Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Erlendbóksjá
Furðujaxlar í
teiknimyndum
Charles Burns er kunnur í
Ameríku af sérkennilegum
teiknimyndasögum þar sem furð-
skepnur af ýmsu tagi gegna aðal-
hlutverki.
Fimm myndasagna hans um
risavaxinn og forljótan einka-
spæjara, E1 Borbah að nafni, hef-
ur verið safnað saman í þessa
bók. Að efni til eru sögumar eins
konar blanda af glæpareyfurum
í harðsoðna stílnum og fáránleg-
um vísindaskáldskap, enda mætti
ætla af sögupersónunum að höf-
undurinn heföi fengið martröð
eftir of mikinn lestur hrylhngs-
bókmennta. Þannig er til dæmis
fjallað um menn sem skipta út
líffærum fyrir vélarhluta vegna
yíirdrifinnar ástar á vélmennum,
hamborgara sem hafa önnur og
óheillavænlegri áhrif á neytend-
ur en að seðja hungur þeirra og
dauða menn sem lifna á ný í enn
ógeðfelldara formi en áður.
Myndasögur af þessu tagi virð-
ast njóta nokkurra vinsælda vest-
anhafs, eins og ahs konar hryll-
ingssögur og fáránleikakvik-
myndir. En í augum lesenda, sem
ekki hafa smekk fyrir framleiðslu
af þessu tagi, era sögurnar bara
cisricilG^cir
HARD-BOILED DEFECTIVE STORIES.
Höfundur: Charles Burns.
Penguin Books, 1990.
Chronide
oftheyear!989
Fréttir ný-
liðins árs
Útgefendur risabókanna, sem
hafa að geyma annál tuttugustu
aldarinnar og annál heimsins og
frá hefur verið sagt í Erlendri
bóksjá, hafa nýtt sér miklar vin-
sældir þeirra til að gefa út sérs-
takra annála þar sem skýrt er í
dagblaðsformi frá viðburðum
næstliðins árs. í fyrra kom út
annáll ársins 1988, og nú annáll
ársins 1989.
í nýju bókinni, eins og hinum
fyrri, er fréttum gerð skil í stuttu
máli og í myndum og kortum sem
flestar eru í Ut. Fær hver vika
nýliðins árs tvær síður í bókinni.
Mest er að sjálfsögðu fjallaö um
stórviðburði, svo sem lýðræðis-
bylgjuna í Austur-Evrópu, en
einnig er sagt frá atburðum og
nýjungum á flestum öðrum svið-
um. Bókin endurspeglar að sjálf-
sögðu fréttamat í okkar heims-
hiuta.
í bókarlokin er í fáum orðum
sagt frá gangi mála á liðnu ári í
hverju landi fyrir sig. Þar er
minnst á ísland og allt rétt nema
hvað forsætisráðherrann okkar
er orðinn kvenkyns. Að öðru leyti
komast íslendingar ekki á blað í
þessu fréttayfirhti ársins 1989 og
kannski ekki ástæða til.
CHRONICLE OF THE YEAR 1989.
Rltstjórl: Henrletta Heald.
Longman og Chronicle, 1990.
Eldur undir niðri
eða ferðalok Talbots
Enski rithöfundurinn William
Golding kom flestum á óvart árið
1980 með nýrri skáldsögu sem jafnað-
ist á við það besta sem hann hafði
áður ritað. Golding var nefnilega um
sjötugt og flestir hættir að búast við
nýjum stórvirkjum frá hans hendi.
Þessi nýja saga hét Rites of Pas-
sage. Og hún var ekki aðeins augljós-
lega ein af bestu sögum höfundarins,
heldur einnig upphaf þriggja binda
skáldverks sem nú hefur aUt séð
dagsins ljós og verður án efa talið
höfuðverk Goldings ásamt fyrstu
skáldsögu hans, Lord of The Flies frá
árinu 1954. Annað bindið í þrenn-
unni, Close Quarters, kom út fyrir
nokkrum áram, og nú er lokaþáttur-
inn, Fire Down Below, kominn í
pappírskflju eins og fyrri bækumar.
Sigling til Ástralíu
Sögumaður Goldings í bókunum
þremur er Edmund Talbot, ungur
Englendingur, sem býðst opinbert
embætti í nýlendustjórn Breta í Ástr-
aUu - en þar er þá fanganýlenda.
Þetta er á fyrri hluta síðustu aldar.
Talbot, sem tekur sér far með segl-
skipi sem er á leið til Sidney Cove
með vörum og innflytjendur, á valda-
mikinn guöfööur - þingmann og
áhrifamann um stjóm heimsveldis-
ins. Þessum guðföður sínum skrifar
hann ítarlegar ferðalýsingar í eins
konar dagbók og setur því á blað lífs-
reynslu sína og hugrenningar.
Þessi ungi og lítt lífsreyndi maður
fær margháttaða eldskírn í þessari
löngu sigUngu og þroskast tU muna.
Hann kynnist mjög óUku fólki meðal
skipverja og farþega, blandast inn í
deilur og átök og verður ástfanginn
svo um munar.
Frásögnin í þessum þremur bókum
er samfeUd og hver sagan tekur
formálalaust við af annarri. Þess
vegna er þægilegast að hafa þær allar
við hendina og lesa þær í réttri tíma-
röð.
Eldur lífsins
Þegar Fire Down Below hefst er
seglskipið komið langt suður að
heimskautalandinu sem mennirnir
vita ekki enn að sé til. Skipið hefur
látið mjög á sjá og mastrið er farið
að hreyfast í festingum sínum svo
skipinu stafar hætta af. Skipstjórnar-
menn eru á tvennu máli um hvaö
gera skuli og blandast Talbot, þótt
farþegi sé, inn í þær deilur. Sú lausn,
sem verður ofan á, er eins konar leik-
ur að eldi.
En titiU bókarinnar vísar ekki að-
eins til þessa elds í iðrum skipsins,
heldur einnig til lífsins sjáffs - hins
guðlega elds í öllum mönnum. Talbot
kynnist nýjum viðhorfum af einum
farþeganum, sérkennilegum eldhuga
sem boðar trúarlegar og pólitískar
kenningar sem óvarlegt er fyrir emb-
Nóbelsskáldiö William Golding.
ættismann breska heimsveldisins að
heillast af.
Talbot hefur í upphafi sögunnar
orðið viðskila við stúlkuna sem hann
varð ástfanginn af - en skip hennar
bar hana áleiðis til annarrar ný-
lendu, Indlands. Draumar hans, í
svefni og vöku, um þetta nýja yndi,
og efasemdir um endurfundi, era
sterkur þráður í sögunni.
Sem fyrr kemur mikil þekking
Golding á seglskipum honum að
góðu haldi við raunsannar en skáld-
legar lýsingar á skipinu og lífi og
starfi um borð.
Þegar Talbot stígur loks á land í
Sidney Cove eftir langferðina er
hann að mörgu leyti annar en sá
Talbot sem hóf förina á Englandi.
Og í Ástralíu bíða hans tíðindi sem
eiga ekki síður eftir að hafa áhrif á
líf hans.
FIRE DOWN BELOW.
Höfundur: Wllliam Golding.
Faber & Faber, 1990.
Metsölubækur
Bretland
Kiljur, ekáfdsögur:
1. John le Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
2. Julle Burchlll:
AMBITION.
3. P. D. James:
DEVICES AND DESIRES.
4. Tom Clancy:
THE HUNT FOR RED OCTOBER.
5. Frederlck Forsylh:
THE NEQOTIATOR.
6. Ruth Rendell:
THE BRIDESMAID.
7. Ellls Psters:
THE HERETIC’S APPRENTICE.
8. Carol Clewlow:
A WOMAN’S GUIDE TO
ADULTEHY.
9. Catherlne Cookson:
THE HARROQATE SECRET.
10. Jack Hlggins:
A SEASON IN HELL.
Rlt almenns eölis:
1. Rosemary Conley:
INCH-LOSS PLAN.
2. Rosemary Contey:
COMPLETE HIP « Thlgh Dlet
3. Blll Frlndall:
PLAYFAIR CRICKET ANNUAL
1990.
4. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
5. Bruce Chatwln:
WHAT AM I DOING HERE.
6. Catien Plnckney:
CALLANETICS COUNTDOWN.
7. GARDENS OF ENOLAND * WALES
1990.
8. Callan Plnckney:
CALLANETICS.
9. Valentlna Harrls:
ITALIAN REGIONAL COOKERY.
10. Ludovic Kennedy:
ON MY WAY TO THE CLUB.
(Byggl é The Sunday rimes)
Bandaríkin
Motsöluklljur:
1. Dean R. KoonUc
THE SERVANTS OF TWILIGHT.
2. John Irvlng:
A PRAYER FOR OWEN MEANY.
3. Larry Bond:
RED PHOENIX.
4. Julle Garwood:
GUARDIAN ANGEL.
5. Frederlck Forsylh:
THE NEGOTIATOR.
6. Phyllla A. Whltney:
RAINBOW IN THE MIST.
7. Tom Clancy:
THE HUNT FOR RED OCTOÐER.
8. Judlth McNaught:
ALMOST HEAVEN.
9. Allce Walker:
THE TEMPLE OF MY FAMILIAR.
10. Sue Gratton:
„F“ IS FOR FUGITIVE.
11. Janet Dalley:
RIVALS.
12. Kelth Sharee:
GULLIVER'S FUGITIVES.
13. B.B. Hlller:
TEENAGE MUTANT NINJA
TURTLES.
14. Wllllam Goidlng:
LORD OF THE FUES.
15. Kalherlne Ross:
TEENAGE MUTANT NINJA
TURTLES.
16. Dana Fuller Ross:
OKLAHOMA PRIOE.
Rit almenns eölis:
1. Robcrt Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. Bill Cosby:
LOVE AND MARRIAGE.
3. Jack Olsen:
„DOC“.
4. Joyce Egginton:
FROM CRADLE TO GRAVE.
5. Jíll Matthews:
THE LIVES AND LOVES OF NEW
KIDS ON THE BLOCK.
6. Grace Catalano:
NEW KIDS ON THE BLOCK
SCRAPBOOK.
7. David Halberstam:
SUMMER OF '49.
B. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRÁVELED.
9. Bernie S. Siegel:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
10. Grace Catalano:
NEW KIDS ON THE BLOCK.
11. Cllfford Irving:
DADDY'S GIRL.
(Byggt á Nðw York Timöfi Book Roviow)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Richard Bach:
ILLUSIONER.
2. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
3. A. de Saint-Exupéry:
DEN LILLE PRINS.
4. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
5. Lelf Davldsen:
DEN RUSSISKE SANGERINDE.
6. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
7. Martha Christensen:
REBEKKAS ROSER.
8. Isabel Allende:
ANDERNES HUS.
9. Philippe Djian:
BETTY BLUE.
10. Bjarne Reuter:
DEN CUBANSKE KABALE.
(Byggt t Poliliken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Heimsókn til
Strössners
Meginefni enska ársfjórðungs-
ritsins Granta er að þessu sinni
lýsing enska blaðamannsins Isa-
bel Hilton á heimsókn sinni til
Affredo Strössners, sem hraktist
í útlegð til Brasiliu eftir aö hafa
ráðið lífi og limum manna í
heimalandi sínu í þrjá og háffan
áratug sem alræmdur einræðis-
herra. Hilton, sem ræddi við
Strössner í þrjá daga, rekur í leið-
inni nokkur atriði úr ferli þessa
manns sem einræðisherra og þær
ógnarsögur sem af honum hafa
verið sagðar.
Af öðru efni tímaritsins er sér-
stök ástæöa til að nefna viðtal við
rithöfundinn dauðadæmda Sal-
man Rushdie og grein eftir hann
þar sem rök eru færö fyrir þeirri
skoðun að í þókmenntum sé ekk-
ert heilagt; þar eigi að heyrast
raddir sem tali um hvað sem er
á aila hugsanlega vegu.
Nóbelsverðlaunahafinn Garcia
Marques skrifar um framtíð
heimalands síns, Kolumbíu, þar
sem eiturlyfjabarónarnir virðast
hin eiginlega ríkisstjórn. Þá er
fjallaö sérstaklega um þróun
mála í Rúmeníu á nýliðnu ári í
grein sem nefnist í lauslegri þýð-
ingu „Leiðin tii Timisoara" og
birtar myndir sem teknar voru í
Búkarest 26. desember 1989.
GRANTA 31.
Rltstjóri: Bill Buford.
Granta & Penguin Books, 1990.
Eitur og
spilling
Einkaspæjarinn Vic Warshaw-
ski, sem hefur sérhæft sig í rann-
sókn fjármálaglæpa af ýmsu tagi
í heimaborg sinni, Chicago, kem-
ur í heimsókn til bemskustöðv-
anna í einu af úthverfum borgar-
innar eftir margra ára fjarveru.
Æskuvinkona hennar, sem ólst
upp án þess að vita nokkuð um
föður sinn, biður Vic við það tæk-
ffæri að komast að því hver faðir-
inn sé. Þetta virðist tiltölulega
einfalt verkefni, en annað kemur
á daginn. Þegar Vic fer að spyrj-
ast fyrir um tvo menn, sem í
fyrstu virðast helst koma til
greina, rekst hún á vegg og fær
síðan hótanir um hefndaraðgerð-
ir hætti hún ekki rannsókn sinni.
Og er þá stutt í fyrsta morðið.
Þetta er spennandi saga um
spillingu í stjórnmálum og fjár-
málum í Chicago. Wic á meðal
annars í höggi viö iðnjöfur, sem
lætur sig engu skipta áhrif eitur-
efna á líf og heilsu starfsmanna
sinna, og stjórnmálamann sem
leggur allt í sölurnar til þess að
fela ógeðfelld leyndarmál sín og
félaga sinna í spillingunni.
TOXIC SHOCK.
Höfundur: Sara Paretsky.
Penguin Books, 1990.