Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990.
Fréttir
Ný reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs:
Dæmi um 1400
prósenta hækkun
í nýrri reglugerð nr. 644 frá 1989
er að finna nýja gjaldskrá fyrir marg-
víslega þjónustu á vegum hins opin-
bera. Flestir liðimir hækka um tugi
eða hundruö prósenta og dæmi
finnast um 1400% hækkanir fyrir
skráningu hlutafélaga og einstakl-
ingsfirma.
Þessi reglugerð er gefin út árlega
og er hefð fyrir því að ný reglugerð
taki gildi 1. janúar ár hvert. Undan-
tekning var gerð á þessu 1988 vegna
laga um verðstöðvun. Þvi hafa flest
gjöld í reglugerðinni staðið í stað um
tveggja ára skeið.
Reglugerð þessi tekur til gjalda fyr-
ir hvers kyns skírteini, leyfi og vott-
orð og skráningu sem fjöldi aðila
sækir til hins opinbera á degi hveij-
um. Má nefna sem dæmi hvers kyns
atvinnuskírteini, vegabréf, ökuskír-
teini, skilnaðarleyfi, borgaralegar
hjónavígslur, sakavottorð, verslun-
arbréf, leyfisbréf, skemmtanaleyfi,
og atvinnuleyfi hvers konar.
„Hér er annars vegar um að ræða
að hækka gjaldskrá þessa til sam-
ræmis við verðþróun þeirra tveggja
ára sem liðiö hafa, og hins vegar inn-
býrðis leiðréttingar til samræmis viö
almennt verðmætamat," sagöi Ólaf-
ur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra í samtali við DV.
Hann sagði að auknar tekjur ríkis-
sjóðs af þessari hækkun væri um 200
milljónir samkvæmt ákvæðum íjár-
laga og taldi meðaltalshækkun vera
í kringum 60%. Hann að áhrif til
aukinnar verðbólgu vegna þessarar
breytingar væru engin.
„Menn hafa verið að stofna hér eins
konar gervihlutafélög einkum til
skattalegrar hagræðingar. Það þótti
rétt að stemma stigu við því,“ sagði
Ólafur um þá breytingu sem varð á
skráningu hlutafélaga sem hækkaði
um 1400%.
-Pá
Firmaskráning hækkar um 1400%:
Verslunarleyfi
hækka margfalt
Frá og með áramótum kostar leyf-
isbréf til smásölu 50.000 krónur en
kostaði 16.900 krónur áður. Hækkun-
in er 195%. Leyfisbréf til umboðssölu
hækkar úr 35.100 í 50.000 eða um 58%
og leyfi til verðbréfamiðlunar hækk-
ar úr 35.100 í 100.000 eða um 184%.
Verð á leyfisbréfum til heildsölu
stendur í stað og kostar áfram 70.200
krónur. Leyfisbréf til lausaverslunar
hækkar úr 14.300 krónum í 50.000 eða
um 149%.
Endumýjun verslunarleyfis,
hverju nafni sem það nefnist kostar
nú 20.000 krónur en kostaöi 1.500
krónur áöur. Hækkunin nemur tæp-
um 1300%. Öll verslunarleyfi þarf að
endumýja á 5 ára fresti.
Mest er þó hækkunin fyrir firma-
skráningu eða um 1400%. Að skrá
hlutafélag kostar nú 100.000 krónur
en kostaði 6.800 krónur áður.
Skráning eins manns firma kostar
nú 40.000 krónur en kostaði 2.700
krónur áður. Þar er hækkunin svip-
uð eða rúm 1400%.
Skráning samvinnufélags kostar
nú 50.000 krónur en kostaði áður
6.800 og nemur hækkunin um 635%.
Hótelleyfi, veitingahúsaleyfi og
leyfi fyrir skemmtistað kostar nú
50.000 krónur en kostaði áður 19.500
krónur. Hækkunin nemur 156%.
Leyfi til að selja gistingu á einka-
heimilum og gistiskálum, þar með
taldar svokallaðar bændagistingar,
hækkar úr 6.800 krónum í 15.000
krónur eða um 120%. Endumýjun
leyfa hækkar úr 1.500 krónum í 2.500
eða um 66%. Leyfin eru veitt til árs
í byrjun en þarf að endurnýja á 3 ára
fresti.
Leyfi fyrir vínveitingastað til eins
árs eða skemur hækkar úr 18.200
krónum í 30.000 krónur eða um 64%.
Almennt skemmtanaleyfi fyrir veit-
ingastað til eins árs eða skemur
hækkar úr 50.000 krónum í 100.000
krónur eða um 100%. Slík leyfi em
greidd til eins árs í senn. Verði eig-
endaskipti á skemmti- eða veitinga-
staö þarf að greiða nýtt leyfi.
Leyfi til tækifærisveitinga, sem
veitt er til eins kvölds í senn, hækkar
úr 1.500 krónur í 2.500 eða um 66%.
-Pá
Mánaðargömul verslun i Reykjavík. Leyfi til verslunarreksturs hækkaði um
195% um áramótin. Skráning hlutafélags hækkaði um rösk 1400%, úr 6.800
krónum í 100.000 krónur.
DV-mynd KAE
I>V
Itfalt dýrari
Gjald sem endurskoöendur
þurfa að greiða hinu opinbera
fyrir löggildingu starfs síns
hækkaði rúmega tífalt um ára-
mót samkvæmt reglugerð um
aukatekjur ríkissjóðs.
Nú kostar 50.000 krónur að lög-
gilda endurskoðanda en kostaöi
4.600 krónur áður. Hækkunin er
rúmlega tífóld eða meira en
1000%. Þetta gildir einnig um lög-
gildingu skjalaþýðenda og dóm-
túlka.
Löggilding manns um óákveð-
inn tíma kostar nú 2.500 krónur
en kostaði 1.000 krónur áður.
Hækkunin er um 150%.
önnur atvinnuleyfi hækka
Leyfi til málflutnings fyrir
Hæstarétti hækkar úr 14.300
krónum í 75.000 krónur eða 424%.
Leyfi til málflutnings fyrir hér-
aðsdómi hækkar úr 4.000 krónum
í 50.000 krónur eða um 1150%.
Leyfi til að stunda almennar
lækningar hækkar úr 4.000 krón-
um í 50.000 krónur eða um 1150%.
Leyfi til sérlækninga hækkar úr
14.300 krónum i 75.000 krónur eða
um 424%.
Almennt tannlækningaleyfi
hækkar úr 4.000 krónum í 50.000
eða um 1150% og sérfræðileyfi
ur 14.300 krónum í 75.000 krónur.
Almennt leyfi til fasteignasölu
hækkar úr 31.200 krónum í
100.000 krónur.
Hjónavígsiur 280% dýrari
Gjald fyrir borgaralegar hjóna-
vígslur var hækkað um rösk
280% um áramót samkvæmt
reglugerð sem gildi tók 1. janúar
1990.
Nú kostar 2.300 krónur að láta
pússa sig saman hjá fógeta en
kostaði áður 600 krónur. Skrán-
ing kaupmála milli hjóna sem oft
er gerð í kjölfar hjónavígslukost-
ar nú 2.500 krónur en kostaði
áöur 900 krónur. Hækkunin er
hér 177%.
Sakavottorö kostar nú 400
krónur en kostaði 200 krónur
áður. Hækkunin er rúm 200%.
Fyrir veðbókarvottorð þarf nú að
greiða 500 krónur en kostaði 200
krónur áður og hefur hækkað um
150%. Lögskráning skipshafna
hefur hækkaö um 100% ogkostar
nú 100 krónur á mann en kostaði
50krónuráður. -Pá
Keyptu sín eigin lán
Bankaránið í Verslunarbankanum
er ennþá aöalumræðuefnið manna
á meðal. Þykir það mikiö afrek að
leggja fram fimm milljónir í hlut-
afé, borga ekki nema þijár og geta
síðan stofnað til skulda í einum og
sama bankanum fyrir næstum
heilan milljarð króna. Rekstur af
þessu tagi slær öllu öðru út og er
þó ekki leiðum bankaránum að
líKjast, því mörg eru þau lánin og
mörg eru þau ránin sem snjallir
viðskiptajöfrar hafa staðið að á
undanfómum árum.
Gaman er að sjá hvað ráðherrar
og bankastjórar eru ánægðir með
þetta nýjasta bankarán. Ríkis-
stjómin hefur ólm vfljað ganga í
ábyrgð fyrir frekari lántökum eins
og Dagfari hefur áður skýrt frá og
í rauninni var ríkissljómin búin
að fallast á ríkisábyrgö þegar hún
uppgötvaði að setja þyrfti bráða-
birgðalög til þeirrar ábyrgðar. Það
hefði auövitað fariö vel á því að
bankarániö í Verslunarbankanum
hefði veriö verðlaunaö með ríkis-
ábyrgð, þannig að þeir á Stöð tvö,
sem taka áhættu með sjónvarps-
rekstrinum, hefðu getað fengiö al-
mannafé til að standa á bak við
áhættu sína.
Sem betur fer vom það fleiri en
ráðherramir sem vildu styðja viö
bakið á einkaframtakinu með því
að fóma almannafé í þann góða
málstað. Bankastjórar Verslunar-
bankans fundu nefnilega upp það
snjallræði aö stofna eignarhalds-
félag til að kaupa sín eigin lán!
Bankinn losaði sig sem sagt við
skuldimar með því að stofna sérs-
takt félag sem yfirtók skuldimar.
Bankinn keypti sín eigin lán og
þurkaði þar með í burtu skuldim-
ar, sem bankaræningjamir höfðu
slegið í bankanum. Undarlegt að
bankamönnum skuli ekki hafa
dottið þetta fyrr í hug, þegar van-
skilamenn- í biðstofunum era aö
angra bankastjóra með framhalds-
víxlum eða skuldbreytingum eða
jafnvel greiðslum. Hvaða ástaeða
er.til að eyða tíma sínum í rukkan-
ir og fjámámsaðgerðir þegar til er
jafn einfalt ráð eins og stofnun
eignarhaldsfélags sem einfaldlega
tekur yfir skuldimar og sker þann-
ig niður skuldarana úr snörunni.
Hvað tii dæmis með fiskeldið, loð-
dýrabúin eða frystihúsin, sem öll
era sögð skulda milljónir og millj-
ónatugi, sem þó er ekki nema smá-
ræði miðað við skuldir Stöðvar tvö?
Af hveiju hafa bankamir og ríkis-
stjómin ekki boðist til að stofna
eignarhaldsfélög um þessar skuldir
og sléttað þær út? En þá er þess að
geta að sjávarútvegur og fram-
leiðsluatvinnuvegir era ekki nánd-
ar nærri eins merkilegir og sjón-
varpsrekstur og atvinnurekendur
úti í bæ eru ennþá sníkjudýr á kerf-
inu, iöjulausir kerfisþrælar og
áhyggjulausir bírókratar, eins og
markaðsmaöur ársins hefur orðað
það svo hnyttilega. Slíkir menn
eiga það ekki skilið að fá ríkis-
ábyrgð né heldur að bankamir
kaupi skuldirnar af sjálfum sér.
Það er ekki sama hver rænir.
Til viðbótar Verslunarbankanum
og ríkisstjóminni, sem gleðjast yfir
þessu bankaráni og gera allt sitt til
að halda vemdarhendi sinni yfir
bankaræningjunum, hefur svo
Reykjavíkurborg einnig hlaupið
undir bagga. Borgin býðst til aö
kaupa Vatnsendaland fyrir tvö
hundrað milljónir og leggja þannig
í púkkið handa sjónvartfsstöðinni
sem hefur lagt Vatnsendalandið í
pant. Nú er það að vísu að skilja á
eiganda þessa lands að það standi
alls ekki til að selja landið og auk
þess er landeigandinn víðs fjarri
því að eiga hlut í Stöð tvö. En hann
hefur greinilega gert það í greiða-
skyni við bankaræningjana aö
setja landið sitt að veði, því hvað
gera menn ekki við bankastofnan-
ir, almannafé eða sínar eigin land-
areignir þegar bankaræningjar eru
annars vegar? Það er ekki sama
hver rænir.
Þannig hefur hið fullkomna
bankarán orðið til þess að ráð-
herrar halda ekki vatni og vilja
fyrir hvem mun leggja almannafé
í áhættima hjá mönnunum sem
ekki vilja vera sníkjudýr á ríkinu.
Þannig hefur Verslunarbankinn
keypt sín eigin lán til að losa ræn-
ingjana undan skuldunum og
þannig hafa menn úti í bæ lagt
hausinn að veði til að Reykjavíkur-
borg geti gert tilboð í jarðir sem
ekki eru til sölu. Svo segja -menn
að markaösmaður ársins beri ekki
titilinn með rentu!
Dagfari
4 l