Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Síða 7
ftMMTUÐAGUk 4. JÁNÚAR 1990. dv Sandkom Ljóskom ÍTímat)uni29. desemberst-pr Frá stranrli Þðr- imnarSveins- dótturVRi Skerjallrði. Þaö eralltgottog blessaðcnmoð fréttinnier . hinsvegar myndsemtekin varástrandstað kvöldið áður. Eflir að hafa skoðaö rayndina voru raenn á þeirri skoðun að þama væri tvímælalaust komin fréttamynd ársins. Reyndar segir í myndatexta að skilyrði til mynda- töku hafi verið erfiö en sjá megi ljós- in á Þórunni þar sem hún sé strönduð á Lönguskerjum. Meö jákvæðu hug- arfari og góðum, reyndar mjög góð- ura, vjjja má sjálfsagt sjá eitthvaö út úr myndinni en efhún er skoðuð eins og hver önnur mynd er ekki um ann- að að ræða en nokkra hvíta dfla á kolbikasvörtumfleti. Basta. Tfl nán- ari útskýringar á þessum dflum er myndatexti. Þar segir að Hafnaríjörð- ursjáistíbaksýn!! Til jarðar Fyrst viðerum aö talaum ; Hafnaröorðcr ekki úrvegi að •segja frá Hafn- arljaröar- brandarasem Sandkornsrit- ari heyrði milli jólaognýárs. Þannig var að tveggja sæta flugvél hrapaðí til jarðar í kirkjugarðinum i Hafnarfirði. Mikiðbjörgunarlið var sent á vettvang og þegar síðast frétt- ist höfðu 20 lik ftmdist - í misgóðu ásigkotnulagi. Sk 9 * * » til Keflavíkur Eitthvaðhljóta þeiraögefaí semkeyrafrá GarðiogSand- gerðitilKefla- víkur/rilaðia ökumenntilað léttafætiaf pinnanum liata hraðaviðvör- unarljós verið sett upp við akbraut- ina inn í Keflavík. Ljósabúnaöur þessi er gæddur þeim hæfileika aö blikka á þá sem aka hraðar en á 50 kflómetrahraðainní Keflavík. Segja kunnugir að lj ósið muni blikka ótt og títt í fyrstu vegna mikfls hraöakst- urs á þessari leið en vonast síðar tii að menn aki inn í Keflavíkurbæ í hægðum sínum eins og sagt er. Seinheppni Þeir sem vinna hjátrygginga- félögunum hevraoftafls kynssögurum óhöppsem leitt hafatfltiónsaf einueðaöðru tæi. Viðrann- sóknámálum, tar sem grunur leikur á trygginga- svikum, verða oft hinar kostulegustu uppákomur. Þannig var V olvo einu sinni stoflð frá herra Jensen í bæ ein- um í Danmörku. Hann tilkynnti stuldinn náttúrléga til lögreglunnar og tryggingafélagsins sem segir hon- um að bætur yrðu greiddar út eftir fjórar vikur. Jensen hlakkaði mjðg til að fá ávisun upp á hálfa mifljón senda heim. En viku eftir að biliinn hvarf fannJensenbílinn sinn fyrir tilviljun á bflastæði annars staðar í bænum. Það þótti honum afskaplega ergilegt og nú voru góð ráð dýr. Hann ákvað að fá bílinn gey mdan í hlöðu bróður síns á bæ í nágrenninu á racðan hann ætlaöi að finna örugga aðferð til að láta bílinn hverfa. Það liðu heil þrjú ár án þess að Jensen gerði nokkuð í málinu. Hann fékk - ávísunina góðu ogkeypti sér nýjan bfl. Hlaðabróðurins líggur ekki langt frá þjóðvegí og dag einn vildi svo til að tengivagn losnaði frá flutningabö á leiö upp brekku þar hjá. Rann tengi- vagninn á ofsahraöa inn í hlööuna. Lögreglan mætti á staðinn og fann ekki annaö en leifarnar af Volvonum sem var nú ekki nema þúsund króna virði. Síðastþegarfréttistaf Jensen varhann að semja um afborganir af hálfu milljóninni viö tryggingafélagið ogsektinni. Umsjón: Haukur l_ Hauksson Fréttir w Óvissa um framkvæmdir við Þjóðleikhúsið tefur verktaka: I lausu lofti hvað á að gera og hvenær - útilokað að gera ákveðinn verksamning, segir framkvæmdastióri Verktakasambandsins „Eins og þetta lítur út í dag virðist mér útilokaö að gera einhvern ákveðinn verksamning varðandi framkvæmdirnar á Þjóðleikhúsinu. Verksamningur er skilgreining á ákveðnu verki á ákveðnum tíma en þarna er um það að ræða að það er allt í lausu lofti um hve langan tíma verkið á að taka og hvað á að gera,“ sagði Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Verktakasambands íslands, en á þessu ári er fyrirhugað að hefja framkvæmdir við viðgerð á Þjóðleikhúsinu. Pálmi sagði að ljóst væri að við- gerðin á Þjóðleikhúsinu væri með stærri verkefnum sem verktökum byðist og því spennandi sem slíkt. Það torveldaði hins vegar að gera tfl- boð í verkið aö það væri svo illa skil- greint. Þeir verktakar sem hefðu hug á að bjóða í verkið geta ekki gengið að neinu vísu varðandi tíma, kostnað og umfang. „Ég held að það sé brýnt fyrir alla aðila, ekki síst Alþingi, aö það liggi fyrir áætlun um hvað eigi að vinna í húsinu og hvernig eigi að standa að því. Það er opinn víxill sem hefur verið skrifað upp á þarna með vinnu- brögðunum hingað til,“ sagði Pálmi. Hann sagði að þarna virtist vera um ákaflega ómarkvissa ákvarðanatöku að ræða og það hefði þurft að hggja fyrir hvort fjárveitingavaldið væri að fara út í viðgerðarverkefni eða hvort verið væri að fara út í meiri háttar verk. -SMJ Páll Stefánsson, auglýsingastjóri DV, afhendir hér Guömundi Matthíassyni fyrstu verðlaun í jólagetraun DV, Sony myndbandstökuvél frá Japis að verðmæti 84.900 krónur. Guðmundur var meðal rúmlega fjögur þúsund þátttakenda i jólagetraun DV en alls var dregið um 36 vinninga. DV-mynd KAE 210 milljónir í höfnina í Sandgerði Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Ákveðið hefur verið að dýpka Sandgerðishöfn fyrir 210 milljónir króna, að verðgildi krónunnar í júlí- mánuði, á næstu þremur árum,“ sagði Stefán Jón Bjarnason, sveitar- stjóri Miðneshrepps, í samtali við DV. „Hreppurinn mun greiða 10% af heildarfjárhæðinni eða 21 milljón. Hafnarnefnd staðfestir þá hugmynd að hlutur hafnarsjóðs verði greiddur allur á þessu ári og samþykkir að leggja fram á árinu 1990 framlag heimaaðila.“ Þótt framkvæmdir hefjist í sumar verður aðalframkvæmdaárið 1991, að því er Stefán upplýsti. Hann sagði einnig að þessi ákvörðun mundi draga úr ýmsum öðrum fram- kvæmdum hjá sveitarfélaginu. „Tími er til þess kominn að bæta hafnaraðstöðuna. Seinustu árin hafa skipin stækkað og það er ekki lengur hægt að bjóða upp á að láta skip bíöa úti fyrir í allt að sex klukkustund- ir,“ sagði Stefán ennfremur. Tími kominn til að bæta hafnaraðstööuna í Sandgerði. Þar eru oft þrengsli i höfninni eins og þessi DV-mynd sýnir vel. Pálmi Kristinsson: Embætti húsameistara er tíma- skekkja „Það er engum blöðum um það að fletta að teiknistofur við embætti húsameistara ríkisins og reyndar einnig við tæknideild Húsnæöis- stofnunar eru alvarleg tímaskekkja - það er engin spuming. Það er ein- faldlega vegna þess að þegar þessar stofnanir voru settar á legg á sínum tíma voru ekki fyrirtæki á vegum einstakhnga né annarra til annast þessa þjónustu. Nú er hins vegar fjöldi fyrirtækja sem getur annast þetta,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkYæmdastjóri Verktakasam- bands íslands, þegar hann var spurð- ur álits á þeirri hönnunarþjónustu sem embætti húsameistara ríkisins innir af hendi en ljóst er að kostnað- ur embættisins við hönnun á fram- kvæmdum við Þjóðleikhúsið verður um 90 milljónir króna. „Forsendur fyrir ríkisrekstri með þessum hætti eru löngu brostnar. Þá gerir þetta það að verkum að erfitt er að koma við beinni samkeppni við hönnun. Nú til dags er í fyllsta máta óeðlilegt að standa að hlutunum með þessum hætti. Það eru fjölda margir aðilar úti í bæ sem með eðlilegum samkeppnisskilyrðum eru mun fær- ari að annast þessa hluti," sagði Pálmi. Það kom fram í máh Pálma að við- gerðarverkefnið við Þjóðleikhúsið yrði líklega til umræðu hjá Verk- takasambandinu en hann sagðist ekki vilja úttala sig Sérstaklega um hönnunarkostnað húsameistara rík- isins við Þjóðleikhúsið - sagðist ekki þekkja það verkefni nógu vel til þess. Hann sagðist þó vera þess fullviss að hann yröi lægri ef aðrir önnuðust hann. -SMJ Akranes: Rúður brotn- ar í Lands- bankanum Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi: Brotist var inn í Trésmiðj una Akur um helgina og vamingi stolið þar. Innbrotið var tilkynnt til lögreglunn- ar að morgni þriðjudags og voru að sögn ekki unnar stórvægilegar skemmdir. Ekki var tilkynnt um önnur inn- brot á Akranesi en þónokkuð var um rúðubrot. Tvær rúður voru brotnar í Landsbankanum og í heimavist fiöl- brautaskólans var brotin rúðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.