Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 30
42'
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Knattspyma unglinga
Reykjavíkurmót 4. flokks:
KR-ingar betri og
sigruðu IR, 2-4
Jíí
- Valur tapaði gegn Víkingi, 3-1
KR-ingar unnu IR í A-liði 4. flokks,
sl. mánudag, 2^4, og fór leikurinn
fram á ÍR-velli. Staöan í hálfleik var
1-2 fyrir KR. Það var Andri Sigþórs-
son sem skoraði fyrsta mark KR-
inga, en ÍR-ingar náðu aö jafna með
góöu marki Ágústs Guðmundssonar.
Vilhjálmur Vilhjálmsson kom síðan
KR yfir, 1-2, og enn jafna ÍR-strák-
arnir, þegar Haraldur Eiríksson
Umsjón:
Halldór Halldórsson
SKoraði úr víti. Staöan 2-2. KR-ingar
áttu síðan mikinn endasprett og
skoraði Bjarni Jónsson tvö síðustu
mörkin fyrir KR og lokastaðan 2-4
fyrir KR. Sanngjörn úrslit, eftir gangi
leiks.
ÍR-ingar standa samt sem áöur best
að vígi, hafa 13 mörk í plús á Víkinga
og hafa lokið keppni. Víkingar verða
því að vinna Þrótt stórt í síðasta leik
til að hljóta titilinn. Ljóst er að bæði
KR og ÍR hafa góðum liðum á að
Frá leik KR og IR í 4. flokki A-liða, ÍR-ingar sækja hart að marki KR-inga.
B-lið 4. flokks KR varð Reykjavikurmeistari. Liðið er þannig skipað: Þórarinn Ólafsson, Kristinn Victorsson, Páll
Jóhannesson, Grímur Sigurðsson, Dagur Jónsson, Anton Pálsson fyrirliði, Andrés Björnsson, Jakob Hrafnsson,
Ragnar Bragason, Höskuldur Ólafsson, Páll Gíslason og Haraldur Þorvarðarson. Þjálfari er Sigurður Helgason.
N DV-mynd Hson
skipa og eiga strákarnir örugglega
eftir að láta mikið að sér kveða á
komandi íslandsmóti.
ÍR-KR4-2 íB-liði
í leik B-liöa sigruðu ÍR-ingar, 4-2.
Það dugði þó ekki því KR-ingar urðu
Reykjavíkurmeistarar á betri
markatölu. Mörk ÍR: Einar Örn Ein-
arsson 2 mörk, Haraldur Jens Guð-
mundsson 1 bg Sverrir Sverrisson 1
mark. Mörk KR gerði Páll Gíslason.
VíkingurValur3-l
Víkingar unnu Val, 3-1, í leik A-hða
á Víkingsvelli sl. þriðjudag. Leikur-
inn var jafn framan af og leiddu Vík-
ingar, 1-0, í hálfleik, með marki Sig-
urðar Elvars Sigurðssonar.
Valsmenn náðu að jafna í upphafi
síðari hálfleiks þegar Ásmundur
Ólason skoraði með þrumufieyg í
stöng og inn. Víkingar tóku mikinn
fjörkipp við markið og sóttu stíft til
loka leiks og náðu að koma boltanum
í netið í tvígang og sigruðu nokkuö
örugglega, 3-1. Tvö síðustu mörk
Víkinga gerðu þeir Sigurður Elvar
Sigurösson og Baldvin Kristinsson.
Víkingsliðiö er sterkt og lofar góðu
fyriríslandsmótið. -Hson
íslandsmótið
hefst í dag
Þá byrjar boltinn að rúlla í íslands-
móti yngri flokka í dag. Eftirtaldir
leikir verða í karlaflokkum til mánu-
dags.
Laugardagur 26. maí:
(Fyrrnefnda liðið á heimaleikinn). 2.
fl. B-rið. ÍBV-Þróttur R. kl. 14.00
2. fl. C-rið. Afturelding-Fylkir kl.
14.00
2. fl. C-rið. KS-Grótta kl. 14.00
Sunnudagur27. maí
2. fl. A-riö. ÍA-KA kl. 16.00
2. fl. B-rið. Völsungur-Fjölnir kl.
14.00
2, fl. B-rið. Skallagr.-FH kl. 14.00
2. n. C-rið. Snæfell-ÍK kl. 14.00
4. fl. A-rið. Týr-ÍA kl. 14.00
Mánudagur28. maí
2. fl. B-rið. Hverag.-Leiknir R. kl.
20.00
2, fl. C-rið. ÍR-Selfoss kl. 20.00
3. fl. A-rið. Fylkir-Fram kl. 20.00
I hita leiks þegar allt er á suðu-
punkti og mikið í húfi reynir mjög
á þroska áhangenda liða yngri
flokka. Þeir geta með framkomu
sinni við hliðarlínu haft mikil áhrif
á hina ungu leikmenn, bæði til góðs
og ills. Vissulega ber að hvetja sína
menn til dáöa, en það er hreint
ekki sama hvernig það er gert.
Ekki er veriö aö beina þessu til
ákveðins hóps áhangenda heldur
allra sem áhuga hafa á unglinga-
knattspymu og fylgjast að stað-
aldri með sínu liöi. Neikvæð há-
reysti frá hliðarlínu, og þá ekki síst
gagnvart dómgæslu, skaðar leik-
inn.
Verði dómara á mistök á hann
ekki skilið að fá sendar illskeyttar
glósur frá hliðarlínu. Þeir eru bara
ósköp venjulegir menn og eru að
reyna að vinna sitt starf vel. Hlut-
drægni í dómgæslu hef ég aldrei
orðið vitni að í öll þau ár sem ég
hef fylgst með unglingaknatt-
spyrnu, en að sjálfsögðu geta menn
gert mistök. Sagt er að sá dómari
sem gerir um 10 mistök í leik sé
talinn mjög góður.
Því mætti svo við bæta að það er
álit unglingasíðu DV að mjög brýnt
er að línuverðir séu til staðar í öll-
um leikjum yflr 5. flokki. Það gerir
starf dómarans léttara og miklu er
síður hætta á mistökum.
En málið snýst reyndar ekki um
dómarana að þessu sinni, - heldur
áhangendur liða og framkomu
þeirra við hliðarlínuna.
Skaðar
knattspyrnuna
Hvaða áhrif haldið þið, góða fólk,
aö þaö hafi á unga leikmenn aö
hlusta á grófar athugasemdir full-
orðins fólks, frá hliðarlínu til að
mynda, varöandi dómgcéslu? Þeir
bregðast við á líkan hátt og beita
sér af alefli gegn dómaranum og
hætta allri einbeitingu að leik sín-
um. Þetta skeður ósjálfrátt og dóm-
arinn verður, allt í einu, aðalatriðið
og um leið sökudólgurinn ef gengið
er ekki nógu gott.
Hinir áhugasömu áhangendur
verða að taka meira tilllt til hinna
ungu leikmanna og gæta tungu
sinnar betur og eiga reyndar að
sýna drengjunum gott fordæmi
með góðri hegðun.
Ég átti fyrir stuttu tal við leik-
mann eftir mikinn átakaleik og
kvað hann, hiklaust, að framkoma
áhangenda smitaði mjög út frá sér
inn í leikinn - og það væri oftast
ástæða þess að upp hæflst nokkurs
konar aðíor leikmanna aö dómara.
Hann kvaðst ekki vera sáttur við
ástandið.
Vissulega getur spennan oft verið
yfirþyrmandi - en það er ekki nógu
góð afsökun fyrir fullorðið fólk.
sem, þrátt fyrir allt, hefur mjög
gaman af að fylgjast með hinu unga
og fríska fólki í leik.
Hugsum málið. -Hson
„Þetta er ekkert skrýtið. Hann
hefur verið í körfuboita i allan
vetur“!
Gústi sweeper:
„Ég er búinn að vera á Ítalíu i
heilt ár og hef aldrei verið betri!!!