Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 17
FIMMTUÐAGUR 4. JANÚAR 1990. i, sem var stofnað þann 26. nóvember 1989, afhenti i gærkvöldi verðlaun fyrir síð- kylfinga ársins 1989 i karla og kvennaflokki, efnilegasta kylfinginn og þann vinsæl- rá vinstri: Sigurjón Arnarsson, GR, sem var valinn sá efnilegasti, Hannes Eyvinds- Karen Sævarsdóttir, GS, sem var útnefnd kylfingur ársins í kvennaflokki, og Úlfar karlaflokki. Lengst til hægri er síðan Gunnar Sigurðsson, formaður hins nýstofnaða ‘rðlauna. DV-mynd GS ngurinn endanlega úr f Rúmenar koma ekki íir komi í febrúar, segir Guöjón Guðmundsson hætta væri á aö Rúmenar myndu ekki koma hingað til lands vegna ástandsins í heimalandinu. Landshðiö væri að mestu skipað leikmönnum frá Steaua, hði hersins, og Dinamo, liði öryggis- sveita Ceausescus, og borin hefðu verið kennsl á leikmenn og þjálfara í hópi þeirra öryggissveitamanna sem hand- teknir hefðu verið. Þessar upplýsingar eru komnar frá Ivan Snoj, júgóslavneska handknattleiksfrömuðinum, sem löng- um hefur verið íslendingum innan handar. „Þetta eru ekki óeðlilegar vangaveltur í kjölfar þess sem gerst hefur í Rúmeníu og það er ekki hlaupið að því að ná sam- bandi þangað. Það yrðu vissulega alvar- leg tíðindi fyrir undirbúning okkar vegna heimsmeistarakeppninnar ef leik- irnir féllu niður, segja má að hann færi þá endanlega úr skorðum," sagði Guð- jón. -VS 25 íþróttir Hvalreki á flörur íslenskra tennisáhugamanna: Tennisstjarna vill koma í vor - Jan Gunnarsson kemur líklega til landsins í maí Einn af fremstu tennisleikur- um í heiminum í dag, Svíinn Jan Gunnarsson, hefur mikinn hug á að koma til íslands í vor á vegum íþróttafélags Kópavogs. Miklar líkur eru taldar á að hann geti komið um miðjan maí. Frá þessu var skýrt í Smálandsposten, út- breiddasta dagblaði Suöur-Sví- þjóðar, fyrir skömmu. „Ég komst í samband við Jan fyrir milhgöngu Lars-Áke Eng- blom, forstjóra Norræna hússins, og hann hefur tekiö mjög vel í að koma. Til stóð að hann kæmi um miðjan desember en ekkert varð af því þar sem hann sló sjálfan Boris Becker út úr opna Stokk- hólmsmótinu sem þá stóð yfir og hélt því áfram keppni,“ sagði Ein- ar Óskarsson, forvígismaður tennisdeildar ÍK, í samtali við DV í gærkvöldi. Jan Gunnarsson er 27 ára gam- all og hefur verið atvinnumaður í Vestur-Þýskalandi í tíu ár. Hann hefur oft riáð langt á stærstu mótum heims síðustu árin, sigr- aði til dæmis Tékkann Ivan Lendl á móti í Bandaríkjunum 1988 og síðan Becker á dögunum. Þá var hann í hði Svía sem lék til úrshta gegn Vestur-Þjóðveijum í Davis Cup fyrir skömmu. „Það er ekki ljóst hvort hann kæmi einn eða með sterkan mót- spilara með sér en hvort sem væri yrði gífurlegur fengur fyrir íslenska áhugamenn um tennis,“ sagði Einar Oskarsson. -VS Guðmundarnir eru báðir á batavegi - líklega báðir með gegn Tékkum um helgina Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjurtu Keflvíkingar munu mæta til leiks í nýjum búningum í 2. deild- arkeppninni i knattspymu næsta sumar. Þeir klæðast svarbláum peysum, hvítum buxum og hvit- um sokkum, og er þetta nánast sami búningur og skoska lands- liðið hefur gert frægan. Það þýðir að dómarar á leikjum þeirra geta ekki klæðst svörtu! Á árum áður lék ÍBK í svörtum peysum og til tals kom að taka þær upp á nýjan leik. I hálfan annan áratug hefur aðalbúning- ur félagsins hins vegar verið gul- ur og blár. Aðeins meistaraflokk- ur fær nýju búningana til að byrja með en séð verður til með yngri flokkana. Islenska landshðið, sem mætir Tékkum þrívegis í handknattleiks- landsleikjum hér á landi um næstu helgi, verður lítið breytt frá leikjun- um við Norðmenn á dögunum. Guð- mundur Guömundsson er farinn að æfa með liðinu á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og telja má víst að hann verði með. Þá eru horf- ur á að Guðmundur Hrafnkelsson markvörður verði orðinn góður af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann. Ennfremur hefur Jón Kristjánsson æft með liðinu og gæti komið inn í hópinn fyrir Óskar Ármannsson, sem verður frá í einar tvær vikur vegna fmgurbrots. Hins vegar verð- ur Siguröur Sveinsson fjarri góðu gamni en hann þarf að fara til Vest- ur-Þýskalands í dag vegna anna hjá félagi sínu, Dortmund. Fyrsti leikur þjóðanna verður í Digranesi í Kópavogi annað kvöld, fostudagskvöld, og hefst kl. 20. Hinir tveir fara fram í Laugardalshöllinni, kl. 16 á laugardaginn og kl. 20 á sunnudagskvöldið. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum fyrir leikina: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val Guðmundur Hrafnkelsson, FH Leifur Dagfinnssón, KR Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH Jakob Sigurðsson, Val Konráð Olavsson, KR Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Bjarki Sigurðsson, Víkingi Vaidimar Grímsson, Val Gunnar Beinteinsson, FH Héðinn Gilsson, FH Júlíus Jónasson, Asnieres Alfreð Gíslason, Bidasoa Sigurður Gunnarsson, ÍBV Jón Kristjánsson, Val Kristján Arason, Teka -VS irottamaður ársins 1989? hlýtur sæmdarheitið í hófi á Hótel Loftleiðum 1 kvöld Kristján Arason Leikmaður með íslenska landsliðinu í handknattleik og spænska úrvals- deildarfélaginu Teka. Hefur um ára- bil verið tahnn í hópi fremstu hand- knattleiksmanna í heimi, bæði sem frábær sóknar- og varnarmaður. Var í lykilhiutverki í sigri íslands í B- keppninni í Frakklandi og varð enn- fremur bikarmeistari á Spáni með Teka síðasta vor en þar er hann nú að leika sitt annað keppnistímabil. Ragnheiður Runólfsdóttir Fremsta sundkona íslands undan- farin ár og á árinu 1989 setti hún hvorki fleiri né færri en 22 íslands- met og er alls methafi í 17 greinum. í desember náði hún þeim frábæra árangri að hafna í fimmta sæti í 100 metra bringusundi í Evrópubikar- keppninni sem fram fór á Spáni. Ragnheiður keppir fyrir ÍA og var útnefnd íþróttamaður ársins af les- endum DV fyrir skömmu. Sigurður Einarsson Komst í hóp bestu spjótkastara heims á árinu og náði jöfnum og góð- um árangri. Hann hreppti brons- verðlaunin í Grand Prix-keppninni og var í kjölfarið valinn til að keppa fyrir hönd Evrópu í heimsbikar- keppninni í Barcelona. Þar varð hann í 6. sæti. Besta kast Sigurðar var í úrshtum Grand Prix í Mónakó, 82,82 metrar sem tryggði honum bronsið. Þorgils Óttar Mathiesen Fyrirhði íslenska landsliðsins í handknattleik síðustu þrjú árin og leiddi hðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Var vahnn til að leika með heimsliðinu á síðasta sumri. Þorgils Óttar hefur verið fyrirhði FH um árabil og er nú þjálfari hðsins og leikmaður. Hann er leikjahæsti landsliðsmaður íslands í handknatt- leik frá upphafi þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall. Þorvaldur örlygsson Besti knattspyrnumaður íslands 1989 að mati mótherja hans í 1. deildinni sem völdu hann leikmann ársins. Lék stórt hlutverk í fyrsta sigri KA í 1. deild íslandsmótsins og ekki síður með íslenska landshðinu þegar það vann Tyrki. Þorvaldur skrifaöi undir atvinnusamning við enska 1. deildar félagið Nottingham Forest í nóvemb- er og hefur þegar unnið sér þar fast sæti í liðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.