Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 26
34
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
Afmæli
Þórarinn Óskarsson
Þórarinn Óskarsson, deildarstjóri
hjá Varnarliöinu, Eiðistorgi 15, Sel-
tjarnamesi, er sextugur í dag. Þór-
arinn er fæddur í Hvammi í Vatns-
dal í A-Húnavatnssýslu en ólst að
mestu leyti upp á Blönduósi og
Hjaltabakka. Hann lauk námi frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1948 en
sneri sér síðan að hljómlistarnámi
og stundaði hljóðfæraleik sem aðal-
starf til 1954 er hann hóf störf hjá
Varnarliðinu á Keílavíkurflugvelli.
Þórarinn var einn af stofnendum
Sinfóníuhljómsveitar íslands og lék
með henni 1950-1954. Hann gerðist
félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur 1949
og hefur starfað með henni samfellt
síðan. Þórarinn lét um tíma ýms
félagsmál til sín taka og hefur setið
í stjórnum Lúðrasveitar Reykjavík-
ur, Félagi frímerkjasafnara, Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda og Ferða-
skrifstofu FÍB. Þá var hann um ára-
bil í trúnaðarmannaráði Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur. Hann
var tilnefndur Member of the Int-
ernational Biographical Association
í Cambridge í Englandi 1977. Þórar-
innkvæntist9.júní 1956Sjöfn
Mörtu Haraldsdóttur, f. 30. mars
1931. Foreldrar Sjafnar voru Har-
aldur Erlendsson og kona hans,
Kristbjörg Aradóttir Börn Þórarins
og Sjafnar eru: Kristbjörg, f. 28. maí
1961, sambýlismaður hennar er Sig-
urður Tómasson, þau eiga þrjú
börn, og Hjalti, f. 3. september 1962,
sambýliskona hans er Edda Linda
Gunnlaugsdóttir og eiga þau tvær
dætur. Sonur Þórárins fyrir giftingu
er Þórarinn Óskar, f. 23. febrúár
1954. Synir Sjafnar frá fyrra hjóna-
bandi eru Ari og Helgi Daðasynir
Hjörvar. Bróðir Þórarins er Þor-
valdur, skólastjóri í Rvík, kvæntur
Karen Vilhjálmsdóttur.
Foreldrar Þórarins eru Óskar Jak-
obsson, f. 24. september 1892, d. 24.
ágúst 1935, b. á Efra-Holti á Ásum í
A-Húnavatnssýslu, og kona hans,
Ingibjörg Þórarinsdóttir, f. 17. okt-
óber 1903. Ingibjörg var dóttir Þór-
arins, alþingismanns á Hjaltabakka,
Jónssonar, b. á Halldórsstöðum,
Þórarinssonar, b. í Grófargili, Jóns-
sonar, prests og skálds á Hjaltastað,
bróður Helgu, ömmu Stephans G.
Stephanssonar skálds. Jón var son-
ur Guðmundar, b. á Torfum í Eyja-
firði, Magnússonar. Móðir Guð-
mundar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, b. á Krýnastöðum, bróður
Þórárins, prests og skálds í Múla,
langafa Kristjáns Eldjárns, afa
Kristjáns Eldjárns forseta. Annar
bróðir Guðmundar var Benedikt
Gröndal skáld, afi Benedikts Grön-
dal skálds yngra. Móðir Þórarins í
Grófargili var Margrét Stefánsdótt-
ir, systir Einars, afa Einars Bene-
diktssonar skálds. Móðir Jóns á
Halldórsstöðum var Elísabet Magn-
úsdóttir, systir Rannveigar,
langömmu Páls Péturssonar þing-
flokksformanns og Jónasar Kristj-
ánssonar ristjóra. Móðir Þórarins
alþingismanns var Margrét Jó-
hannsdóttir, b. á Kjartansstöðum í
Skagafirði, Guömundssonar og
konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur.
Móðir Ingibjargar var Sigríður
Þorvaldsdóttir, prests á Hjaltabakka,
bróður Kristínar, langömmu Matthí-
asar Johannessen, skálds og rit-
stjóra. Þorvaldúr var sonur Ásgeirs,
dbrm. og bókbindara á Lambastöð-
um á Álftanesi, bróður Jakobs,
prests í Steinnesi, langafa Vigdísar
forseta. Móðir Þorvalds var Sigríður,
systir Þuríðar, langömmu Vigdísar
forseta. Sigríður var dóttir Þorvalds,
prests og skálds í Holti undir Eyja-
fjöllum, Böövarssonar, prests í
Holtaþingum, Högnasonar, „Presta-
Högna“, prests á Breiöabólstaö, Sig-
urðssonar.
Móðir Sigríðar á Hjaltabakka var
Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir,
prests i Hofteigi, Arnórssonar, prests
á Bergsstöðum, Árnasonar Hóla-
Þórarinn Oskarsson.
biskups. Móðir Þorgríms var Margr-
ét, systir Ingibjargar, langömmu Þó-
runnar, ömmu Þorsteins heimspek-
ings, Vilmundar ráðherra og Þor-
valds hagfræðings Gylfasona.
Margrét var dóttir Bjöms Jónssonar,
prests í Bólstaöarhlíð. Móðir Hans-
ínu var Guðríöur Pétursdóttir, b. í
Engey, Guðmundssonar, langafa
Guðrúnar, móður Bjama Benedikts-
sonar forsætisráðherra.
Þórarinn og kona hans taka á móti
gestum í Félagsheimili Seltjamar-
ness frá klukkan 17-20 á afmælis-
daginn.
Vilhelmína Þorvaldsdóttir
Vilhelmína Þorvaldsdóttir kenn-
ari, Hrísmóum 1, Garöabæ, er sex-
tugídag.
Vilhelmína fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hún lauk stúdents-
prófi frá MA1950 og síðan BA-prófi
í ensku, dönsku og uppeldisfræði
við HÍ1954. Hún stundaði ensku-
nám við University of London 1952
og sótti enskukennaranámskeið í
Hastings 1981. Þá kynnti Vilhelmína
sér störf kvenlögreglunnar í ýmsum
borgum í Bandaríkjunum veturinn
1953- 54.
Vilhelmína stundaði ýmis störf
með námi. Hún var þingskrifari á
Alþingi veturna 1950-51 og 1951-52.
Þá var hún fyrsta lögreglukonan í
Reykjavík eftir að stofnuö var sér-
stök kvenlögregludeild innan lög-
reglunnar en hún starfaði þar frá
1954- 57.
Vilhelmína stundaði skrifstofu-
störf hjá rannsóknarstofu Fiskifé-
lags íslands og siðan Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins 1957-70 og
var í'hálfu starfi 1972-75 en hún var
ritari rektors Tækniskóla íslands
1970-72. Hún var um árabil gjald-
keri og bókari ferskfiskseftirlits rík-
isins og Félags íslenskra fiskfram-
leiðenda. Vilhelmina hefur verið
kennari við Þinghólsskóla í Kópa-
vogi frá 1972.
Vilhelmína sat í stjórn Kvenfélags
Kópavogs 1970-74 og í stjóm Kvenfé-
lagasambands Kópavogs 1973-75.
Hún sat í tómstundaráði Kópavogs-
kaupstaðar 1972-75 og í stjórn Rauða
kross deildar Kópavogskaupstaðar
í allmörg ár, þar af gjaldkeri frá
1987.
Vilhelmína giftist 10.2.1957 Vern-
harði Kristjánssyni, f. 19.9.1912,
rannsóknarlögreglumanni og síðan
þingverði alþingis, en hann var son-
ur Kristjáns Þorkelssonar, b. og
hreppstjóra í Álfsnesi á Kjalarnesi
og síðar í Víðinesi, og Sigríðar Þor-
láksdóttur húsfreyju.
Vilhelmína og Vernharður eign-
uðust tvær dætur. Þær eru: Elísabet
Vemharðsdóttir, f. 26.3.1958, iðju-
þjálfi í Karlstad í Svíþjóð, gift Hans
Gunnari Erlendssyni lækni og eiga
þau tvö börn, og Sigríður Snjólaug
Vernharðsdóttir, f. 7.8.1961, auglýs-
ingateiknari í Reykjavík, í sambýli
með Reinhard Reinhardssyni pípu-
lagningameistara.
Systur Vilhelmínu: Ólafía Kristín,
f. 5.8.1918, d. 30.4.1968, seinustu
árin vefnaðarkennari að Laugum í
Þingeyjarsýslu, Soffia, f. 6.5.1924,
húsmóðir á Akureyri, gift Þorsteini
Williamssyni smið og eiga þau fjög-
ur börn, og Guðbjörg, f. 28.1.1927,
húsmóðir á Seltjarnarnesi, gift Birni
A. Blöndal, skrifstofumanni hjá
Pétri Snæland hf. og eiga þau fjögur
börn.
Foreldrar Vilhelmínu voru Þor-
valdur Sigurðsson, f. 14.12.1882, d.
8.7.1946, kaupmaður síðar bókhald-
Vilhelmína Þorvaldsdóttir.
ari hjá Gefjun á Akureyri, og kona
hans, Elísabet Friðriksdóttir, f. 14.4.
1888, d. 6.4.1885, handavinnukenn-
ari.
Föðurbróðir Vilhelmínu var Þór-
arinn, faðir Sigurðar jarðfræðings.
Þorvaldur var sonur Sigurðar, járn-
smiðs á Akureyri, Sigurðssonar og
konu hans, Soffiu Jóhönnu Þor-
valdsdóttur. Elísabet var dóttir
Friöriks, b. á Hallsstöðum, Bjarna-
sonar, og konu hans, Kristínar
Kristjánsdóttur, b. á Fremri-Bakka
í Langadal, Bjarnasonar. Móðir
Kristínar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, b. á Eyri í Mjóafirði, Þor-
valdssonar, og konu hans, Salvarar
Þorvarðardóttur, b. í Eyrardal, Sig-
urðssonar, b. i Eyrardal, Þorvarðar-
sonar, ættföður Eyrardalsættarinn-
ar.
Katrín Hjaltested Hall
Katrín Hjaltested Hall ljósmóðir,
Láguhlíð í Mosfellsbæ, er sjötug í
dag.
Katrín fæddist i Reykjavík en ólst
upp á Vatnsenda við Elliðavatn.
Hún lauk ljósmæðraprófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands 30.9.1950.
Katrín veitti forstöðu Upptöku-
heimilinu aö Elliðahvammi viö EU-
iðavatn 1950-53, var ljósmóðir við
fæðingardeild Landspítalans
1967-75, við mæðradeild Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur
1975-79 og hefur stundað hjúk-
runarstörf við Sjúkrastöð SÁÁ að
Silungapolli og aö Vogi frá 1.6.1980.
Katrín sat í stjórn Ljósmæðrafé-
lags íslands 1969-77, í kvenréttinda-
nefnd félagsins 1972-74, var stofnfé-
lagi Sinawik-kúbbs Reykjavíkur
(sem er félag eiginkvenna Kiwanis-
manna) 1969 og formaður þar
1969-70, í stjórn Landsambands
Sinawik-klúbba á íslandi 1976-80 og
sat í stjórn kvenfélagsins Hringsins
í Reykjavík um skeið.
Katrín giftist 4.9.1954 Árna Þóri
Hall, f. 19.3.1922, d. 21.1.1981, skrif-
stofumanni, syni Nieljohníusar Hall
verslunarmanns, og Ragnheiðar
Kristínar Árnadóttur húsmóður.
Börn Katrínar og Þóris eru Frank
Pétur Hall, f. 11.5.1944, vélstjóri á
Seltjarnarnesi, kvæntur Guölaugu
Magnúsdóttur og eiga þau þrjú
börn; Sigurður Lárus Hall, f. 6.8.
1952, matreiðslumaður í Reykjavík,
kvæntur Svölu Ólafsdóttur og eiga
þau eina dóttur; Ragnheiður Kristín
Hall, f. 18.8.1955, læknaritari í Mos-
fellsbæ, gift Sigurði Ragnarssyni og
eiga þau þrjú börn, og Sigurveig
Salvör Hall, f. 19.9.1956, sölumaður
í Reykjavík, gift Gunnari Þorsteins-
syni og eiga þau tvö börn.
Systkini Katrínar: Sigurður Hjalt-
ested, f. 11.6.1916, d. 1966, b. á Vatns-
enda;PéturHjaltested,f. 11.1.1918,
málarameistari í Reykjavík; Sigur-
veig Hjaltested, f. 10.6.1923, óperu-
söngkona í Reykjavík; Jón Hjalt-
ested, f. 27.9.1925, vélstjóri í Reykja-
vík; Anna Hjaltested, f. 23.5.1933,
sjúkraliði í Reykjavík, og Ingveldur
Katrin Hjaltested Hall.
Hjaltested, f. 22.5.1935, óperusöng-
kona í Reykjavík.
Foreldrar Katrínar voru Lárus
Pétursson Hjaltested, f. 22.2.1892,
d. 8.6.1956, b. að Vatnsenda viö Ell-
iöavatn, og Sigríður Jónsdóttir
Hjaltested, f. 6.1.1896, d. 12.2.1980,
húsmóðir.
75 ára Stigahlíð 92, Reykjavík.
Sigurjóna Marteinsdóttir, Ásgarði 32, Reykjavík. Steingrímur Sigurðsson, Löngumýri 18, Akureyri. Vallargötu 31, Miðneshreppi. Hann verður ekki heima á afmælis- daginn.
A O ára
70 ára 4U cxi d
Þórmundur Gunnþórsson, Hreimstöðum Hjaltastaðahreppi. Lilja Guðmundsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Norðurvangi 24, Haínarfirði. Hann og kona hans taka í móti gestum á heimili sínu sunnudaglnn 27.5. klukk- an 16-19. Helena Knútsdóttir,
60 ára Mýrarási 1, Reykjavík. Jóna Jónsdóttir,
Sigurður rjónsson, Birkiteig 12, Keflavík. Gilsbakka 61, Suðurfjarðahreppi. Jónína Ástráðsdóttir, Nökkvavogi 7, Reykjavik.
50 ára Haraldur Dungal, Hagamel 2, Reykjavík.
Davið Valgeirsson, Túngötu 1, Eskifírði. Guðmundur Haraldsson, Brekkutanga 8, Mosfellsbæ.
Hrefna Sigurðardóttir
Hrefna Sigurðardóttir, Flúöaseli
88, Reykjavík, er sjötug í dag. Hrefna
fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og
ólst þar upp í stórum systkinahópi.
Hún vann mikið að félagsmálum
fyrr á árum og var m.a. virkur þátt-
takandi í kven- og slysavarnafélög-
um og kirkjukórum. Hún er sjálf-
lærð bæði á píanó og gítar. Hrefna
hefur gefið út tvær ljóðabækur: Hin-
um megin götunnar, 1985, og Grýtta
gatan, 1987. Hrefna giftist 1944 Kjart-
ani Th. Ingimundarsyni frá Tálk-
nafirði, sjómanni. Þau reistu bú á
Patreksfirði og bjuggu þar til 1961
að þau fluttu til Reykjavíkur. Börn
Hrefnu og Kjartans eru fimm en eitt
þeirra, drengur, lést rétt eftir fæð-
ingu, hin eru: Helga Þóra; Hreinn
Hrafnkell; Jóhannes Jens og Þó-
runn.
Foreldrar Hrefnu: Sigurður Fr.
Einarsson, kennari á Þingeyri, og
Hrefna Sigurðardóttir.
kona hans, Þórdís Jónsdóttir. Sig-
urður var sonur Einars, sjómanns
á Þingeyri, Brynjólfssonar, b. á
Bakka í Tálknafirði, Einarssonar.
Móðir Sigurðar var Sigríður Frið-
riksdóttir, b. í Litla-Laugardal í
Tálknafirði, Magnússonar. Þórdís
var dóttir Jóns, formanns í Arnar-
firði, Sigurðssonar, og konu hans,
Ólínu Ólafsdóttur.
Kristján Rögnvaldur Einarsson
Kristján Rögnvaldur Einarsson,
starfsmaður Orkubús Vestijarða,
Goðatúni 4, Flateyri, er fertugur í
dag. Kristján Rögnvaldur er fæddur
á Flateyri við Önundarfjörð, lærði
bifvélavirkjun og er meistari í þeirri
iðn. Hann hefur gegnt héraðslög-
reglustarfi undanfarin ár en vinnur
núna hjá Orkubúi Vestfjarða á Flat-
eyri. Kristján gegnir einnig slökkvi-
liösstjórastarfi á Flateyri. Kristján
kvæntist 13. apríl 1974 Soffiu Margr-
éti Ingimarsdóttur, f. 18. júlí 1954,
forstöðukonu leikskólans á Flateyri.
Foreldrar Soffiu eru Ingimar Sigur-
tryggvason, umsjónarmaður á Hótel
Sögu, og kona hans, Guðrún Zop-
honíasdóttir, sem vinnur í bakaríi
Friðriks Haraldssonar í Kópavogi.
Böm Kristjáns og Soffiu eru Guðrún
Filippía, f. 14. september 1973, Ingi-
mar Jón, f. 28. september 1976, og
Fannar Þór, f. 2. maí 1984. Systkini
Kristjáns eru Agnes, gift Hermanni
Friðrikssyni og eiga þau fjögur
börn; Elín, gift Hannesi Oddssyni
og eiga þau eitt barn; Jóhannes,
kvæntur Jóhönnu Jakobsdóttur og
Kristján Rögnvaldur Einarsson.
eiga þau þrj ú börn og Reynir,
kvæntur Ólöfu Stefánsdóttur og
eiga þau tvö börn. Hálfsystir Kristj-
áns, sammæðra, erÁsbjörgívars-
dóttir, gift Jóni Sigurðssyni.
Foreldrar Kristjáns: Einar Jó-
hannesson, f. 23. júní 1919, d. 5. maí
1988, vélstjóri á Flateyri, og kona
hans, Filippía Kristjánsdóttir, f. 16.
október 1921, saumakona, býr í
Kópavogi síðan 1970.