Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Reykjavík fyrr og nú Salon de Rafraichissement Ljósmynd: Ólafur Magnússon - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. Þessar myndir eru teknar út um glugga á Hótel Borg og er eldri myndin tekin áriö 1930 eða skömmu síðar enda var Hótel Borg fullbyggð það ár og tekin í notkun fyrir alþingishátíðina. Eldri myndin er hins vegar ekki tekin eftir 1937 en það ár var aðal- inngangur Útvegsbankans færður úr Austurstrætinu á austurgafl hússins. Lækjartorg og SVR Reyndar er líklegast að myndin sé tekin um eða rétt eftir 1930, enda sést enginn strætisvagn við Lækj- artorg. Hlutafélagið Strætisvagnar Reykjavíkur var stofnað 1931 og strax einu ári síðar hafði félagið vagna í fórum á átta leiðum um Reykjavík og nágrenni. Strax í upp- hafi var leiðarkerfið miðað við Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Lækjartorg sem aðalstöð og upp- hafsstað ferðanna en því veiga- mikla hlutverki gegndi Lækjartorg að öllu eða mestu leyti til ársins 1970 er aðalstöð SVR var flutt inn á Hlemmtorg. L.H. Miiller og Silli og Valdi Róttækasta breytingin, sem myndimar greina frá, hefur átt sér stað austast í Austurstræti að norð- anverðu. Austurstræti 17 var versl- unarhúsnæði, lengst af í eigu hins góðkunna norska kaupmanns, L.H. Miiller, sem þar verslaði m.a. með sportvömr. Arið 1963 var verslun- arhús Mullers rifið en í stað þess byggt nýtískulegt sex hæða versl- unar- og skrifstofuhús Silla og Valda þar sem þeir félagar opnuðu síðan glæsilegustu matvömversl- un síns tíma. Þá voru byggðar fjórar hæðir of- an á gamla Utvegsbankahúsið árið 1962, bætt við húsið að vestanverðu og sett ný þakhæð á eldri viðbygg- ingu að noröan. Þessar og eldri við- byggingar við gamla Útvegsbanka- húsið hafa oft verið harðlega gagn- rýndar og sennilega með réttu enda vandséð lengur nokkurt samræmi í byggingunni sem heild. Hressingarskálinn í forgrunni myndanna sést garð- ur og suðurhlið Austurstrætis 20. Húsið var upphaflega reist árið 1905 sem sýslumannsbústaður Gullbringu- og Kjósarsýslu en lengst af bjó þar Árni Thorsteins- son landfógeti og fiöldskylda hans. Eftir landfógetann bjó sonur hans í húsinu, Árni ljósmyndari og síð- ast Hannes Thorsteinsson banka- stjóri. KFUM keypti svo húsið árið 1931 og ári síðar var þar opnuö kaffistofa. Reykvíkingar hafa því yljað sér við kaffisopann á Hress- ingarskálanum í tæp sextíu ár. I bók sinni, Gangstéttir í rign- ingu, heldur Jón Óskar því fram að Hressingarskálinn hafi verið griðastaður listamanna og rithöf- unda fram að síðari heimsstyrjöld en þá hafi hermenn, ástandskonur og ný innrétting eyðilagt stemmn- inguna. Meðal fastagesta á Hressingar- skálanum á þessum árum nefnir Jón Óskar þá Ólaf Friðriksson verkalýðsleiðtoga og Jón Árnason stjörnuspeking en frægastur fasta- gesta Hressingarskálans fyrr og síðar er ugglaust Steinn Steinarr sem ætíð hélt tryggð við „Skál- ann“. Vilborg Dagbjartsdóttir og Thor Vilhjálmsson hafa gert því skemmtilega skil í sjónvarps- og útvarpsviðtölum hvernig Steinn dró ungu skáldin að „Skálanum" með nærveru sinni einni sam- an. Auðvitað hefur Hressingarskál- inn breyst á þessum sextíu árum. Hann hefur átt sín tímabil sem koma og fara rétt eins og tíma- bundnar grillumar sem grípa ein- stakhnga á þeirra æviferli. Þannig var suðurálman, sem byggð var DV-mynd 1957, mjög vinsæl af táningum þess tíma. Þar hittust íslenskir aðdáend- ur Elvis Presley, sötruðu shake og lögðu á ráðin fyrir næsta sveita- baU. Hressingarskálinn var aldrei í uppáhaldi hjá menningarsinnuð- um menntaskólanemum hippa- kynslóðarinnar. í bókinni Persón- ur og leikendur eftir Pétur Gunn- arsson gengur söguhetjan, Andri, milli kaffihúsa og ímyndar sér að hann sé í fótsporum Hemming- ways. Gallinn var bara sá að Hemmingway var í París en Andri í Reykjavík. Loks kemst Andri til hinnar lang- þráðu Parísar og sest þar inn á al- vöm kaffihús. Hann skrifar hjá sér nafn kaffihússins og flettir því síð- an upp í franskri orðabók, og viti menn: Salon de Rafraichissement: rafraichissement: hressing. salon: skáli. Þá er hætt við að enn hafi and- rúmsloftið breyst er staðurinn fékk vínveitingaleyfi fyrir nokkrum árum. En þegar lltiö er yfir sögu Hress- ingarskálans er það kannski fyrst og fremst hið fiölbreytilega mannlíf hans og hinar almennu vinsældir sem hafa gert hann að skemmtilegu kaffihúsi. Hressingarskálinn hefur aldrei orðið sérhæfður griðastaður þröngra skoöana- eða þjóðfélags- hópa. Hann hefur þrátt fyrir allt verið sóttur af fólki úr öllum stétt- um og á öllum aldri. Að vísu talar unga fólkið um „Hressó“ og gamla fólkið um „Skálann" og hvorugur hópurinn veit hvað hinn á við. En hvað gerir það til meðan báðir ald- urshóparnir hittast á Hressingar- skálanum? Vísnaþáttur Kosningamar koma senn „Stjómmál eru sú Ust að ná pen- ingum frá þeim ríku og atkvæðum frá hinum fátæku, undir því yfir- skini að verið sé að vemda hvorn aðilann fyrir sig fyrir hinum.“ Cedric Adams er sagður höfundur þessara spaklega orða og líklega hefur hann ekki skotið hátt yfir markið, að minnsta kosti væri ekki úr vegi að velta þessum hlutum aðeins fyrir sér. Sjá, enn er þjóðin komin í kosn- ingaslag þó kannski sé hún eitthvað reik- ul í spori og illa margir una víst sínum hag sem ekki komust í framboð á þessu vori. Þannig orti Guðmundur Sigurðs- son í aprílmánuði 1970 og á þetta ekki einmitt prýðilega við ástandið eins og það er í dag? Og ekki hefur höfundi næstu visu litist allt of vel á horfumar: Hríð, sem enn er að oss gjörð, af mun taka skarið. Grár er himinn, grá er jörð, grátt er stjómarfarið. Merkur bóndi sat fund framsókn- armanna í sýslu sinni þar sem rædd vora ýmis hagsmunamál héraðsins. Þegar hann kom heim var hann spurður tíöinda af fundinum og svaraði með stöku þessari: Eg hef fundi átt í dag með ýta kindum, alsjáandi á eigin hag. en annars bhndum. Karl Krisfiánsson alþingismaður hneykslaðist eitt sinn mjög á því í þingræðu aö Morgunblaðið hefði birt hugnæma forystugrein um gróðurmoldina og hið mikilvæga hlutverk íslensks landbúnaðar. Var sem honum fyndist að framsóknar- menn einir mættu fara hlýlegum oröum um móður jörð og gróður- mátt moldarinnar. Þá varð einum þingmanni að orði: Elskar sinna feðra fold framar öllum vonum. En geti Moggi um gróðurmold gengur fram af honum. Jón Pálmason, alþingismaður á Akri, virðist hafa haft sitthvað að athuga við málflutning Tímans þeg- ar hann kvað svo: Dregur grímu á dal og fiall, daufa skímu veitir. Leggur Tímans lygaspjall líkt og hrím um sveitir. Sigfús Jónsson, bóndi á Laugum í Hraungerðishreppi, hefur víst trúað því mátulega að Jón gæti þar nokk- uð um bætt þegar hann kvað: Þótt hann beiti brandi vökrum. bragarópi og lygarími. Jón af sínum íhalds-Ökrum ei fær sópað Timans hrími. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Guðmundur A. Finnbogason á Hvoli í Innri-Njarövík varpaði á sínum tíma fram þessari spumingu: Finnst þér ekki sfiórnin hafi staðið stórmannlega við sín fyrirheit? Lestu Tímann, líttu í Morgun- blaðið, þau ljúga hvorugt eins og maður veit. Nokkuð er um liðið síðan Guð- mundur Sigurðsson lýsti ástandinu á eftirfarandi hátt en hefur nokkuð ræst úr í þeim málum? Ganga menn í þungum þönkum, þjóðarsjoppan orðin blönk, fiármagn allt er fryst í bönkum, fyrirtæki öll í hönk. Gætir víða undiröldu, ólög rísa mörg og há, yfirhöfuð andar köldu öllum máttarvöldum frá. Ætli það hafi ekki verið um svipað leyti sem Magnús Gíslason á Vögl- um kvað: Framsókn htið fékk í pant, í flestu djúpt er sokkin. Þeim sem helst er vitsins vant viðar hún að í ílokkinn. Jóhann Fr. Guðmundsson telur þó vandamálið yfirgripsmeira: Stjómin allt í kaf mun keyra, kann á flestu lítil skil. Vandamálin vaxa meira en vit og geta hrekkur til. Helgi Seljan orti til Friðjóns Þórðar- sonar á Álþingi 1974: Fáum hef ég fremri kynnst, fiári snjall og iðinn, eini gallinn, aö mér finnst, íhaldssjónarmiðin. Friðjón svaraði: Helgi bindur brag í myndum, brestur hroka, eina syndin, að hann blindar austanþoka. „Allt er í heiminum hverfult", jafnvel það traust sem menn báru til flokksins síns, samanber eftirfar- andi stökur sem Ágúst Vigfússon kennari sendi Morgunblaðinu fyrir ekki ýkja löngu: Mín leit hefur staðið lengi. mér leiðist að finna ekki þann flokk sem ég eitt sinn átti. Hver andskotinn varð um hann? Ef finnurðu flokkinn minn vinur, félagi reyndu þá brátt, að vísa honum rétta veginn, ég veit hann tapaði átt. Þá er hér gömul kosningavísa eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra: Grásleppan veiðist suður með sjó, það sýnir hvað hún er gáfnasljó að alltaf fiskast þar nægtanóg í netin á hverjum vetri, - en aðrir fiskar í öðrum sjó eru víst lítið betri. Og að lokum vísa sem ég á að vita höfund að en man ekki í svipinn hver er (hálfminnir aö hún sé eftir Bjarna Jónsson frá Gröf): Kosningarnar koma senn, kurteisina bæta. Þá heilsa allir heldri menn hverjum sem þeir mæta. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.