægu fólki. En ekki tókst það þótt hann harðneiti sjálfur að tjá sig um málið. Zsa Zsa Gabor er söm við sig. Nú er verið að undirbúa kvikmynd um ævi eins frægasta kvennagulls sem uppi hefur verið á þessari öld, Porfirio Rubirosa, er lést í bílslysi 1965. Gabor var ein af mörgum frægum konum sem hann hélt við og það aftraði henni ekki frá því að halda við kvennagullið að hún var á þeim tíma gift leikaranum Ge- orge Sanders. Ungar leikkonur munu leika þekktar konur á borð við Gabor, Barböra Hutton og Evitu Peron sem allar vora í ást- arsambandi við kvennagullið. Zsa Zsa er ekki ánægð með þessa tilhögun. Hún vill leika sjálfa sig og segir að engin leikkona í heim- inum sé nógu falleg til að leika hana. Frank Sinatra kom við á bar einum í Los Ange- les og pantaði Gibson en það er drykkur sem inniheldur aðallega vodka en laukur er látinn út í í stað bers. Barþjónninn, sem var hinn hróðugasti yfir því að vita hvaða kokkteill Gibson væri, spurði Sinatra hvort hann vildi auka lauk út í glasið. Sinatra svaraði snúðugt: „Drengur, þetta er drykkur, ekki salat.“ Ekki sat þó reiðin lengi í stórsöngvaran- um því hann borgaði drykkinn með hundrað dollara seðli og sagöi þjóninum að eiga afgang- inn. Gömlu menn- ímiryngjaupp Gömlu Hollywood-stjömumar Gene Kelly og Milton Berle taka ör- ugglega undir þá fullyrðingu að mað- ur sé aldrei of gamall til að verða ástfanginn. Öldungamir tveir, Kelly sem er 77 ára og Berle sem er 81 árs, era báðir búnir að finna sér lífs- fóranaut 1 „síðasta" skiptið. Gene Kelly hitti sína tilvonandi Patricia Ward, sem er 27 ára, þegar honum var fengin aðstoð við að skrifa endurminningar sínar. í dyr- unum birtist þessi fallega stúlka og sagðist eiga að vera honum til aðstoð- ar. Ward var ekki lengur aðeins gest- ur í húsinu og eftir skamma viðkynn- ingu flutti hún til hans. Kelly á tvö böm frá fyrra hjóna- bandi og era þau ekki beint ánægð með þetta upphlaup í gamla mannin- um. Hann aftur á móti er ákveðinn í að giftast stúlkunni og segir að eng- inn hafi hjálpaö sér eins mikið og hún, ekki bara við skriftir, heldur þegar hann veiktist snögglega fyrir stuttu síðan. Gene Kelly á að baki tvö hjóna- bönd, annað með leikkonunni Betsy Blair sem endaði með skilnaði 1957 og síðast með æskuunnustu sinni, Jeanne, sem er móðir bama hans. Ekki er alveg jafnmikill aldurs- munur á Milton Berle og hinni 47 ára gömlu Raquel Rael. Berle missti eig- inkonu sína í apríl en þau höfðu ver- ið gift í þijátíu og sex ár. Vinir hans segja að Rael sé það besta sem gat hent gamla manninn. Lífsviljinn hvarf þegar eiginkonan dó en glamp- inn er kominn aftur og sá gamli hef- ur ekki verið ræðnari í lengri tíma. Raquel Rael, sem er mikill dýravinur og hefur starfað fyrir dýraverndun- arsamtök, er einnig einkaritari Doris Day. Gene Kelly ásamt rithöfundinum Patrlcia Ward, sem er 50 árum yngri en hann. Þaó kemur samt ekki í veg fyrir aó brúðkaup á þessu ári. Milton Berle ásamt Raquel Rael sem er 34 árum yngri en hann. Ekki hefur enn verið minnst á brúökaup en mikill vinskapur er á milli þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.