Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
15
Nýtt fólk meö nýjar áherslur:
Ábyrgð fylgi athöfnum
Það er fjör í pólitíkinni í Hafnar-
flrði eins og fyrri daginn. Þetta tjör
kemur þó minna fram í stóru fjöl-
miðlunum en fréttir úr Reykjavík
eða utan af landi. Ef til vill er það
vegna nálægðarinnar við höfuð-
borgina.
Veislur og móttökur
Nú hafa aðeins komið fram fjórir
framboðslistar á móti átta við síð-
ustu kosningar. Sú breyting hefur
orðið á fjölmiðlaumfjöllun um bæj-
armál í Hafnarfirði á sl. kjörtíma-
bili að bæjarstjórinn er fjölmiðla-
glaður og hefur látið ljós sitt tals-
vert skína á því sviði. Hann hefur
viðhaft skóflustunguathafnir og
vígslur með tilheyrandi borða-
klippingum vegna allra hugsan-
legra framkvæmda á tímabilinu en
slíkt var ekki venja áður þótt engu
minna væri framkvæmt í raun.
Hann hefur ennfremur haldið
fjölda veislna og móttaka af öllu
hugsanlegu tilefni á kjörtímabil-
inu. Þar hafa varla komið við sögu
aðrir fulltrúar meirihlutans,
hvorki sjálfur forseti bæjarstjórnar
né fuUtrúi Alþýðubandalagsins,
enda sér þess merki nú við skoð-
anakönnun Pressunnar (Helgar-
pósts Alþýðublaðsins) en þar týnist
Alþýðubandalagið, hlýtur aðeins
2,8% fylgi.
Alþýðubandalagið er nú í sárum,
einkum eftir útkomu páskablaðs
Alþýðublaðs Hafnarfjarðar en þar
eigna kratar sér allt sem unnið
hefur verið á kjörtímabiUnu (jafn-
vel því þar á undan) en geta hvergi
um þátttöku Alþýðubandalagsins.
Alþýðubandalagið kvartaði fyrir
síðustu kosningar yfir ósanngirni
krata vegna minnihlutasamstarfs-
ins. Hvað gerir það núna?
Allt sem gert hefur verið á kjör-
tímabilinu hefur eins og fyrr segir.
Kjallariim
Jóhann G.
Bergþórsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði
verið auglýst mikið og i Oestum til-
fellum gefnir út kynningarbækl-
ingar, undantekningarlítið með
myndum af bæjarstjóranum. Jafn-
vel auglýsingar frá miðbæjarsam-
tökunum um opnun Strandgötu
voru með stórum myndum af bæj-
arstjóra, enda opnunarhátíðin síð-
an að verulegu leyti kostuð af bæn-
um.
Einræði aldrei méira
Til þess að geta sinnt auglýsinga-
starfseminni sem skyldi hefur
þurft að ráða fleiri menn til stjórn-
unar hjá bænum. Störfum sem
bæjarstjóri og bæjarritari gegndu
áður gegna nú bæjarstjóri, bæjar-
ritari, fjármálastjóri, kostnaðareft-
irlitsstjóri og fjármálastjóri hafn-
arinnar. Það eina sem hefur þó
ekki verið kynnt og allt gert til
þess að fela er óstjórn á rekstri
bæjarins og taumlaus skuldasöfn-
un sem hámarki náði á sl. ári.
Jafnvel er gripið til þess ráðs að
fresta afgreiðslu ársreiknings fyrir
árið 1989 þannig að raunveruleik-
inn v.erði fyrst ljós eftir kosningar.
Bæjarendurskoðandi fær ekki að
stilla upp uppgjörinu heldur aðeins
að gera skriflegar athugasemdir
við uppsetningu bæjarstjóra sem
þannig á auðveldara með að halda
blekkingunum áfram um sinn.
Jafnvel kollegum hans í Kópavögi
ofbýður og kalla þeir ekki allt
ömmu sína í þessum efnum.
Nú er niðurstaða þessarar fyrstu
skoðanakönnunar um úrslit kosn-
inganna í maí 1990 á þann veg að
aðeins verði 2 flokkar með fulltrúa
í bæjarstjórn, kratar með 6 fulltrúa
og Sjálfstæðisflokkurinn með 5
fulltrúa. Báðir flokkar bæti þannig
við sig einum fulltrúa. Viö sjálf-
stæðismenn erum þó ekki trúaðir
á þennan framgang krata.
Helstu áróðursmál krata fyrir
fjórum árum voru að þeir hefðu
haft opið prófkjör, væru með ferskt
fólk, vildu opna stjórnkerfið og
hefðu haft uppi harða málefnalega
stjórnarandstöðu á fyrra kjörtima-
bili. Þeir höfðu hins vegar sam-
þykkt fjárhagsáætlun fyrir árið
1985 með þáverandi meifihluta og
helsta andstaða þeirra var því
sýndarmennska rétt fyrir kosning-
ar.
Nú höfðu þeir prófkjör en breyttu
síðan niðurstöðunni. Einræði í
stjórnkerfmu hefur aldrei verið
meira og nú er bæjarstjórinn orð-
inn sá með lengsta setu i bæjar-
stjórn af þeim sem eru í framboði
í líklegum sætum.
Sýndartillögum hampað
Opna prófkjörið án breytinga var
hjá Sjálfstæðisflokknum. Samráð
liðsheildarinnar og bæjarbúa er
lykilorðið hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Ungt, frískt og dugmikiö fólk
með reynslu í stjórnun er í forystu
í Sjálfstæðisflokknum.
Enginn þeirra hefur setið sem
aðalfulltrúi í bæjarstjórn lengur en
eitt kjörtímabil. Fjórir af sex efstu
mönnum Sjálfstæðisflokksins hafa
unnið innan skóla- og stjórnkerfis
Hafnarfjarðar og gjörþekkja að-
stæöur, auk setu í flestum nefndum
bæjarins.
í þessum hópi eru sameinaðir
þeir kostir sem eru líklegir til þess
að leiða til styrkrar _stjórnunar
bæjarfélagsins með hagsmuni
heildarinnar að leiðarljósi. - Þessi
hópur er líklegur til þess að láta
hlutina ganga fyrir sig fljótt og vel.
Þessi nýi hópur stóð að flutningi
breytingartillagna við fjárhagsá-
ætlun komma og krata fyrir 1990.
Þær tillögur voru ábyrgar og rök-
studdar.
Þeim var öllum hafnað utan einn-
ar sem fjallaði um uppgræðslu í
Krísuvík. Tillögu um átak í barátt-
unni við fíkniefni var hafnað, til-
lögu um stofnsetningu og rekstur
skóladagheimilis var hafnað, til-
lögu um verndaðan vinnustað fyrir
aldraða var hafnað. Öllum tillögum
um aðhald og sparnað var hafnað.
Tillögum um stofnun fæðingar-
deildar við St. Jósepsspítala var
vísað til bæjarráðs til athugunar.
Tillögu um byggingu vistrýmis fyr-
ir aldraða við Sólvang var hafnað.
Tillögu um lækkun skulda og
minnkun vaxta og verðbóta var
hafnað.
Sýndartillögum komma og krata
um tónlistarskóla, nýtt dagheimili
(fjárveiting fyrir ca. 20% bygging-
arkostnaðar í áætluninni), nýja
slökkvistöð, nýtt safnhús er hamp-
að. Skyndilækkun fasteignagjalda
á íbúðarhúsnæði er hampað, nú
þegar bæjarsjóður er verr staddur
en nokkru sinni síðan á fyrri valda-
dögum komma og krata. Fjár-
hagsáætlunin fyrir 1990 gerir ráö
fyrir enn frekari skuldasöfnun
komma og krata.
Núverandi meirihluti komma og
krata hefur sýnt aö hann getur
eytt íjárnninum bæjarbúa langt
fram í tímann á stuttum tíma.
Hann hefur sýnt að hann getur
ekki stjórnað rekstri bæjarins svo
vel fari, allar áætlanir hafa farið
langt úr böndum. Nú er tími til
þess að ábyrgir aðilar setjist við
stjórnvölinn og komi fjárhag bæj-
arins aftur í lag en framkvæmi
jafnframt hlutina fljótt, vel og af
hagkvæmni.
Veljum fyrir framtíðina, veljum
Sjálfstæðisflokkinn - okkar lið.
Jóhann G. Bergþórsson
„Núverandi meirihluti komma og
krata hefur sýnt að hann getur eytt
fjármunum bæjarbúa langt fram 1 tím-
ann á stuttum tíma.“
Lykill að betri borg
Undanfarið kjörtímabil hefur
mér sem borgarfulltrúa í stjórnar-
andstöðu oft þótt örðugt að geta
ekki hrint í framkvæmd þeim mál-
um sem ég hef áhuga á. Reynslan
hefur kennt mér að það er mikil-
vægt að stjórnarandstaðan sé virk
og veiti öflugt aðhald. Meirihluti
má ekki, hvernig sem hann er skip-
aður, verða of sterkur vegna þess
að slíkt sljóvgar dómgreind.
Þrátt fyrir yflrleitt óvæginn og
neikvæðan meirihluta í borgar-
stjórn hefur mér á síðasta kjör-
tímabili tekist að fá samþykktar
nokkrar grænar og jákvæðar til-
lögur. Ég vfl nefna tvær sem mér
tókst að fá samþykktar er varða
aðalskipulag þorgarinnar en það'
er nú í endurskoðun.
Borgargarðar
Hin fyrri varðar borgargarða og
hljóðar svo: „Borgarstjórn sam-
þykkir að beina því til borgarskipu-
lags að við endurskoðun aðalskipu-
lags verði athugað með land (lönd)
undir matjurtagarða fyrir borg-
arbúa. Hver garðleigjandi hefði yfir
að ráða um 250-300 m- landsvæði
og mætti reisa þar smáhýsi allt að
25 m- að stærð.“
í greinargerð með tillögunni seg-
ir: Bæjargarðar eru fastur liður í
skipulagi flestra stærri borga í Evr-
ópu. Þar gilda ströng ákvæði um
hvernig garðlöndin eru nýtt. Einn-
ig ber að setja skilyrði um útlit
smáhýsanna.
Garðlöndin við Korpúlfsstaði
verða að víkja innan tíðar og ekki
hefur verið gert ráð fyrir svæði
fyrir garðlönd. Þessi tillaga er ekki
um hefðbundna kartöflugarða
heldur að sníða þá að fyrirmynd
erlendra borgargarða. Gerð yrði
skipuleggja Hólmsheiðina sem úti-
vistarsvæði fyrir Reykvíkinga.
Viðurkennum
hestamennskuna
Síðari tillagan varðar hestamenn
og aðstöðu þeirra. Hún er á þessa
leið. „Borgarstjórn samþykkir að
fela borgarskipulagi og gatnamála-
stjóra að gera áætlun í samráði við
Hestamannafélagið Fák um hvern-
ig umferð á hestum verði haganleg-
ast skipulögð í borginni."
Tillögunni fylgir svohljóðandi
greinargerð. Hestamennska nýtur
sívaxandi vinsælda og er hún aðal-
tómstundagaman margra borg-
arbúa. Reykjavíkurborg ber að
stuðla að því að þessi holla tóm-
stundaiðja njóti sem bestra skil-
yrða og sem flestum gefist færi á
að stunda hana. Ástæða er til þess
Kjallaiinn
Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
„Ulfarsársvæðið er afar vel fallið undir
borgargarða, ekki síst vegna þess að
ákveðið hefur verið að skipuleggja
Hólmsheiðina sem útivistarsvæði fyrir
Reykvíkinga.“
krafa um gróðursetningu runna
eða trjáa umhverfis hvern garð.
Borgin skipuleggur svæðið, leggur
stíga og lagnir og gróðursetur
trjáplöntur umhverfis.
Hver og einn á því að geta gengið
þarna um og notið útivistar. Garð-
löndin væru þannig skipulögö að
þau bæru yfirbragö skrúðgarðs.
Úlfarsársvæðið er afar vel fallið
undir borgargarða, ekki síst vegna
þess að ákveðið hefur verið að
að benda á aö hestamennska erfjöl-
skylduíþrótt og hefur mikið gildi,
ekki síst fyrir unglinga.
Óhjákvæmilegt er að viðurkenna
umferð hestamanna sem hluta af
samgöngum í borginni og huga ber
að öryggi þeirrar umferðar.
Við endurskoðun á aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar þarf að sjá til
þess að samgöngur milli hesthúsa-
hverfa og út úr borginni verði sem
greiðastar. Jafnframt skal gætt að
„Óhjákvæmilegt er að viðurkenna umferð hestamanna sem hluta af
samgöngum i borginni," segir m.a. í greininni.
gróðurverndarsjónarmiðum og aö er grænn lykill, lykillinn að betri
unnt verði að rækta nægileg beitar- borg. Með þessum lykli ætlum við
hólf og séð verði fyrir hentugum framsóknarmenn aö opna betri
áningarstöðum. borg fýrir fólkið. Mannlegi þáttur-
inn má ekki gleymast - það er lykil-
Mannlegi þátturinn atriði.
Tákn okkar Framsóknarmanna í Sigrún Magnúsdóttir
þessum borgarstjórnarkosningum