Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. 17 I>V Frjóvgaði eiginkonuna með sæði sonarins Mörg undarleg mál koma til kasta dómsmála. Skilnaðarmál eitt þykir þó alveg með ólíkindum. Hjónin Ted og Anita vilja fá úr því skorið hvort þeirra á að hafa umráðarétt yfir dótt- ur þeirra, fjögurra ára. Við réttinn viðurkenndi móðirin að Ted, eigin- maður hennar, væri ekki faðir barnsins og það vissi hann vel. Hann gæti því ekki krafist umráðaréttar. Málsatvik voru þannig: Árið 1984 ákváöu hjónin að eignast barn. Dótt- ir þeirra var þá orðin átján ára og að flytja að heiman. Til að fylla tóma- rúmið í húsinu langaði þau að eign- ast annað barn. Það sem kom í veg fyrir það var að Ted hafði farið í ófrjósemisaðgerð eftir að dóttirin kom í heiminn árið 1972. Hann fór í aðra aðgerð en hún heppnaðist ekki og Anita varö ekki ófrísk. Eini möguleiki þeirra var utanað- komandi frjóvgun - en þau höfðu ekki efni á slíkri aðgerð. Ted sem er mikill grúskari og sér um allar við- gerðir á heimilinu sjálfur tók málið í sínar hendur. Hann náði sér í allar bækur sem til voru um frjóvgun og las sér til um máhð. Anitu leist ekki meira en svo á málið en sagði ekki orð. Þegar Ted hafði fundið út hve- nær heppilegasti tími konunnar væri fyrir frjóvgun lét hann ekki sitja við orðin tóm. Hann fór í næstu verslun, keypti sprautu sem venjulega er not- uð til að fylla fuglakjöt og þess hátt- ar, og flösku af hárspreyi. Hann ætl- aði sér að nota þessi áhöld við frjóvgunina en þá vantaði einungis sæði. Hjónin ræddu lengi um hvar þau gætu fengið sæði og hugleiddu fyrst að fá einhvern vin til hjálpar. Ekki leist þeim þó nógu vel á það enda vildi þau halda málinu leyndu. Ted átti sautján ára son frá fyrra hjónabandi og þau gátu talið hann á að gefa sæði. Hann féllst á þetta með nokkrum málalengingum. Hjónin fengu sæði, eiginmaðurinn sprautaði því í eiginkonuna og tveimur mánuð- um síðar sagði læknir henni að hún væri barnshafandi. Fóstrið missti hún stuttu síðar og var þá reynt í annað sinn. í það skipti gekk allt upp og Michaela fæddist 19. desember 1985. Nú fjórum árum síðar er hjóna- bandiö búið að vera og Ted og Anita rífast um hver eigi að hafa barnið. Viö réttarhöldin, eftir að Anita var búin aö ljóstra leyndarmálinu upp, sagði Ted að honum fyndist hann hafa skapað þetta barn með eigin höndum. Hvorugt þeirra vill af litlu telpunni sjá. Dómarar í réttarsalnum tóku sér alllangan umhugsunarfrest í þessu sérstæða máli. Á meðan verða foreldrarnir að bíða úrskurð- arins. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins Miðbraut 11, Búðardal, á neðan- greindum tíma: Búðarbraut 3, Búðardal, þingl. eig- andi Kristjana Guðmundsdóttir. Upp- boðsbeiðandi er Sparisjóður Hafhar- fjarðar, miðvikud. 30. maí kl. 11.00. Brekkuhvammur 10, Búðardal, þingl. eigandi Jóhannes Benediktsson. Upp- boðsbeiðandi er Landsbanki íslands, veðdeild, íslandsbanki hf., miðvikud. 30. maí kl. 13.45. Hóll, Hvammshreppi, Dalasýslu, þmgl. eigandi Júlíus Baldursson og fl. Uppboðsbeiðandi Landsbanki ís- lands, veðdeild, Tryggvi Bjamason hdl., miðvikud. 30. maí kl. 13.30. Fóðurstöð og útihús úr landi Fjósa, þingl. eigandi Svavar Garðarsson. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki Islands, Brunabótafélag Islands, Byggðastofhun, miðvikud. 30. maí kl. 10.00._____________________________ Sunnubraut 11, Búðardal, þingl. eig- andi Svavar Garðarsson. Uppboðs- beiðandi er Jón Ö. Ingólfsson hdl., Gísli Kjartansson hdl., Búnaðarbanki íslands, miðvikud. 30. maí kl. 10.30. Skarðsá, Skarðshreppi, þingl. eigandi Unnsteinn B. Eggertsson. Uppboðs- beiðandi er Landsbanki íslands, veð- deild, Lögmenn Kringlunni 4, Reykja- vík, Sveinn Skúlason hdl., miðvikud. 30. maí kl. 11.30. Sýslumaður Dalasýslu. Michaela litla er fjögurra ára. Hún var búin til á all- sérstæðan hátt. Nú eru foreldrar hennarað skilja og bæði vilja halda dótturinni. FERÐAÞIÓNUSTA ER ÞÝÐINGARMIKIL ATVINNUGREIN Á ÍSLANDI Tökum á móti ferðamönnum eins og við viljum að tekið sé á móti okkur. FERÐAMÁLAÁR EVRÓPU1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.