Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Fréttir DV ræddi við fanga og starfsmenn að Litla-Hrauni: Sveitamenn og fangarnir bjarga því er bjargað verður - segir Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur „Þaö væri löng saga aö segja frá aðbúnaðinum hér. En viö erum mest 'ósáttir viö aö þurfa aö hýsa geðsjúkl- inga. Hér eru nokkrir fársjúkir menn og af þeim hafa hlotist stórvanda- mál. í tilfelli eins fangans átti geð- læknir aö koma einu sinni í viku. En enginn kom fyrr en þaö þurfti að sprauta fangann niöur - ekki fyrr en alll var komið í óefni. Þetta kemur niður á hinum föngunum og er auka- refsing fyrir þá,“ sagöi Magnús Ingi Gíslason, flokkstjóri fangavarða á Litla-Hrauni, þegar DV menn skoð- uðu fangelsiö í fylgd Ólafs Jens Sig- urðssonar fangaprests nýlega. „Það sem bjargar málunum er að' hinir fangarnir eru umburðarlyndir gagnvart þeim geðsjúku. Kynferðis- afbrotamenn verða yfirleitt ekki fyr- ir aðkasti eins og í erlendum fangels- um en þaö andar köldu til þeirra," sagði Ólafur. Fyrstu dagarnir eru martröð Þegar fangi kemur í afplánun á Litla-Hraun fer hann fyrst í A- álmuna, sem reist var á sínum tíma fyrir fanga er tengdust Geirfinnsmál- inu. í þessari álmu dveljast þeir geð- sjúku og þangað koma menn fyrst þegar þeir koma á Litla-Hraunið. Þegar DV ræddi við einn fangann sagðist hann aldrei geta gleymt þeirri óþægilegu lífsreynslu sem hann varð fyrir þegar hann var vistaður á með- al þeirra geðsjúku í byrjun afplánun- ar. Hann hafði aldrei komið áður á Litla-Hraun. Þegar menn eru vistaðir í A-álmunni má búast við ýmsum vægast sagt óþægilegum uppákom- um af hálfu þeirra geðsjúku. Menn verða hræddir, þeim líður illa og þeir verða fyrir lifsreynslu sem aldr- ei gleymist. Þetta er aukarefsing fyr- ir fanga og fangaverðimir þurfa að ganga í störf faglærðs fólks á geð- sjúkrahúsum. Ástæðan er að velferð- arþjóðfélagið árið 1990 býr ekki við betri kjör. Ósakhæfir geðsjúkir fang- ar eru geymdir í fangelsum. Ófaglærðir sveitamenn Samskipti fanga og fangavarða eru talin góö á Hrauninu. Þetta kom fram í máli beggja aðila. Samkomulag á milli fanga innbyrðis virðist líka vera prýðilegt. „Það sem í rauninni bjargar ástandinu fyrir horn vegna geðsjúku fanganna er að meðfangar þeirra eru mjög umburðarlyndir gagnvart þeim - þeir vernda þá að vissu leyti,“ sagði Ólafur. „Fanga- verðirnir eru sveitamenn úr ná- grannabyggöunum og það er þeim að þakka að föngunum líður yfirleitt sæmilega miöað við aðstæður. Þeir veita föngunum vissa sálarhjálp þó þeir séu á engan hátt lærðir til þess,“ sagði Ólafur. Má bjóða þér inn í skáp? „Skáparnir" eru minnstu klefam- ir. Þeir standa við svokallaðan Laugaveg í miðju fangelsi þar sem mest er umferðin. Ef skápafangi fær tvo í heimsókn þarf hann sjálfur að fara út. Rúm með dýnu og stein- steyptum gafli er það eina sem fang- anum er boðið upp á þegar þjóðfélag- ið dæmir hann í „betrun" og vill gleyma honum um hrið. Borði, stól og öðru þarf viðkomandi að „redda sér“ utan múranna. Það tekur marga mánuði að vinna sig upp í betri klefa í B-álmunni. Biðin eftir betri klefa verður löng fyrir þá sem búa núna við Laugaveginn. „Það er allt að fyll- ast af mönnum með langtímadóma,“ sagði einn fanginn. Iðjuleysið er verst DV ræddi ásamt fangaprestinum við tvo fanga sem eru að taka út langa afplánun. Þeir eru því í betri klefunum - tveir atorkufullir ungir menn: „Iðjuleysið er verst. Það gerir mann líka slæman í skapinu til lengdar,“ sagði annar þeirra. „Við höngum bara og getum lítið gert. Þessu mætti breyta þannig að við fengjum að vinna meira og íþróttaað- stöðuna mætti bæta,“ sögðu fangarn- ir. Annar þeirra stundar nám með góðum árangri við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þeir sögðust báöir vera óhressir með að geta ekki ræktað fjölskyldubönd 'betur - viö erum óþarflega mikið aöskildir frá vinum og ættingjum. Símamál hafa þó skán- að og við fáum að tala í 6 mínútur á dag í síma. Við megum hringja sjálf- ir í þrjár mínútur og aðrir mega hringja í okkur í aðrar þrjár. Síðan fáum viö frí en þau eru stutt -15 tíma fri fáum við á þriggja mánaða fresti. Fyrsta fríið fær maöur eftir eins árs afplánun,“ sögðu þeir. Frelsið ákvarðast af þremur mönnum Skiptar skoðanir eru á meöal fanga og fangavarða um fæðið á Litla- Hrauni. Fiskur er hafður í aðra hverja máltíð og ýmislegt annað í hinni máltíð dagsins. „En vandamál vegna matarins eru smáatriðið 1 samanburði við óskiljanleg störf Fullnustumatsnefndar," sagði annar fanginn. Ólafur fangaprestur segir að fang- arnir á Litla-Hrauni séu mjög ósáttir við störf og úrskurði nefndarinnar. Hún ákveður oft um örlög þessara manna - hvort þeir fá reynslulausn eða náðun eftir helming eða tvo þriðju afplánunartímans. Þarna get- ur munað heilum átta mánuðum í lífi manna. „Fangarnir skilja ekki eftir hvaöa reglum nefndin vinnur. Þetta er heit- asta málið hér á Litla-Hrauni. Menn segja oft að nefndin starfi eftir geð- þóttaákvörðunum. Hún er oft nefnd þriðja dómsstigið og hún er aðeins skipuð þremur mönnum,“ sagöi Ól- afur. Meðferð og hjálp sem fangarnir 55 fá á Litla-Hrauni er aðallega í gegn- um tvo menn, sálfræðing og fanga- prestinn. Félagsráðgjafi starfar að vísu hjá Fangelsismálastofnun en störf hans sem slíks fagmanns verða takmörkuð þar sem mikill hluti tíma hans fer í önnur óskyld mál eins og að útvega föngum peninga. Röskur fangahjálpari Dómsmálaráðherra réð nýlega , mann sem gegnir starfi svokallaðs fangahjálpara. Sá heitir Björn Ein- arsson og var hann staddur á Litla- Hrauni þegar DV kom í heimsókn. Björn hefur reynt ýmislegt sjálfur og vinna hans felst meðal annars í að ráðleggja föngum hvemig þeir eigi að undirbúa sig fyrir frelsiö. Björn veitir föngum einnig aðstoð við að komast í áfengismeðferð og fylgist vel með þeim þegar þeir fara á slíkar stofnanir. Bjöm veitir föngum ýmsa aðra hjálp. „Þetta er allt undir ykkur sjálfum komið hvað þið gerið þegar þið kom- ið út. Enginn getur tekiö þá ákvörð- un fyrir ykkur að forðast afbrot,“ sagði Björn við nokkra fanga sem tóku orð hans greinilega alvarlega. Villandi umtal Föngum finnst oft villandi umtal um þá vegna neyslu fíkniefna á Hrauninu. Þeir segja lítið vera um slíkt innan fangelsisveggjanna þó svo að einhvern tíma verði vart við að „slæðingur" sé þar stundum á ferð. „Frásagnir eru oft orðum aukn- ar og það er til skaða,“ segir Ólafur. „Litla-Hraun er lokaður staður og fylgst er með því að eiturlyf berist ekki þangað inn. Svo mikið er víst að þau eru í afar litlum mæli miðað við það sem gerist í opna samfélag- inu,“ sagði fangaprestur. Ólafur kemur minnst einu sinni í viku og gefur föngum kost á við- tölum. Þeir bera þá oft upp við hann ýmisleg vandamál sem þeir eiga við að etja í lífinu til dæmis vegna fjöl- skyldumála. Hann gefur föngum ráð og leiðbeinir þeim um hvemig skyn- samlegt er að standa að ýmsu bæöi í fangelsinu og eftir afplánun. Ólafur annast einnig allt helgihald sem kirkjan stendur fyrir í fangels- um. í vetur hafa guöfræðinemi og hljóðfæraleikari annast helgihald meö fangaprestinum. Auk þess koma Jóhann Guðmundsson, starfsmaður Háskólans, og kona hans einu sinni í mánuði og bjóða föngum upp á helgistund. Fangarnir á Litla-Hrauni eru menn með tilfinningar og þarfir eins og þeir sem eru utan múaranna. Þeir neita því ekki að þeir hafi unnið til vistar sinnar í fangelsinu. Hins vegar finnst stjórnvöldum greinilega allt í lagi að vista menn í „skápum" innan um geðsjúka þjóðfélagsþegna. -ÓTT Peningainarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbaekur ób. 3 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-6 Ib 6 mán. uppsögn 4-7 Ib 12mán. uppsögn 4-8 Ib 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3 Allir Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2.5-3 Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Sb Sterlingspund 13.6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb Danskar krónur 10,5-11 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13.0-13,75 Sb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggö . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,95-11 Bb Bandaríkjadalir 10,15-10,25 Bb Sterlingspund 15,85-17 Bb Vestur-þýsk mörk 10-10,25 Allir ' nema Ib Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 26 MEÐALVEXTIR óverðtr. maí 90 14 Verötr. maí 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mai 2873 stig Lánskjaravísitala april 2859 stig Byggingavisitala mai 541 stig Byggingavísitala mai 169,3 stig Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,841 Einingabréf 2 2,648 Einingabréf 3 3,186 Skammtimabréf 1,644 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,119 Kjarabréf 4,795 Markbréf 2,552 Tekjubréf 1,962 Skyndibréf 1.438 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,333 Sjóðsbréf 2 1.748 Sjóðsbréf 3 1.630 Sjóðsbréf 4 1,381 Vaxtasjóðsbréf 1,6470 Valsjóðsbréf 1.5500 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 500 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 145 kr. Hampiðjan 152 kr. Hlutabréfasjóður 178 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf. 163 kr. Eignfél. Verslunarb. 170 kr. Olíufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 164 kr. Tollvörugeymslan hf. 102 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. Næstminnstu klefarnir á Litla-Hrauni eru af þessari stærð. Þeir eru við svokallaðan Laugaveg og kallast „skápar“. Rúm með steinsteyptum gafli er það eina sem fanginn fær. Annað verður hann sjálfur að útvega í gegn- um aðstandendur utan múranna. Magnús Ingi Gíslason fangavörður i glerbúri við „Laugaveginn". Olafur Jens Sigurðsson fangaprestur i einum klefanna i B-álmunni þar sem langtímafangar eru vistaðir. Löng bið er eftir klefum af þessari stærð. „Skápafangarnir" verða bara að bíða, mánuðum saman. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.