Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 47
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990..
5&
Afmæli
Sigurður Guðmimdsson
Siguröur Guömundsson, fram-
kvæmdastjóri SG-einingahúsa hf
Selfossi, Smáratúni 1, Selfossi er
sextugur í dag. Sigurður er fæddur
á Núpi í Fljótshlíð og ólst þar upp.
Hann nam húsasmíði hjá frænda
sínum Kristni Vigfússyni húsa-
smíðameistara á Selfossi 1947-1951.
Sigurður hóf sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í byggingastafsemi á Sel-
fossi 1959 og framleiðslu eininga-
húsa 1965. Hann rekur nú í félagi
við böm sín SG einingahús hf sem
rekur öfluga byggingavöruverslun
og framleiðslu einingahúsa. Allir
synir Sigurðar vinna við fyrirtækiö
SG-einingahús. Sigurður var í
hreppsnefnd Selfosshrepps á vegum
Sjálfstæöisflokksins 1954-1958 og
hefur unnið mikið í ýmsum nefnd-
um og ráðum á vegum Sjálfstæðis-
flokksins. Hann hefur verið í stjóm
Meistarafélags Suðurlands og
Lionsklúbbs Selfoss. Sigurður
kvæntist 26. maí 1951, Ágústu Þór-
hildi Sigurðardóttur, f. 8. ágúst 1930.
Foreldrar Ágústu em: Sigurður Ing-
var Grímsson, b. á Fossi, nú á Sel-
fossi og kona hans Sesselja Símon-
ardóttir. Böm Sigurðar og Ágústu
eru: Guðmundur, f. 15. júlí 1950, býr
á Selfossi, kvæntur Þóru Grétars-
dóttur, sonur þeirra er: Sigurður
Fannar, f. 17. júní 1971; Ingvi Rafn,
f. 18. maí 1952, býr á Selfossi, kvænt-
ur Laufeyju Jónu Kjartansdóttur,
dætur þeirra eru: Þórhildur Dröfn,
f. 12. maí 1972, Eva Dögg, f. 30. des-
ember 1974 og Katrín Þóra Alberts-
dóttir, dóttir Laufeyjar, f. 10. mars
1967, gift Baldri Ámasyni, sonur
þeirra er: Árni Jón, f. 6. ágúst 1985;
Sesselja, f. 3. janúar 1955, býr á Sel-
fossi gáft Emi Grétarssyni, dætur
þeirra em: Guðbjörg, f. 23. júlí 1976
og Elfa, f. 13. desember 1979; Sigurð-
ur Þór, f. 13. október 1957, býr á
Selfossi, kvæntur Kristínu Gunn-
arsdóttur, dóttir þeirra er: Ágústa
Þórhildur, f. 8. júní 1979 og Gunnar
Örn Jónsson sonur Kristínar, f. 8.
september 1976 og Óðinn, f. 19. mars
1966, kvæntur Kristínu Kristjáns-
dóttur, dóttir þeirra er: Linda Björk,
f. 23. júlí 1988. Systkini Sigurðar em:
Guðmunda, búsett í Rvík; Ragn-
heiður, búsett á Hvolsvelli; Matt-
hildur, búsett í Rvík; Kristín, búsett
á Hvolsvelli; Jónas, búsettur á
Hellu; Sigursteinn, búsettur á Sel-
fossi; Sigríður, búsett í Laxárhlíð í
Hranamannahreppi; Auður, búsett
í Rvík og Högni, búsettur á Selfossi.
Uppeldissystir Sigurðar er: Unnur
Ragnarsdóttir, búsett í Rvík.
Foreldrar Sigurðar voru: Guð-
mundur Guömundsson, f. 5. október
1883, d. 11. apríl 1970, b. á Núpi í
Fljótshlið og kona hans Katrín Jón-
asdóttir, f. 1. febrúar 1896, d. 6. okt-
óber 1883. Guðmundur var sonur
Guðmundar, b. á Núpi, Magnússon-
ar b. á Núpi, Magnússonar. Móðir
Guðmundar Guömundssonar var
Þuríður Sigurðardóttir b. á Torfa-
stöðum í Fljótshlíð, Ólafssonar, b. á
Kvoslæk í Fljótshlíð, Arnbjörnsson-
ar, b. á Kvoslæk, Eyjólfssonar. Móð-
ir Þuríðar var Guðrún Ólafsdóttir,
b. á Múlakoti í Fljótshlíð, Ámasonar
og konu hans, Þórunnar ljósmóður
Þorsteinsdóttur, b. og smiðs á
Vatnsskarðshólum, Eyjólfssonar.
Móðir Þórunnar var Karítas, ljós-
móðir Jónsdóttir, klausturhaldara á
Reynistað, Vigfússonar stúdents á
Hofi, Gíslasonar, rektors á Hólum,
Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga
Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vig-
fússonar, bróður Gísla. Móðir Karít-
asar var Þórunn Hannesdóttir Sche-
vings, sýslumanns á Munkaþverá,
Lárassonar og konu hans, Jórunnar
Steinsdóttur, biskups á Hólum,
Jónssonar.
Katrín var dóttir Jónasar, b. í
Hólmahjáleigu í Landeyjum, Jóns-
sonar og konu hans, Ragnheiðar
Halldórsdóttur, b. á Ósabakka á
Skeiðum, Vigfússonar. Móðir Hall-
Siguröur Guðmundsson.
dórs var Ingibjörg Halldórsdóttir,
b. í Jötu, Jónssonar, ættfoður Jötu-
ættarinnar. Móðir Ragnheiðar var
Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Unnarholti,
Guðbrandssonar og konu hans,
Guðfinnu Jónsdóttur, b. í Hörgs-
holti, Magnússonar, ættfoöur
Hörgsholtsættarinnar. Sigurður
verður að heiman í dag.
Kristbjörn Benjamínsson, Akur-
geröi 9, Kópaskeri verður áttatíu og
fimm ára á morgun. Kristbjöm er
fæddur á Arnarstööum í Núpasveit
í Norður Þingeyjarsýslu og fluttist
vorið 1906 með foreldram sínum í
Katastaöi í Núpasveit. Þar ólst hann
upp og vann á búinu hjá fóður sín-
um strax og aldur leyfði. Skólagang-
an varö ekki lengri en nokkrar vik-
ur í barnaskóla. Kristbjöm, bróðir
hans Sigmar, ásamt Guðlaugu syst-
ur þeirra tóku við jörðinni 1932 og
ráku þar sauðfjárbúskap til 1964 er
þau fluttu til Kópaskers og keyptu
sér nýbyggt hús, Mörk sem nú er
Akurgerði 9. Þar hefur hann átt
heima síðan. Fljótlega eftir að Krist-
bjöm fluttist til Kópaskers tók hann
að sér verkstjórn í sláturgerð KNÞ
og vann þar í fjórtán ár og síðan í
nokkur ár við ýmsa vinnu hjá kaup-
félaginu. Síðustu árin hefur hann
haft það rólegt, gert sér það til
dægradvalar að festa á blað ýmislegt
bæði í bundnu máli og óbundnu um
liðna atburði. Hefur sumt af þessu
verið birt í blöðum og tímaritum.
Kristbjörn tók þá ákvörðun 1986 að
gefa kvenfélaginu SÍjörnunni í
Presthólahreppi húseign sína í þeim
tilgangi að koma þar upp dagheim-
ili fyrir eldra fólkið, en með því skil-
yrði að hann fengi að vera í húsinu
meðan hann gæti séð um sig sjálfur.
Þess má geta að nú er komin af stað
myndarleg starfsemi fyrir eldra
fólkið í samráöi við dvalarheimiliö
Hvamm á Húsavík.
i ForeldrarKristbjamarvoru:
Benjamín Jósepsson, f. 1862, d. 1946,
b. á Katastöðum í Presthólahreppi,
og kona hans, Jónína Rannveig
Jónsdóttir, f. 1874, d. 1912,
Jósefssonar, b. í Kollavíkurseli,
Benjamínssonar, b. í Kollavíkurseh,
Ágústínussonar á Grenjaðarstað,
Jónssonar yngra, b. á Arndísarstöð-
um, Halldórssonar, bróður Jóns,
ættfóður Mýrarættarinnar, afa Jóns
Sigurðssonar, alþingisforseta á
Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðs-
sonar ráðherra. Móðir Vigfúsar var
Guðrún Jónsdóttir, b. á Fjöllum,
Gottskálkssonar, bróður Magnúsar,
langafa Bjama Benediktssonar for-
sætisráðherra. Móöir Guðrúnar var
Ólöf Hrólfsdóttir, b. á Núpum Páls-
sonar, Pálssonar, b. á Víkingavatni,
Arngrímssonar, sýslumanns á
Stóru-Laugum Hrólfssonar. Móðir
Hrólfs var Björg Hrólfsdóttir, b. í
Kristbjörn Benjamínsson.
Hafrafellstungu, Runólfssonar.
Jónínavar dóttir Jóns, lausa-
manns í Ási, Benediktssonar og
Önnu Stefaníu Jónsdóttur í Mýrar-
koti, Guðmundssonar, b. á Hall-
bjamarstöðum, Sveinssonar, b. á
Hallbjarnarstöðum Guðmundsson-
ar, b. á Sandhólum, Guðmundsson-
ar. Móðir Guðmundar á Sandhólum
var Ingunn Pálsdóttir, systir Páls
fráVíkingalæk.
Magnús Jónsson
Magnús Jónsson, fyrrv. bóndi í
Huppahlíð í Miðfirði, nú til heimilis
að Laugabakka, Ytri-Torfustaða-
hreppi, verður áttræður á morgun.
Magnús fæddist í Huppahliö og
ólst þar upp en þar hefur hann átt
heima allt til ársins 1988 er hann og
kona hans fluttu í íbúð aldraðra að
Laugabakka. Magnús stundaði
sveitastörf á unglingsárunum og
síðan alla tið en hann tók við búi
foreldra sinna 1943 og bjó til 1988.
Magnús kvæntist 1962 Sigríði
Skarphéðinsdóttur frá Króki í
Víðidal, f. 12.4.1919, en foreldrar
hennar voru Skarphéðinn Skarp-
héðinsson, b. í Króki, og kona hans,
Kristín Árnadóttir frá Neðri-Fitjum.
Magnús er yngstur níu alsystkina.
Alsystkini hans eru öll látin nema
Guðjón, fyrrv. b. í Huppahlíð, nú
búsettur á elliheimilinu á Hvamms-
tanga. Þá átti Magnús sex eldri hálf-
systkini samfeðra sem öll eru látin.
Foreldrar Magnúsar voru Jón
Jónsson, f. 1863, d.'1943, b. í Huppa-
hlíð, og kona hans, Þorbjörg Jó-
hannesdóttir, f. 1871, d. 1950.
Foreldrar Jóns voru Jón Jónsson,
hreppstjóri í Kollufossi í Vesturár-
dal, og kona hans, Guðrún Jóns-
dóttir frá Bakkastööum.
Magnús og Sigríður taka á móti
gestum sunnudaginn 27Æ. í Félags-
heimili Húnvetninga, Skeifunni 17,
Reykjavík, milli klukkan 15 og 18.
Magnús Jónsson.
Já... en ég nota
yfirleitt beltið!
u
UMFERÐAR
RÁÐ
Til hamingju með
afmælið 27. maí Haraidur Björgólfsson, HáaleitL Vopnafirði.
90 ára
Þóroddur Hreinsson, Suðurgötu 19, Hafnarfirði. 50ára
Gunnar Hámundarson, Höröalandi 16,Reykjavík. Eggert Gautur Gunnarsson,
80 ára
Jóhanna Sigmundsdóttir, Veöramóti, Hofsósi. Hildur Jónsdóttir, Esj ubraut 30, Akranesi. Kópavogsbraut 98, Kópavogi. Kjartan Birgir Ólafsson, Móabarði 35, Hafnarfirði. Árni Ormsson, Þórólfsgötu 16, Borgarnesi.
75 ára 40ára
ÓskarGíslason, Faxastíg 2B, Vestmannaeyjum. Stefanía Guðmundsdóttir, Gautlandi 1, Reykjavík. Þuríður Þorsteinsdóttir, Þórannarstræti 110, Akureyri. Sigurlin Scheving, Smáratúni 1, Bessastaðahreppi. Ágústa Jónsdóttir,
70ára Hólmagrund 20, Sauðárkróki. Matthías Sturiuson, Kóngsbakka 12, Reykjavík. Rúnar Þórarinsson, Hólagötu4, Sandgeröi. Hann og kona hans taka á móti gestum í Björgunarstöðinni Sand- ~, gerði, klukkan 20:00, í kvöld, laug- ardagskvöldið 26.05. Hörður Haraldsson, Grænatúni 6, Kópavogi.
Bjarni Stefánsson, Snæfelli, Reyðarfjarðarhreppi. Sveinn Sörensen, Bleiksárhlið 60, Eskifirði. V algerður Ásgeirsdóttir, Hafhargötu40B, Seyðisfirði. Hallgerður Jónsdóttir, Silfurbraut 8, Höfn i Hornarfirði.
60 ára uiffUi uuui oigui. liiiUtisun, Skólabraut 16, Hólmavík. Pálmi Sveinhjörnsson, Kvíholti 6, Hafnarfirði.
Halldór Magnússon, Iöufelli 4, Reykjavik.
Finnur Bergsveinsson
Finnur Bergsveinsson frá Gufudal,
rafvirkjameistari, Laugarnesvegi
90, Reykjavík, veröur sjötugur á
mánudaginn. Kona Finns er Anna
María Waltraut Lobers Berg-
sveinsson. Þau taka á móti gestum
Finnur Bergsveinsson.
í Fóstbræðraheimilinu, Langholts-
vegi 109,3. hæð, sunnudaginn 27.
maí kl. 16-18.
Studioblóm
Þönglabakka 6, Mjódd,
norðan við Kaupstað,
sími 670760
Blómaskreytinqar
við öll
tækifæri.
Sendingarþjónusta.