Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 9
38
XM
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, segir að hann haíi
hætt á stjórnarsht til að gera
heyrinkunnugt að ísraelar muni
aldrei taka þátt i friðarváðræðum
við Frelsissamtök Palestínu-
manna, PLO.
í viötali við ísraelska sjónvarp-
ið í gær sagöi Shamir að í krepp-
unni, sem varð vegna ásakana á
Ezer Weizman, ráðherra vísinda-
mála, um samskipti við PLO hefði
hann náð takmarki sínu. Shamir
féll frá hótun sixmi að reka Weiz-
man úr rikisstjórinni og lét hann
í staðinn hætta störfum í innri
stjóminni. Samkvæmt lögum er
ölltím ísraelum bannaö að hafa
samskipti við PLO á þeirri for-
sendu að samtökin séu hryöju-
verkasamtök.
Bandaríkin gagnrýndu í gær
notkun ísraela á skotvopnum til
að bæla niður uppreisnina á her-
teknu svæðunum en drógu j efa
ásakanir mannréttindasamtak-
amia Amnesty International um
að það væri stefna ísraela að
reyna að drepa palestínska mót-
mælendur.
Talsmaður bandaríska utanrík-
isráðuneytisins, Richard Bouc-
her, sagði að bandarísk yfirvöld
heiðu oft mótmælt vopnanotkun
ísraelska hersins. Mótmælin
yrðu einnig ítrekuð í árlegri
skýrslu Bandaríkjanna um
mannréttindi sem birt verður í
lok þessa mánaðar.
ísraelski herinn hefur .vísaö
ásökununum á bug og segir að
hermönnum sé einungis leyfilegt
að skjóta til að drepa ef þeir eru
í Mfshættu. í skýrslu Amnesty er
lýst yfir áhyggjum vegna dauða
óvopnaðra Palestínumanna.
Ut-utcr
p Bmrnmmmnmmmsmrmmanaa
iii m iii ani'fmni * mor ibwii
Utlönd
Byltingin í Rúmeníu:
Sovétmenn sagðir hafa
heitið stuðningi sínum
Svo virðist sem byltingin í Rúmen-
íu hafi ekki verið jafnfyrirvaralítil
og margir vilja vera láta. í nóvember
samþykktu Sovétríkin að styðja bylt-
ingu gegn Nicolae Ceausescu, forseta
Rúmeníu, að sögn Silviu Brucan, fé-
laga í Þjóðfrelsishreyfmgunni sem
nú fer með stjóm Rúmeníu.
Brucan sagði í samtah við breska
sjónvarpsstöð í gær að þegar hann
var í heimsókn í Moskvu í nóvember
síðasthðnum hafi honum tekist að fá
háttsetta sovéska ráðamenn til að
lofa stuðningi við byltinguna. Bruc-
an lagði hins vegar áherslu á að um
hefði verið að ræða byltingu fjöldans
án nokkurrar pólitískrar leiösagnar.
Sagði hann að leiðtogar Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar hefðu ekki haldið
fyrsta fund sinn fyrr en byltingin
hefði þegar verið hafin.
Bmcan, sem var áður sendiherra
Rúmeníu í Bandaríkjunum, sagði að
Sovétmennirnir, sem hann nafn-
greindi ekki, hefðu samþykkt stuðn-
ing með miklum semingi og hefði það
verið í anda hinnar nýju stefnu
þeirra að skipta sér ekki af málum
annarra Austur-Evrópuþjóða. Bruc-
an tók fram aö hann hefði ekki hitt
Gorbatsjov Sovétforseta. Brucan gat
þess ekki í hvaða formi stuðningur
Sovétmanna hefði átt aö vera en
sagði að hann hefði verið beðinn um
að greina ekki frá þessum samskipt-
Börn á munaðarleysingjahæli í Búk-
arest. Símamynd Reuter
um sínum við Sovétmenn.
Breska sjónvarpsstöðin hafði það
eftir Brucan að nokkrir félagar Þjóð-
frelsishreyfingarinnar hefðu verið
mótfahnir aftöku Ceausescuhjón-
anna. Hann lofaði réttlátum réttar-
höldum yfir nánum samstarfsmönn-
um Ceausescu og meðlimum stjóm-
málaráðsins sem margir hverjir hafa
verið handteknir.
Spumingin um það hvort byltingin
hafi verið skipulögð fyrirfram hefur
valdið miklum deilum í Rúmeníu.
Nýr varnarmálaráðherra landsins,
Nicolae Militaru, sagði í gær að Þjóð-
frelsishreyfingin hefði verið stofnuð
leynilega sex mánuðum fyrir fall
Ceausescus.
Reuter
Konur við snjómokstur fyrir utan utanríkisráðuneytið í Búkarest þar sem
Þjóðfrelsishreyfingin, sem stýrir Rúmeniu, er til húsa. Þar má enn sjá skrið-
dreka. Símamynd Reuter
DANSS
ÁU Ð A R HA RA L D
fvrtt
DJJSS
AuÐAR H A R A L D
BARNADANSAR:
Yngst 3-5 ára.
SAMKVÆMISDANSAR:
Suður-amerískir og standarddansar, einnig gömlu dansarnir.
Einstaklings- og parahópar.
ROCK’N’ROLL:
Eldhresst 10 tíma námskeið: Barna- (yngst 10 ára), unglinga- og hjónahópar.
KENNSLUSTAÐIR:
ReYkjavík: Skeífan 17 (Ford-húsíð), Gerðuberg, Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól.
Garðabær: Garðalundur. Keflavik: Hafnargata 31. Vogar: Glaðheímar.
.!
Tökum einníg að okkur kennslu úti á landi þar sem þess er óskað.
10 tima námskeið eða eftir samkomulagi.
Innrítun fyrír alla kennslu-
staði er í simum (91) 31360
og 656522 alla þessa viku
frá kl. 13-19.
Kennsla hefst
mánudaginn 8. janúar.
LÆRÐIR KENNARAR - BETRI ÁRANGUR