Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990. Viðskipti______________________________________ Það harðnar á steypumarkaðnmn: Kreppan ekki í rénun Kreppan er ekki í rénun á bygg- ingamarkaðnum ef mið er tekið af steypusölu það sem af er árinu. Sala á steypu er minni en í fyrra og mun- ar þar mest um hve samdrátturinn var mikill í apríl og maí. Það voraði illa fyrir steypuframkvæmdir. Tómas Runólfsson, hjá Sements- verksmiðju ríkisins, segir að verk- smiðjan geri 'ráð fyrir minni sölu á sementi á þessu ári én í fyrra og ekki beri á öðru en að það æth að verða raunin. „Við gerum ráð fyrir að selja alls milh 110 og 115 þúsund tonn af sem- enti á þessu ári borið saman við tæp- lega 118 þúsund tonna sölu í fyrra,“ segir Tómas. Steypusala náði hámarki árin 1987 og árið 1988 þegar þensla ríkti í efna- hagslífinu og ekki síst í byggingar- iðnaðinum. Bæði þessi ár seldust yfir 130 þúsund tonn af sementi. Salan var meiri árið 1988 eða tæplega 132 þúsund tonn. Að sögn Tómasar er samdráttur í steypusölu mun meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Sementsverkspiiðj an hefur orðið að stöðva framleiðslu sements í einn mánuð á þessu ári vegna minnkandi sölu. „Við framleiddum ekkert se- ment í mars, tíminn var þess í stað notaður til viðhalds hér í verksmiðj- unni.“ -JGH Kreppan er ekki i rénun á byggingamarkaðnum miðað við tölur um sölu sements á árinu. Það stefnir í samdrátt upp á 16 prósent miðað við árið 1988. Bílamarkaðurinn breytist um mánaðamótin: Erfiðara að flytja inn bandaríska bíla Ný reglugerð um gerð og búnað ökutækja tekur gildi 1. júh næstkom- andi. Nýju reglumar miðast viö stað- al ökutækja í Evrópu. Helstu áhrifin á bílamarkaðnum við þessa breyt- ingu er sú að erfiðara verður að fá sértegundir af bandarískum bílum en áður. „Þessi reglugerð hefur ekki svo mikil áhrif á framboð bandarískra bíla hjá okkur. Chrysler-bílaverk- smiðjurnar hafa framleitt bíla fyrir Evrópumarkaðinn um nokkurt skeið. Engu að síður fylgir þessu aukinn kostnaður og meiri vinna vegna skýrslugerðar," segir Ragnar J. Ragnarsson, forstjóri Jöfurs hf„ sem er með umboð fyrir Chrysler. Hann segir ennfremur að eftir 1. júh verði að leggja fram skírteini meö hverri tegund þar sem færðar séu sönnur á að viðkomandi bíh standist þær kröfur um búnað sem gerðar eru samkvæmt evrópskum staðli. Að sögn Ragnars framleiða Japanir bíla sérstaklega fyrir Evrópumarkað og sömu sögu sé auðvitað að segja um bíla framleidda í Evrópu. „Ég tel að eftir breytinguna muni þeir sem vilja sérstakar og sjaldgæf- ar tegundir af bandarískum bílum, sem ekki eru framleiddir fyrir Evr- ópumarkað heldur eingöngu Banda- ríkjamarkað, eiga erfiðara með að fá óskina uppfyllta. Þetta kemur hins vegar ekki að sök með meginþorra bíla.“ -JGH Menning Minnismerki frjó- semi og sköpunar - sýning Sigríðar Elfu Sigurðardóttur í HLaðvarpanum í Hlaðvarpanum á Vesturgötu 3 stendur þessa dagana yfir allsérstæð sýning. Sigríður Elfa Sig- urðardóttir hefur lagt þar undir verk sín bæði kjahara og ris hússins, auk þess sem nokkuö smámuna úr smiðju Sigríðar er til sölu á mið- hæðinni á Listmunamarkaðnum. Sá hluti sýn- ingarinnar sem er í kjallaranum hlýtur að vekja hvað mesta athygli. Þar er um að ræða uppstill- ingu (instailation á erlendu máh) sem stendur mun nær leikhúsi en fólk á almennt að venjast með þá grein núlista. Ferð inn í heim goðsagna Segja má að hér sé um að ræða ferðalag gests- ins inn í sammannlega undirvitund; fortíð mannsins og framtíðarvon; átök kynjanna og átök frjósemi og eyðingar. Sigríður Elfa skrifar inngang að sýningu sinni sem hún byggir á goð- sögn Macuna-indíána um þá daga er konan réð ríkjum hér á jörð og skóp frið og frjósemd með töfraflautu að vopni. Önnur útgáfa goðsagnar- innar mun hafa vitrast Sigríði í draumi og hafði konan þar tennt sköp sér til varnar. Öfundsjúk karlrembusvín sáu sér svo leik á borði, brutu skapatennur hinnar frjósömu móður og upp- hófu eyðingarskeið pungrottanna. Þannig geng- ur gesturinn innum tennt sköp þegar hann heimsækir sýninguna. Seiðandi flaututónar leiða hann inn í helli þar sem frjósemin og erót- íkin ræður ríkjum. Eðlur eðla sig í tré, kviðmikl- ar kvígur eru málaðar af andakt á helhsveggi og frjósöm indíánamóðir verður léttari á gólfi prýddu spíralmynduðum gróðri. Tilvísanir í umhverfið og söguna Þaðan liggur leiðin framhjá „töfraflautu" um „gang einmanaleikans", en þar hanga minnis- merki um nokkra indíánaþjóðflokka í Mexíkó og einn í Kólumbíu, sem eru í þann mund að deyja út. Sigríöur fer skemmtilega leið í sköpun þessara minnismerkja og að mínum dómi eru þau hápunktur sýningarinnar. í stað þess að taka beint upp form og aðferðir indíánanna í handverki gerir Sigríður hálsfestar sem inni- Eitt af verkunum á sýningu Sigríðar Elfu Sigurð- ardóttur í Hlaðvarpanum. DV-mynd GVA Myndlist Óláfur Engilbertsson halda eftirlíkingar hluta úr þeirra nánasta um- hverfi eða sögu. Þannig er hálsfesti Lacando- nes-ættflokksins gerð úr ávaxtaeftirlíkingum þar sem þeir búa í frumskóginum syðst í Mex- íkó og lifa mestmegnis á ávöxtum og grænmeti. Á sama hátt fær hin kólumbíska Coquis-þjóð gyllta eðlu í sitt hálsmen, því hún á mikla gull- smiði. Til aö boðskapurinn fari svo ekkert á milh mála hefur Sigríður staðsett spegil í beinu framhaldi af minnismerkjunum. Að þessari menningarlegu dýfu lokinni fer fram uppgjör í aldingarðinum þar sem hehög þrenning hefur tögl og hagldir í gervi þríhöfða nöðru. Nakið parið sýnist sauðmeinlaust þó eyðileggingin sé í sjónmáli. Á altari frjósemi og dauða eru blóm nærð á dósagosi að mexíkönsk- um sið. Hauskúpumar á altarinu og tré lífsins eru beinar tilvísanir í menningarheim azteka, sem tignuðu, eins og kunnugt er, dauðann. Lýs- ingin á altarið virkar skemmthega, sem og á hellamálverkin. Heimurtákna Viö útganginn'blasir við nekt eyöleggingar- innar og er vel við hæfi að hrátt umhverfið fái þar að njóta sín. Hin ftjósama móðir er nánast orðin að dufti, en skapatennur hennar varðveit- ast engu að síður. Til að undirstrika eyðinguna er biti í gervi töfraflautu alsettur kopamöglum við útganginn en kopar mun vera eitur í æðum tijáa. Vera má að sumir kunni að lesa út úr sýningu þessari kröfu um mæðraveldi og tafar- laust valdaafsal karla. Réttara er þó vafalaust að tala um mýkt frem- ur en harðneskju, að sköpunin sé virt en ekki eyðingin. Á tímum skógarhöggs, mannhöggs og gróðurhúsaáhrifa hlýtur öllum að vera hollt að velta þessum hlutum fyrir sér. Kjahari Hlað- varpans er góður vettvangur th þess nú um stundir. Á efri hæð eru th sýnis níu málverk. Mér þótti þau standa kjallarauppstillingunni nokkuð að baki. Þó vekur eftirtekt skemmtileg áferð á málverkunum sem Sigríður mun ná fram aö mestu með fljótandi prentlitum. Einnig blandar hún pappír, grisjum, striga og jafnvel fiskbein- um inn í ríkulega áferðina. Ramminn utanum myndina „Einmanaleiki" vakti einnig athygh mína. Þar búa kuðungar til ramma utan um mynd af annars konar kuðungi, sem mun reynd- ar hafa verið notaður sem flauta af indíánum. Veikasti hlekkur sýningarinnar þykir mér teikningin, þ.e. anatómían í málverkunum. Þetta kemur sterkt í ljós þar sem mannslíkam- inn er veigamikið atriði, s.s. í myndunum „Skráð í sand“ og „Flug“. Myndir sem reiða sig meira á áferðina og táknræn, fremur en raun- sönn form, standa mun betur að vígi. En í hehd- ina er hér á ferðinni óvenjuleg og „heit“ sýning sem mun vonandi bæta örfáum fersentímetrum viö ósonlagið. Síðasti sýningardagur er 17. júni. Byggmgamarkaðurinn: Mun minna um stórverk Mun minna er um stórverk á bygg- ingamarkaðnum en á undanfömum ámm þegar miklar steypufram- kvæmdir vom samtímis í Kringl- unni, Útvarpshúsinu, Helguvík og fleiri stöðum. Að sögn Aðalsteins Hahgrímsson- ar, hjá stærsta verktakafyrirtæki landsins, Hagvirki, em helstu stór- verk fyrirtækisins þetta sumarið brúin í Garðabæ, nýtt stórhýsi í mið- bæ Kópavogs, nýtt fjölbýlishús í Hafnarfirði og hús fyrir SEM-sam- tökin. Varðandi önnur stórverk á bygg- ingamarkaönum nefnir Aðalsteinn stórt bhageymsluhús sem Byggða- verk er að reisa við Lindargötu svo og sorpböggunarstöðina i Gufunesi. Þá mun Hagvirki vera að undirbúa framkvæmdir við stórt bílageymslu- hús við Hverfisgötuna, gegnt Þjóð- leikhúsinu. Varðandi byggingamarkaðinn í hehd, segir hann: „í okkar thviki er þetta heldur betra á hinum almenna markaði, hann virðist vera að glæðast. Mér heyrist aðrir hafa svip- aðasöguaðsegja." -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 lb 18mán.uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9.25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Alltr Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr-) 16,5-17,5 Bb Utlánverðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10,10 10,25 Bb Sterlingspund 16.8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnaeðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúni 2887 stig Lánskjaravisitala maí 2873 stig Byggingavisitala júní 545 stig Byggingavísitala júní 170,3 stig Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,902 Einingabréf 2 2,676 Einingabréf 3 3,230 Skammtimabréf 1,661 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,138 Kjarabréf 4,860 Markbréf 2,584 Tekjubréf 1.988 Skyndibréf 1,454 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,358 Sjóðsbréf 2 1,769 Sjóðsbréf 3 1,645 Sjóðsbréf 4 1,397 Vaxtasjóðsbréf 1.6635 Valsjóðsbréf 1,5635 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Oliuféiagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.