Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Simi 27022
Frjálst,óháö dagblað
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
Eurovision:
Blaðamenn
töldu
lagið best
íslenska lagið í Eurovision-keppn-
inni, Eitt lag enn, var kosið besta
lagið hjá blaðamönnum landanna
tuttugu og tveggja sem þátt taka í
keppninni í gær. Að sögn Grétars
Örvarssonar söngvara voru þau
mjög ánægð yfir þeim úrslitum sem
gæfi þeim vísbendingu um aö fólk
væri ánægt með lagið.
„Erfiðasti dagurinn hjá okkur er í
dag. Við förum í tvær æfingar í dag
og í kvöld verður rennsli þar sem
allur þátturinn verður sendur til
þeirra landa sem keppa eins og hann
mun veröa annaö kvöld. „Eg hef
grun um að þessi þáttur muni skipta
miklu máli því að dómnefndir munu
fylgjast meö útsendingunni," sagði
Grétar.
Blaðamenn frá hinum ýmsu lönd-
um hafa sýnt Grétari og Siggu mikla
athygli og þau hafa farið i allnokkur
viðtöl. Þau eru bjartsýn með lagið
og sögðust vona það besta. Að sögn
Grétars hafa þau leitt alla veðbanka
hjá sér - úrslitin koma í ljós á morg-
-^un. -ELA
Eldhúsdagur:
Júlíus boðaði
stofnun tveggja
sfjórn-
málaflokka
í eldhúsdagsumræðunum á Al-
þingi í gærkvöldi boðaði Júlíus Sól-
nes stofnun tveggja nýrra stjórn-
málaflokka. Hann sagði jafnaðar-
mannaflokk vera í burðarliðnum og
kjölfarið yrði stofnaður nýr fjölda-
flokkur hægra megin við miðju.
Hann spáði því að þessir tveir flokk-
ar myndu leysa núverandi stjórn-
málaflokka af hólmi í framtíðinni.
Fátt nýtt kom að öðru leyti fram í
þessum umræðum. Þær voru í öllum
atriðum eins og eldhúsdagsumræður
hafa verið síðustu áratugina. Stjórn-
arsinnar lofuðu verk ríkisstjórnar-
innar í hástert en stjórnarandstæð-
ingar fundu ríkisstjórninni og störf-
um hennar flest til foráttu.
Það kom fram í máli margra að
ástæðan fyrir andstöðu Sjálfstæðis-
flokksins við stofnun umhverfis-
málaráðuneytis væri vegna persónu-
legrar andstöðu þingmanna flokks-
^ins við Júlíus Sólnes.
■ Þá skerptu kvennalistakonur and-
stöðu sína við nýtt álver og stóriðju
yfirleitt. -S.dór
LOKI
Rifjað upp á eldhúsdegi:
Satt og logið sitt er hvað.
Sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir Ijúga.
Lögreglan fann í fórum þeirra grunuöu í morðmálinu:
Þýfi frá Esso
og smámynt
- blóðug fót
Við húsleitir, hjá fólkinu sem er
í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á
bensínstöðinni við Stórageröi, fann
lögreglan meðal annars þýfi sem
sarrnað er aö var tekið í innbroti á
einni af smurstöðvum Esso. Þaö
innbrot var framið fyrir nokkru.
Þetta hefur DV eftir öruggum
heimiidum.
Við húsleitir fundust einnig smá-
peningastautar - sömu gerðar og
voru teknir í bensínstöðinni við
Stóragerði. Ekki er sannað aö
stautarnir séu frá bensínstööinni
við Stóragerði. Þá fundust blóðug
föt í eigu eins karlmannsins. Sam-
kvæmt heimildum DV ber hann því
við að hann hafi lent í slagsmálum
og reyndar er talið líklegt að svo
send til Skotlands til ef
hafi verið. Hann hefur kært lík-
amsárásir til lögreglu tvisvar sinn-
um síðustu vikur. Fötin hafa verið
send til Skotlands þar sem blóðið
verður efnagreint.
DV hefur einnig upplýsingar um
að einn grunuðu mannanna hafi,
seint í síðustu viku, verið að skipta
smámynt í bönkum í miðbæ
Reykjavíkur. Eins og fram hefur
komið í fjölraiölum hefur RLR vopn
undir höndum sem grunur leikur
á að geti hafa verið notað til að
bana bensínafgreiöslumanninum í
síðustu viku. Annar mannanna
sem situr nú í gæsluvarðhaldi hef-
ur oftsinnis borið á sér bitvopn.
í upphafi lék strax grunur á um
að fikniefnaneytendur hefðu staðið
að baki morðinu. Neytendur í þörf
fyrir að ná sér í peninga til að fjár-
magna kaup á eiturlyfjum - dæmi-
gert athæfi fíkniefnaneytenda sem
fremja rán eða innbrot. Þau fjögur
sem nú sitja í varöhaldi í Síðumúla-
fangelsinu hafa öll verið neytendur
sterkra fikniefna. Tveir mannanna
hafa komiö viö sögu fikniefnalög-
reglunnar í Reykjavík. Annar
þeirra var viðriðinn innflutn-
ing á 700 skömmtum af LSD á síð-
astliðnu ári. Samkvæmt heimild-
um DV eru aö minnsta kosti tvö
þeirra sem nú sitja í Síöumúlafang-
elsinu mjög ílla farin eftir neyslu
ofskynjunarlyfja.
-ÓTT
Sóldýrkendur nýta sér fyrstu glætu vorsins til að sóla sig. Þessi yngismær í Hampiðjunni hallaði sér upp að trolli
þegar sólin skein hvað glaðast í gær og lét sig dreyma um sólríkt sumar. DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Sæmilegt
víðast hvar
Á morgun verður vestlæg átt,
skýjað vestanlands og ef til vill
súldarvottur í fyrramáliö en þurrt
síðdegis. í öðrum landshlutum létt-
ir tíl. Hiti víðast 6-12 stig, hlýjast
austanlands þar sem einnig verður
bjartast.
Sýn og Stöð 2
hafa sameinast
Stöð 2 og Sýn hafa sameinast. Skrif-
að var undir samninga í nótt. Hin
nýja sjónvarpsstöð ætlar að hafa
tvær sjónvarpsrásir og vera með
tvær útvarpsstöðvar, Bylgjuna og
Stjörnuna. Til stendur að stofna 800
milljóna króna almenningshlutafé-
lag á næstunni. Það verður stærsti
fjölmiðlarisinn hér á landi.
Mjög leynilegar viðræður hófust á
milh Sýnar og Stöðvar 2 fyrir nokkr-
um dögum. Segja má að þær hafi
staðið þrotlaust yfir síðustu fjóra
sólarhringana. Árangurinn leit dags-
ins ljós í nótt.
Hin nýja sjónvarpsstöð hyggst
verða með tvær sjónvarpsrásir.
-JGH
Hreggviður Jónsson:
Hafa margoft
boðið okkur
að koma yfir
Hreggviður Jónsson, annar tveggja
þingmanna Frjálslynda hægri
flokksins, neitar þeim orðrómi að
þeir Ingi Björn Albertsson hafi
ákveðið að ganga yfir í Sjálfstæðis-
flokkinn. „Þetta er ekki rétt.“
Hreggviður segir ennfremur að
þeir Ingi Björn íhugi um þessar
mundir framtíð Frjálslynda hægri
flokksins. „Við teljum okkur vera á
tímamótum um póhtíska framtíð
okkar.“
- En hafið þið rætt við sjálfstæðis-
menn að undanförnu um að ganga
yfir í Sjálfstæðisflokkinn?
„Það hafa engar viðræður átt sér
stað. Þeir hafa hins vegar margoft
boðið okkur að koma yfir, raunar
allt frá því að við stofnuöum Borg-
araflokkinn." -JGH
Látum ekki loka
- segja Amarflugsmenn
„Ég vona að flugmálastjóri átti sig
í þessu máli og ákveði að vinna með
okkur þannig að við fáum að greiöa
þetta með skaplegum hætti. Fólkiö
okkar þarf hka aö fá sín laun,“ sagði
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, en flug-
málayfirvöld hafa hótað að loka fyr-
irtækinu ef það stendur ekki skil á
um 1,4 milljónum í lendingargjöld
um hádegi i dag. Kristinn sagði að
aldrei kæmi til lokunar fyrirtækisins
vegna svo htils hluta af um mihjarðs
skuld félagsins. Hann sagðist vonast
til þess að hægt yrði að greiða starfs-
fólkinu laun innan fárra daga eftir
að búið væri að ganga frá ákveðnum
málum. -gse
NÝR GLÆSILEGUR
VEITINGASTAÐUR
í MIÐBORGINNI
uu/
jarlinn
TKYGGVAGÖTU
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00