Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Side 26
26 ÞRIÐJUÐAGUR 13,'MARS 199Q. Afmæli Sigurður Valur Ásbjamarson Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi, Sviðsholtsvör 2, Bessastaðahreppi, erfertugurídag. Sigurður fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Ytri-Njarðvík. Hann lauk stúdentsprófi frá ML, stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ1971-72, lauk sveinsprófl í pípulögnum frá Iðn- skólanum á Akranesi og prófi í tæknifræði frá Tækniskóla íslands. Sigurður stundaði pípulagnir hjá fóður sínum sumrin 1966-71, var gjaldkeri Landsbanka íslands á Keflavíkurflugvelli 1971-72, stund- aði sumarvinnu í pípulögnum hjá Hafsteini Sigurbjörnssyni á Akra- nesi 1972-73,'var bókari hjá tré- smiðjunni Akri á Akranesi 1973-74, var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness 1974-77 og við Fjölbrauta- skóla Akraness 1977-78 en jafnhliöa kennslunni sá hann um rekstur Bókhaldsskrifstofunnar sf. á Akra- nesi. Sigurður vann sumarstörf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodds- en 1979-81 og var fastráðinn tækni- fræðingur þar frá 1981-84, auk þess sem hann var jafnhliða bygginga- fulltrúi Bessastaðahrepps frá 1982 pg stundakennari við Tækniskóla íslands 1981-84. Sigurður var í fullu starfl fyrir Bessastaðahrepp frá 1984, varð þar sveitarstjóri sama ár og hefur verið sveitarstjóri og bygg- ingafulltrúi hreppsins frá 1985. Sigurðúr hafði jafnframt kennsl- unni umsjón með félagsmálum nemenda í Fjölbrautaskóla Akra- ness, var formaður Félags fram- haldsskólakennara á Vesturlandi og var jafnframt gjaldkeri Kennara- sambands Vesturlands. Hann er fé- lagi í Rotaryklúbbnum Görðum frá 1984 og í Lionsklúbb Bessastaöa- hrepps frá stofnun. Sigurður kvæntist 27.1.1973, Huldu Stefánsdóttur, f. 29.6.1954, húsmóður og bankastarfsmanni, dóttur Stefáns Teitssonar, fram- kvæmdastjóra Trésmiðjunnar Ak- urs hf., og Fríðu Lárusdóttur, kenn- ara við Tónlistarskóla Akraness. Sonur Sigurðar er Hjálmar Sig- urður, f. 7.5.1971, menntaskóla- nemi. Synir Sigurðar og Huldu eru Ásbjörn Sigurðsson, f. 27.7.1973, menntaskólanemi; Höskuldur, f. 11.11.1977; Stefán Valur, f. 29.11. 1987, og Lárus Kristinn, f. 25.5.1988. Systkini Sigurðar eru Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 25.1,1945, tónlist- arkennari, gift Páli Hannessyni; Guðbjörn Helgi, f. 31.3.1946, bygg- ingafræðingur á Keflavíkurflug- velli, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, og Guðmundur Ás- björn, f. 11.7.1958, húsasmiður, kvæntur Svanhildi Benediktsdótt- ur. Foreldrar Sigurðar eru Ásbjörn Guðmundssonar, f. 12.8.1925, pípu- lagningameistari, og Guðrún Sig- urðardóttir, f. 26.4.1925, húsmóðir. Ásbjörn er sonur Guðmundar, for- manns á Sandi og síðar í Hafnar- flrði, Guðbjörnssonar, b. á Sveins- stöðum undir Jökli, Bjarnasonar. Móðir Guðmundar var Helga Jóns- dóttir frá Sauðanesi í Reykjavík. Móðir Ásbjörns var Guðrún Ás- björnsdóttir, útvegsb. á Munaðar- hóli á Hellissandi og síðar í Ásbjarn- arhúsi þar, GOssonar. Móðir Guð- rúnar var Hólmfríður Guðmunds- dóttir frá Purkey á Breiðafirði. Guðrún, móðir Sigurðar, er dóttir Sigurðar, vélstjóra i Hafnarfirði, Kristjánssonar, b. á Arnarbæli í Grímsnesi, Sigurðssonar, b. á Tannastöðum í Ölfusi, bróður Þórö- ar, fræðimanns og ættfræðings, Sig- urðssonar, ráðsmanns í Þórukoti á Álftanesi, Erlendssonar, b. og smiðs á Krossi á Völlum. Móðir Sigurðar á Tannastöðumvar Helga Bjarna- dóttir, b. á Syðra-Velli í Flóa, Þor- grímssonar, b. í Ranakoti, Bergsson- ar, b. og hreppstjóra í Brattsholti, ættföðurBergsættarinnar, Stur- laugssonar. Móðir Kristjáns í Arnarbæli var Guðrún Magnúsdóttir, formanns í Engey, bróður Hólmfríðar í Ána- naustum, langömmu Jóns, sjó- manns á Eiðsstöðum, afa Hauks Hjaltasonar forstjóra og langafa Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Magnús var sonur Eyleifs „stóra“, formanns í Skildinganeskoti, Þorsteinssonar, b. á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, Eyleifssonar. Móðir Guðrúnar á Tannastöðum var Ingunn Gunnars- dóttir, b. í Hlíðarhúsum við Reykja- vík, Jónssonar „harða“, b. í Vorsabæ í Ölfusi, Þorkelssonar. Móðir Sigúrðar vélstjóra var Guð- rún Jónsdóttir eldra, smiðs í Hafn- arfirði, Árnasonar, b. og smiðs í Alviðru í Ölfusi, Helgasonar, b. þar, Árnasonar, b. í Þorkelsgerði í Sel- vogi, Bjarnasonar. Móðir Árna í Alviðru var Sigríður, systir Guðríð- ar, langömmu Halldórs Laxness. Móðir Jóns eldra var Ingveldur Jónsdóttir frá Strýtu. Móðir Guð- rúnar í Arnarbæli var Valgerður Árnadóttir, b. í Nýjabæ í Ölfusi, Eyjólfssonar, b. í Björnskoti á Skeið- um, Árnasonar, b. þar, Sigvaldason- ar, b. á Löngumýri á Skeiðum, Jóns- Sigurður Valur Ásbjarnarson. sonar. Móðir Árna í Björnskoti var Margrét Bergsdóttir, hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar. Móðir Guðrúnar, móður afmælis- barnsins, var Valgerður Jóna ívars- dóttir, sjómanns í Hafnarfirði, Jóns- sonar, b. í Haukshúsum, Jónssonar. Móðir Valgerðar Jónu var Ingveld- ur, systir Guðrúnar, móður Sigurð- ar, vélstjóra í Hafnarfirði. Sigurður tekur á móti gestum í veislusal Bessastaðahrepps, leik- fimihúsinu, á afmælisdaginn frá klukkan 20.30-23.30. Ólafur Gunnarsson Ólafur Gunnarsson framkvæmda- stjóri, Engihlíð 14, Ólafsvík, er fimmtugurídag. Ólafur fæddist á Akranesi en ólst upp á Fáskrúðsfirði og í Neskaup- stað. Hann stundaði vélvirkjun 1955-59 og nám við Vélskóla íslands 1959-61. Þá stundaði hann nám í skipavélatæknifræði í Warne- múnde í Þýskalandi 1961-64. Ólafur starfaöi við skipasmíðastöð í Bolzenburg í Þýskalandi 1964-65, var tæknifræðingur Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað 1965-68 og framkvæmdastjóri hennar 1968-84. Ólafur var framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1984-87 og framkvæmdastjóri Hrað- frysthúss Ólafsvíkur hf. frá 1987. Ólafur sat í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1972-84, í stjórn Icelandic Freezing Plants Ltd í Grimsby á Englandi 1980-85 og sat í Síldarútvegsnefnd 1974-80. Kona Ólafs er Helga Friðriksdótt- ir, véltæknifræðingur og kennari við Iðnskólann í Reykjavík, f. 16.8. 1941, dóttir Gertrud og Florian Radtke en faðir hennar er fyrrv. skógarvörður í Þýskalandi. Fósturdóttir Ólafs er Hafrún, f. 7.1.1971. Gunnar á tvo bræður. Þeir eru Magnús Gunnarsson arkitekt, f. 30.3.1944, búsettur í Broadford Isle ofSky í Skotlandi, kvænturMoraq, f. 14.8.1951, en börn þeirra eru Gréta, Andri og Marteinn, og Gunn- arlngi Gunnarsson, f. 14.4.1948, raftæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri, kvæntur Vigdísi Hallgrímsdóttur, f. 13.12.1949, en börn þeirra eru Inga Hrund og Ket- ill. Foreldrar Ólafs eru Gunnar Ólafs- son, f. 21.6.1911, fyrrv. skólastjóri í Neskaupstað, og Ingibjörg Magnús- dóttir, f. 6.6.1918, fyrrv. bókavörður í Neskaupstað. Gunnar er sonur Ólafs, b. á Þverá í Miöfirði og síðar verkamanns í Reykjavík, Halldórssonar, verka- manns á Hvammstanga, Ólafssonar. Móðir Gunnars var Jóhanna Mar- grét Halldórsdóttir, b. á Kárastöðum í Þingvallasveit, Einarssonar. Ingibjörg, móðir Ólafs, er dóttir Magnúsar, leigubílstjóra í Reykja- vik, sem náði hundrað ára aldri í ágúst 1988, Ólafssonar, b. í Þormóðs- dal í Mosfellssveit, Þorsteinssonar, b. á Norður-Reykjum í Mosfells- sveit, Bjarnasonar, bróður Margrét- ar, langömmu Mörtu, móður Man- freðs Vilhjálmssonar arkitekts. Margrét var einnig móðir Bjarna, langafa Magnúsar Jóhannessonar siglingamálastjóra. Móðir Þorsteins á Norður-Reykjum var Málmfríður Ólafsdóttir, b. og formanns í Tungu í Grafningi, Jónssonar, b., hrepp- stjóra og formanns á Ölfusvatni, Snorrasonar. Móðir Ólafs Þor- steinssonar var Anna Ólafsdóttir, b. í Hvammi í Ölfusi, Ásbjörnsson- ar, b. á Grænhóli í Ölfusi, Snorra- sonar, bróður Jóns á Ölfusvatni. Móðir Önnu var Inghildur, systir Jóns, langafa Halldórs Laxness. Ing- hildur var dóttir Þórðar, b. á Vötn- um í Öfusi, Jónssonar og konu hans, Ingveldar Guðnadóttur, b. í Reykja- koti, Jónssonar, ættföður Reykja- kotsættarinnar, langafa Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Magnúsar leigubílstjóra var Ingibjörg, dóttir Magnúsar, b. í Ártúnum á Rangárvöllum, Her- mannssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Grímsdóttir, systir Helgu, langömmu Þorgríms Magnússonar, forstjóra BSRB. Móðir Ingibjargar var Sigríður Þórðardóttir, b. í Fífl- holtshjálegu í Landeyjum, Guð- mundssonar og konu hans, Ingi- bjargar Jónsdóttur, systur Gróu, Ólafur Gunnarsson ömmu Guðmundar, afa Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkisráð- herra og langafa Hauks Helgasonar aðstoðarritstjóra. Móðir Ingibjargar, móður afmæl- isbarnsins, var Jónína Þorsteins- dóttir, b. í Stóragerði og sjómanns frá Eyrarbakka, Jónssonar og ísleifs Magnússonar frá Laugarvatni. Bjami Georgsson Bjami Georgsson, fyrrum sjó- maður, Vatnsstíg 11, Reykjavík, varð fimmtugur í gær, 12. mars. Bjarni er fæddur á Neðri-Mýrum í Austur-Húnavatnssýslu en flutti þaðan fjögurra ára að aldri. Þegar hann var nítján ára gamall fór hann til sjós og starfaði lengi við það en síðustu árin vann hann við bygging- arvinnu. Sambýliskona Bjarna er Ásta Baldvinsdóttir frá Dæli í Skagafirði. BörnBjarnaeru: Guðfinna, f. 27.12.1962, banka- starfsmáður, búsett í Reykjavík, gift Jóhanni Baidurssyni dúklagningar- manni. Árni Jóhannes, f. 6.10.1964, skip- stjóri, búsettur á Patreksfirði. Brynjar, f. 23.12.1965, hugvitsmað- ur, búsettur í Reykjavík. Georg, f. 16.9.1975, nemi. Bjarni á 13 alsystkini. Þau eru: Guðrún, Aðalheiður Rósa, Sigurvin, Valný, Þorgils, Áslaug, Kristján Georg, Ester, Ingvar, Haukur, Heið- ar, Elsaog Jónas. Foreldrar Bjarna voru Georg Jón- asson og Guðfinna Bjarnadóttir. Bjarni Georgsson / Biluöum bílum ^ á að koma út fyrir Ættfræðinámskeið Hin vinsælu ættfræðinámskeið hefjast á ný í næstu viku og lýkur í apríllok. Leggið grunninn að skemmtilegri, fræðandi tómstunda- iðju. Þátttakendur fá þjálfun í ættrakningu og afnot af alhliða heimildasafni. Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson. Upplýsingar og fnnritun í síma 27101. Ættfræðiþjónustan tekur saman niðjatöl og ættartölur fyrir ein- staklinga og fjölskyldur. - Mikið úrval ættfræðibóka til sölu. Hring- ið og fáið senda ókeypis söluskrá. Ættfræðiþjónustan - sími 27101. Til hamingju með afmælið 13. mars 80 ára 60 ára Birna Ingimarsc Furulundi 10F, A óttir, kureyri. Guðmundur Kristinsson, Grænumýri, Seltjarnarnesi. Ingvar Gunnlaugsson, 75 ára Heimahaga 12, Selfossi. Tryggvi Valdimarsson, Starmóa3,Njarövik. Hannes Erasmu Hagatúni9,Höfn sson, íHornafirði 50ára Ingólfur Kristjánsson, Fjarðarási 21, Reykjavík. 70 ára 40 ára Guðrún Kristín Hjartardóttir, Bjarni F. Magnússon, Skarðshlíð29C,Akureyri. Hafnarbyggðl6,Vopnafirði. Slys gera ekki boð á undan sér! &uss UUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.