Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 5
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
dv Fréttir
Sumarbústaðir við Lagarfljót hjá
Fellabæ. DV-mynd Sigrún
Mikil aðsókn í
sumarhús
bænda á Héraði
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum;
Á Héraði eru nú 10 sumarhús til
útleigu hjá bændum. Þau eru nú þeg-
ar nær fullbókuð og að mestum hluta
eru þau leigð starfsmannafélögum
eða fyrirtækjum sem borga fyrir-
fram og skipiúeggja dvölina sjálf. Það
eru því síðustu forvöð fyrir einstakl-
inga aö nota þennan háttinn til að
dvelja í Austfjarðasólinni í sumar.
En svo eru Alþýöusamband íslands
og Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja með fjölda bústaða á Héraði og
nú er Landsbankinn að heíja bygg-
ingu sumarhúsa í landi Ketilsstaða á
Völlum.
Kirkjubæjarklaustur:
Tónlistar-
gyðjan
dýrkuð
Valgeir Ingi Ólafeson, DV, Klaustri:
Óhætt er að segja að tónhstargyðj-
an hafi ákaft verið dýrkuð hér í sveit-
inni undanfarið. Nýlega efndi karla-
kórinn Skafrenningur til hátíðar í
félagsheimilinu Kirkjuhvoh. Kórinn
hefur æft stíft i allan vetur undir
stjóm Guðmundar Óla Sigurgeirs-
sonar kennara og á skemmtuninni
söng kórinn nokkur lög. Einnig söng
Kirkjukór Prestbakkakirkju undir
stjórn Ara Agnarssonar, skólastjóra
Tónhstarskólans hér. Gerður var
góöur rómur að söng kóranna en
hápunktur skemmtunarinnar var
heimsókn karlakórsins Jökuls frá
Höfn í Hornafirði. Söng hann undir
stjórn Sigjóns Bjarnasonar svo unun
var á að hiýða. En Jökull var ein-
mitt á söngferð og hafði kórinn fyrr
um daginn sungið i Leikskálum í Vík.
Þann 1. maí hélt svo Tónlistarskól-
inn á Kirkjubæjarklaustri sína ár-
legu vortónleika í Kirkjuhvoli. Þar
komu fram flestir nemendur skólans
og léku á sín hljóðfæri bæði áður flutt
og frumsamin lög. í ávarpi Ara skóla-
stjóra kom fram að starfið í vetur var
mjög blómlegt, nemendur á vorönn
36 og var kennt á píanó, orgel, gítar,
blokkflautu, þverflautu og trompet.
Kennarar við skólann voru 3 í vetur.
í máli Ara kom einnig fram að nú
væri skólinn að undirbúa kennslu á
málmblásturshljóðfæri. Til stendur
að hún hefjist næsta haust.
5
Áskriftareiningar — Lífeyriseiningar
Þeir búa vel
sem fylgja
fastri reglu
Smágerðir vinir okkar
flétta sér og sínum
trausta hreiðurkörfu
með þolinmæði og elju
og einu strái í nefi í hverri ferð.
Með Áskriftareiningum Kaupþings
getur þú einnig smám saman
byggt upp trausta umgjörð um
framtíð þína og þinna nánustu.
Aðferðin er einföld og fyrirhafnar-
lítil. Þú gerir samning við Kaup-
þing um að leggja fyrir mánaðar-
lega tiltekna fjárhæð sem ræðst
að öllu leyti af efnum þínum og
aðstæðum. Fé, sem þú sparar
þannig, er varið til kaupa á
Einingabréfum 1, 2 eða 3. Kaup-
þing býður þér örugga hámarks-
ávöxtun og þú eignast smám sam-
an þinn eigin sjóð, aflar þér fjár til
framkvæmda eða leggur grunn að
fjárhagslegu öryggi á efri árum.
Jafnhliða sparnaðinum gefst þér
kostur á tryggingum sem greiða
umsaminn reglubundinn sparnað
þegar veikindi eða slys draga úr
möguleikum til tekjuöflunar um
lengri eða skemmri tíma.
Kynntu þér Áskriftar- og Lífeyris-
einingar Kaupþings og búðu þér og
þínum örugga framtíð.
Kring/unni 5, 103 Reykjavíl;
Sími 91-689080
KAUPÞING HF
Löggi/t verbbréfafyrirtœki
HOLTABAKKI -
VÖRUAFGREIÐSLA
SKIPADEILDAR
- IMÚTÍMA VÖRUAFGREIÐSLUSTÖÐ
TRYGGIR ÞÉR GÓÐA VÖRUMEÐFERÐ
- TÖLVUSTÝRÐ STAÐSETNIIMGAR-
OG DREIFINGARKERFI
- UPPHITAÐAR VÖRUGEYMSLUR
- FULLKOMINIM TÆKJAFLOTI
- STRANDFLUTNINGS- OG HEIM-
AKSTURSÞJÓNUSTA
- FRYSTIGEYMSLUR,
KÆLIGEYMSLUR
- PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA ER OKK-
ARAÐALSMERKI
SK/PADEILD
r&kSAMBANDS/NS\
u SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI
105 REYKJAVlK SÍMI 91-698300
VERÐUGUR VALKOSTUR