Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 13
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
13
Ofát og aukakflo
Forðumst öll sérhætð matsöluhús þar sem boðið er upp á óskilgreinda pottrétti með framandi nöfnum. Kaup
um ekki köttinn í sekknum í orðsins fyllstu merkingu.
Sumarleyfin:
Að leggja land
undir fót
- meö skipulagt mataræði í farangrinum
Nú er sá árstími þegar við leggj-
umst í landaflakk í sumarleyfinu.
Við tökum skipulagt mataræði að
sjálfsögðu með okkur ásamt lýsis-
flöskunni og öðrum vítamínum.
Höldum fast við regluna 301: Þrjár
máltíðir á dag og ekkert á milli
mála en einn dag í einu. Tökum
allan óþarfa mat af matseðlinum
sem aðeins leggur okkur til fleiri
kaloríur en enga hollustu.
Forðumst salt og sykur og sker-
um fituna og þess háttar af kjöti
og húðina af kjúklingum. Borðum
ekki unnar kjöt- eða fiskvörur.
Engar þykkar rjómasósur eða ma-
jones og dressingu. Ekki franskar
kartöflur eða sykurbrúnaðar. Við
þekkjum reyndar leiðina þó við
rötum hana ekki alltaf sjálf, því
miður.
Bakkamaturinn
um borð
En fyrsti þröskuldurinn í utan-
ferðum er bakkamaturinn í flug-
vélunum. Ekki veit ég um aðra en
sjálfur kemst ég oft í vont skap
þegar boðið er upp á þessa bakka.
Islensku flugfélögin bjóða því mið-
ur ekki annan kost en hægt er að
panta sérfæði með góðum fyrir-
vara. Það er sjálfsagt að nota sér
þá þjónustu ef tími vinnst til og
panta okkar fæði. Erlend flugfélög
hafa yflrleitt nokkrar tegundir af
bakkamat um borð og hægt er að
panta nánast hvað sem er með ein-
hverjum fyrirvara. Þetta notum við
okkur hiklaust og njótum ferðar-
innar. Annars er vel hægt að taka
með sér valið nesti í flugferðir.
Fæði á flugstöðvum
Fæðið á flugstöðvum og alls kon-
ar áningarbörum er ónothæft að
mestu. Alls kyns glásir og pottrétt-
ir og aðrir kaffiteríuréttir. Oft eru
þó til einhveijir grænmetis- og
ávaxtaréttir eða söluvagnar með
nýjum ávöxtum. Stundum er líka
hægt að panta safaríka steik úr
grilli með ofnbakaðri kartöflu. Því
er best að gera ráð fyrir shkum
máltíðum á flugvöllum og að snerta
ekki gumsið á kaffiteríunni. Á
stærri flugvöllum eru betri veit-
ingastaðir og þar fáum við óskir
okkar uppfylltar eins og á öðrum
betri veitingahúsum og hótelum.
Heimahús
og matseld
Ef við gistum í heimahúsum á
ferð okkar þá leiðum við gestgjafa
okkar í allan sannleikann um
Umsjón
Ásgeir Hannes
Eiríks son
skipulagt mataræði. Það er ekkert
mál fyrir hann að koma til móts
við okkur og hann hefur bara gam-
an af því. Ef við sjáum sjálf um
matseldina þá er líka gaman aað
lifa. Þrátt fyrir annars prýðilegt
úrval af mat við okkar hæfi hér
heima þá opnast nýir heimar í stór-
mörkuðum erlendis. Aðrar þjóðir
eru komnar mun lengra á veg með
að þjóna fólki með sérstakar þarflr
í mat og drykk. En við jöfnum bilið
með tíð og tíma.
Kaffi og te
og drykkjarvatn
En úr því að við nefnum drykki
þá er rétt að minna á að við drekk-
um ekki kranavatnið heldur fáum
við sérsakt drykkjarvatn eða sóda-
vatn eða míneralvatn á flöskum af
öllum stærðum. Annar drykkur er
kaffið. Við erum vön góðu og sterku
kaffi hér heima og hér hefur þróast
ákveðinn stíll í kaffilögun. Þess
vegna verða íslendingar oft fyrir
sárum vonbrigðum með kaffi er-
lendis og kalla það sull. Sérstaklega
á flugbörum. Þó er yflrleitt sterkt
og gott kaffi á áningarstöðum við
þjóðveginn sem bílstjórar á flutn-
ingabílum sækja. Því má treysta.
Þess vegna er gott ráð að biðja
um heitt te erlendis. Te í pokum.
við þekkjum helstu sortirnar hér
heima og vitum því á hverju við
megum eiga von. Verðum því ekki
fyrir vonbrigðum og látum ekki
vont kaffi eyðileggja fyrir okkur
daginn.
Ö1 og kaloríu-
snautt öl
Sum okkar fá sér að sjálfsögðu
einn öl í erlendri höfn. Það er allt
í lagi. Úr mörgum gerðum er að
velja og flest brugghúsin bjóða líka
upp á léttan bjór með færri kalor-
íur en venjulegur bjór en jafnsterk-
an að innihaldi. Við veljum frekar
létta ölið og kaloríusnauða. Hæfi-
legt að fá sér einn öl með matnum
af og til.
Matsöluhús og
morgunverður
Úr nógu er að velja og af nógu
að taka. Við höfum þá reglu að leið-
árljósi að vita hvað við erum að
borða. Pöntum rétti sem við þekkj-
um og fáum borna fram eins og við
eigum að venjast. Forðumst öll sér-
hæfð matsöluhús þar sem boðið er
upp á óskilgreinda pottrétti með
framandi nöfnum. Kaupum ekki
köttinn í sekknum í orðsins fyllstu
merkingu.
Þó er allt í lagi að fá sér viður-
kennda þjóðarrétti eða smakka á
helstu sérkennum þjóðanna. Þann-
ig fáum við okkur að sjálfsögðu
eina með öllu á Ráðhústorginu í
Kaupmannahöfn og Makk Dónalds
hamborgara í Ameríku og gerum
ráð fyrir þessum bitum í dag-
skránni. Ef við erum svo að ferðast
á milli staða á venjulegum matar-
tíma þá tökum við einfaldlega með
okkur gott og valiö nesti og ráðum
sjálf okkar mataræði.
Hótelgisting og morgunverður er
heldur ekki vandamál um víða ver-
öld. Við kunnum þann galdur allan
að heiman og erum óhrædd við aö
bera fram séróskir. Fólk má ekki
líða fyrir að vera of hlédrægt 4
veitingahúsum og á hiklaust að
biðja um það sem það þarf og vill.
Góða ferð.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus staða í Landsbókasafni
Staða bókavarðar í deild erlendra rita í Landsbóka-
safni íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júní
nk.
Menntamálaráðuneytið 21. maí 1990
.lÉilÍfjjjjj
Ritari
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í
utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. í einu
öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir
að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum Is-
lands erlendis.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu,
Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní nk.
Utanríkisráðuneytið.
----------------------------------Á
Utboð
Klæðingar á Vesturlandi 1990
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan-
greint verk. Helstu magntölur: Yfirlagnir 40.000
fermetrar, tvöföld klæðing 130.000 fermetrar,
efra burðarlag 12.000 rúmmetrar og neðra
burðarlag 10.000 rúmmetrar.
Verki skal lokið 1. september 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
I Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 29. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þriðjudaginn 5. júní 1990.
Vegamálastjóri
____________________/
RlðLBRAUTASXÚUNN
BREJÐHOLTI
Sumarskóli
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Þann 5. júní tekur Sumarskóli F.B. til starfa. Kennt verður
frá klukkan 16.00 til 20.30 í fjórar vikur frá 5. júní til 29.
júní og prófað 2. og 3. júlí. Nemendur hafa heimild til að
taka tvo áfanga.
í ráði er að eftirtaldir áfangar verði í boði, svo fremi sem
næg þátttaka fæst:
Bókfærsla BOK103
Enska ENS 202
Enska ENS 302
íslenska ÍSL 302
íslenska ÍSL403
Líffræöi LÍF103
Stærðfræði STÆ 202
Stærðfræði STÆ 302
Stærðfræði STÆ 403
Stærðfræði STÆ 493
Verslunar-
reikningur VER102
Vélritun VÉL102
Tölvufræði TLV102
Upplýsingar um Sumarskóla F.B. liggja frammi á skrifstofu
skólans, sími 75600.
Innritað verður á skrifstofu skólans við Austurberg til mið-
vikudagsins 30. maí frá kl. 8.00- 13.00.
Skólameistari