Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. Sviðsljós Ólyginn sagði... Melanie Griffith er ein þeirra sem ávallt er aö reyna að hætta að reykja en hefur ekki tekist það enn. Hefur hún afsakað sig með því að hlutverkin sem henni hafi boðist hafi krafist þess að hún reykti. Þegar hún gekk með dóttur sína, Dakotu, reyndi hún enn einu sinni að hætta en mistókst. Nú hefur eig- inmaðurinn, Don Johnson, tekiö málið í sínar hendur. Samkvæmt hans mati er veikleiki Melanie, fyrir utan sígarettur, demantar. Hann tók sig því til einn daginn, keypti demantshálsfesti og gaf eiginkonunni með þeim orðum að fyrir hvern reyklausan mánuð myndi hann bæta við einum dem- anti á hálsfestina. Það fylgdi sög- unni að þegar væri Melanie Griff- ith búin að vinna sér inn einn demant. Victoria Principal er eins og Dallas-áhorfendum er ljóst hætt að leika Pamelu Ewing. Hún sagði fyrir tæpum þremur árum þegar hún hætti að hún myndi ekki taka að sér hlutverk í framhaldsþáttum fyrir sjónvarp aftur. Annaðhvort hefur hún gleymt þessum orðum eða önnur iilboð látið standa á sér, alla vega hefur hún nú samþykkt að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsseriu sem fjallar um einstæða móður sem vinnur að rannsóknum fyrir ákæruvaldið. Er hún meðfram- leiðandi þáttanna. Þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir að hafa hætt í Dallas svaraði hún þvi neitandi og sagði að það hefði veriö rétt ákvörðun á réttum tíma. Eartha Kitt er ein þeirra kvenna sem eru þekktar fyrir að vera mikið í pels- um. Hún er því ásamt fleirum skotmark dýravina sem biása út þess dagana áróður gegn pelsum og hafa gengið það langt að konur í dýrindispelsum geta átt á hættu að fá úðað yfir sig lit á götum stór- borga. Kitt var spurð um aðgerðir þessar. Henni varð ekki svarafátt frekar en fyrri daginn, sagði að skoðanir og aðgerðir kæmu og færu, pelsinn myndi lifa þessar árásir af og bætti síðan við að minkurinn æti froska og það væri spuming hvor ekki væri rétc að stofna samtök froskum til vemdar. Lína Rut Karlsdóttir leggur hér síðustu hönd á verk sitt sem sýnir persónu Tvær heldur skuggalegar stúlkur, beint úr „garóinum". Förðunarsérfræðing- sem sjálfsagt enginn vildi mæta í myrkri. arnir, sem sáu um handverkið, eru Kristín Stefánsdóttir og Svanhvit Val- geirsdóttir. DV-myndir Hanna Kvöldstund í garðinum Fyrir stuttu var haldin frístæl- keppni á Hótel íslandi. Meðal þess sem gestum var boðið upp á var dag- skrá frá Félagi íslenskra förðunar- sérfræöinga sem bar yfirskriftina Kvöldstund í garðinum. Meðlimir í Félagi íslenskra fórðun- arsérfræðinga eru ekki margir. Þeir eru ellefu og er aöalvinna þeirra fólg- in í fórðun fyrir leikhús og sjónvarp. Félagið er orðið þriggja ára gamalt og sýningar á vegum þess eru að meðaltali einu sinni á ári. Þar fá förð- unarsérfræðingarnir langþráða út- rás fyrir sköpunargáfu sína. Sýning þeirra á Hótel íslandi vakti mikla athygh gesta og er óhætt að segja að hún hafi komiö flestum á óvart. Yfirskriftin er sakleysisleg; Kvöldstund í garðinum. Garður þessi er aftur á móti kirkjugarður svo aö það var lítil fegurð sem blasti við sjónum áhorfenda en mikii snilld. Eins og sjá má af þessum myndum eru íslendingar ekki á flæðiskeri staddir ef kvikmyndagerðarmönn- um okkar dytti í hug að gera hryll- ingsmynd. Þessi ófrýnilega hausmynd er hand- verk ísrúnar Albertsdóttur. Dorgveiðikeppni á laugardaginn: Fyrir alla fjölskylduna og kostar ekkert I Geitabergsvatni hafa stundum veiðst vænir fiskar og það gerist vonandi á laugardaginn þegar dorgað verður á vatninu. Kannski stærri en þessir? DV-mynd G.Bender „Þaö verður gaman að sjá hvernig til tekst og hve margir koma til veiða, ef vel gengur verður þetta haldið árlega," sagöi Olafur H. Ólafsson, stjórnarmaður í Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur, en mál mál- anna meðal veiðimanna þessa daga er dorgveiðikeppnin á Geitabergsvatni á laugardag- inn. Allir geta veitt og stærstu fiskarnir gefa verðlaun. Það eru til vænir fiskar í Geitabergs- vatni í Svínadal og hafa þeir veiðst stærstir um átta punda. Fimm punda urriði veiddist á dorg í vatninu í fyrravetur en fáir hafa farið núna í ár. Það gefur mikla möguleika á að eitt- hvaö veiðist af fiski núna. Ef veðurfar verður slæmt á laug- ardaginn verður keppnin á sunnudaginn ef veörið verður betra þá. Veiðihús Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður sem afdrep fyrir veiðimenn því að allra veðra er von á þessum árstíma. En veðrið verður vonandi gott ogvatniðgjöfult. -G.Bender Bandariska söngkonan Marlene Little og Andrea Gylfadóttir vöktu mikla athygli á blúskvöldinu. Þrír úr hljómsveitinni: Jens Hansson saxófónleikari, Hjörtur Howser hljóm- borðsleikari og Halldór Bragason gítarleikari en það er einmitt hann sem á alla þess ágætu vini. DV-myndir Ragnar Blúsað á Borginni Á fimmtudögum eru oft haldin blúskvöld á Hótel Borg og hefur oft myndast góð stemmning milli áhorf- enda og tónlistarmannanna. Síðast- liðið fimmtudagskvöld var engin undantekning en þá léku blúsinn af fingrum fram Vinir Dóra. Sérstaka athygli vöktu söngkonumar Mar- lene Little og Andrea Gylfadóttir sem sungu af mikilli tilfmningu. Auk þeirra komu fram Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Asgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson og Hjörtur Howser sem jafnframt var kynnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.