Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 13,'MARS 1990.
dv Sandkom
þingi
Inýjustuút-
Kátu Isltnskr.i
fyrirtælqa,sem
Fróði gefurút.
erSiálfstæðis-
flokkurinná
sínumstaðnö
vandn. Þarer
tíundaðheim-
ilsfangflokks-
ins og fleira þess háttar og einnig
helstu toppmenn flokksins. Formað-
urersagðurÞorsteinn Páissonal-
þingismaður. Þá kemur að varaform-
anni: „Varaformaður: Davíö Oddsson
alþingisraaöur.“ Siðast þegarfréttist
var Davið ennborgarstjóri og óskilj-
anleg sú ós vifni að taka þaö embætti
barastasisonaafhonum. Getur verið
aö þeir þjá íslenskum fyrirtækjum
séu í nánu sambandi við völvu tíl aö
tryggja að fyrirtækjaskráin sé alltaf
„up todate". Verða virkilega þing-
kosningar áþessuári?? Þeir sem
furða sig á þessuog vilja fullnægj-_
andi svör ættu að spyrja ritstjóra ís-
lenskrafyrirtækja, Halldóru J. Raíh-
ar, mágkonu áðumeíhds Ix»rsteins.
ABCDE...
Þaðeraðbera
íbakkat'ullan
la'kinn að tíila
um„drengina
okkar“sem
fórutilTékkó
oglentuilO.
sæti. Þeirgrélu
álaugardags-
morgun,þjóðin
grét á lattgardagsmorgun og Jón
Hjaltalín grét á laugardagsmorgun.
gjransmennirnir stigu hins vegar
villtan stríðsdans á leikvcllinum cn
voru um leið furðu lostnir yflr hegö-
un rauðklæddra víkinganna. „Parlez
vbus, aUabaddarí transí biskví...þi'
komast áfram...parlez vous..þi’ fara
til Swede!!“ „Uhuhu...uhuhuuuuu...,“
sögðu snöktandi víkingarnir bara og
vissu ekkert í sinn haus. Svo þegar
fór að renna af mönnum kom í Ijós
að islensku víkingamir höfðu, sam-
kvæmt ummælum formanns Al-
þjóðahandknattleikssambandsins og
fleiri þar á bæ, þrátt íyrir allt unnið
til þátttöku á HM1993, við værum
aþjóð. Þeir bara vissu það ekki. Svo
kemur sami formaður síðar og segir
okkur vera béþjóð. Við skulum bara
vonaaðþeirkunniekkistafrófiðtíl.
enda hjá þessu merkissambandi því
annars er ekkí að vita hvar við iend-
um endanlega eftir árangurinn í
Tékkó.
Davíð á
Frábærárangur
Enþaðeru I
fleirisem sýna
fráb;t>ran ár-
anguráer-
lendrigrund.
Þánnig undir- ’
ritaði Stein-
grímurjoð
samgönguráð-
herrastórkost-
legt samkomulag milli samgöngu-
ráðuneytisins og ungverska við-
skiptaráðuneytisins um samksipti
landanna á sviði ferðamála: „í sam-
komulaginu er gert ráð fyrir að
stjómvöld í löndunum hvetji til sam-
vinnu milli ferðaskrifstofa og
... meðþaðfyrir augum.... Sér-
stakaáhersluáaðleggja.... Þá
hyggjast löndin auka sam-
vinnu... bæta hagkvæmaþekk-
ingu... leitast við að auka upplýs-
ingastreymi um ferðamál innanlands
og erlendis í þessum tilgangi." Les-
endur verða að ráða í eyðurnar. En
víst er að þetta er stórkostleg upp-
skera af heimsókn ráðherrans til
Ungverja, Sandkomsitari gerir ráð
fyrir að lesendur beiti sér með það
fyrir augum að leggja sérstaka
áherslu á að leitast við að skilja það.
Auglýsingar
Eftiröpuní
auglýsinga- ; ?
heimlnumhef-
urvcriötilum-
ræðu síðustu
daga.Sand-
komsrítari
flettí Tímanura; i
ísakleysisínuv
umhelginaog
sá á forsíöu auglýsingu frá Sklpadeild
Sambandsins og auglýsingu frá Eim-
skip á haksíðu. I báðum tii vikum em
kvenlegir fíngur að leika á tölvu-
lyklaboröi. Hvor varð á undan með
þessa afar fmmlegu hugmynd?
Umsjón: Haukur L. Hauksson
"7*
Fréttir
HM í knattspymu:
Getraunasedlarnir
tveir eru tilbúnir
- íslendingar, Danir og Svíar saman með getraunastarfsemi
Nú er heimsmeistarakeppnin í
handknattleik lokið og því tímabært
að snúa sér að þeirri næstu; heims-
meistarakeppni í knattspyrnu, sem
hefst 8. júní næstkomandi á Ítalíu.
íslenskar getraunir og samsvar-
andi getraunafyrirtæki í Danmörku
og Svíþjóð hafa sameinast um tvo
getraunaseðla með leikjum á HM á
Italíu. Búist er við geysilegri þátttöku
og gæti potturinn oröið á milli 100
og 150 miUjónir íslenskra króna.
Vika líöur milli leikja
Nú er búiö að raða leikjum á get-
raunaseðlana. Fyrsti leikur seðils nr.
1 er Sovétríkin - Rúmenía, sem verö-
ur leikinn 9. júní, en síðastur er leik-
urinn á þeim seðli er leikur Austur-
ríkis og Tékkóslóvakíu sem verður
leikinn 15. júní. Það verða því ein-
hveijir tipparar orðnir langeygir eft-
ir úrslitum undir lokin og bíða
spenntir eftir merki á síöasta leik.
Fyrsti leikur á seðli nr. 2 er viður-
eign Englands og Hollands, sem hefst
16. júní, daginn eftir að seðli nr. 1 er
lokið. Síðasti leikur á þeim seðli er
viðureign írlands og Hollands 21.
júní.
Leikir á seðli nr. 1 eru: Sovétrík-
in-Rúmenía, Sameinuðu Arabísku
furstadæmin - Kólumbía, ítalia -
Austurríki, Brasilía - Svíþjóð, Vest-
ur-Þýskaland - Júgóslavía, Kosta-
ríka - Skotland, England - írland,
Belgía - Suður-Kórea, Uraguay -
Spánn, Argentína - Sovétríkin,
Júgóslavia-Kólumbía, Kamerún-
Rúmenía og Austurríki - Tékkósló-
vakía.
Leikir á seðli nr. 2 eru:
England - Holland, Svíþj óð - Skot-
land, írland - Egyptaland, Belgía -
Uraguay, Argentina - Rúmenía, Ka-
merún - Sovétríkin, Vestur-Þýska-
land-Kólumbía, Ítalía-Tékkósló-
vakía, Brasilía - Skotland, Sviþjóð-
Kostaríka, Belgía - Spánn, Suður-
Kórea - Uraguay og írland - Holland.
Glöggir lesendur munu sjá að leik-
irnir eru þrettán á hvorum seðli eins
qg venja er í Danmörku og Svíþjóð.
íslenska sölukerfið verður tilbúið
með þrettánda leikinn er HM hefst.
-EJ
Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðumesja:
Okkur þóknanlegt að
Bláa lónið verði fært
„Það hefur ekkert verið um það
rætt ennþá hvernig kostnaður mundi
skiptast milli hitaveitunnar og
Grindavíkurbæjar ef af nýju baðlóni
yrði. Grindvíkingar eru að vinna að
hefldarskipulagi og samkvæmt því
verður lónið á nýjum stað. Við feng-
um fyrirspurn hingað um hvort hægt
væri að gera nýtt lón og hvað þaö
mundi kosta. Þaö var verið að svara
því þegar yfirmaður tæknideildar
gerði kostnaðaráætlun upp á tæpar
50 milljónir," sagði Júlíus Jónsson,
framkvæmdastjóri fjármálasviös
Hitaveitu Suöurnesja, í samtali viö
DV.
- Líst ykkur vel á hugmyndina um
nýtt lón?
„Við lögðum til á sínum tíma, áður
en baðhúsiö var byggt, aö færa lónið
eða gera nýtt lón, að vísu ekki eins
langt í burtu og skipulag Grindavík-
ur segir til um, heldur um 300 metra.
Sú hugmynd fékk ekki stuðning þá.
Það er okkur því mjög þóknanlegt
aö færa lónið þar sem það er fyrir
okkur eins og það er í dag.“
- Aðhvaðaleytierlóniðfyrirykkur?
„Lónið er einfaldlega of nálægt
okkur. Svo er ástandið ótryggt með
tilliti til öryggis. Menn eru hræddii
um að sjóðandi vatn streymi út í lón-
ið. Viö byggðum orkuver í fyrra sem
sennflega hefði verið staðsett annars
staðar hefði aðstaðan við lónið ekki
verið fyrir hendi. Svo þarf að endur-
byggja hljóðdeyfana, sem vatnið frá
verinu rennur úr, á þessu ári. Við
hefðum viljað fara með þá 50 metra
í burtu frá núverandi staðsetningu,
það er að segja út í mitt núverandi
lón. Það er því ýmislegt sem kemur
til.“
Júlíus sagði að auðvitað ættu menn
að nýta þá möguleika sem væru
fólgnir í svæöinu en á þann hátt að
sambúðin yrði sem best og menn
þrengdu ekki hvor að öðrum.
- Núhefurlóniðákveðnaímyndein-
mitt vegna núverandi umhverfis.
„Það er engin spurning. En ég held
að ef menn ætla að fara út í einhvern
meiriháttar bisness í tengslum við
lónið þá er það alltof nálægt okkur.
Stöðugur hávaði passar ekki nema
þegar túristar koma til að stoppa í
einn dag.“
-hlh
Aðstandendur Stígamóta við aðsetur miðstöðvarinnar.
DV-mynd GVA
Konur gegn kynferöislegu ofbeldi:
Miðstöðin Stígamót
tekin til starfa
Vestmannaeyjar:
Prófkjör hjá krötum í Eyjum
Alþýðuflokksfélagar í Vestmanna-
eyjum hafa haldið prófkjör til að
velja fólk á framboðslista fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar sem fram
fara 26. maí í vor.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, sem er
annar af bæjarfulltrúum flokksins,
fékk flest atkvæði. Kristjana Þorf-
innsdóttir varð í öðru sæti, Guöný
Bjarnadóttir varð í þriðja sæti, Ágúst
Bergsson í fimmta sæti, Þuríður
Guðjónsdóttir í sjötta sæti og Lárus
Gunnólfsson varð í sjöunda sæti.
Þorbjörn Pálsson, sem er annar
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
-sme
Samtök kvenna gegn kynferðis-
legu ofbeldi hafa opnað miðstöðina
Stígamót. Þangað geta konur og
höm, sem orðið hafa fyrir kynferðis- -
legu ofheldi, leitað. Starfsemi Stíga-
móta felst aðallega í ráðgjöf og
fræðslu. Ráðgjöfin fer ýmist fram í
einkaviðtölum eða í starfi sjálfshjálp-
arhópa.
í öllu starfi Stigamóta verður lögð
til grundvallar reynsla þeirra sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofheldi
og þekking þeirra sem kynnt hafa sér
þau mál.
Stígamót er staðsett að Vesturgötu
3 í Reykjavík. Öll þjónusta Stígamóta
er veitt endurgjaldslaust.
TVÆR NÝJAR SPENNUMYNDIR
KOMNAR Á MYNDBANDALEIGUR.
Slippstöðin á Akureyri:
Tekur við hálfsmíðuðu
fiskiskipi frá Svíþjóð
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Við erum í viðræðum við íslenskan
útgerðarmann um smíði á 35 metra
löngu skipi, þaö er ekki mikið meira
um það að segja á þessu stigi,“ sagði
Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri.
Útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
var meö 26 metra langt skip í smíöum
hjá skipasmíðastöð í Svíþjóð en sú
skipasmíðastöð varð gjaldþrota.
Slippstöðin hóf viðræður við þennan
Vestmannaeying um að kaupa skipið
frá Sviþjóð. Utgerðarmaðurinn hætti
hins vegar við að láta halda áfram
með skipið.
„Það er inni í dæminu að Slippstöð-
in kaupi þetta skip sem var byrjaö á
í Svíþjóö og geri það að 35 metra
skipi fyrir annan útgerðarmann en
við erum í viðræðum um það þessa
dagana. Ég er, held ég, orðinn frægur
fyrir bjartsýni en ég tel góðar líkur
á að af þessu verði, mér heyrist það.
Ef samningar nást ætlum við að
smíða þetta skip næsta vetur og skila
því vorið 1991,“ sagði Sigurður en
vildi ekki láta uppi hvaða útgerðar-
maöur það væri sem hlut ætti að
máli.
..Góó mynd . . . Hun verður vinsæl"
-Variety.
EINKARÉTTUR OG DREIFING:
ARNARSEL H/F, s. 82128
Opeartion Paratrooper
Blackout