Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 23
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. 31 pv_____________________________Erlend myndsjá Biðstaðan í Panama á enda Nokkrum dögum fyrif nýafstaöna jólahátíð fyrirskip- aði Bandaríkjafor- seti hemaðaríhlutun í Panama. Eitt af markmiðum hennar var að koma höndum yfir Manuel Antonio Noriega, hershöfð- ingja og þáverandi forseta landsins, en hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum. Noriega var aftur á móti ekki á þeim buxunum að láta klófesta sig og leitaði hælis í sendiráði Páfagarðs í Panama- borg. Þar hefur hann haldið sig síðan á aöfangadag og virð- ist ekki á fórum. Páfagarður hefur hafnað óskum Bandaríkjanna um að hann verði fram- seldur til þangað. Því er biðstaða í Panama þessa stundina. Spurningin er: Verð- ur Noriega dreginn fyrir dóm eður ei? Um borg milli jóla og nýárs en Manuel Antonio Noriega, hershöfðingi og fyrrum einvaldur í Panama, hefur dvalist í sendiráðinu síðan á aðfangadag. Krefst fólkið þess að hershöfðing- inn verði framseldur í hendur Bandaríkjamönnum en Noriega er eftirlýstur í Bandarikjunum. Stærri myndin er frá mótmælum 28. desemeber en á innfelldu myndinni má sjá nokkra þátttakendur mótmæla á gamlársdag. Símamyndir Reuter Bandaríkjamenn réðust til inngöngu í Panamaborg þann 20.. desember síðastliðinn. Harðir bardagar milli bandarískra hermanna og stuðningsmanna Manuels Antonios Noriega, hershöfðingja og þáverandi forseta Panama, stóðu í nokkra daga. A þessari mynd má sjá bakgarð sendiráðs Páfagarðs i Panamaborg en þar dvelst Manuel Noriega nú. Talsmenn Páfagarðs hafa hafnað ósk Bandarikjamanna um að framselja hershöfðingjann í hendur þeim. Nokkur hverfi Panamaborgar fóru mjög illa í bardögum bandarískra hermanna og stuðningsmanna Norieg- as. Miklar skemmdir urðu til að mynda í Chorillo-hverfinu - þaðan sem þessi mynd er - en þar voru höfuð- stöðvar Noriegas og hermanna hans. Yfirvöld í Bandaríkjunum buðu peninga fyrir vopn og létu Panamabúar hundruð vopna af hendi við bandarísku hermennina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.