Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990.
Spumingin
Hvernig fannst þér
áramótaskaup
Sjónvarpsins?
Ragnheiður Ingvadóttir: Mér fannst
það alveg ágætt, það var margt sem
var fyndið í því.
Inga Pólsdóttir: Mér fannst það
skemmtilegt.
Elín Eva Grímsdóttir: Það var mjög
gott og fyndið.
Linda Björk Pétursdóttir: Mjög gott.
Þaö var skemmtilegra en í fyrra.
Ólöf Dagfinnsdóttir: Það var gott og
mun skemmtilegra en í fyrra.
Kristín Hjartardóttir: Það var afar
skemmtilegt og fyndið.
Lesendur
Enginn bóklestur!
Tryggvi skrifar:
Erum við íslendingar bókaþjóð?
Um þetta hefur verið rætt og ritað
og jafnvel um það deilt af okkur sjálf-,
um. Þegar staðreyndin er hins vegar
sú að hér seljast bækur einungis
stuttan tíma á ári, þ.e.a.s. um jóla-
leytiö, og á ég þá viö almennar bæk-
ur til aflestrar. Þá fara að renna á
mann tvær grímur, hvort viö erum
eins mikil bókaþjóð og við viljum
sjálf vera láta.
Og þegar svo er komið að viö ís-
lendingar lesum ekki einu sinni bæk-
ur á jólum, á þeim tíma sem bækur
skipta þó mest um eigendur, þá fer
nú að íjúka í flest skjól hjá bókaþjóð-
inni.
Um þessi jól, þ.e. milli jóla og nýárs
og um áramótin,' var ég gestur í
þremur jóla- eða áramótaboðum, og
það kom mér algjörlega í opna
skjöldu að í þessum boðum var að-
eins einn sem hafði lesið einhverja
bók yfir alla hátíðisdagana! - Ég varð
þess heldur ekki var að nokkur tal-
aði um bækur að neinu marki eða
segði frá því hve margar bækur hann
hefði fengið í jólagjöf.
Fyrir nokkrum árum var þetta eitt
algengasta umræðuefnið, jólabæk-
umar og hvað menn heföu lesið yfir
jóhn. Þetta virðist vera að breytast
og það gerist afar hratt, finnst mér.
En þá er mér spurn; hvaö veldur
þessu? Er það hraðinn, tímaskortur-
inn, önnur aíþreying sem er til staö-
ar á heimilunum eða er fólk hér á
landi einfaldlega orðið fráhverft bók-
um?
Mér hefur persónulega alltaf fund-
ist við íslendingar vera lítilíjörleg
Á íslenskum bókamarkaði. - Mikið skoðað. En er minna lesið?
bókaþjóð, miðað við aðrar þjóðir, t.d.
Englendinga og Bandaríkjmenn, þar
sem bókaútgáfa virðist blómstra all-
an ársins hring. í þessum löndum sér
maður fólk iöulega vera að lesa bæk-
ur á almannafæri, t.d. í bifreiðum,
lestum, flugvélum og víðar. - Hve-
nær sér maður shkt fyrirbæri hér?
Afar sjaldan.
Ég er ekki með þessu að segja að
hér sé ekki áhugi á bókum, heldur
sýnist mér bara að fólk hér hafi eng-
an tíma til að sinna bókum eða bók-
lestri/ - Og til marks um það er að
ef jólin eru einnig aö detta úr sem
aöalbókatíminn og fólk les heldur
ekki bækur yfir þessa hátíö sem er
einna lengst hér á landi þá er ekki
lengur af neinu aö guma fyrir okkur
sem bókaþjóð eins og viö höfum
stundum talið okkur vera.
Björgunarþyrlur nauðsynlegar
Þyrla eins og þær er varnaliðið á Keflavíkurflugvelli hefur yfir að ráða. Þær
eru einnig notaðar við olíuborpalla i Norðursjó og annars staðar við svipað-
ar aðstæður.
Vestfirðingur skrifar:
Það hður varla svo mánuður hér á
landi að ekki þurfi á þyrlu að halda
við björgun fólks við einhverjar að-
stæður, ýmist á sjó eða landi. Ekki
er þó alltaf hægt að kalla á íslenskar
þyrlur sem eru að ýmsu leyti van-
búnar fyrir björgun af sjó ef um
lengri leið er að ræða. - Því verður
að reiða sig á björgunarþyrlur frá
varnarhðinu á Keílavíkurflugvehi
sem eru mun langfleygari en þær
íslensku og hafa meiri burðargetu
og eru að mörgu leyti mun betur
búnar en þær íslensku.
Það er því venjulega kallað á björg-
unarþyrlur varnarhðsins ef um
verulega hættu er að ræða, einkum
í sjávarháska, og sjómenn eru þakkl-
átir þeim mönnum sem þessar þyrlur
flyta til starfa, oft við mjög erfiö skil-
yröi. Æskilegast væri að við íslend-
ingar ætfum sjálfir svona þyrlur og
að þær þyrftu ekki að vera staösettar
á einhverjum einum stað, t.d. í
Reykjavík eða á Akureyri, heldur í
hveijum landsfjórðungi (ein í hveij-
um).
Nú legg ég til og skora á þá aðila
sem hér geta einhverju um ráðið aö
þeir láti kanna hvað þaö kostar að
kaupa eina stóra og vel búna þyrlu
sem gæti borið svo sem eina meðal-
F.K. skrifar:
Mig langar til að þakka sérstaklega
fyrir áheyrilegt ávarp forseta íslands
hinn 1. jan. sl. Þar var víða borið
niður að venju og hæfði vel á hinum
fyrsta degi ársins. Ég get þó ekki lát-
ið hjá hða að geta þess að það er
hvimleitt þegar byijun á svona
ávarpi er tæknilega gölluð eins og
fram kom hjá þeim sem hlýddu á
ávarpið í hljóðvarpi. - það rættist þó
úr von bráöar með framhald ávarps-
ins.
Forsetinn minntist m.a. á þá
stóra skipshöfn, segjum 10 manns.
Þegar búið væri að kanna kostnað-
inn, kæmu sveitarfélögin sér saman
um að leggja í þann kostnað sem
þessum kaupum fylgir og fengju eina
slíka fyrir sinn landsíjórðung.
Ég vh bæta því við að þaö er ekki
hægt að treysta því eins og nú árar
að ríkiö hafi hér frumkvæði og því
spennu og hraða sem orðinn er hér
í þjóðfélaginu og taldi að þetta hvort
tveggja gæti spillt fyrir uppeldi bama
okkar og leitt til þess að einhveiju
marki að þau gengju meira sjálfala
en góðu hófi gegndi.
Þetta veröur að taka undir og vil
ég beina því til foreldra að það er
ekkert sjálfgefið að ala börn upp á
dagheimilum þótt þau séu alls góðs
makleg fyrir fyrir þá sem af brýnni
nauösyn þurfa á þeim að halda. Þar
eru einstæöar mæður náttúrlega
framarlega. En mér finnst ekki gefið
verða sveitarfélögin aö ganga fram
fyrir skjöldu þegar búið er aö kanna
til fullnustu hvað það kostar að
kaupa svona þyrlu með nauðsynleg-
ustu varahlutum, koma yfir hana
geymsluskýli og þjálfa menn tiltæka
til að fljúga henni. - Þetta ætti að
vera forgangsverkefni í ár vítt og
breitt um landið.
að fólk, jafnvel foreldrar sem vinna
úti, þurfi á þessum stofnunum að
halda í eins ríkum mæli og nú er
krafist.
Börn sem alast alfarið upp á dag-
heimilum verða ekki söm á eftir. Það
er mín trú og vissa að fenginni
reynslu. - Það var þess vegna vel til
falhð af forsetanum að minnast sér-
staklega á þennan þátt í lífi okk'ar
hér, svo mjög sem uppeldismál og
afleiðingar uppeldis barna hafa verið
áberandi hér hjá okkur á nýhðnu ári.
Nýr áratugur:
Einkamal
hvers
og eins
Stefán Stefánsson skrifar:
Á mínum vinnustað hefur
fyrsti vinnudagurinn eftir ára-
mót að mestu farið í deilur um
það hvort nýr áratugur sé byijað-
ur eða hvort hann byrji ekki fyrr
en um næstu áramót. Menn hafa
skiptar skoöanir á máhnu og sem
betur fer voru þær til skamms
tíma ekki fieiri en tvær, þ.e. þeir
sem héldu því fram að nýr ára-
tugur byijaði 1. jan. 1990 og hinir
sem sögðu að hann byijaði 1. jan.
1991.
Ég er einn þeirra sem held því
fram statt og stööugt að nýr ára-
tugur sé hafinn, hafi byijað þegar
„núhið“ kom upp á borðið - mað-
ur fyllí tuginn með núlhnu og síð-
an byiji maður að telja upp á nýtt.
Aðrir segja, að núhiö verði að
klára fyrst, ef svo má segja, og
því megi fyrst byija aö telja, þeg-
ar talan „1“ sé á borðinu. - En
því má kannski bæta við að menn
eru að nálgast þessa röksemd
með tvenns konar viðhorfi, ann-
ars vegar þeir sem nota fiumtöl-
urnar þegar þeir telja, og svo hin-
ir sem nota raötölur í sinni rök-
semdafærslu. Ég er á því að hér
eigi að nota frumtölur eins og
venjulegast er í mæltu máh.
Hér á mínum vinnustað kom
að lokum upp málamiðlun eftir
að menn höfðu deilt hart og lengi
og sjónarmiðin virtust vera ós-
ættanleg. Málamiðlunin er sú að
nýr áratugur verði bara einka-
mál hvers og eins með þeim kost-
um og göllum sem því fylgi að
hafa valfrelsi í þeim efnum. Nýr
áratugur hlýtur þó að verða sér-
íslenskt umræðuefiú áfram eins
og annaö sem hér er rætt.
Áramótaárvarp forsetans:
Umhugsunarvert fyrir foreldra