Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 9
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. 9 Útlönd Skotárás á ferðamenn - blóðugar róstur á herteknu svæðunum Skotárás var gerö á langferðabif- reiö með þrjátíu og tveimur frönsk- um ferðamönnum í Amman í Jórd- aníu í morgun. Nokkrir ferðamann- anna eru sagðir hafa orðið fyrir skoti. Að sögn sjónarvotta er einn árásarmannanna sagður hafa hróp- að „Píslarvottarnir frá Gaza“. Morðin á Palestínumönnunum sjö í gærmorgun hafa hleypt nýju lífi í uppreisnina á herteknu svæðunum. Margir arabar eru sannfærðir um að um hafi verið að ræða samsæri gegn þeim en ekki verk eins ísraels- manns sem sagður er vanheill á geði. Lögreglan segir að morðinginn, sem er 21 árs gamall, hafi verið rek- inn úr hernum fyrir átján mánuðum. Hann hafði þá verið átta mánuði í fangelsi. Maðurinn tjáði lögreglunni í gær að hann hefði verið í uppnámi þar sem kærasta hans hefði yfirgef- iö hann og aö arabi hefði nauðgað honum þegar hann var 13 ára gam- all. Það var um sexleytið í gærmorgun sem árásarmaðurinn stöðvaði verka- menn frá Gazasvæðinu nálægt bæn- um Rishon LeZion sem er um 15 kíló- metrum fyrir suðaustan Tel Aviv: Þóttist byssumaðurinn ætla að kanna skilríki þeirra og skipaði þeim að setjast niður. Sjö menn létu þegar lífið er hann skaut á hópinn. Sex Palestínumenn til viðbótar hlutu skotsár. Var þetta blóöugasta árásin á araba frá því að uppreisnin á herteknu svæðunum hófst fyrir 29 mánuðum og óeirðirnar sem fylgdu í kjölfar árásarinnar í gær voru jafnmiklar og á fyrstu dögum uppreisnarinnar. Sjö eru sagðir hafa látið lífið í kjölfar skothríðar ísraelskra hermanna og að minnsta kosti sex hundruð manns á Gazasvæðinu eru sagðir hafa leitað til sjúkrahúsa vegna skotsára. Tugir manna á Vesturbakkanum eru sagð- ir hafa særst og tólf ísraelskir her- menn. ísraelskur veitingahússeig- andi var stunginn til bana í Jerúsal- em í gærkvöldi. Leiðtogar Palestínumanna í aust- urhluta Jerúsalem hafa boðað þriggja daga allsherjarverkfall til að mótmæla morðunum í gær og leið- togar í bæjum araba í ísrael hafa boðað sólarhringsverkfall. Fimmtiu menn hafa hafið hungurverkfall og . krefjast þeir aðgerða af hálfu Sam- einuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn frá því að uppreisnin hófst sem arabar í ísrael hafa boðað allsherjarverkfall til stuðnings aröbum á herteknu svæð- unum og óttast ísraelsmenn nú að uppreisnin geti breiðst út til ísraels. Útgöngubann var sett í morgun á yfir milljón araba á Vesturbakkan- um og Gazasvæðinu. Um hundrað námsmenn, bæði gyð- ingar og arabar, söfnuðust saman fyrir utan heimili Shamirs forsætis- ráðherra í Jerúsalem í gær og sögðu hann ábyrgan. Heimtuðu náms- mennirnir jafnharða refsingu til handa morðingjanum og arabi hefði fengið. Shamir fordæmdi í gær morðin en borgarstjórinn í Betlehem, Elias Freij, sagði í útvarpsviðtali í gær að það væri lítið gagn í fordæmingu þar sem ísraelskir glæpamenn hlytu jafnan væga dóma. Fyrr í þessum mánuði var rabbíi dæmdur í fimm mánaða fangelsi eftir að hafa játað að hafa skotið til bana arabískan skósmið sem var í hópi manna er köstuðu grjóti að ísraelsmönnum á Vesturbakkanum árið 1988. Reuter Frambjóðendum hótað lífiáti Bílasprengja sprakk í úthverfi Bogota i Kólumbíu í gærkvöldi og meiddust sjö manns. Sprengj- an sprakk aðeins nokkrum klukkustundum eftir að barátt- unni fyrir forsetakosningarnar þann 27. mai næstkomandi iauk. Lögreglan sakar kókainkónga um morð á þreraur forsetafram- bjóðendum undanfama níu mán- uði. Gaviria, frambjóöanda Frjálslynda flokksins, sem ekki hefur fariö leynt með andstöðu sina gegn eiturlyijasölunum, hef- ur margsinnis verið hótaö líf- láti. Reuter Færeyjar: Nýr formaður út- nefndur hjá Sam- bandsflokknum Sambandsflokkurinn í Færeyj- um hefur útneftit nýjan flokks- formann eftir að Pauli Ellefsen sagði af sér embættinu vegna ágreinings um skiptingu aflans til fiskvinnslustöðva. Nýi for- maðurinn er Edmund Joensen sem var kjörinn á þing 1988. Sambandsfiokkurinn hefur einnig tekið þá ákvörðun að Jog- van I. Olesen gegni áfram emb- ætti sjávarútvegsmálaráðherra. Sjávarútvegsráðherrann hafði veitt samþykki sitt fyrir að fisk- vinnslustöðvarnar fengju kvóta þar sem miðaö væri við ákveðinn kílóafjölda. Ellefsen og fleiri í Sambandsflokknum vildu hins vegar að aflanum yrði skipt eftir hundraðshlutum eins og ákveðið hafði verið fyrr i vor. Ritzau Á morðstaðnum við Rishon LeZion í gærmorgun. Símamynd Reuter Opið 9.00 - 18.00. Laugard. 13.00 -17.00. JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Nýbýlavegi 2, sími 42600 Opið 9.00 - 18.00. Laugard. 13.00 -17.00. ARSALA á notuðum bílum þessa viku Daihatsu Charmant '87, 1600, sjálfsk., 4 d., ek. 63.000, brúnn, v. áður 550 þús., v. nú 500 þús. Peugeot 205 XR '87,1400, 3 d., ek. 35.000, hvitur, v. áður 520 þús., v. nú 470 þús. Mercury Cougar '81, 8 cyl., sjálfsk., 2 d., ek. 80.000, blár, v. áður 450 þús., v. nú 300 þús. Lada Sport '88, 1600, 3 d., ek. 28.000, grænn, v. áður 560 þús., v. nú 520 þús. Skoda 105, '86, 1100, 4 d., ek. 30.000, blár, v. áður 120 þús., v. nú 90 þús. Skoda 105, '87, 1100, 4 d., ek. 25.000, hvítur, v. áður 160 þús., v. nú 130 þús. Dodge Aries '87, 2200, sjálfsk., 2 d., ek. 45.000, brúnn, v. áður 690 þús., v. nú 640 þús. Plymouth Duster '87, 2200, sjálfsk., 3 d., ek. 18.000 m., rauður, v. áður 630 þús., v. nú 580 þús. Skoda 105, '88, 1100, 4 d., ek. 22.000, hvitur, v. áður 200 þús., v. nú 170 þús. Skoda 105, '87, 1100, 4 d„ ek. 30.000, grænn, v. áður 155 þús., v. nú 120 þús. Skoda 105, '88, 1100, 4 d„ ek. 25.000, rauður, v. áður 200 þús„ v. nú 170 þús. Skoda 120, '87, 1200, 4 d„ ek. 18.000, brúnn, v. áður 180 þús„ v. nú 150 þús. Ford Escort '85, 1600, 5 d„ ek. 70.000, blár, v. áður 380 þús„ v. nú 320 þús. Renault Campus '88,1100, 3 d„ ek. 43.000, rauður, v. áður 495. v. nú 450 þús. Lada Sport '87, 1600, 3 d„ ek. 30.000, rauður, v. áður 460 þús„ v. nú 420 þús. Alfa Romeo '87, 1500, 5 d„ ek. 30.000, silfur, v. áður 550 þús„ v. nú 500 þús„ Chev. Monza '88, 2000, 4 d„ ek. 30.000, grænn, v. áður 710 þús„ v. nú 600 þús. Chev. Malibu '79, 6 cyl„ sjálfsk., 4 d„ ek. 128.000, grár, v. áður 270 þús„ v. nú 200 þús. Volvo 340 '85, 4 d„ ek. 40.000, blár, v. áður 450 þús„ v. nú 400 þús. Renault Turbo '86, 1600, 5 d„ ek. 60.000, silfur, v. áður 660 þús„ v. nú 550 þús. Chev. Monsa '88, 2000, sjálfsk., 4 d„ ek. 30.000, hvítur, v. áður 720 þús„ v. nú 610 þús. Dodge Aries '84, 2200, sjálfsk., 4 d„ ek. 66.000 m, silfur, v. áður 380 þús„ v. nú 340 þús. Fiat Duna '88,4 d„ ek. 40.000, rauð- ur, v. áður 380, v. nú 300 þús. Toyota Camry XLi '87,2000, sjálfsk., 4 d„ ek. 170.000, hvítur, v. áður 710 þús„ v. nú 550 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.