Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
9
Utlönd
Eldur í olíuskipi:
Hætta á gíf urlegu
mengunarslysi
Ef norska olíuflutningaskipið Mega
Borg, sem nú brennur 88 kílómetra
suðaustur af Galveston á strönd Tex-
as í Bandaríkjunum, sykki með þeim
afleiðingum að allur hráolíufarmur-
inn í því flæddi út gæti olíumengunin
orðið þrisvar sinnum meiri en þegar
risaolíuskipið Exxon Valdez strand-
aði við Alaska í fyrra. Yrði þá um
að ræða mesta mengunarslys í sögu
Bandaríkjanna.
Bandaríska strandgæslan sagði í
gær að um 380 þúsund lítrar hefðu
þegar flætt úr Mega Borg en alls eru
150 milljónir lítra af hráolíu um borð
í olíuflutningaskipinu. Vegna mikils
hita og skorts á slökkvibúnaði hefur
slökkviliðsmönnum gengið illa að
Reynt að slökkva eldinn um borð í norska olíuflutningaskipinu Mega Morg ráða niðurlögum eldsins um borð í
sem sprenging varð í á Mexíkófióa á laugardaginn. Símamynd Reuter skipinu sem nokkrar sprengingar
urðu í á laugardaginn á Mexíkóflóa.
Bandaríska strandgæslan kveðst
ekki vita um orsakir fyrstu spreng-
inganna en tveir skipverjar létust í
þeim og tveggja er saknað.
Fregnum um það hversu mikil
hætta væri á að skipið sykki bar
ekki saman í gær og sumir embætt-
ismenn efuðust um að strandgæslan
hefði skýrt rétt frá er hún kvaðst
hafa stjóm á hlutunum.
Reuter
EINSTOK HLUNNINDI FARKLUBBS
Aðeins fyrir handhafa FARKORTS og GULLKORTS VISA-ÍSLANDS
AMSTERDAM
V/SA
z\K+]z
Kr. 29.900
5 daga ferð,
innifalið flug og gisting
á 4ra ★ ★ ★ ★ hóteli,
skoðunarferð, íslensk far-
arstjórn. Akstur til og frá
flugvelli erlendis.
Upplýsingar og pöntun hjá Farklúbbi FÍF í síma 679080 frá 9-5
og eftirtöldum ferðaskrifstofum:
Samvinnuferðum-Landsýn, Úrvali/Útsýn, Veröld, Pólaris, Atlantik, Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur, Ferðaskrifstofu stúdenta, Ferðamiðstöð Austurlands, Farandi hf., Ferða-
skrifstofu Akureyrar, Ferðaskrifstofu FÍB hf., Ferðaskrifstofu Alís hf., Ferðaskrifstof-
unni Sögu hf., Ferðavali hf., Ratvís, Landi og Sögu hf., Guðmundi Jónassyni hf.,
Ferðabæ hf.
* Verð miðast við tvo i herbergi.
Fullkomið greiðslukort og meira til