Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 2
t 2 ÞRlÐjÚDAGtJR 13. MARS 1990. Fréttir Bullandi óánægja í Tryggingastofnun ríkisins Rætt um að loka stofn uninni á miðvikudag „Þaö hefur alltaf verið óánægja meö launin hér innanhúss en aldrei eins gífurleg og nú. Við getum ekki unaö því lengur að vera á svipuðum eða lægri launum en öryrkjarnir sem sækja hingað bæturnar sínar,“ sagði starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins í samtali við DV. Á 130 manna fundi starfsfólks Tryggingastofnunar í gær var sam- þykkt að panta tíma hjá heilbrigðis- og tryggingaráöherra á miðvikudag og hyggst starfsfólkið loka stofnun- inni og fjölmenna á fund ráðherra til þess að krefjast úrbóta. Algengustu laun starfsmanna Tryggingastofnunar eru samkvæmt launaflokki 232 sem þýðir' 49.721 krónu á mánuði. Þess hefur lengi verið freistað að fá fólki endurraðað í launaflokka og hefur Starfsmanna- félag ríkisstofnana beitt sér í því máli fyrir hönd starfsmanna. í síð- asta svari ráðuneytisins kemur fram aö ekki séu efni til þess að láta slíka endurskoðun á röðun í launaflokka fara fram. í tillögu, sem lögð var fram á fundinum í gær, er boðið að láta fyrsta fulltrúa í hverri deild hækka í 242 launaflokk en láta annað vera óbreytt að mestu. í ályktun fundarins segir að með þessu tilboði sé verið að staðfesta láglaunastefnu þá sem ríkir í Trygg- ingastofnun og launaflokkur 232 geti engan veginn talist mannsæmandi laun. „Með því væri verið að hækka yfir- mennina en láta hina sitja áfram á botninum," sagði starfsmaöur Tryggingastofnunar í samtali við DV. „Það nær heldur ekki nokkurri átt að þeir sem byrja hér nýir eru settir beint í sama launaflokk og fólk með 10-15 ára starfsreynslu." Óánægjan mun hafa magnast veru- lega þegar starfsemi Sjúkrasamlags Reykjavíkur var flutt í Trygginga- stofnun ríkisins. Þá kom mikill launamunur í ljós. „Kjör þessa fólks hafa lengi verið slæm. Við höfum nú í þijá mánuði barist við ráðuneytin og krafist leið- réttinga en tilboð þeirra hafa verið út í hött og alveg úr takt við reun- veruleikann," sagði Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofnana, í samtali við DV. „Við gerðum okkar fólki grein fyrir þessu á fundinum í gær og þar ríkti engin gleði, frekar grimmd. Við mun- um beijast áfram enda býr þetta fólk við algjörlega óviðunandi kjör og starfsreynsla þess er virt að vett- ugi,“ sagði Gunnar. -Pá Paul Dracke og Bond Evans frá Alumax og Hans Kroker frá Hoogoven ásamt álviðræðunefndinni og heimamönnum á Akureyrarflugvelli eftir að hafa skoðað aðstæður til álversbyggingar í Eyjafirði. DV-mynd GK Of snemmt að segja til um staðsetningu - sagði forstjóri Alumax eftir heimsókn til Eyjafjarðar 1 gær Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ekki spyija mig þessarar spuming- ar, það er eftir að ræða þessi mál og skoða betur áður en ég get og vil svara þessari spurningu,“ sagði Paul Dracke, einn af forstjórum banda- ríska álfyrirtækisins Alumax, þegar hann var spurður aö því í gær hvem- ig hann mæti möguleika Eyfirðinga, miðað við aðra, til að fá húgsanlegt álver. Forstjórarnir Paul Dracke og Bond Evans frá Alumax og Hans Kroker frá hollenska fyrirtækinu Hoogovens komu til Eyjafjarðar í gærmorgun ásamt íslensku álviðræðunefndinni. Þeir fóra í ökuferð um Akureyri, skoðuðu Dysnes í Amameshreppi, þar sem rætt hefur verið um aö byggja álverið, og áttu síðan viðræð- ur með nefnd heimamanna á Hótel KEA. Þaðan héldu þeir til Reyðar- fjarðar í sömu erindagjörðum. „Það er of snemmt að segja nokkuð varöandi staðsetningu verksmiðj- unnar," sagði Paul Dracke. „Ég get þó sagt að það sem ég hef séð hér líst mér vel á, mér líst vel á landið í Dysnesi, hér er fallegt og þessi staður kemur vel til greina.“ Það var greinilegt að Dracke ætlaði ekki að segja of mikið um hugsanlega staðsetningu á þessu stigi. í viðræð- unum á Hótel KEA kom skýrt fram að viðræður við stjórnvöld um raf- orkuverð væri útgangsatriði og raunar úrslitaatriði varðandi þaö hvort yfir höfuð yrði af byggingu ál- vers hér á landi. Á fundinum kom einnig fram að bandarísku forstjóramir vildu fræð- ast um stöðu verkalýðsfélaga á svæö- inu og sögu þeirra. Að sögn mun Alumax ekki hafa áhuga á að starfa á svæði þar sem sífelldar eijur eru við verkaíýðsfélög eins og gerst hefur í Englandi þar sem Alumax rekur verksmiðju. Dracke sagði einnig að- spurður um hvað réði mestu varð- andi staðsetningu verksmiöjunnar, ef hún yrði reist hér á landi, að það væri fólkið sjálft. Bandaríkjamenn- imir munu leggja mikla áherslu á að verksmiðjan sé sett niður með góðum og almennum vfija heima- manna og samstarf þessara aðila geti verið gott. „Það er ómögulegt að segja hvort ferð þessara manna hingað nú breyt- ir einhverju varðandi áform þeirra um staðsetningu," sagði Sigfús Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri, eftir fundinn. „í augnablikinu er ég bjart- sýnn en þaö getur breyst á einni nóttu," bætti Sigfús við. hnífum á fíkniefnalögreglu Réðust með Maður hjá fikniefnadefid lögregl- unnar slasaðist á hendi í gærkvöldi þegar verið var að handtaka íjóra pOta sem grunaðir em um talsvert umfangsmikla fíkniefnasölu í Breið- holti. Þegar komiö var í íbúö þar sem pOtamir dvöldust réðust þeir aö lög- reglumönnum með hnífa á lofti. Kom til átaka og veittu piltarnir mikla mótspymu. Tókst síðan að yfirbuga íjórmenningana og sátu þeir í fanga- geymslum í nótt. RLR og fíkniefna- deildin munu vinna áfram í málinu en ákveðið veröur með kröfu um gæsluvarðhald á hendur piltunum að loknum yfirheyrslum í dag. Foreldrum og unglingum hefur staðiö mikOl stuggur af tveimur af umræddum íjórmenningunum vegna sölu og dreifingar á fíkniefn- um. í gærkvöldi fannst nokkurt magn af fíkniefnum hjá piltunum. -ÓTT Vandi fóðurstöðva fyrir loðdýr: Eiga að biðja um greiðslustöðvun - segir forsætisráðherra Að sögn Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra hefur orðið dráttur á aðstoð til fóðurstöðva fyrir loðdýr. Sagði hann að það stafaði af því að stöðvarnar hefðu ekki náð að sýna fram á að þær hefðu einhvern rekstrargrundvöll. Sagðist forsætis- ráöherra viö utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að hann teldi skynsam- legt fyrir fóðurstöðvarnar aö fara fram á greiðslustöðvun þar til mál skýrðust varðandi loðdýraræktina. Það var Stefán Valgeirsson, þing- maður Samtaka jafnréttis og félags- hyggju, sem fór fram á utandag- skrárumræðu um vanda fóðurstöðv- anna, meðal annars vegna þess hve mjög hefði dregist að veita þá aðstoð sem stjórnvöld hefðu lofað fyrr í vet- ur. Sagði Stefán að fóðurstöðvamar væru nú að loka hver af annari. Forsætisráðherra tók undir þessi orð Stefáns og sagði að það yrði lík- lega næsta verkefni Alþingis að koma í veg fyrir að menn, sem hefðu stundað loðdýrarækt, misstu allar eigur sínar. -SMJ Virðisaukaskattur á flotgaUa: Rekstrarvara og því frádráttarbær fyrir útgerðirnar - segir h ármálaráðuneytið „Sjómaður slítur þremur flotgöll- um á ári. Það segir okkur að hann kaupir flotgalla fyrir rúm sextíu þús- und á ári. Virðisaukaskatturinn er stór hluti af þessari upphæð. Á sama tíma og laun okkar lækka verulega aukast þessi útgjöld okkar. Við erum sex þúsund talsins og ef það skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið að ná þess- um peningum inn í ríkiskassann er- um við illa á vegi stödd,“ segir meðal annars í bréfi frá nemendafélagi Stýrimannaskólans sem afhent var alþingismönnum í gær. Sjómenn eru afar óánægðir með virðisaukaskatt á flotgalla en þeir voru undanþegnir söluskatti fyrir upptöku virðisaukaskatts um ára- mótin. Segir ofannefnt bréf einnig að mikilvægi gallanna hafi þegar verið staðfest þar sem líf margra sjómanna hafi bjargast vegna þeirra. I minnispunktum frá íjármála- ráðuneytinu vegna þessa segir meðal annars: „Kaupi útgerðin slíkan búnaö handa áhöfnum sínum er um rekstr- arvöra að ræða. Virðisaukaskattur leggst þá ekki á vegna þess að útgerð- irnar draga virðisaukaskattinn frá sem innskatt vegna aðfanga í reglu- legu skattauppgjöri sínu.“ Segir einnig að engin lögbinding sé af ýmsum ástæðum til varðandi flot- galla en ef gallarnir yrðu lögbundinn öryggisbúnaður yrði enginn virðis- aukaskattur greiddur af þeim. -hlh Nemendur Stýrimannaskólans fjölmenntu á þingpalla í gær til að vekja athygli þingheims á virðisaukaskatti á (lotgöllum og afhenda mótmælabréf vegna hans. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.