Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. Spumingin Tipparðu í Getraunum? Ragnar Borgþórsson umboðsmaður: Nei, það geri ég ekki nú orðið. Ég gerði það fyrir nokkrum árum en nú þekki ég ekki einu sinni liðin. Þóra Vilbergsdóttir húsmóðir: Nei en ég hef tekið þátt öðru hvoru með litlum árangri. Arna Ýrr Sigurðardóttir læknaritari: Nei en ég hef prófað að tippa nokkr- um sinnum. Björn Halldórsson, 11 ára nemi: Nei en ég prófaði þaö emu sinni og fékk fjóra rétta. Sveinn Björgvinsson nemi: Ekki að staðaldri en ég hef prófað það með afar lélegum árangri. Steingerður Ingvarsdóttir nemi: Nei, en ég hef prófað aö tippa með núllár- angri. Lesendur Stjórmnálamenn hætti að stjóma: Ættarveldið taki við Sitjandi ríkisstjórn. - „Kjósendur gera ekki sömu kröfur til stjórnmála- manna og hluthafar fyrirtækja til stjórnenda þeirra" segir hér m.a. Magnús Ólafsson skrifar: Þeir á Stöö 2 voru í fréttatíma sín- um sl. miðvikudag að rekja ættar- tengsl þeirra sem stjórna stærstu fyrirtækjunum hér á landi. Það er nú ekkert nýtt fyrir okkur að frétta þetta. Það mætti hins vegar vera umhugsunarefni hvers vegna þessir aðOar hafa svo mikil umsvif sem raun ber vitni. - í flestum tilfellum er það vegna þess að þeir hafa verið forsjálir, ekki flanað að neinu í við- skiptum sínum og haldið utan um þá fjármuni sem þeim hefur verið trúað fyrir. Þetta er dálítið önnur formúla en notuð hefur verið hjá stjórnmála- mönnum okkar undanfarna áratugi. í ríkisstjórnir lands okkar hafa valist að meirihluta til menn sem ekkert erindi hafa átt þangað, allsendis reynslulausir á sviði reksturs fyrir- tækja, allflestir, og hafa auk þess orðið kærulausir um sameiginlega fjármuni ríkisins þegar þeir fmna að þjóðin, kjósendurnir, gera ekki sömu kröfur til þeirra eins og hluthafar fyrirtækja gera til stjórnenda þeirra. Það er löngu oröin ljós sú stað- reynd að á meirihluta íslenskra stjórnmálamanna má líta sem eins konar gauka sem eru frekir til mat- arins og láta sér ekki nægja það sem þjóöfélagið býður upp á og aðrir verða aö sætta sig viö. Þótt sumir þessara stjórnmálamanna hafi valist til starfa fyrir tilstilli og með sam- þykki sumra þeirra sem tilheyra hinu svokallaða ættarveldi í landinu er langt í frá að þeir hafi mætt þeim væntingum sem búist var við. Það hefur svo reynst erfitt að ýta þeim frá, þótt ekki vanti viljann, því oft reynist erfitt að flnna hæfa menn sem vilja lúta þeim lögmálum sem stjórnmál í landi nokkurra ættar- velda krefjast. Þess vegna sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem fá einkunn allt frá því að vera „slakir“ niður í „óhæfir" á meðan mörg fyrir- tækin í einkaeign njóta hæfileika- manna - úr röðum ættarveldanna eða annarra sem einnig hafa verið keyptir sérstaklega (t.d. með góðum launum og ýmsum fríðindum) - til aö sjá um og reka þau af skynsemi og harðfylgi. Þáð er því ekkert fjarstæðukennt að setja fram þá hugmynd að í stað hinna óhæfu stjórnmálamanna verði dugmiklir einstaklingar úr athafna- lífinu fengnir til að taka aö sér stjórn á því sem hægt er að kalla fámennt og tiltölulega einfalt þjóöfélag eins og vissulega ætti að geta verið hér. - Það verður þó örugglega krafan þeg- ar næst verður stokkað upp hér fyrir almennar kosningar. Kreppulánasjóður fyrir nútímahöfunda Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ekki er við mig að sakast, heldur Sjónvarpið, að upplýst var um orðuumsókn Thors Vilhjálmsson- ar. Hann kom fram í Sjónvarpinu ásamt sendiherra og lét kynnir þess getið að sækja yrði um slíka orðu. - Þar með þurfti Thor ekki að vera með „betlistaf í hendi“ því aö venja er að velja milli umsækj- enda. - Guðmundur Haraldsson skáld sótti um orðuna en fékk ekki og er sárreiður. íslenskur skáldskapur er um þessar mundir á kreppuskeiði. Það er áhyggjuefni þeirra sem bók- menntum unna. - Er bæði æskilegt og nauðsynlegt að stofna kreppu- lánasjóð sem veitir nútímahöfund- um styrki í stað eldri „listamanna- launa". Thor notar í svari sínu til mín (í pv hinn 2. mars sl.) sama munn- söfnuðinn og í sögunum. - Þannig talar hann um „geðvilpu" sem gæti að mínu mati verið einkunnarorð fyrir skáldskap hans allan. Á þýskri hraðbraut í umferðinni hér og erlendis: Menning og ómenning Dagný hringdi: Ég var aö lesa í morgun nokkur orð sem Víkveiji Morgunblaðsins var að setja á blað um umferðar- menningu hérlendis og erlendis. - Ég get tekið heils hugar undir þetta hjá honum og hringdi til Mbl. til að setja inn nokkur orð frá mínum bæj- ardyrum séð. En þar sem alltaf var á tali þar í þau skipti sem ég hringdi sný ég mér til DV í staðinn. Tillitssemi í umferðinni er nefni- lega ekki alltaf á þjóðvegunum er- lendis. Og sammála er ég Víkveria um aö í Þýskalandi eru ökumenn oft afar frekir og jafnvel ókurteisir á stundum. Þeir hika ekki við að aka nálgt manni og hræða nánast úr manni líftóruna ef þeim fmnst maður hafa „gert á hluta þeirra". Svona er þetta líka á Ítalíu og víð- ar. Ég held að Frakkarnir séu einna tillitssamastir í akstri á þjóðvegum Evrópu. En í borgunum þar í landi er rétt eins og að aka hér í mið- borginni. Hver fyrir sig og ekkert múður! Þá vil ég víkja örlítið að aksturs- venjum í Bandaríkjunum. Þar er svo komið í allt annan heim þegar maður er í umferðinni. Á þjóðvegum er mjög gott eftirlit og Tóggæsla þar mikil enda dugar þar ekkert annað en reglurnar vilji maöur ekki taka áhættuna á sektum. Lögregla þar er þó mjög tilhliörunarsöm gagnvart útlendingum. - í borgunum taka menn mjög mikið tillit hver til ann- ars og gefa réttinnn óspart, t.d. á gatnamótum. Ég hefi ekki ekiö í landi þar sem tillitssemin er eins mikil við akstur og í Bandaríkjunum. Ég held að þetta með aksturslag og tillitssemi sé undir því komiö hvað fólki er kennt í byijun, t.d. í skólum. Ég veit ekki til þess að hér sé fastur liöur sem flokkast undir umferðar- menningu og kenndur í skólum. Þó getur það verið. Og eitt er víst að umferðarmenning hér fer þó síbatn- andi og er ekkert lík því sem áður þekktist. Menn eru farnir að „gefa réttinn“ annað slagið en það þekktist alls ekki áður. Mér finnst því eins og Víkveija Mbl. að umferðarmenn- ingin hér sé alls ekki sú versta sem þekkist. En við megum enn bæta okkur og við eigum langt í land með að ná Banaríkjamönnum hvaö varö- ar umferðarmenningu. Með minnk- andi stressi og þegar við komumst niður á jörðina eftir verðbólgu- og eyðslufylhríið verður þetta í lagi. - Því spái ég. Ríkissala á vínföngum: Nú víkja bæði rauð og hvít... Viðskiptavinur skrifar: Eru engin takmörk fyrir yfirgangi og allt að því frekju yfirstjómar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins? - Ég man ekki betur en þegar núverandi forstjóri ÁTVR hóf störf hjá fyrirtækinu hafi hann lýst því yfir að hann hefði ekkert vit á vín- fóngum. - Nú virðist hann vera orö- inn alvitur hvað snertir smekk manna fyrir hinum ýmsu tegundum af léttum og sterkum vínum. Mörg frábær vín eiga nú að víkja, bæði rauð og hvít, og enginn veit hvað kemur í staðinn. Forstjórinn ætti að gera sér grein fyrir því að fólk þróar með sér bragðsmekk sem gleymist seint eða aldrei. Vitað er að menn hafa drukkið sömu tegund, t.d. af viskíi, alla ævi. - Hvar eiga nú aðdáendur Bels, Teachers eða Tan- queray að fá sínar tegundir? Skyldi eiga að bjóða þeim upp á sérpöntun og þá á sérverði? Neytendur hafa sínar þarfir. Sumir vilja kaupa vín í stórum flöskum, aðrir í litlum skömmtum. Nú verður Seagrams V.O.-unnandi að kaupa, veskú heilflösku - þó svo aö nægilegt magn hefði verið 275 ml - eða buddan leyfði ekki meir. Furðulegust er þó dreifmgin á bjórnum. Vilji maður, búsettur á Seltjarnarnesi, kaupa sér Urquell- bjórinn skal hann aka um 10 km leið upp í Árbæ, jafnvel þótt næsta útsala sé á Lindargötunni, og veröur innan skamms opnuð á Seltjarnarnesi. Þessar vangaveltur ættu að verða til þess að opna umræður um nauð- syn ríkisrekstrar eða ekki ríkis- rekstrar með þessar vörur og von- andi láta fleiri lesendur frá sér heyra og mótmæla þessu fyrirkomulagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.