Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. 33 Jón ísberg, sýslumaður Húnvetn- inga. Húnaþing: Svona eru sýslumenn Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Jón ísberg, sýslumaður Húnvetn- inga, var ekki með hótanir um lokan- ir eða aðrar harðar aðgerðir gegn þeim sem ekki höfðu gert full skil á sínum gjöldum fyrir áramótin. Þess í stað sendi hann þeim svohljóðandi bréf: Eins og við vitum öll eru áramótin árviss viðburður, þá líta menn yfir liðna árið, hvað hefur áunnist og hvað hefur farið úrskeiðis. Nokkrir hafa gleymt að gera full skil á gjöld- um sínum til ríkissjóðs, sem svo út- deilir þeim aftur til okkar. Ef til vill hafa nokkrir bara ekki getað það og þá verða þeir að koma eða bara hringja og við ræðum málið. En hina bið ég að leita aðeins betur á kistu- botninum og vita hvort ekki leynist þar nægilega mikið til þess að ljúka þessum gjöldum svo þeir geti verið enn glaðari á gamlárskvöld og séð fyrir sér brosmildan íjármálaráð- herra á skerminum þegar honum verður ljóst að það hækkar í ríkis- kassanum með hækkandi sól. Ég óska öllum gleðilegra jóla og velfamaðar á komandi ári. Jón Isberg Ætli innheimtan hafi verið nokkru verri hjá Jóni en öðrum sýslumönn- um? stolnum bíl Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann að morgni laugardags vegna gruns um ölvun við akstur. Þegar betur var að gáö reyndist bíll- inn vera stolinn. Tveir aðrir öku- menn voru teknir fyrir ölvunarakst- ur hér á Akranesi um helgina. Herdís bendir á völvu Steingríms „Mér sýnist helst að forsætisráð- herra sé þarna að vitna í völvuspá Heimsmyndar en þar segir á einum stað að mun bjartara sé yfir haustinu 1990 en fyrri hluta árs. Völvan talar um gullbirtu og segir að það gangi betur á efnahagssviðinu næsta haust,“ sagði Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar, en blaðið birti völvuspá í desember- hefti sínu. ______________________________________Fréttir Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sambandsins: Eg harma þessa ákvörðun Kjartans „Það verður gert á fundinum á föstudag. Til þess er fundurinn boð- aður. Það er ekki hægt að vera að ræða þetta í síma við níu manns,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga, þegar hann var spurður hvort stjórn Sambandsins væri ekki búin að fá kauptilboð Landsbankans í eignarhlut Sambandsins í Sam- vinnubankanum í hendur. - Ákvörðun Kjartans P. Kjartans- sonar að segja starfi sínu lausu, er hún ekki hörð gagnrýni á framvindu þessa máls? „Jú, í athugasemd hans segir meðal annars: „Ein ástæðan er mat mitt á margra mánaða samningagerð Sam- bandsins við Landsbankann þar sem undirritaður taldi - öðru hverju - að nær fullsamið væri, aðeins til að uppgötva þegar á átti að herða að ókleift væri að ná samkomulaginu í höfn.“ Það er ekki spurning að þetta er hluti af þessari ákvörðun. Eg er ekki endilega að segja að það sé ekki fleira þarna á bak við.“ - Nú hafið þiö Kjartan unnið mikið saman í þessu máli. Er þetta þá ekki um leið gagnrýni á þig? „Ekki þetta mál. Við Kjartan höf- um unnið afskaplega vel saman. Ég hef ekkert nema hrós um hans starf hjá Sambandinu að segja. Þú verður aö spyrja hann um hans álit á sam- starfinu við mig. Við höfum eytt mörgum stundum í þetta mál. Meira að segja hluta af jólunum. Kjartan hefur verið Sambandinu ötull starfs- maður. Hann hefur unnið þetta starf og önnur með stakri prýði. Þannig að ég hef ekkert nema gott um hann að segja og ég harma það mjög að hann hafi tekið þessa ákvörðun." - Er það ekki rétt að hann hafi sagt upp störfum fyrr á síðasta ári? „Hann hugleiddi það alvarlega í sumar.“ - Vegna hvaða máls var þaö? „Því verður hann að svara sjálfur." - Átt þú von á að reynt verði að ná samkomulagi við Kjartan nú? „Ég met þetta sem endanlega ákvörðun hjá honum,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Guðjón sagðist ekki vilja tjá sig um viðhorf sitt til tilboðs Landsbankans, það gerði hann ekki fyrr en hann hefði kynnt stjórn Sambandsins mál- ið. -sme Hjónunum Þorbjörgu Magnúsdóttur og Gylfa Guðjónssyni á Skagaströnd fæddist dóttir að morgni 2. janúar. Var þetta fyrsta barnið sem fæddist hér norðanlands á þessu ári og heilsast bæði móður og dóttur vel. ívar, tveggja ára sonur þeirra hjóna, var í heimsókn og fékk að vera með á myndinni með litlu systur. DV-mynd Magnús Ólafsson. Margs konar fiskverð í gangi í landinu: Fleiri gætu farið að eins og Eskfirðingar segir Öskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins „Það kæmi mér ekkert á óvart þótt fleiri sjómenn færu að eins og Eskfirðingar og neituðu að róa fyr- ir það fiskverð sem Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveður. Það er enda aðeins lágmarksverð og hverjum sem.er heimilt að hafna því og fara fram á meira. í landinu er um þessar mundir í gangi margs konar fiskverð. Það er Verðlagsráðsverð- ið, verðið á íslensku fiskmörkuð- unum, verðið á erlendu fiskmörk- uðunum og svo ýmsar yfirborgan- ir. Þetta sýnir okkur best hvílík tímaskekkja Verðlagsráð sjávarút- vegsins er orðið,“ sagði Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bandsins, í samtali við DV. Víða út um land, þar sem greitt er Verðlagsráðsverð fyrir stærsta hluta aflans, eins og á Eskifirði, er mikil óánægja ríkjandi hjá sjó- mönnum. Á sama tíma búa fjöl- margir starfsbræður þeirra við mun hærra fiskverð sem fæst á innlendu og erlendu fiskmörkuö- unum. Óskar sagði að samkvæmt lögum bæri Verðlagsráði að ákveða nýtt fiskverð fyrir 1. febrúar næstkom- andi. Hann sagðist vera fylgjandi því að leggja Verðlagsráð niður og sagðist ekki vita annað en að full- trúar útgerðarmanna væru það líka. „Við verðum hins vegar að líta til þess að á milli 70 og 80 prósent út- gerðarmanna éru líka meö fisk- vinnslu, þannig að fiskverð er fyrir þá aðeins millifærsla á milli vasa. En með allt þetta fiskverð í gangi er Verðlagsráðið aðeins skrípaleik- ur. Ég fullyrði því að það eru átök framundan í þessum málum," sagöi Óskar Vigfússon. Aðalsteinn Jónsson, eigandi Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sagði í samtali við DV að útilokað væri fyrir frystihús, sem tæki við öllum afla togara, að greiða fyrir hverja tegund eins og gert væri á fisk- mörkuðunum fyrir sunnan. Þar væru menn að kaupa slatta af ákveðnum tegundum. í slíkum til- fellum gæti það gengið að greiða það verð fyrir fiskinn sem greitt er á fiskmörkuðunum en ekki þeg- ar allur aflinn er tekinn. -S.dór Skírteina- gjöld hækka margfalt Um áramót hækkuðu skírteina- gjöld sem greiða þarf í ríkissjóð margfalt. Gjald fyrir einkaflug- mannsskírteini hækkaði úr 1.500 krónum í 5.000 krónur. Flugnema- skírteini hækkuðu úr 900 krónum í 2.000 krónur. Atvinnuflugmanns- skírteini I. flokks hækkaði úr 4.300 krónum í 25.000 krónur. Skírteini skipstjórnarmanna í A- flokki hækkuðu úr 1.500 krónum í 10.000 krónur, í B-flokki úr 2.200 krónum í 12.000 krónur og í C-flokki úr 2.900 krónum í 13.000 krónur. Meistarabréf iðnaðarmanna hækk- uðu úr 4.700 krónum í 25.000 krónur. Sveinsbréf hækkuöu úr 1.000 krón- um í 5.000 krónur. Skírteini fyrir suðumenn hækkuðu úr 900 krónum í 2.500 krónur og svokölluð nagla- byssuskírteini hækkuðu jafnmikiö. Gjald fyrir almenn ökuskírteini hækkar úr 1.500 krónum í 2.00 krón- ur og úr 600 krónum í 1.000 fyrir bráðabirgðaskírteini. - Loks má nefna að vegabréf fyrir fullorðna hækkuðu úr 1.500 krónum í 2.500 krónur og úr 600 krónum í 1.000 krónurfyrirbörn. -Pá Síld til Sovét: Viðbótina má salta næsta haust Sovétmenn hafa fallist á að þær 50 þúsund tunnur af saltsíld, sem þeir hafa ákveðið að kaupa, til viðbótar þeim 150 þúsund tunnum sem samið var um í haust, megi salta næsta haust og afhenda í árslok. Þegar staðfesting Sovétmanna um kaupin á þessum 50 þúsund tunnum barst, var orðið svo áliðið og síld orðin það horuð að Síldarútvegs- nefnd óskaði eftir því að fá að salta þetta magn í byijun næstu vertíðar. I gærmorgun barst svo jákvætt svar um það frá Sovétmönnum. Þetta munar miklu fyrir síldarsalt- endur þar sem það hefði getað reynst erfiðleikum bundið að ná í nógu feita síld til söltunar á þessum árstíma. -S.dór -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.