Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. Úflönd sma Leiðtogi kommúnistaflokks Mongólíu og í'orseti landsins, Zhambyn Batmunkh, tilkynnti i gœr að hann hygðist segja af sér og lagði til að öíl forysta flokksins gerði slíkt hið sama. Batmunkh, sem verið hefur leiötogi Mongólíu frú árinu 1984, sagði af sér í kjölfar mikOs þrýstings umbótasinna t landinu og bætist hann þar meö í hóp þeirra leiðtoga kommúnista- ríkja sem þegar hafa látið undan kröfum almennings um að segja af sér. í ræðu sem Batmunkh hélt á fundi miðstjórnar kommúnista- flokksins 1 gær lagði hann til að hann og hið sjö manna stjóm- Zhambyn Batmunkh, teiötogi málaráð vikju úr embætti. Leíð- kommúmsta í Mongóliu. toginn lagði einnig til að flokkurinn Simamynd Reuter komi saman til neyðarfundar 10. april næstkomandi til aö kjósa nýja for- ystu sem og að fyrirhuguðum kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, verði flýtt og þær haldnar á þessu ári. Fastlega er búist við að mið- stjórnin samþykki afsögn Batmunkh í dag. Fljótlega liefjast viöraíöur stjórnar og stjómarandstöðu í Mongólíu um umbætur 1 landinu. Andófsmenn í haldi á Kúbu Yfirvöld á Kúbu hafa tekið i sína vörslu átta andófsmenn sem sakaðir em um að búa í haginn fyrir innrás Bandaríkjanna í landið. Handtökurn- ar komu í kjölfar síendurtekinna viðvarana stjórnvalda á Kúbu úm yfir- vofandi innrás Bandaríkjanna. Þær áttu sér stað á laugardag og var til- kynnt opinberlega um þær í gær. Slíkar opinberar tilkynningar um hand- tökur andófsmanna era fátíöar og telja fréttaskýrendur það vera fyrir- boða hertra aðgerða gegn andstæðingum Fidel Castro forseta. Avril Ibúar Haiti með ránsfeng frá bandarískri hjálparstofnun. Þúsundir létu greipar sópa í birgðageymslu stofnunarinnar og fóru á brott með mat- væli og meira að segja bíla. Símamynd Reuter Fyrrum leiðtogi Haiti, Prosper Avril, kom til herflugvallar í Flórída í gærmorgun. Talsmaöur bandaríska hersins kvaðst í gær ekki vita hvert Avríl hefði haldiö ásamt konu sinni og tveimur bömum. Heimildarmenn innan bandaríska utanríkisráðuneytisins segja að Avrii hafi veriö leyft að koma til Bandaríkjanna af mannúðarástæðum í þeirrí von að brottfór hans frá Haiti myndi leiða til þess aö ró kæmist þar á. Óeiröir héldu áfram í höfuðborg Haiti, Port-au-Prince, í gær samtimis sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem verið hefur í útlegð frá því jan- úar í fyrra, sneri aftur heim til aö taka þátt í starfi nýrrar stjórnar. Leið- toganum, Louis Roy, var ákaft fagnaö á alþjóðaflugvellinum á Haiti aP allri forystu stjómarandstöðunnar og stuðningsmönnum. írakar varaðir við Breska utanríkisráðuneytið hefur varað við því að ef dauðadómnum yfir blaðamanninum, sem vann fyrir breska blaðið The Observer, verði fuilnægt gæti það skaðað alvarlega samskipti íraks og Bretlands. írösk yfirvöld sögðu í gær að mótmælin vegna dauðadómsins yfir blaða- manninum væri gróf íhlutun í málefni íraks og fuliyrtu jafnframt að réttarhöldin yfir honum hefðu verið réttlát. Blaðamaðurinn, Farzad Bazoft, sem fæddur er í íran, var handtekinn í september síðastliðnum eftir aö haíá farið að herstöð suðvestur af Bagdad til að rannsaka fregnir um sprengingu þar. Vopnahléd í Beirút brostið Andstæðar fylkingar kristinna í Beirút, höfuðborg Líbanons, hófu á ný bardaga sín á míUi seint í gær- kvöldi og brast þar með hið við- kvæma vopnahlé sem tilkynnt var um fyrir ellefu dögum. Bardagam- ir hófust á ný eftir að Michel Aoun herforingi tilkynnti að sáttatil- raunir heföu mistekist. Sáttasemj- arar hafa reynt að koma á friði milli kristinna í borginni en átök hafa nú staðíð þar í sex vikur. í morgun var hart barist í hinum kristna hluta borgarinnar og, að sögn heimildarmanna, einnig í fjöllunum í kringum Beirút. Harðir bardagar stóðu í þijá tíma snemma í morgun. Að því loknum mátti Libönsk kona flýr bardagana i kristna hluta Beirútborgar. Sfmamynd Reuter heyra skothríð annaö slagið víös vegar um borgina. Ekki er vitað um mannfall í þessum alvarlegustu bardögum síðan vopnahléi var lýst yfir fyrir eliefu dögum. íbúar austur-hluta Beirút hafa oröið vitni að falli um fimmtán vopna- hléa síðan í lok janúar þegar átökin milli kristinna hófust. Þeir era van- trúaðir á að varanlegt vopnahlé náist í þessum harðskeyttu bardögum trúbræðra. Fullyeldisyfirlýsing Litháen: Gorbatsjov segir hana ólögmæta Þessi kona var ein þeirra sem tóku þátt í fagnaðarlátum í Litháen í kjöifar þess að lýðveldiö var lýst fullvalda ríki. Símamynd Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti kvaðst í morgun telja að yfirlýsing Litháens frá á sunnudag þess efnis að lýðveldið væri nú fullvalda ríki væri ólögmæt og ógild. Þá vísaði hann alfarið á bug viðræðum stjórn- valda í Moskvu og stjómvalda í Eystrasaltslýðveldunum þremur - Litháen, Eistlandi og Lettlandi - um sambandsslit. Þessi ummæli lét Gor- batsjov falla á öðrum degi sérstaks fundar fulltrúaþings Sovétríkjanna í morgun. Vestræn ríki hafa flest brugðist við yfirlýsingu Litháen, eins fimmtán lýðvelda Sovétríkjanna, um endur- heimt sjálfstæðis þess af varfærni. Þing Litháa, sem á sunnudag lýsti lýðveldið fullvalda ríki, hefur hvatt Moskuvstjórnina og Gorbatsjov for- seta persónulega til að viðurkenna sjálfstæði þess og hefja viðræður þegar í stað um sambandsslit við ríkjasamband Sovétríkjanna. Flestir vestrænir ráðamenn fögn- uöu hugmyndum um sjálfstæði Lit- háa í gær en viðbrögð þeirra ein- kenndust þó af varfærni. Sumir gáfu til kynna að þeir hygðust bíða og sjá til hvort viðræður Litháa og Moskvuyfirvalda hefðu í för með sér breytingar áður en þeir brygðust við á afgerandi hátt. Sumir sögðu að „yfirlýsing um sjálfstæði", sem lithá- iska þingið samþykkti síðla dags á sunnudag, jafngilti ekki því að nýtt ríki hefði veriö stofnað. Bandaríkin fögnuðu yfirlýsingunni en sögðust ekki geta viðurkennt hina nýju ríkisstjóm Litháen. Aðstoðar- utanríkisráðherra Bretlands, Will- iam Waldegrave, lýsti í útvarpsvið- tali í gær yfir ánægju Breta með það sem gerst hefði í Látháen. Hins vegar þyrftu bresk yfirvöld líklega að hafna beiðni um viðurkenningu eins og sakir stæðu. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Sten Andersson, sagði sjálfstæðisyfirlýs- ingu Litháa „sterka yfirlýsingu um vilja þjóðarinnar“ en lét hjá líða að minnast á viðurkenningu eins og stjómarandstöðuflokkarnir höfðu fariö fram á. í Póllandi er málið við- kvæmt þar sem landamæri ríkjanna liggja saman. Yfirvöld í Varsjá segja að nær níu prósent Litháenbúa séu af pólskum uppruna og að ríkin tvö hafi verið sameinað konungdæmi í fjögur hundruð ár. Hið nýkjörna þing Litháens, þar sem þjóðernissinnar eru í miklum meirihluta, hélt áfram fundi sínum í gær. Þar var lagt 'að stjórn Moskvu að viðurkenna rétt Litháa til ákvarð- ana um sjálfstæði og hvatt til um- ræðna um slit tengsla Litháa og ríkjasambands Sovétríkjanna. Reuter Sovéska þingið fundar um nýtt forsetaembætti: Búist við samþykki í dag Fastlega er búist við að sovéska fulltrúaþingið samþykki i dag að setja á laggirnar nýtt embætti forseta sem þá myndi hafa framkvæmdavald. Hmb- ættið er sem sniðið fyrir Gorbatsjov, leiðtoga kommúnistaflokksins. Simamynd Reuter Næsta víst er talið að sovéska þing- ið samþykki í dag tillögur sem gera ráð fyrir því að forseti Sovétríkjanna fái framkvæmdavald og hafi þar með völd til jafns við ef ekki öllu meiri en forsetar Bandaríkjanna og Frakk- lands. í gær var ákveðið aö fresta atkvæðagreiðslu um þessar tillögur en fréttaskýrendur segja að allar lík- ur bendi til að þær fái nú samþykki, það er tvo þriðju atkvæða á fulltrúa- þinginu, þrátt fyrir mikil mótmæli umbótasinna og efasemdir margra miöjumanna. Hljóti tillögurnar samþykki má búast við að Gorbatsjov, núverandi forseti og leiðtogi kommúnista- flokksins, verði útnefndur frambjóð- andi flokksins til þessa embætti. Samkvæmt tillögunum mun forseti meðal annars hafa heimild til aö lýsa yfir neyðarlögum og herlögum, lýsa yfir stríði, leggja til hver skuli gegna ráðherraembættum og undirrita al- þjóðasamning. Margir róttækir full- trúar á þingi eru andvígir þessum tillögum sem Gorbatsjov lagði fram. Þeir segja að ekki vinnist tími til að ræða um þær sem og að í núverandi formi leggi þær of mikil völd í hend- ur einum manni og geti því leitt til einræðis í anda Stalíns. Umbóta- sinnar segjast hafa stuðning margra fulltrúa á þingi við andstöðu sína. Gorbatsjov og stuðningsmenn hans segja nauðsyn á að auka við völd forseta svo hægt sé að innleiða um- bætur. Nikolai Shmelyov, einn stuðningsmanna forsetans, sagði að í tillögunum væri trygging gegn því að einn maður setti á laggirnar ein- ræði. Þingfundi lauk í gær án þess að til atkvæðagreiðslu kæmi og verð- ur honum framhaldið í dag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.