Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 4
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990. Fréttir Stórveldaslagurinn í skák: Riddarinn fór á rangan reit Jóhann Hjartarson virtist ætla að eiga auðveldan dag í gær í tafli Norðurlandaúrvalsins við Banda- ríkjamenn. Hann átti í höggi við stórmeistarann Anatoly Lein, sem íslendingum er að góðu kunnur frá þátttöku sinni á skákmótum hér á landi. Lein gaf peð snemma tafls og var erfitt að koma auga á hvað bjó þar að baki. En Jóhann gætti sín ekki sem skyldi. Smám saman tókst Lein að skapa sér sóknarfæri á kóngsvæng og áhorfendum var hætt að lítast á hlikuna. Þá kom tímahrakið til skjalanna en það bjargaði og refs- aði mönnum til skiptis í gær, sem endranær. Lein átti vinningsleik með riddara sínum. Hann seildist eftir manninum en til allrar ham- ingju fyrir Jóhann lenti riddarinn á röngum reit. í einu vetfangi tókst Jóhanni að snúa taflinu sér í vil og er Lein féll á tíma gat hann ekki bjargað stööunni lengur. Hvítt: Anatoly Lein (Bandaríkin) Svart: Jóhann Hjartarson (Norður- lönd) Nimzoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Re2 Dc7 10. Bd3 e5 11. e4 Lein hefur ekki áhyggjur af því þó að hann missi dýrmætt miö- borðspeð. Betra er taliö 11. dxe5 Dxe5 og nú 12. Dc2, frekar en 12. f4?! Dd513.0-0.Hd8 og eftir drottn- ingakaup náði svartur yfirhönd- inni, en þannig tefldist skák Lars- ens og Friðriks (svart) í Dallas 1957! 11. - cxd4 12. cxd4 exd4 13. 0-0 Þetta er alvöru peðsfórn. Annars hefði hann leikið 13. Bb2. 13. - Rc6 14. h3 He8 15. Rg3 Re5 16. Bf4 Bd7 17. Bxe5 Dxe5 18. f4 Da5?! Eftir skákina hafði Jóhann á orði að 18. - De7 hefði verið mun örugg- ara. Nú nær Lein býsna hættulegri sókn. Skák Jón L. Arnason 19. e5 Rd5 20. Dh5 h6 21. Re4 He7 22. Hf3 Re3 23. Hg3 Kh8 24. Hg5! Óþægilegur leikur í tímahraki. 24. - Bb5 25. e6! f5 8 I w 7 ii I A 6 1 A A 5 WJl A UW 4 A Aú A 3 & <km A 2 * *■ A 1 ZL A B C D E F G H Norðmaðurinn Simen Agdestein tefldi geysilega vel á 1. borði fyrir Norðurlandasveitina i fyrstu umferð stór- veldaslagsins í skák. Á þriðjudagskvöldið tókst sovéska „birninum" Arthur Jusupov að leggja norska knatt- spyrnumanninn að velli en Simen er sem kunnugt er einnig landsliðsmaður í knattspyrnu. 26. Hxf5! Rxf5 27. Dxf5 Hxe6 Besta tilraunin en svartur getur enga björg sér veitt. Nú leiðir 28. Rf2! til vinnings á hvítt. Þá valdar Það vantaði ekki áhorfendur á næstsíðustu umferð stórvelda- slagsins í skák sem fór fram í gær- kvöldi. Meðal annars mættu: Siguröur Sígurðsson, fyrrverandi útvarpsmaður, Ingvar Ásmunds- son skólastjóri, Magnús Pálsson raftæknifræðingur og tvíburabróð- ir hans, Sæmundur Pálsson lög- regiuþjónn, Stefán Briem háskóia- kennari, Jörundur Hilmarsson ís- lenskufræðingur, Magnús Einars- son lögregluvarðstjóri, Jónas P. Erlingsson forstjóri, Hálfdán Her- mannsson flugvélstjóri, Torfl Ás- geirsson, fyrrverandibilstjóri, Þor- steinn Skúlason lögfræðingur, Eg- ill rakari, Sturla Pétursson skák- meistari, Jónas Elíasson verkfræð- ingur, Árni Emilsson bankastjóri, Andri Hrólfsson starfsmaður Flug- leiða, Jóhann Þórir Jónsson rit- stjóri, Kristinn Þorsteinsson bankastarfsmaöur, Stefán Bjarna- son, fyrverandi endurskoðandi, Ásgeir Þ. Árnason lögfræðingur, Helgi Samúelsson verkfræðingur, Kristján Silveríusson, eftirlauna- þegi og skákáhugamaður, Guð- finnur R. Kjartansson fram- kvæmdastjóri, Bragi Halldórsson kennari, Eyjólfur Bergþórsson heildsali, Hannes H. Stefánsson skákmaður, Andri Áss Grétarsson skákmaður, Inginmndur Sig- mundsson viðskiptafræöinemi, Ei- ríkur Hjálmarsson fréttamaður, Sigríður Indríðadóttir húsmóðir og Haraldur Blöndal hæstaréttarlög- maður. -SMJ riddarinn biskupinn og svartur getur ekki bjargað sér eins og í skákinni. Einnig er 28. - Hel +. 29. Kh2 Kg8 30. Bxb5 með hótuninni 31. Bc4+ og vinna drottninguna, vonlaust. En Lein var of bráður á sér. 28. Rf6? Hel+ 29. Kh2 Bxd3! 30. Dxa5 Hxal Jóhann hefur fengið tvo hróka fyrir drottninguna og nú ætti hann að vinna. Lein gerir honum lífið létt. 31. Dd2? Hxa3 32. Rh5 Hg8 33. Db4 Ha2 34. Rg3 Og Lein féll á tíma um leið en staða hans er töpuð. -JLÁ Alþingi: Litháar fengu heillaóskir Alþingi samþykkti í gær þingsá- lyktunartillögu um að senda lithá- ensku þjóðinni heillaóskir í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar hennar sem þjóðþing Litháa samþykkti á sunnu- daginn. í þingsályktuninni segir að Alþingi telji að sjálfsforræði þjóða með lýð- ræðiskjörnum þingum sé grundvöll- ur fijálsra samskipta og stuðli að friði í heiminum. Alþingi fagnar því sjálfstæði Litháens og væntir góðrar samvinnu við lýðræðiskjörna full- trúa hennar. -SMJ I dag mælir Dagfari Hjónabandssæla Nýlega var sagt frá skoðanakönn- un sem danskir félagsfræðingar stóðu fyrir um íslenska hjóna- bandssælu. Útkoman varð sú að þau hjónabönd endast best þar sem karlinn er hvað mest að heiman. Eftir því sem karlamir vinna meira eykst hjónasælan og ástin blómstr- ar best í svefnherberginu eftir því sem hjónin sjást sjaldnár. Dagfari þurfti enga Dani til að segja sér þetta, hvað þá skoðana- könnun. Almenn skynsemi segir allt um það að samband hjóna, sem eru saman í tíma og ótíma og karl- inn hangir yfir konunni eða konan yfir karlinum, fer næstum því allt- af í hundana. Fólk verður þreytt hvað á öðra, leiðist endalaus nær- vera, svo ekki ekki sé talað um það ónæði sem hlýst af því þegar annar makinn er sífellt að leita á hinn makann með ótímabærum kyn- mökum. Hver nennir að vera að gera það kvölds og morgna? Hins vegar er gott að fá staðfest- ingu á þessum grun og nú er um að gera fyrir kerlingarnar að senda karlana í vinnuna og láta þá strita myrkranna á milli því það gefur góða raun í hjónabandinu. Nú þarf engin eiginkona að hafa móral út af því þótt karlinn vinni fyrir heim- ilinu eða hann drepi sig á eftir- vinnu vegna þess að hún getur ver- ið viss um að hamingja þeirra hjónakornanna vex í hlutfalli við erfiðið. Því þreyttari sem hús- bóndinn er því betra. Eiginmennirnir þurfa heldur ekki að hafa samvisku út af því þótt það dragist aö þeir komi heim. Framvegis geta þeir meira aö segja hringt heim úr vinnunni og til- kynnt konunni að þeir komi alls ekki heim það kvöldið til að styrkja hjónabandiö. Þetta er sem sé pott- þétt aðferð til aö koma sér upp af- sökun fyrir þvi að fara ekki heim og nú geta eiginmenn lagt leið sína á bjórkrár og billjardstofur eða slegið í fyllirí með gömlu félögun- um fram eftir öllum kvöldum án þess að eiginkonan geti sagt orð. Allt er þetta í þágu ástarinnar í hjónabandinu. Enginn maður með viti leggur leið sína heim til konunnar um miðjan dag og allir ættu að forðast heimili sín og fjölskyldu um helg- ar. Ef menn hafa ekkert fyrir stafni á vinnustað sínum geta þeir alltaf farið út á lífiö og leitað sér að hjá- konum undir því yfirskini að hjónabandið sé stirt og þreytandi og þurfi lagfæringar við. Helst eiga ekki skjótast heim, ekki hringja, ekki senda skilaboð, heldur ein- faldlega hverfa sporlaust þegar þeim hentar. Ef konan múðrar geta menn dregið skoðanakönnunina upp úr vasanum og bent á það hvað danskir segja um íslenska hjóna- bandssælu. Það var kominn tími að Danir legöu eitthvað gott til málanna hér uppi á Islandi. Þeir áttu okkur skuld að gjalda eftir margra alda nýlendustjórn og það er þakkar- vert að danskir félagsfræðingar hafi loksins skammast sín fyrir meðferðina á íslendingum og gert hérlendum karlmönnum þann greiða að gefa þeim pottþétt alibí. Við áttum þetta inni hjá Dönum. Að því er eiginkonurnar varðar mega þær líka þakka fyrir þessa skoðanakönnun því nú geta þær rekið eiginmennina út þegar þær vilja á þeirri forsendu að hamingj- an í hjónabandinu þurfi á því að halda. Þær geta sjálfar farið á vertshúsin og gefið dauðann og djöfulinn í karlinn þegar sá gállinn er á þeim. Hvers vegna skyldu kon- ur láta sig hafa það að sitja uppi með grútleiðinlega karlpunga heima hjá sér þegar búið er að sanna það á vísindalegan hátt að hjónabandið þrífst best með því að vera sem mest í burtu livort frá öðru? Eftir þessa skoðanakönnun kem- ur auðvitað helst til greina hjá öll- um þeim hjónakornum, sem hafa áhuga á að hanga saman í hjú- skapnum, að hittast reglulega einu sinni í viku. Mæla sér mót á kaffi- húsi eða svefnherberginu á föstu- dagskvöldum en eyða að öðru leyti tíma sínum með öðru fólki og utan heimilis. Þau sem neyðast til að koma heim geri það til skiptis og aldrei bæði í einu. Þetta hafa Danir ráðlagt íslenskum skötuhjúum og veitir sannarlega ekki af þessari uppörvun í þeim hjónaskilnaðar- faraldri sem gengur yfir þjóðina um þessar mundir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.