Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Qupperneq 13
FIMMTUDÁGUR 4. JANÚAR 1990. 13 Lesendur Af afgreiðslu hjá lögreglu G.Ó. skrifar: Á Þorláksmessukvöld er mikið um að vera í miðborg Reykjavikur. Þá er mikil umferð og bílum lagt beggja vegna gatna, jafnvel uppi á gangstétt í einhverjum mæli. Á þessu kvöldi ættu nú ekki að vera hundrað í hættunni á þessu sviði, svo mjög sem fólk er hvatt til að koma í miðborgina. Þetta kvöld vorum við hjóna- kornin að kaupa síðustu gjafirnar, rétt fyrir lokun verslana. Þegar við komum aftur að bílnum okkar upp- götvaðist, að lyklarnir höíðu glat- ast og engir varalyklar höfðu fylgt með þessum bíl sem við erum ný- búin að eignast. Ég vissi strax að lyklarnir voru í ákveðinni verslun við Laugaveg- inn, mundi að ég hafði lagt þá frá mér þegar ég var að skrifa ávísun. Reyndi ég að fá lögregluna í Tryggvagötu til að hjálpa mér að finna heimasíma verslunareig- anda, en hvernig sem reynt var tókst það ekki. Á þriðja í jólum fór ég að vinna í þessu máli og ætlaði að fara í verslunina en hún var enn lokuð. - Toyotaumboðið tjáði mér að ef ég gæti tekið „cylinder" úr læsingu á bílnum gætu þeir smíðað lykil eftir númeri. Áður en því var lokið var bíllinn fjarlægður af lögregl- unni. Síðan, þegar búiö var að smiða lykil, þurfti að greiða tæpar fjögur þúsund krónur til að fá bílinn úr bílaporti lögreglunnar við Mikla- garð. Ég haföi um leið símasam- band (þann 28.12.) við aöstoðaryfir- lögregluþjón, sem mér var vísað á til að reyna að fá þessa upphæö fellda niöur, vegna þessara sér- stöku aðstæðna. - Þetta hafði þegar kostaö okkur fé og fyrirhöfn og sá ég ekki ástæðu til að ríkið þyrfti að „græða“ á óvæntum erfiðleikum fólks. Rakti ég sögu mína fyrir þessum yfirmanni lögreglunnar og sagöi að hægt væri að fá hana staðfesta hjá lögreglunni, að ég hefði til- kynnt þetta og að mikið hefði verið reynt til að bjarga málunum við samstundis. Þessum yfirmanni varð hins vegar ekki hnikað, hann var fastur fyrir og endurtók aftur og aftur að bílnum hefði verið lagt ólöglega. Ég sagði honum aö ætlunin hefði verið að geyma bíhnn þarna í hálf- tíma á Þorláksmessukvöld og það hafi verið röð af bílum þama öfug- um megin götunnar, rétt eins og okkar. Hann sýndi þessu þó engan skiining og sagði að ég hefði lagt ólöglega og ég yröi að taka afleið- ingunum. Nú hefi ég fengið lyklana úr versluninni en dettur í hug speki sem ég heyrði eitt sinn: Þeir menn sem eru blindaðir af lagabókstafn- um einum, en hafa ekki skilning á aðstæðum fólks, hvemig sem sem þær eru, eru síst fahnir til lögreglu- starfa. Verðlagseftirlitið gagnslaust: Vöruverð þegar hækkað Verðhækkun, m.a. á tækjum til heimilisnota, áberandi fyrir jólin - þrátt fyr- ir litlar sem engar gengisbreytingar? - Því heldur bréfritari a.m.k. fram. Anna Gunnarsdóttir skrifar: Það hefur talsvert borið á því í fjöl- miðlum, þegar rætt er við ráðamenn og aðra sem nú vilja gera aht til að koma efnahags- og verðlagsmálum hér í viðunandi horf, eins og það er orðað - áður en gengið verður til kjarasamninga, að almenningur er hvattur tíl að fylgjast vel með vöru- veröi og láta vita ef fólki sýnist verð hafa hækkað, og þá einkum í sam- hengi við virðisaukaskattinn sem tekinn verður upp um áramótin. Það er hins vegar hætt við því að nokkuð seint sé í rassinn gripið ef fólk á að fara fylgjast með verðlagn- ingu og verðhækkunum eftir ára- mótin. Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir kaupmenn hafa nú þeg- ar hækkað vöruverð til samræmis við það sem þeir ætla að dugi þeim eftir að virðisaukaskatturinn kemur í gang. Þeir hafa því haft fyrirhyggju í þessum málum eins og oftast áður þegar von er á að stjómvöld taki við sér tímabundið og þykist ætla að fylgjast með verðlagi. Ég hef sjálf fylgst með þessum hækkunum og sá strax fyrir jól að hverju stefndi í þessum efnum. Tók t.d. eftir að ryksugur (einn þeirra hluta sem þurfti að endurnýja hjá mér) höfðu hækkað verulega rétt fyrir jóhn og syo var um flest önnur heimihstæki. Ég varð því of sein í þeim efnum. - Engin veraleg breyt- ing hefur þó orðiö á gengisskráningu og þess vegna eru þessar verðhækk- anir eftirtektarverðar. Það er því nokkuð seint nú að biðja fólk um að fylgjast með verðbreyt- ingum hjá kaupmönnum og þjón- ustuaðilum. Þær era þegar afstaðnar og duga viðkomandi þar til niður- staða hefur fengist eftir næstu kjara- samningalotu. - Þá verður líka tekið til óspihtra málanna á nýjaleik um verðhækkanir og þá eram við enn og aftur thbúin í „næsta hring.“ Engin sorphreinsun! an við að troða í tunnur og kassa dugar það ekki til því úrgangur og umbúðir eru orðnar svo viðamiklar að ein eða tvær tunnur duga hvergi nærri tíl á þessum tíma. Svo bætti ekki úr skák að nú bar svo við að hér í Reykjavík var háv- aðarok og raslið sem ekki var vel varið ofan í tunnunum fauk út í veð- ur og vind og götumar era sumar hveijar fuhar af úrgangi, aðallega pappír og kössum, að viðbættu rusli frá flugeldum, blysum og öðru því sem við bætist á gamlárskvöld. Ég tel að svo mikilvæga þjónustu sem sorphreinsun er megi ekki feha niður þótt hátíðisdagar séu með stuttu mhhbhi. Kannski eru sorp- hreinsunarmenn í fríi þessa daga mhh jóla og nýárs, og ég get vel unnt þeim þess í sjálfu sér, en það bitnar harkalega á heimhunum og um- hverfl þeirra og borginni ahri. - Ég vona að þetta verði tekið til athugun- ar fyrir næstu jól og þótt tæpt ár sé nú þangað th er áreiðanlega ekki ráð nema í tíma sé tekið. Kona við Ásvallagötu hringdi: Um og eftir jólin er eðlhegt að sorp hlaðist upp hjá fólki. Á annan í ný- ári var fyrst farið að hreinSa sorpið hjá fólki. Þá voru tunnurnar orðnar svo fuhar að manni féllust hendur við að losa sig við það sem frá heimh- unum koma. Þótt maður hafi sig ah- „Úrgangur og umbúðir verður fyrirferðarmikið í sorptunnum eftir hátíðarn- ar.“ Dansáhttgafólk Áhugafólk um dans og dansmennt Fundur verður haldinn fimmtudaginn 4. janúar í Ris- inu, Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Mætum öll. M EN NTAMÁLARÁÐ U N EYTIÐ LAUS STAÐA Við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar staða lektors (37%) í hjúkrunarfræði. Aðal- kennslugrein er heilsugæsla. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um námsferil, ritsmíðar, vísinda- störf, kennslu og hjúkrunarstörf umsækjenda skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik, fyrir 1. febrúar 1990. Menntamálaráðuneytið, 27. desember 1989 ræktin Ánanaustum 15 — Reykjavlk — Simi 12815 KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR Byrjenda- og fram- haldsnámskeið hefjast 4. janúar. Innritun í símurn 12355 og 12815. Sölutímabil á Ferðaþristi III, sem nú er í gangi, framlengist til 1. júní 1990. K FLUGFERÐIR 7f ÞO akafur af ö*um retnum hér að ofan. Ef ura nafn kamur fram þrtmr hafur þu unntA f*rt þangað tlrfrl Raykjavkogtlbaka. Fálr þu3 ttfhfetar Mndlr&u mtðanntl FerdaÞrWtaln*, Box 4S. 8tO Hvaragarði Dragið varður um aukavtnninga mað jðfnu mH úr tnnaandum mtðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.