Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Síða 27
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 199Q. =35 Afmæli Davíð Scheving Thorsteinsson Davíö Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri, Mávanesi 7, Garöabæ, er sextugur í dag. Davíð fæddist á ísafirði en flutti nokkurra mánaöa með foreldrum sínum til Reykjavíkiu' þar sem hann ólst upp, lengst af á Laufásveginum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og prófi í heimspekilegum for- spjailsvísindum frá HÍ ári síðar. Davíð varð framkvæmdastjóri Smjörlíkisgerðarinnar Ljóma hf. 1951, Smjörlíkis hf. 1964 og Sólar hf. 1964. Sem framkvæmdastjóri þess- ara fyrirtækjahefur hann um ára- bil verið brautryðjandi á ýmsum sviöum matvælaiðnaðar hér á landi. Davíð sat í Iðnsýningarnefnd 1966, var formaður Sýningarsamtaka at- vinnuveganna hf., í Iðnþróunar- nefnd 1971-75, í samstarfsnefnd um iðnþróun frá 1978, í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda frá 1971 og for- maður þess 1974-82, varaformaður Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1971-75, í stjóm verðbréfasjóðs Iðn- aðarbankans, í bankaráði Iðnaðar- bankans og formaður þess 1982-89, varamaður í bankaráöi Landsbanka íslands 1972-80, varamaður í banka- ráði Seðlabankans frá 1980, í fram- kvæmdastjóm VSÍ frá 1973, í samn- ingaráði þess frá 1979 og varafor- maður þess 1984-85, í stjórn Versl- imarráðs íslands í íjölda ára, í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1983-86, var varaformaður Tækni- þróunar hf. frá stofnun til 1989, for- maður Þróunarfélags íslands hf. frá stofnun og í tvo mánuði, sat í útgáfu- stjórn Vísis um skeið, situr í mið- stjóm Sjálfstæðisflokksins frá 1979, sat í stjórn Rauða kross íslands 1958-71 og var formaður þar tvö síð- ustu árin, var formaður flóttamann- aráðs 1970 og er aðalræðismaður írska lýðveldisins frá 1979. Davíð hefur setið í ýmsum opinberum nefndum við endurskoðun laga og reglugerða og í nefndum á vegum Efta. Auk þess hefur hann verið í stjómum Hydrol hf„ Lyftis hf„ Ghts hf„ Hafskips hf„ Smjörlíkis hf„ Sól- ar hf., Almennra trygginga hf., Glitnis hf. og er stjómarformaður í íslensku bergvatni hf. sem var stofnað í desember 1989 og í Iceland North America Ltd. Fyrri kona Davíðs var Soffía Jóns- dóttir, f. 3.8.1930, d. 7.1.1964, hús- móðir og kennari, dóttir Jóns Mat- hiesen, kaupmanns í Hafnarfirði, og konu hans, Jakobínu J. Petersen. Börn Davíðs og Soffíu eru: Laura, f. 1954, hjúkrunarfræðingur og kennslusfjóri viö Borgarspítalann, gift Magnúsi Pálssyni frám- kvæmdastjóra og eiga þau þrjár dætur, Soffíu, BjörgogPerlu; Hrund, f. 1957, hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, gift Gunnari Ingimundarsyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau einn son, Davíð Scheving, og Jón, f. 1963, stærðfræöingur og verksmiðju- stjóri, nú í framhaldsnámi í Stan- ford í Kalifoníu, en kona hans er Ragnheiður Harðardóttir lögfræð- ingur. Seinni kona Davíðs er Stefanía Geirsdóttir, f. 24.11.1940, húsmóðir, ritari og flugfreyja, dóttir Geirs Borg framkvæmdastjóra, og konu hans Guðrúnar J. Ragnars. Börn Davíðs og Stefaníu eru: Magnús, f. 1968, háskólanemi; Guð- rún, f. 1971, menntaskólanemi, og Stefanía, f. 1986. Systkini Davíðs eru Gyða, f. 1930, húsmóðir og ritari í Reykjavík, gift Jóni H. Bergs, fyrrv. forstjóra Slát- urfélags Suðurlands og eiga þau þijú börn; Erla, f. 1936, ritari í Reykjavík, var gift Ólafi H. Pálssyni flugvélstjóra og eiga þau íjögur börn, og Gunnar Magnús, f. 1945, verkfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Áslaugu Björnsdótttur húsmóð- ur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Davíðs: Magnús Sche- ving Thorsteinsson, f. 4.10.1893, og fyrri kona hans, Laura Scheving Thorsteinsson, f. Hafstein, 22.10. 1903, d.5.10.1955. Magnús var sonur Davíð Sch.Th. læknis í Reykjavík, hálfbróður Pét- urs Jens Th„ kaupmanns og útgerð- armanns á Bíldudal, föður Muggs, afa Péturs Th. sendiherra og langafa Ólafs B. Thors forstjóra. Davíð var sonur Þorsteins Th. verslunartjóra á Þingeyri og b. í Æðey Þorsteins- sonar, prests í Gufudal Þórðarson- ar. Móðir Davíðs var Hildur Guð- mundsdóttir Scheving, sýslumanns og kaupmanns á Haga á Barða- strönd Bjarnasonar. Móðir Magnúsar var Þórunn Stef- ánsdóttir Stephensen, prófasts í Vatnsfirði Péturssonar Stephensen, prests á Ólafsvöllum, bróður Stef- áns, prest á Reynivöllum, föður Mörtu, langömmu Sigurðar Páls- Andlát Ólafur Ingi Jónsson Ólafur Ingi Jónsson, prentsmiðju- stjóri DV, Sefgörðum 22, Seltjarnar- nesi, lést 25.12. sl. en hann verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 4.1., klukkan 13.30. Ólafur fæddist á Patreksfirði 29.10. 1945 og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann hóf nám í prentsmiðju Vísis 1.5.1963, tók sveinspróf í setningu 1967, lærði síðan vélsetningu á sama stað og lauk prófi í henni sama ár. Ólafur fór því næst sama haustið til Englands þar sem hann kynnti sér meðferð og viðgerðir setningarvéla hjá Harris Intertype Ltd. í Slaugh. Hann lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði við KHI1982 og hefur sótt fjölmörg námskeið hér heima ogerlendis. Ólafur starfaði sem prentari hjá Vísi frá 1967 og fram í ársbyrjun 1972. Hann var verkstjóri hjá Blaöa- prenti 1972-76, verkstjóri hjá Prent- stofu G. Benediktssonar 1976-77, starfaði við sölu á tölvubúnaði hjá ACO hf. 1983-84 og var prentsmiðju- stjóri DV frá 1984. Þá kenndi Ólafur við Iðnskólann í Reykjavík á árun- um 1977-83. Ólafur sat í trúnaðarmannaráði HÍP1969 og hann var um skeið rit- ari Lionsklúbbs Seltjarnarness. Ólafur kvæntist 16.3.1968 eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Sigurjóns- dóttur húsmóður, f. 25.4.1947. Hún er dóttir Sigurjóns Jónssonar, vél- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Önnu Jónsdóttur húsmóður. Ólafur og Sigríður eignuðust þrjú börn. Þau eru: Anna Sigurborg, f. 6.1.1968, háskólanemi; Ingi Rafn, f. 8.5.1971, nemi, og Sigurjón, f. 9.10. 1982. Systir Ólafs er Málfríður Jóns- dóttir, f. 27.12.1939, fulltrúi hjá Pósti og síma í Reykjavík og á hún tvo syni, Jón Helga, f. 1967, og Frey, f. 1969. Foreldrar Ólafs Inga: Jón Eggert Bachmann, f. 12.7.1912, d. 20.6.1981, loftskeytamaður á Patreksfirði og síðar í Reykjavík, og eftirlifandi kona hans, Jósefma Helga Guðjóns- dóttir, f. 29.4.1915. Jón Eggert Bachmann var sonur Lárusar, verslunarmanns og síðar gjaldkera hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Lárussonar, b. í Geit- areyjum á Breiðaflrði og síðar b. í Nærveru á Skógarströnd, Jónsson- ar. Móðir Lárusar gjaldkera var Ing- veldur Björnsdóttir. Móðir Jóns Eggerts var Málfríður Helga Bachmann, hálfsystir Eggerts Bachmann bókhaldara, föður Björg- úlfs Bachmann, aðalgjaldkera Verslunarbankans. Málfríður var dóttir Sigurðar Bachmann, kaup- manns á Vatneyri við Patreksfjörð, bróður Ragnheiðar, ömmu Gunnars Bachmann símritara, fóður Hrafns Bachmannkaupmanns. Sigurður var sonur Benedikts Bachmann, b. i Melkoti, bróður Ingileifar, síðari konu Páls Melsteð amtmanns og móöur Hallgríms landsbókavarðar. Önnur systir Benedikts var Sigríð- ur, amma Hallgríms Bachmann, ljó- sameistara hjá Þjóðleikhúsinu, fóð- ur Helgu Bachmann leikkonu og Jóns Hallgrímssonar læknis. Bróðir Benedikts var Geir, prestur í Mikla- holti. Hálfbróðir Benedikts mun hafa verið Jón Borgfirðingur, afi Agnars Kl. Jónssonar ráðuneytis- stjóra. Benedikt var sonur Jóns Bachmann, prests í Hestþingum og á Klausturhólum, Hallgrímssonar Bachmann, fjórðungslæknis í Bjamarhöfn, ættfóður Bachman- nættarinnar. Hallgrímur var sonur Jóns Þorgrímssonar stúdents og Sigríðar Benediktsdóttur, lögmanns Þorsteinssonar. Móðir Jóns Bachmann var Hall- dóra, systir Rannveigar, konu Bjama, landlæknis í Nesi, Pálssonar og ömmu Skúla Thorarensen, lækn- is á Móeiðarhvoli, langafa Þorsteins Thorarensen, blaðamanns, rithöf- undar og bókaútgefenda. Halldóra var dóttir Skúla, landfógeta í Viðey, Ólafur Ingi Jónsson. Magnússonar. Móöir Benedikts Bachmann var Ragnhildur, systir Sigurðar Thor- grímsen landfógeta. Ragnhfldur var dóttir Björns, prófasts á Setbergi, Þorgrímssonar, sýslumanns í Hjarðarholti, Sigurðssonar. Móðir Þorgríms var Helga Brynjólfsdóttir, sýslumanns í Hjálmholti, Sigurðs- sonar, sýslumanns í Saurbæ á Kjal- amesi, Sigurðssonar, lögmanns í Saurbæ, Björnssonar. Móðir Málfríðar var María Eiríks- dóttir. Helga, móðir Ólafs Inga, er dóttir Guðjóns Rögnvalds, sjómanns á Patreksfirði, Jósefssonar, frá Múla- nesi, Bjarnasonar, Sigmundssonar. Móöir Guðjóns Rögnvalds var Helga Jónsdóttir, b. í Hvammi á Barða- strönd, Bjarnasonar. Móöir Helgu Guðjónsdóttur var Þórdís Jónsdóttir, b. í Hænuvík, Sig- urðssonar. Móðir Þórdísar var Helga Ólafsdóttir, b. á Láganúpi á Rauðasandi, Ásbjörnssonar. Móðir Helgu var Helga Einarsdóttir, b. í Kollsvík, ættfóður Kollsvíkurættar- innar, Jónssonar. sonar skálds. Stefán var einnig faðir Hans, afa Þorsteins Ö„ fyrrv. leik- listarsfjóra og langafa Ögmundar, formamis BSRB, og Stefán var faðir Sigríðar, ömmu Helga Hálfdanar- sonar og langömmu Hannesar Pét- urssonar skálds. Annar bróðir Pét- urs var Magnús, sýslumaöur í Vatnsdal, faðir Magnúsar lands- höfðingja, langafa Guðrúnar Agn- arsdóttur. Pétur var sonur Stefáns Stephensen, amtmanns á Hvítár- völlum Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, ættfóður Stephensenættar- innar. Móðir Péturs var Marta María Hölter, bróðurdóttir Andreu Hölter, ættmóður Knudsenættarinnar. Móðir Stefáns í Vatnsfirði var Gyð- ríður, systir Sigríðar, ömmu Jósef- ínu, ömmu Matthíasar Johanness- en. Önnur systir Gyðríðar var Þu- ríður, langamma Vigdísar forseta. Gyðríður var dóttir Þorvalds, prest og skálds í Holti Böðvarssonar, prests í Holtaþingum Högnasonar „prestafoður" á Breiðabólstað Sig- urðssonar. Móðir Þórunnar var Guðrún, syst- ir Páls Melsteð sagnfræðings og Sig- ríðar, ömmu Péturs Eggerz sendi- herra. Guðrún var dóttir Páls Mel- steð amtmanns og fyrri konu hans, Önnu Sigríðar Stefánsdóttur, amt- manns á Möðruvöllum Þórarins- sonar, sýslumanns á Grund, ætt- fóður Thorarensenættarinnar Jóns- sonar. Móðir Önnu Sigríðar var Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving, sýslumanns á Víðivöllum Hansson- ar Sch. klausturhaldara þar Lau- Davið Scheving Thorsteinsson. ritzsonar, sýslumanns á Möðruvöll- um, ættfóður Schevingættarinnar. Móðir Davíðs, Laura, var dóttir Gunnars Hafstein, bankastjóra í Færeyjum, bróður Hannesar ráð- herra. Gunnar var sonur Péturs Hafstein, amtmanns á Möðruvöll- um, bróður Jóhanns kaupmanns, fóöur Júlíusar amtmanns og Jakobs etatsráðs, fóður Júlíusar sýslu- manns, fóður Jóhanns forsætisráð- herra. Móðir Gunnars var Kristj- ana, systir Tryggva bankastjóra. Kristjana var dóttir Gunnars, prests í Laufási Gunnarssonar og Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Briem, sýslu- manns á Grund, ættfóður Briemætt- arinnar. Móðir Lauru var Nielsína Cristiansdóttir Hafstein, kaupfé- lagsstjóra Níelssonar Hafstein, kaupmanns á Hofsósi. Móðir Níelss- ínu var Guðlaug Pálsdóttir, b. á Kjarna, Magnússonar. Til hamingju með afmælið 4. janúar 90 ára_________ 50 ára__________ Jóhann Sigmundsson, Njáisgötu 106, Reykjavík. Jónas Aðafsteinsson, Fjólugötu 13, Akureyri. Ingunn Gunnlaugsdóttir, Asparfelli2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum milh klukkan 18 og 20 i Gerðubergi í Breiðholti. Birgitta Stefánsdóttir, Gröf, Óspakseyrarhreppi. Kristinn Fjeldsted, Aðalstræti72, Patreksfirði. Hörður Sigmundsson, Deildarási 18, Reykjavík. Guðmundur Þorleifsson, Gilsbakka 8, Neskaupstað. Sæmundur Torfason, Valbraut 2, Gerðahreppi. Kristín Möller, Seljugerði 7, Reykjavfk. Magnús Smári Þorvaldsson, Kambaseli 13, Reykjavik. Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43, Seltjaniarnesi. Hjálmar Björn Geirsson, Ásgarði, Borgarfjaröarhreppi. Sigríður Hallgrímsdóttir, Liósheimum 16, Reykjavík. Olga Karen J. Símonardóttir, Viðigrund 28, Sauðárkróki. Kjartan Arnórsson, Vogabraut 58, Akranesi. Sigurlaug Kjartansdóttir, Faxabraut31D, Keflavík. DV - Seyðisfirði Nýr umboðsmaður á Seyðisfirði frá og með 1 /1 '90: Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 sími 97-21136 DV - Siglufirði Nýr umboðsmaður á Siglufirði frá og með 1/1 '90: Sveinn Þorsteinsson Hlíðarvegi 46 sími 96-71688

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.