Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 9
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. 9 Utlönd Leiðtogi Verkamannaflokksins, Neil Kinnock (fyrir miðju) lýsti í gærkvöldi yfir ánægju sinni með frammistöðu fram- bjóðenda flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Simamynd Reuter Að loknum sveitarstjómarkosningum 1 Bretlandi: Nefskatturinn íhald- inu dýrkeyptur Nefskatturinn, sem lagður var á í Bretlandi í síðasta mánuði, kostaði íhaldsflokk Thatcher forsætisráð- herra mörg sæti í sveitarstjórnar- kosningum sem fram fóru þar í landi í gær. Stór hluti kjósenda sýndi óánægju sína með skattinn í verki og greiddi fulltrúum Verkamanna- flokksins atkvæði sín. Þó gekk Verkamannaflokknum ekki eins vel og margar skoðankannanir höfði spáð fyrir um. Þegar búið var að telja í eitt hundr- að og sextíu af tvö hundruð og tíu kjördæmum í Englandi, Skotlandi og Wales höíðu íhaldsmenn tapað 268 sætum en unnið 71. Verkamanna- flokkurinn hafði aftur á móti unnið 340 sæti en tapað 39. Gott veður og sólskin víða um Bret- landseyjar í gær juku á kjörsókn sem var með besta móti. Þessar kosning- ar í gær eru stærsti prófsteinn á vin- sældir íhaldsflokksins síðan fyrir ári þegar flokkurinn þurfti að sætta sig við ósigur í kosningunum til Evrópu- þingsins. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, var að vonum ánægð- ur með þau úrslit sem lágu fyrir í gærkvöldi og sagði þau frekari sönn- un um aukinn stuðning við flokkinn. Forysta íhaldsflokksins sagði aftur á móti að frambjóðendum flokksins hefði ekki gengið eins illa og spár hefðu sagt til um. í skoðankönnun- um fyrir kosningar var því spáð að flokkurinn myndi missa alls fiögur hundruð sæti. íhaldsflokkurinn hefur tapað miklu fylgi síöustu vikur og mánuði, ef marka má niðurstöður skoðana- kannana. Samkvæmt sumum könn- unum hafði Verkamannaflokkurinn allt að 23 prósenta forskot á íhalds- flokkinn. Ihaldsflokkurinn getur þó stutt sig við niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Gallup sem birt- ist í Daily Telegraph í morgun. Sam- kvæmt þessari könnun hefur forskot Verkamannaflokksins minnkað ög nemur fimmtán prósentum. Fréttaskýrendur segja að hluta þessa vinsældataps megi rekja til nefskattsins sem og hárra vaxfa og vaxandi verðbólgu. Verkamanna- flokkurinn lagði áherslu á að kosn- ingarnar í gær snerust einkum um nefskattinn. Þessi skattur er lagður á alla fullorðna í landinu án tillits til tekna og kemur í stað eignaskatts. Nefskattinum er ætlað að íjármagna alla þjónustu sveitarfélaga. Mikil mótmæli gegn þessum skatti voru haldin í London fyrir mánuði. Þau mótmæli snerust upp í verstu og blóðugustu róstur sem átt hafa sér stað í höfuðborginni fyrr eða síðar. Reuter Kemur KGB-foringi til Noregs?: Titov vill vitna í máli Treholts KGB-forínginn Genadij Titov á það á hættu að verða handtekinn í Noregí þegar hann kemur þangað til að vitna í nýjum réttarhöldum yfir meinta njósnaranum Arne Treholt því hann nýtur ekki frið- helgi og hefur verið lýstur óvel- kominn. Titov, sem nýlega talaði við sænska sjónvarpið og danska út- varpið, sagði að hann væri meira en fús að ræða um samskipti sín viö Treholt og vitna í máli hans í Noregi. Lögfræðingurinn Carl A. Fleischer hefur þó sagt að vaninn væri að handtaka þá sem þykja óæskílegir í landinu. Eftir að Titov var lýstur það sem kallað er „non grata“ í Noregi árið 1977 hefur hann ekki leyfi til að koma þangað. Ame Treholt hefur sjálfur sagt í viðtali við sænska sjónvarpiö að í dag þættu samskipti hans við Titov og þaö sem þeim fór á milli ósköp eölilegt og venjulegt en á sínum tíma hefðu fundir þeirra ekki gefið góða imynd af sér í Noregi. Ilann bætti því einnig við að hann hefði ekki verið einn um þaö að hitta Titov því mun fleiri hefðu hitt hann reglulega. NTB Verkföll í Vestur-Þýskalandi Bylgja verkfalla gengur nú yfir Vestur-Þýskaland og eru starfsmenn Pósts og síma þar fremstir í flokki ásamt þeim er vinna í stál- og rafiðn- aði. í gær fóru um 8000 starfsmenn Pósts og síma í verkfall til að mót- mæla kröfum um aukna framleiðni. Talsmaður stéttarfélags póstmanna lofaði að ef samningar tækjust ekki mætti húast við fleiri verkfollum á næstunni. Skyndiverkfoll þessi auka mjög álagið á Helmut Kohl, kanslara Vest- ur-Þýskalands, sem er nóg þessa dag- ana vegna sameiningar þýsku ríkj- anna. Verkfóllin eru mikið áfall fyrir - aðaliðnaðarfyrirtæki landsins. IG Metall, sem er stærsta stéttarfé- lag í Vestur-Evrópu, fyrirskipaði stöðvun í gær og var það í þriðja skipti á skömmum tíma sem at- vinnulífið lamast. Fer fólk fram á að vinnuvikan verði stytt í 35 tíma, en nú er hún 37 tímar, og kaupið verði hækkað verulega. Rúmlega 230.000 starfsmenn stærstu fyrirtækja Vest- ur-Þýskalands, þ.á m. starfsmenn bílaverksmiðjunnar BMW og raf- tæknifyrirtækisins Siemens lögðu niður vinnu í þrjár klukkustundir í gær. Vestur-þýska stjórnin sagði að landið hefði ekki efni á því að stytta vinnuvikuna einmitt núna þegar það þyrfti að fjármagna sameingu þýsku ríkjanna. IG Metall sagði þó að þýski iðnaðurinn væri tilbúinn að fallast á málamiðlun en aðilar eru þó langt í frá að vera sammála um hvernig koma skuli á 35 tíma vinnuviku. Ef ekki verður búið að semja fyrir þriðjudaginn mun verða kosið um hvort stéttarfélögin boði til allsherj- arverkfalla. Reuter SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Hefur þú menntun og reynsífi sem nýtíst þér til að starfa að málefnum fatíaðra? Heftir þá löngun til að tafcast é við ný vcrfc- cfní í áhugaverða starfsumhverfi þar scm tæfcifærí bjóðast til nýsköpunar í vínnu- brögðum og samvinnu við sérfræðínga á ýmsum sviðum? Ef svo er víll Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norður- landí eystra benda þér á eftirfarandi: RÁÐGJAFAR- OG GREININGARDEILD Við deildina starfa tveir sálfræðingar og forstöðumaður leikfanga- safns. Deildin veitir ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna, stofnana sem þjóna fötluðum börnum jafnframt þvi að vera ráðgefandi i málefn- um fullorðinna og þeirra stofnana sem Svæðisstjórn rekur. Við deildína eru nú lausar þessar stöður-. 1 staða forstöðumanns leikfangsafns. Um er að ræða fjölbreytt og Iifandi starf sem gefur möguleika á ýmiss konar nýbreytni, þróun og þverfaglegu samstarfi. Mikil áhersla er lögð á að fötluð börn njóti almennrar þjónustu og fýlgir þvi starfinu meðal atinars samvinna við dagvistir viða í umdæminu. Umsækjendur hafi menntun á uppeldissviði og reynslu af að starfa með börnum á aldrínum 0-16 ára. 1 staða félagsráðgjafa. Félagsráðgjafmn tengist i starfi sinu sérfræðingum deildarinnar sem annars vegar vinna að málefnum barna og unglinga en hins vegar málefnum fullorðinna. VISTHEIMILIÐ SÓLB0RG, SÉRFRÆÐI- 0G ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Heimílið er sú stofnun Svæðisstjórnar sem Iengst hefur starfað og þar búa að jafnaði 45 þroskaheftir einstaklingar. Með samþykki stjórnvalda hefur verið ákveðið að þróa starfsemi þess i átt að sér- fræðí- og þjónustumíðstöð þar sem aðstaða verður fýrir stjórnsýslu o.fl. Til að svo megi verða þarf stærstur hluti ibúanna að flytjast á næstu árum i aðra búsetu, eins og t.d. sambýli. Fyrsta skrefið í átt til þessara breytinga er aukið sjálfstæði þeirra 6 íbúðardeilda sem nú eru á heimilinu og stóraukin dagþjónusta víð þá og aðra sem á slikri þjónustu þurfa að haida. Einnig verður stefnt að aukinní þjónustu í formí skammtimavistunar. Svæðisstjórnin vill ráða fólk með sérhæfða þekkingu og reynslu af stjórnun og skipulagsstöfum tíl að vinna að undirbúningi og fram- kvæmd þeirra breytinga sem verða á starfsemi Sólborgar i þá átt sem hér er lýst. Um þessar stöður er að ræða: 1 staða deíldarstjóra ibúðardeílda. Deildarstjóri hefur umsjón með rekstri 6 ibúðardeilda og Ieiðír það starf sem þar fer fram. Hann ber ábyrgð á starfsmannahaldi og tekur þátt i þverfaglegu samstarfi um mótun þjónustunnar og þeirra breytinga sem stefnt er að i rekstri heimilisins. 1 staða deildarstjóra dagdeílda. Deildarstjórinn stýrir þeirri dagþjónustu sem nú er veitt og vinnur að skípulagningu nýrra tilboða og þjónustuþátta. Hann ásamt öðr- um starfsmönnum mótar og samræmir þá dagþjónustu sem nú er rekin og verður rekin i nafni Svæðisstjórnar. 10 stöður deildarþroskaþjálfa. Deildarþroskaþjálfar óskast til starfa á öllum deildum heimilisins. Þeir ganga að hluta til vaktír og annast daglega verkstjórn og Ieið- sögn til starfsmanna hver á sinni deild. Þeir taka einnig virkan þátt í því þróunarstarfi sem stefnt er að í starfi heimilisins. SAMBÝLI 2 stöðar forstöðumanna. Svæðisstjórn rekur sambýli á 5 stöðum á Akureyri og eitt á Húsa- vik. lbúar sambýlanna eru samtals um 40. Við tvö þessara sam- býla eru Iausar stöður forstöðumanna. Annað sambýlanna þjónar fólki með langvinna geðsjúkdóma og starfar i tengslum við geðdeild FSA. 1 hinu sambýlínu búa þroska- heftir. Þessi störf bjóða upp á samvinnu við aðrar stofnanir Svæðis- stjórnar og þverfaglega vinnu. Nánarí upplýsingar um stöður þessar veíta: Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Svæðisstjórn- ar, sími 96-26960. Ráðgjafar- og greiningardeild: Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður, simi 96-26960. Vistheimílíð Sólborg: Sígrún Sveinbjörnsdóttir forstöðumaður, sími 96-21755. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Skriflegar umsóknir skal senda Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra, pósthólf 557, 602 Akureyri. Framkvæmdastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.